Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 2
202 hyrfu gjörsamlega, mundi ekki landið eyð- ast fyrir það; beztu og frjósömustu hlutar landsins eru skóglausir, nefnilega undirlend- in, en þar er samt nægilegur jarðvegur til þess að fæða miklu fleira fólk en alla ís- lendinga, ef hjeruð þessi væru í nokkurri rækt. Stærstu undirlendin á Islandi missa því einskis í, þó skógarnir skemmist, af þvf þeir eru þar ekki til, og væru þar til lítilla eða engra bóta, þó þeir væru. I þröngum dölum upp til fjalla og þar sem hætt er við sandroki er aptur á móti mjög hættulegt, að skógarnir skemmist; en þó er engan veginn þar með sagt, að allur gróður þurfi að hverfa fyrir það, ef menn annars rækta landið. það er samt sem áður bein skylda al- þingis og framkvæmdarvaldsins, að sjá um, að farið sje að hirða betur skógana. Menn láta sjer mjög annt um slíkt í öðrum lönd- um, þar sem líkt stendur á. Ef skógunum væri nokkur sómi sýndur á Islandi, mundu þeir fljótt taka töluverðum framförum; síðan farið var að brúka ensku ljáina, hefir miklu minna verið rifið af skógi en áður, og hefi jeg sjeð þess víða merki, að ný- græðingur hefir á seinni árum allvíða orð- ið meiri og blómlegri en áður var. Annars er það ekki nema bein afleiðing af ræktun og byggingu hvers lands, að skógar minnka. Eptir því sem Asbjörnsen segir, hafa skógar í Noregi minnkað um helming á þessari öld, og í Danmörku eru nú 5 sinnum minni skógar heldur en á 16. öld, og er þó ekki talið að þessi lönd sjeu orðin óbyggileg fyrir það. Víða í Ameríku þurfa menn að ryðja skógana til þess að rækta landið, og versnar það ekki af því. það er mest komið undir landslaginu, hvort skógar eru nauðsynlegir eða ekki, en það er mjög mismunandi á ýmsum stöð- um í hverju landi. í menntuðum löndum eru sjerstakir embættismenn til þess að gæta skóganna, og hafa þeir allir lagt stund á skógarfræði og almenna grasafræði. Síra Jón Bjarnason tekur Skaptafells- sýslu og Mjóafjörð til dæmis um eyðing landsins. Haun hugsar sjer, að Skapta- fellssýsla hafi verið í fornöld eitt af blóm- legustu hjeruðum á landinu ; en það held eg sje full ástæða til að efast um. Jökl- arnir hafa allt af verið sjálfum sjer líkir. það er satt, að eldgos úr Kötlu og Ör- æfajökli hafa eytt ýmsar byggðir, sem þar voru áður, en þrátt fyrir það hefir jarð- vegur varla vérið þar fjarska miklu meiri en nú. þar sem jökulárnar flóa yfir, veltur á ýmsu: sumt eyðist, sumt fær að vera í friði um stund og grær upp. þetta gengur koll af kolli. Skaptafellssýslur hafa bæði þá og nú legið undir ágangi elds og vatna; og þó svo yrði, sem ólík- legt er, að byggðin eyddist þar gjörsam- lega, þá hefði það ekki nein stórskostleg áhrif á ísland í heild sinni. Mjóifjörður er einhver hinn þrengsti og hrjóstrugasti fjörður á Islandi, og varla er líklegt að þar hafi nokkurn tíma verið verulegur skógur eða graslendi; þar hefir eflaust verið skriðuhraun frá því í önd- verðu að dalurinn myndaðist. það er eins og sjera Jón ímyndi sjer, að skriður geti aldrei gróið upp til eilífðar; það þarf ekki að fara um marga þrönga dali á Véstfjörðum eða Austfjörðum til þess að sjá, að allflestir bæirnir eru ein- mitt byggðir á gömlum uppgrónum skrið- um; þar hefir borizt saman mulið grjót og leir, og jarðvegurinn á einmitt hægast með að myndast á slíkum stöðum. Höfundurinn er sumstaðar sjálfum sjer ósamkvæmur, því hann segir t. d., að sumstaðar sjeu eyðisandar 1 Skaptafells- sýslu að gróa upp og verða að fögru gras- lendi. þetta er eflaust satt, enda má alstaðar finna þess dæmi í hverri sveit á landinu og það jafnvel uppi á hálendi. A seinustu 40—50 árum hefir t. d. talsvert gróið upp á Sprengisandi sunnan til. Hitt er það, að menn taka beldur eptir því, sem eyðist, og