Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 3
203 að menn, sem enga þekking hafa á lækn- ismennt og kunna ekki að gera greinar- mun á sjúkdómum, sjeu færari um að lækna, eingöngu fyrir það, að þeir brúka meðul sín í hlægilega smáum skömmtum, er enga verkun hafa eða geta haft. Vjer þurfum því ekki að fara hjer neitt í manngreinarálit, og mun eg því reyna til hjer að koma mönnum í rjettan skiln- ing á eðli læknismenntar vorrar, og sýna fram á, að smáskammtalækninga-aðferðin er allsendis gagnslaus. Hið fyrsta atriði, sem almenningur þarf að gjöra sjer hugfast, er það, að eins og læknismennt vor er nú á veg komin, þá getur hún gert talsvert gagn í fjölda mörg- um sjúkdómum og sannarlega bjargað mörgum manni, en að vjer hins vegar get- um harla lítið við ráðið í fjöldamörgum öðrum sjúkdómum. í þeim sjúkdómum, sem vjer getum miklu við ráðið, eigum vjer heldur eigi mikilli samkeppni að mæta af smáskammta- læknum og öðrum skottulæknum ; en í öll- um hinum tilfellunum, þar sem vjer get- um lítið lið veitt og alls eigi læknað, þar er samkeppnin í blóma sínum; þar getur smáskammtalækninga-aðferðin, sem í raun og veru hefir aldrei læknað nokkurn sjúk- ling frá upphafi vega sinna, áorkað nærri því viðlíka mikið með sínum meðulum eins og vjer með vorum. þ>að er þá fyrst og fremst að því er til handlækninga kemur, að læknismenntin getur svo mikið afrekað og af svo mikilli snilld, að hjegóma-kákararnir mega þar ekkert við. f>að eru líka jafnvel farin að opnast svo augun á mönnum hjer á landi, að þeir sjá, hvert stórtjón getur af því leitt, að eyða tíma og fje til smáskammta- og skottulækuingakáks í meinsemdum, er handlækningar eiga við. Vísindi vor geta líka gert mikið gagn með inntökum í fjölda- mörgum sjúkdómum; en það er auðvitað ekki tilgangur þessarar greinar, að fara út í málalengingar um þá sjúkdóma. |>ví næst verður almenningur að gjöra sjer hugfastan þann sannleika, að smá- skammtalækninga-aðferðin getur alls engu áorkað í neinu tilfelli í neinum sjúkdómi; með reglulegum smáskammtalyfjum er hvorki hægt að framleiða svefn, sefa verki, valda uppsölu nje t. d. einu sinni láta sjúklinginn fá góðar hægðir o. s. frv., o. s. frv. f>essu kynnu menn nú að vilja svara svo, að það sje ekki nema sögusögn mín; það þurfi að sanna hana. Slíka sönnun er nú ofurhægt að koma með, þegar þeir, sem eiga að skilja hana, hafa þau skilyrði og þá reynslu og aðgæzlu til að bera, sem til þess þarf; en með því að almenningur getur eigi haft þessi skilyrði, væri eintóm heimska að fara að koma með slíka rök- semdaleiðslu í blaðagrein; en jeg vona, að ýmsir alþýðumenn að minnsta kosti muni þó leggja trúnað á það sem jeg segi. Ef einhver af smáskammtalæknum vorum, t. d. einhver af hinum greindari prestum, sem hafa líklega gjörzt smáskammtalæknar af misskilinni umhyggju fyrir líkamlegri vellíðan meðhræðra sinna, hefði löngun og tækifæri til að kynna sjer málið betur t. d. með því að koma með mjer þegar jeg vitja sjúkh'nga minna og afla sjer þannig nokkurrar reynslu, svo að hann geti dæmt um málið með verulegri skynsemd, þá skyldi mjer vera ánægja að sannfæra hann um, að smáskammtalækninga-aðferðin er eintómt tál. Stundum heyrist sú bernskulega ímyndun hjá alþýðumönnum, að »homöopaþían» sje sjerstök grein af læknisfræðinni, og að »alló- paþarnir« viti vel, hvað ágæt hún sje, en vilji ekki viðurkenna hana, af því hún komi í bága við þeirra kenningu! f>að ætti nú hver maður með nokkurn veginn heilbrigðri skynsemi að geta sjeð, að þá hlytum vjerlæknar að vera eintóm- ir bófar og illmenni, er af