Ísafold - 05.12.1888, Qupperneq 3
231
Sýningin í Khöfn.
(FrájJ frjettaritara ísafoldar við sýninguna).
III.
(Niðurl.) Khöfn 29. sept.
1790 sást hin fyrsta gufuvjel hjer í landi,
en 1826 var hin fyrsta hjer til búin. Nú
vinna hjer 700 verknaðarvjelar með gufu-
krapti, og ganga þar til á ári 8 miljónir
steinkolatunna.
Nú skal hverfa aptur til höfuðsvæðisins
norðlæga eða til sýninganna á suður- og
vesturjaðri Tívólí. En með því að yfir
brú er að ganga (yfir stræti, sem hjer
skilur á milli), skal þess getið, að undir
henni sunnanmegin eru klefar, þar sem
slökkvilið Hafnar og fleiri borga sýnir tól
sín í smám eptirmyndum og slökkvun
hallarbruna á uppdrætti.
Jeg stend nú við í svip á sumum stöð-
um og gef gaum að því, sem jeg ætla að
landar mínir mundu helzt eptir taka.
Norðan við bfúna, eða undir henni, eru
tvær búðir fyrir sáðgarðsplöntur og aldini.
í aðra þeirra nú komin sending frá Schier-
beck landlækni. Hún sæmd með hæstu
verðlaunum, og yfir henni hið bezta látið
í blöðunum. Jeg hef sjeð menn stara á
hana eins og undur. Auðsjáanlegt, að
þeim kom mjög á óvart, að slíkt gæti
þrifizt á voru landi. Væru allir vel trúaðir
heima, mundi lík^ meira aðhafzt við
garðyrkjuna en er.
Mig ber nú að »fiskisýniijgunni<c eystri.
Hjer eru bátategundir, eptirmyndir þeirra
eða sýnislíkingar, og hjer eru Iíka bátar
eða ferjur frá fyrstu tímum —innanholir
eikarbútar—- sem hafa fundizt í jörðu eða
í fenjum. Hjer sýnt útklak fiska og með-
ferð allrar veiði, herðing, reyking og nið-
ursuða. Hjer liggja líka laxar og önnur
ný veiði á ísmöl og verður svo ýldu og
skemmdum varin í langan tíma. Hjer sá
jeg enn fremur nýfundna vjel til að loka
geymsludósum smjörs og niðursoðins mat-
ar án brösunar og þrýsta út öllu lopti.
Leyndardómur fólginn undir loksbrún
sjálfra dósanna. Vjelin og þær frá Lýbiku,
og hún kostar 6—7 hundr. króna.
I þessum skála eru sýnismunir frá Fær-
eyjum, Grænlandi og Islandi.
Já, Grænlaud í miðið, Færeyjar á hægri
hænd, ísland á vinstri. Satt er bezt að
segja: Grænlendingar eiga hjer öndvegi
skilið, og það er konungsverzlunin sjálf,
sem ræður útvalningu og sæti. Hjer er
jeldarskrúð af hvítabjarnaskinnum, refa-
belgjum og æðarbringum. Af þeim eru
gerðar hálshlífar og brjósthlífar, sem við
vitum, og fleira til skrauts og vermsla.
Hjer skór og stígvjel af selskinni, útsteytt-
ir fuglar og margt hagleikssmíði af hval-
tönnum, öðru beinefni og steinum —sumt
prýðilega myndað og útskorið. Enn frem-
ur eptirgerð báta, skutla og fl.
Jeg leiði hjá mjer að segja annað um
Færeyjasendinguna, en að hún er fullsæmi-
leg í flesta staði.
En þar sem til okkar kemur, var í
rauninni nóg sagt í brjefinu á undan,
þar sem verðlaunanna var getið— og
vetlinganna. EkkiJ því að leyna, jeg
sá þar stúlkurnar í hátíða- og hversdags-
búningnum og brúðuna prúðbúna, og aj
þeim og af beltishnappa-og millnasafninu —(
svo lítilli og fábreytilegri sýning sem okk-
ar er— mætti ætla, að Islendingar hefðu
helzt gull eða silfur með höndum. »Hvar
er tóvinnan og vefnaðurinn ?« mætti marg-
ur spyrja. þá er þar eggjasafn, en slíku
mætti safna af óbyggðum eyjum. Fyrir
ofan afgamlar rúmfjalir með lítilsigldum
úrskurði; þar fyrir ofan þrjú áklæði forn-
leg og yfir öllu fallegir uppdrættir þorsks
og fálka. 011 áhrifin daufleg, og mjer varð
að orði, þegar jeg gekk á burt: »sitjum þá
fölir meðal fiska!«
I vesturbúðinni eru líka sýnd fiskiskip
og bátar norðurlandabúa, og eptirmyndir
alls konar skipa. I fullri stærð er hjer
áttæringur frá Færeyjum og strandbjarga-
bátur frá Jótlandi —öruggur kaffirringur
og sökkur ekki óbilaður. Enn fremur alls
konar veiðarfæri: önglar, dorgir, ífærur,
'netjategundir og háfar, o. s. frv. Frá deild
Svía má geta um skrautnisti af ýmsum
gljáskeljum, en þau finnast líka í hand-
vinnusýning Dana.
