Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.10.1888, Blaðsíða 4
204 Fáir vildu gaum að því gefa, grýttu þig með lastyrðahríð. Særður, því að sjálfstæður varstu, særður, því að elskau var hrein, Hulda sorg í hjartanu barstu hugljúft meðan fjör af þjer skein. Sorgarinnar sjálfstæðum blóma söngur þinn gaf dýrðlegast mál, Laus við vona lífgandi hl,jóma lifsins von ei brá þó um tál; Hlátur eða harðlyndið tóma hjarta þínu gaf ekki stál, Fegurð heims, í hverfandi ljóma heittelskandi kvaddi þín sál. Hvar er skáld, sem hrífur oss betur hjartað þegar söknuður sker? Hver er sá er grátið ei getur göfugt yfir Rakel með þjer? Alvarlegur þolgóður, þýður þínum drottni sýnir þú hjer, Hvernig andinn ástríkur líður eyðing tóma þegar hann sjer. Söngur þinn af sál vorri gefur sjerstakt málverk, fagurt og nýtt: Sína Rakel sannlega hefur sjerhvert hjarta viðkvæmt og blítt; Hún er vonin, traustið og trúin, tignin manns og elskunnar hnoss, Hennar dýrð þá frá oss er flúin fölnað sýnist heimslífið oss. Svoddan Rakel sárt er að gráta, sundurslitnar hjartað af því; Hjálpar þó ei hugfallast láta, hún að nokkru lifir oss í; Hennar áhrif, minning og myndir, munu lifa hjá oss í ró, Verða sannar svölunarlindir sorgarbeiskju kryddaðar þó. Ei er hjartað ánægt með þetta alla missta dýrð vill það fá, Kærleikstrú ef reynist hin rjetta Rakel horfna fær það að sjá. Og þú Gísli! göfugur skoðar Guð og engla tilveru þá, Sem að okkur ósjálfrátt boðar andalífið fornmönnum hjá. í júlí 1888. O. Hjaltason. Tileinkað vini skáldsins, sira A. Ólafssyni. AUGLÝSINGAR I samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Vátryggingarfjelagið »Commercial Un- lon« tekur í ábyrgð hús, alls konar innan- húsmuni, vörubirgðir o. fl., fyrir lægsta brunabótargjald. Umboðsmaður á íslaudi er Sighvatur Bjarnason bankabókhaldari. Af handhafa-skuldabrjefum þeim, er bœj- arstjórn Beykjavíkur hefir gefið út fyrir hönd bæjarsjóðsins, hefir nr. 4 verið kjör- ið til útborgunar með hlutkesti. Eigandi skuldabrjefs þessa, er því beðinn að gefa sig fram fyrir árslok hjá bœjargjaldkeran- um til að meðtaka ákvæðisverð skuldabrjefs- og afhenda það jafnframt. Bæjarfógetinn í Reykjavík 31. október 1888. Halldór Daníelsson. DÖNSK LESBÓK Svb. Hallgr., 3. útg., í bandi á 1 kr. 30 a., í kápu . kr. 1,00 FJÖRUTÍU TÍMAR í DÖNSKU, eptir J>. Egilsson, 2. útg., í bandi 1 kr. 30 a. í kápu kr. 1,00 tSs^ þessar dönskukennslubækur báðar eru ágætar fyrir byrjendur, enda mjög tíðkaðar við kennslu ; en sjerstaklega eru þœr œtlaðar til að nema af dönsku tilsagn- arlaust, og eru einkar-vel faltnar til þess. Fást á afgr.stofu ísafoldar (Austur- stræti 8). Uppboðsauglýsing. Miðvikudaginn 7. nóvember nœstkomandi kl. 11 f. hád. verða hjá nr. 3 í Vestur- urgötu hjer í bœnum eptir kröfu sýslu- mannsins í Kjósar- og Gullbringusýslu seld hœstbjóðendum nokkur s e g l af þilskipinu »Genius«. Söluskilmálar verða birtir á •uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík 30. október 1888. Halldór Daníelsson. Notið tækifærið. þar eð eg undirskrifaður verð ekki meðlim- ur skósmiðafjelagsins f vetur, þá sel eg nýjan skófatnað og allar viðgerðir tölvert billegra en meðlimir nefnds fjelags eptir verðlista sínum. Allt nýtt og gamaltfljótt og vel af hendi leyst. Verkstæði mitt er í húsi herra gullsmiðs Ólafs Sveinssonar, Austurstræti nr. 5. Reykjavik 31. október 1888. J. Agúst Teitsson GÓ£> SLÆGJUJÖKÐ, ekki fólksfrek, ósk- ast til ábúðar í næstu fardögum. Tilboð send- ist ritstjóra Isafoldar hið fyrsta. BestVTrginiajjó er því að eins e kta, að hver pakki sje útbúinu með eptirfylgjandi einkenni: Brún meri, með folaldi, 4 vetra gömul, mark: stúfrifað bæði eyru, hefir verið í óskilum á Litla-Saurbæ í Ölvesi síðan 9. sept.; verður seld, ef hennar er eigi vitjað innan 14 daga. Gisli porvaldsson. Mesta nauðsynjabók á hverju heimili er hið nýiítkomna, ágæta, handhæga og ódýra Lagasafn handa alþýöu (2 bindi útkomin, hið 3. væntanlegt í vetur), er þeir Magnús Stephensen landshöfðingi og Jón Jensson landritari hafa búið undir prentun. Án þess vaða menn í villu og svíma um algengustu og einföldustu lagafyrirmæli, sjer til mikils baga í daglegu lífi og stund- um til stórskaða. Mesta nauðsynjabók á hverju heimili! Kostar 3 kr. hvert bindi, í ágætu bandi. Fæst á afgr.stofu Isafoldar (Austurstræti 8) og hjá öðrum bóksölum landsins. MANUfACT,JRED expressiy | IjpScM j. lichtimcer Copenhagen. Undertegnede Repræsentant for Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassuran.ee Oompagni for Bygninger, Varer og Effecter, stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om Brandforsikring for Syslerne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappa- dal, samt meddeler Oplysninger om Præ- mier etc. N. Chr. Gram. Bókbandsverkstofa ísafoldarprentsmiðju (Austurstr. 8). BÓK.BINDARI ^ÓR. pORLÁKSSON tekur bækur til bands og heptingar, sömu- leiðis til gyllingar sjer í lagi. Vandað band ög með mjög vægu verði. íslands-uppdrættir fást hjá bókaverði Bók- menntafjelagsins í Rvík cand. theol. Morten Hansen (í barnaskólahúsinu): a) á 4 blöðum með landslagslitum á 10 kr. b) — 4 blöðum með sýslulitum á 9 kr. c) — 4 blöðum með vatnalitum á 7 kr. d) — 1 blaði með landslagslitum á 6 kr. e) — 1 blaði með vatnalitum á 4 kr. Smásögur P. Pjeturssouar (biskups), frá 1859, afbragðs-skemmtibók handa ung- lingum, 264 blaðsíður, ^ fást með niðursettu verði á afgreiðslustofu ísafoldar, fyrir 1 kr. (áður 2 kr.). Salmabokin “R.tlí fyrir 1 kr. til 1 kr. 40 aur. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.