fyrirtekt fyrir- munuðu mönnum betri læknisaðferð en vjer höfum sjálfir. Læknisfræðin er reynslu-vísindagrein og alls eigi bundin við neina opinberaða kenn- ingu; og saga læknisfræðinnar sýnir, að hún hefir ávallt tekið upp og hagnýtt sjer allt satt og gott, er fram hefir komið, hvaðan svo sem það hefir stafað; en með því að hún er eindregin reynsluvísindagrein, þá hlýtur hún að vísa á bug hinum »homöo- paþiska# hjegóma, svo sem sjer óviðkom- andi táli. Aður en jeg fer að gjöra grein fyrir hvernig á því stendur, að smáskammtalæknarnir geta Vomið fram samkeppni við oss í sumum sjúkdómum, þó að þeim sje gjörsamlega um megn að lækna nokkurn sjúkdóm; og áður en jeg fer að sýna fram á, að áhrif þau, er almenningur og smáskammtalækn- irinn sjálfur eignar smáskammtalyfjunum, eru ekki annað en eintóm ímyndun, ætla jeg að leyfa mjer að minnast lítið eitt á skottulæknana. í raun rjettri heldur hver skottu- læknir því fram, að hann, án þess að hafa stundað læknisfræði svo, sem fyrir er mælt af yfirvöldunum, hafi samt sem áður —annaðhvort eingöngu fvrir sjálfs sín rann- sókn og reynslu, eða þá í mesta lagi fyrir sjálfsfræðslu af einni eða tveimur gömlum og úreltum bókum — öðlazt næga þekkingu til þess að kunna greinarmun hinna ýmsui sjúkdóma og til þess að geta tekið að sjer meðferð þeirra sumra eða allra. |>etta er með öðrum orðum að halda því fram, að hann hafi ekki einungis fetað upp aptur allan framfaraferil mannkynsins í læknisfræðinni frá upphafi vega sinna, heldur að hann sje jafnvel kominn spöl- korn lengra áleiðis, af sjálfs sín rammleik og fyrir sína framúrskarandi athugun. Jeg þori nú ekki að bera á móti því, að slíkir gáfuvargar sjeu hugsanlegir; en ólíklegt virðist það, að þeir geti verið eins algengir eins og skottulæknar eru samt bæði hjer á landi og í öðrum löndum. Hins vegar ber jeg ekki á móti því, að sumir skottulæknar, sem eru sjerlega handlægnir og náttúraðir fyrir lækningar, geti orðið talsvert leiknir í að hjúkra sjúkum, geti verið glöggir á hina og þessa óreglu í hinni almennu rás í athöfnum líffæranna, geti bundið um beinbrot, kippt handlegg í lið o. s. frv.; það eru þó allt af nokkur tök á því, að skottulæknir geti gjört nokkurt gagn, ef ekki nær til læknis; það getur ef til vill jafnvel borið við, að vanur skottulæknir geti gjört eitthvert viðvik betur en ungur læknir, er hefir litla aðra menntun fengið en bóklega, en ekkl átt kost á að afla sjer verklegrar leikni; líka getur það við borið, að einhver læknir sje afleitlega lakur f sinni mennt. Með þessari viðurkenningu af minni hálfu gagn- vart íslenzkum skottulæknum hef jeg, að jeg held, borið þeim svo vel söguna, sem hægt er; en hitt er óyggjandi eigi að síður, að yfir höfuð að tala er dugandi læknishjálpar eigi annarsstaðar að leita en hjá hinum lærðu læknum; sje eigi svo mikið varið í læknisstjettina í heild sinni, sem almenn- ingur mundi kjósa, þá er það því að kenna, að það vantar mikilsverðan lið 1 kennsluna — hina verklegu menntun. í næsta blaði skal jeg gjöra grein fyrir því, hvernig á því stendur, að «homöopa- þían» helzt enn við lýði, og sýna fram á, hversu örðugt það er fyrir almenning, að sjá glöggt og dæma rjett um tál þetta. + Gbli Brynjólfsson. Lærdómsinannsina lióinn er dagur, ljóma brá hann fyrat yfir þjóð þegar ungur, andríkur, fagur, Isalands á þinginu stóð. Fyrirmyndir fornaldarinnar fagurlega málaði hann, Hrifinn krafti heimsmenntarinnar Hafnarskóla upplýsa vann. Vinur íslands varst þú án efa, vildir jafnan fræða þinn lýð,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.