Ísafold - 05.12.1888, Blaðsíða 2
230
í dag hjeðan til Englands með um 900
fjár og 100 hesta.
Drukknan í hafi- Eitt af Gránufje-
lagsskipunum, Bósa, var á leið frá Khöfn
til norðurlands snemma í október, og var
statt eitthvað 10 mflur undan landi, 4. okt.,
er það hreppti afskaplegt stórviðri af
landnorðri, sem sleit af því segl og réiða
að nokkru leyti, en brotsjór tók út kaptein-
inn og mann þann, er stóð við stýrið,
og drukknuðu báðir. Skipið var þá á
hrakningi með berum reiða og því engin
tök til að snúa því við að reyna að bjarga
mönnunum; enda sá stýrimaður, að
kapteinninn, sem hjelt sjer á floti skammt
aptur undan, benti honum að eiga ekki
við það, heldur halda beint áfram; annars
hefði skipið kaffærzt með allri skipshöfn-
inni. Skipið komst síðan til Skotlands
við illan leik.
Kapteinninn, er þetta raunalega slys
hreppti og skildi svo drengilega við, var
Jörgen Petersen, einn af sonum gamla
Gránu-Petersens — sem nú er kominn á
áttræðis-aldur og er samt fyrir Gránu enn,
í förum hjer við land nú —, sá þriðji, er
hann hefir misst í sjóinn, en 2 eru enn á
h'fi og voru báðir í flokki strandmannanna
af hinum fjelagsskipunum, er fóru nú
nú hjeðan með póstskipinu. Urðu þeir
bræður allir kapteinar, og miklir vaskleika-
menn, eins og faðir þeirra. Svo þótti mik-
ilsvert um þennan Jörgen Petersen og frá-
fall hans, að búið var þegar að skjóta saman
f Khöfn 3000 kr., er póstskip fór þaðan,
handa konu hans og börnum.
MINNISPENINGUR. Til minningar um
ríkisstjórnarafmæli konungs hefir peningsmiöjan
í Khöfn slegið minnispening, tvíkrónu, sem er
að þvi leyti frábrugðin algengum tvíkrónupen-
ingum, að undir konungsmyndinni stendur: „15.
nóvember 1863“, en hinum megin lárviðarsveig-
ur með orðtaki Kristjáns konungs níunda inn-
an í: „Med Gud Jor Ære og Rétíl, og þar neð-
an undir: „15. nóvember 1888“.— Vizkan(!) frá
fræðslustofnuninni „þjóðólfi“, um 16. nóv., hefir
miður ekki verið komin til Khafnar áður en
minnispeningur þessi var sleginn !
Minnispeningurinn fæst hjá landfógetanum i
býttum fyrir algenga peninga.
Útlendar frjettir.
Khöfn 9. nóv.
Amekíka. Sú fregn nú flutt, flescum á
óvart, að samveldismenn hafi sigrazt á
hinum við kosningar kjörmannanna, því
bæði þar og í vorri álfu efuðust fæstir um
sigur Clevelands. Forsétinn verður þá
Harrison hershöfðingi, dugandi skörungur
og, að því sagt er, vandaður maður í alla
staði. |>ví er trúandi, sem sagt er, að sam-
veldismenn hafi sparazt til fæstra vjela,
þó Cleveland sæi við sumum, og það þó
helzt af þeirra hálfu, sem vilja halda toll-
verndarlögunum uppi, og hinna með, sem
Cleveland hefir haldið í skefjum eða látið
koma hart niður fyrir fjárpretti og gróða-
brögð í ýmsum greinum umboðsstjórnar-
innar.
Snemma í október laust járnbrautarlest-
um saman á einni brautinni í Pennsylvaníu,
og fórust við það 40 manna.
II.
(Frá frjettaritara ísaf. á Englandi, 12. nóv.).
þingið er nýkomið saman til að koma
frá sjer fjölda frumvarpa, sem ólokið var
við, þegar því sleit í ágúst síðast. Enn
sem komið er, hefir tímanum verið varið
mest megnis til fyrirspurna af hálfu þing-
manna um hvað eina, er þeir hafa komizt
á snoðir um að misförum gegni í þessu
víða veldi, sem í sannleika má segja um,
eins og sagt var um Eóm, að stærðin ber
það ofurliða. Engum tíðindum sætir þó
enn frá þingi, en því meiri frá mælsku-
förum flokksforingja út um land. Torýar
hafa ekki látið mikið til sín taka í mælsku-
veginn; þar hafa þeir fáum görpum á að
skipa. En því meira hefir tekið til Glad-
stones og hans sinns. Nýlega hefir Glad-
stone gengið fram í ræðuhöldum í Birming-
ham með því mælsku-þoli, er fram af gengur
öllum, að áttræður öldungur geti sýnt.