A miðsvæði jaðarsins er heilnæmismuna-
og heilsubjarga-sýningin. Hún er svo auð-
ug og fjölbreytileg, að hjer mundi stutt
lýsing til lítils koma, þó ekki skyldi til
fleira taka en þess, sem okkur heima brest-
ur mjög svo meir en skyldi og þyrfti— en
jeg á við tilfæri til baða og lauga, til
hreínsunar vatns og lopts, til alls konar
heilnæmisauka og hreinlætisbóta.
Eins skal þó geta. Fyrir utan skálann
er lítið tjald og þar inni þvottavjel frá
Kristjaníu, sem jeg sá þvo og þurvinda
12 handklæði á fimm mínútum. Fyrir-
höfnin er sú helzt, að fylgja sveif álíka og
þá hverfisteini er snúið. Vjelin kostar 40
kr., en verðið fer þó eptir stærðinni.
A vesturjaðri Tívólí er landbúnaðarsýn-
ingin. Ein deild hennar fyrir afurði akra
og engja, önnur fyrir skógarræktina og alls
konar viðartegundir norðurlanda, en hin
þriðja fyrir búverk og mjólkurmatargerð,
eða tilbúning smjörs og osta.
Fróðlegar eru sjer í lagi fyrsta deild og
þriðja. í hinni fyrri má sjá alls konar
amboð, búnaðaráhöld, búsgögn og verkfæri
(orf, hrífur, plóga, rekur, pála, handkvarn-
ir, strokka o. s. frv.), flest með ljelegum
brag á fyrri öldum, og seint skilar því á-
fram, en framfarirnar aukast við aukið
frelsi og velmegun. Með uppdráttum og
eptirmyndum er sýnd landyrkjan sjálf, bú-
fjenaður og hestar á fyrri tímum, bæir og
húsakynni bændanna—og er munurin ber-
sýnilegur á öllu, sem nú nýtur við og fyrr-
um, en bersýnilegastur þar, sem verkvjel-
vorra tíma (t. d. gufumagnsplógar og
þreskivjelar) hafa hlaupið undir byrði
vinnunnar.
Meðferð mjólkurinnar minnileg |að sjá,
þar sem gufuvjelarnar ljá greipar sínar til
að skilja á milli undanrennu og rjóma,'og
til strokkunar, eins og að er farið á stór-
búunum. Jeg sá 217 pottum rjótna hellt
í strokk með bullu í reku líki, og þó grind-
ur að neðan, og skók þar vjelin (snúandi
rekunni) allt á rúmlega hálfri stundu.
f>ar voru 40 pund smjörs upp tekin og
lögð á kringlótt borð til hnoðs eða elting-
ar og seltu. Hjer færði vjelin yfir það
veltikefli. Síðan var allt fært í pjátur-
kassa með rimum í botni, en undir þeim
ísmöl til kælingar. Eptir kælinguna skyldi
leggja smjörið aptur á hnoðborðið til síð-
ustu eltingar.
Samskot til kirkju á Eyrarbakka.
þar eð áforraað er að byggja kirkju hjer á
Eyrarbakka á næstkomandi surari, en ^mikið
vantar til, að efni til þess sjeu næg fyrir hendi,
[eyfum vjer oss hjer með virðingarfyllst að
biðja alla þá, að unna oss Evrarbakkabúum
þess gagns og gleði, að fá til vor kirkju, að
rjetta oss nú bróður- og Bysturlega hjálparhönd,
með því, eptir efnum og ástæðum, að leggja
fram einhvern skerf til þessa fyrirtækis.
Sjer í lagi treystum vjer svo veglyndi hinna
heiðruðu Reykjavíkurbúa, að þeir gefi máli
þessu góðan gaum, og eru þeir vinsamlega
beðnir að aflienda það, sem þeir kunna að gefa,
til herra (4. Thorgrímsens í fieykjavík, sem
hefir lofað að veita því móttöku. En þá, sem
hjer eru nærlendis, biðjum vjer að gjöra svo
vel, að afhenda það til einhvers vor undirskrif-
aðra. Eyrarbakka 22. nóvember 1888.
Jón Björnsson. Ingibjörg Hinriksdóttir.
Einar Jónsson. P. Nielsen.
Guðm.Guðmundarson. Astríður Guðmundard.
Eugenia Nielsen. Guðm. ísleifsson.
Sigríður þorleifsdóttir. Jóhann Fr. Jónsson.
Ingunn Einarsdóttir.
•pegar gömiu rakkarnir spangóla, j ýla
hvolparnir eptir sama lagið*. „Fj.konan“
japlar nú eptir atvinnurógs-brigzli „þjóðólfs“ til
ísafoldar. Báðum stendur eðlilega hinn sami
beigur af hinni fyrirhuguðu stækkun ísafoldar,
og kemur því engum á óvart, sem þekkir eðlis-
far máltóla þessara, þð að þau láti einskis'ó-
freistað til að ófrægja jafn-hættulegan keppi-
naut. En kátbroslegt er að heyra það blað