tala meira um það. f>að getur vel verið, að það sje rjett, sem höf. segir, að beitarlönd sjeu að skemmast á Fljótsdalshjeraði af fjárbeit og vikrafalli; hvíti vikurinn, sem fjell 1875, hefir, eins og síra Jón Bjarnason nefnir, sumstaðar gert töluverðan skaða í fjalls- hlíðum, t. d. á Jökuldal, eins og eg hefi lýst í Andvara 1883; en þessi vikur er ekki mjög hættulegur fyrir landið til fram- búðar; sumstaðar á Jökuldal er vikurinn þegar orðinn hulinn grassverði, og víða sjest það í öðrum hjeruðum, þegar skoðuð eru jarðlögin, að hvít vikurlög eru á milli moldarlaganna. þessi lög sjást t. d. víða í mógröfum; grasið hefir vaxið og jarðveg- ur myndazt hvað eptir annað, þrátt fyrir vikrafallið. það er ekki ólíklegt, að beitarlönd gangi nokkuð úr sjer, þar sem önnur eins fjár- mergð er eins og á Fljótsdalshjeraði; en það er engin algild regla fyrir landið allt; þess konar smábreytingar á stöku stað eru ekkert í samanburði við hin geysimiklu beitarlönd, sem víða eru ónotuð eða lítt notuð. A Barðaströnd fyrir vestan gæti verið margfalt fleira fje landinu að skaðlausu, og þó eru víða miklu stærri beitarlönd á sjálfu meginlandi lslands. Ef farinn er Kjalvegur úr Hreppunum norður í Blöndu- dal, þarf maður varla að stíga á annað en gras alla leið; slægjur eru þar og víða óþrjótandi. A þessu svæði mætti eflaust beita 10—20 sinnum fleira fje en nú er gert, án þess það gerði landinu nokkuð tjón. Norðan við Hvítárvatn í Fróðárdöl- um og fram með vatninu fyrir innan Fúlukvísl sjest aldrei kind, og eru þar þó beztu hagar. Eins er eg viss um að mætti hafa miklu fleiri fjenað sumstaðar í Suður- Múlasýslu, sumstaðar í þingeyjarsýslu og á ótal fleiri stöðum, sem hjer er ekki hægt að telja. Landsmenn þurfa sannarlega ekki að óttast, að sauðfjárhagar þeirra eyðist; þeir eru ágætir í alla staði, og fullt eins góðir, ef ekki betri en fjárhagar, sem eg hefi sjeð í hálendunum á Skotlandi, í Svíaríki, í Tyrol og Sviss ; jurtategundirnar eru á öllum þessum stöðum hjer um bil hinar sömu og fjallanáttúran og loptslagið líkt. Læknishjálp smáskammta- lækna og skottulækna. Eptir landlækni Schierbeck. I. þó að mjög sje örðugt að rita um vís- indaleg efni fyrir almenning, og þótt slíkar greinir gjöri að öllum jafnaði ekki mikið gagn, þá hef jeg samt eigi viljað sneiða mig hjá að gjöra slíka tilraun, og mjer hefir jafnvel virzt það vera skylda mín að taka til máls gegn tilhneiging almennings til að leita læknishjálpar hjá smáskammta- læknum og skottulæknum. Nánasta tilefni greinar þessarar nú er það, að jeg hef sjeð mjer til skapraunar í blöðunum, að almenningi hjer á landi er við nýju meini búið, þar sem nú er höfð á boðstólum homöopaþisk lækningabók á íslenzku, og er það von mín, að einhverjir muni þó gefa gaum viðvörunum mínum og vera ekki að kasta fje sínu á glæ með því að kaupa þess konar gagnslausar bækur. þó að lækningabók Dr. J. Jónassens verði eigi álitin einkar-vel löguð fyrir alþýðu manna, þá bætir hún samt dável úr þeirri þörf, sem nú virðist vera á lækningabók fyrir alþýðu á Islandi, og hún er reyndar mörgum, mörgum sinnum betri en allar «homöopaþiskar» lækningabækur. Svo ófullkomin sem hin íslenzka lækna- stjett er, þá er það þó þar, og ekki ann- arstaðar, sem almenningur á að leita sjer læknishjálpar og getur búizt við að fá hana; lánist það ekki, heldur verði hinum prófuðu læknum á einhver skyssa, sem því miður ber stundum við, þá sannar það þó í rauninni ekki annað en að sá einstaki læknir, sem á hefir orðið, hefir í það sinn verið slakur þjónn læknisvisindanna. það er ekki þar fyrir nein ástæða til að leggja neinn áfellisdóm á læknisvísindin í heild sinni, nje nein heimild til að ímynda sjer,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.