Hefir hann rakið í ræðum sínum allar mis-
göngur Torystjórnar utanlands og innan,
og sjerstaklega rangsleitni Balfours, Irlands
ráðgjafa, er misbyði öllum grundvallarregl-
um rjettlátrar stjórnar með því, hvernig
hann beitti hinum svo nefndu »kúgunar-
lögumi>. »Bingley»-höll, hin stærsta, er
fengin varð í Birmingham, var troðfull, í
hvert skipti er öldungurinn lét til sín heyra
þar. Meðan hann talaði, var steinþögn,
nema þegar lýðurinn æpti lof að honum,
og er það almennt orð, að aldrei hafi múg-
ur landsmanna hans sýnt honum jafn ein-
beitt fylgi með jafn stanslausu fjöri ognú.
Hins vegar hafa hinir yngri flokksfor-
ingjar, sir Yernon Harcourt og John Mor-
ley sjer í lagi, lagt lávarð Hartington og
J. Chamberlain, leiðtoga hinna svo nefndu
Dissentient-Unionists (o : þeirra, sem
klofnuðu frá frelsismannaflokki, af því þeir
vilja að engu sje hróflað við innlimunar-
lögum írlands frá 1800), í miskunnarlaust
einelti í allt haust, og hefir þar kennt hins
mesta aflsmunar bæði málsnildar og máls-
vegs. f>essi flokkur er auðsælega að hverfa
og afl atkvæða hans meðal kjósenda að
renna aptur í flokk frelsismanna.
þetta hefir lýst sjer glögglega á
bæjarfulltrúakosningum, sem nú eru ný-
gengnar um garð, og hjer í landi þykja
ávallt áttaviti þjóðviljans, að því er til
borga kemur. Frelsismenn hafa unnið 38
sæti ýmist frá Torymönnum eða Diss.
Unionistum, og frá þeim flest, og hafa þeir
orðið svo algjörlega undir við þessar kosn-
ingar, að það mótar varla fyrir þeim nokk-
urstaðar. þessar kosningar hafa mest-
megnis snúizt um írska málið, er enn sem
fyrri er aðal-dagskrármál. það er nú orð-
in stór breyting á sambandi Englendinga
og Irlendinga við það sem áður var. þang-
að til 1885 var írskum mælskumanni lok-
aður allur aðgangur að fundum og ræðu-
höldum á Englandi. En nú eru þeir boðnir
og velkomnir um allt land. þetta hefir
leitt til þess, að vitni Ira sjálfra, að kippa
fótum undan launfjelögum landsins, sem
hingað til hafa alið á uppreistaranda og
blásið að eldurn glæpaverka. Jón Dillon
þingmaður sagði hier um daginn, að þetta
væri kin mikla brey ing sem nú væri kom-
in á: Yonlaust 1 irðist Irland með ill-
verkavopnum óyndi úrræða ; vonandi berst
það nú með vopnum opinskárra löglegra
samtaka (Despairing, Ireland fought with
the weapons of desperate outrages, hopeful
she now fights with the weapons of open
lawful agitation). Allir flokkar eru nú
farnir að líta á þetta mál svo, að það
hljóti þó fram að ganga að lokum, ogheima-
stjórn (sjálfstjórn) Irlands sje að eins
»question of time».
það hefir þegar haft mikil áhrif á álit
manna yfir höfuð og ekki sízt Torymanna,
sem fjölmargir eru meðal landsins veglynd-
ustu og beztu manna, að _rannsóknin á
kærum blaðsins Times — sem Jón Bright
sagði einu sinni, að væri tól djöfulsins á
jörðu — gengur, enn sem komið er, svo
þverbeint á móti blaðinu, aðengin minnsta
sönnun, nje enda nokkrar sennilegar lík-
ur, eru enn komnar fram, að þingmenn-
irnir, sem Times hefir stöðugt sakað um
beinlínis samband við og undirróður undir
glæpaverk síðustu níu ára, koma þar hvergi
nærri. Dag eptir dag færir Times fram
vitni sín, og dag eptir dag endar þetta
prófstapp á eina leið : engin sönnun, eng-
ar líkur. Orðfleygt hefir og orðið, að dóm-
urunum, sem sitja yfir rannsókninni, þyki
umboð sitt all-óríflegt, og forsetinn ljet
uppi einn daginn, að þetta væri »pínufult»
(painful) rannsóknarmál, og hafa menn al-
mennt skilið orð hans svo, að þau önduðú
móti Times. það, sem þegar hefir sann-
azt, er það, að leiguliðaþrasið við lands-
drottna rann af sjálfu sjer fyrst upp úr
verzlunar- og atvinnuneyðinni, sem hófst
1879, og gekk yfir árum saman þar á eptir
og enn eldir þungt eptir af.