Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(f>0 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa i Austurstrœti 8.
XV 59.
Reykjavík, miðvikudaginn 19. des.
1888.
37 Ianl. frjettir. Læknishjálp smáskammta
lækna og skottulækna.
239. Aðalpóstleiðin í Húnavatnssýslu.
240. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen
des. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu|umhád. fm. em. fm. em.
M.<2. I + 1 29,1 29,2 O d N h d
F. 13. I + 1 29,6 29.7 O b O b
F. 14. —— 2 O 29,9 29.9 O b O b
L. 13. O + • 30, 29.5 S h d O d
S. 16. + 2 + 6 29,3 29,1 O b S h d
M. 17. 0 + ' 29,2 29+ Sv h b O d
{>. 18. -A— 2 0 29,2 29,2 A h b A hv b
Umliðna viku hefur optast verið sama veðurhægð-
in sem fyrri vikuna og svo að kalla frostlaust. Sið-
ustu dagana hefur hann verið ýmist við suður eða
útsuður (Sv.) eða austanátt en hægur. I dag 18.
hægur austankaldi, bjart veður. Snjór er hjer enn
svo að kalla enginn.
Reykjavík 19. des. 1888.
Líf og lífsvon sjómanna. Eins og
boðað var í síðasta blaði, hjelt síra Odd-
ur V. Gíslason fyrirlestur um það efni 12.
þ. m. hjer í bænum, mikið fróðlegan og
nytsaman, en fyrir harla fáum áheyrend-
um og þeim flestum utan sjómanna
stjettar. Heilir 2 sjómenn komu að hlýða
á hann ! Er slíkt minnkun meiri en töl-
um taki.
Umtalsefnið var fyrst og fremst ýms
bjargræði í sjávarháska: sundkunnáttu,
notkun lýsis til að lægja sjávargang (með
bárutíeyg, stafnýli og borðýli), seglfestu-
pokum í stað grjóts o. s. frv. Um kyngi-
krapt lýsisins skýrði hann frá mörgum
dæmum, útlendum og innlendum, og gat
um fróðlega ritgjörð nýja eptir frakknesk-
an aðmírál, þar sem sannað er og iýst út
í æsar, hversu ráð þetta sje óyggjandi.
Enn fremur lýsti hann og sýndi rekstjóra,
bezta áhald t. d. við andóf, svo og skipti-
spjöld, er hann hefir tekið upp til að skipta
afla rjettlátlega í hluti.—Til að forða mann-
tjóni á sjó lagði hann jafnframt mjög mikla
áherzlu á, að betur væri vandað til for-
mennsku en nú tíðkast almennt, og vildi
láta löggjafarvaldið skerast í það mál.
Daginn eptir hjelt síra Oddur fund á
Seltjarnarnesi og flutti fyrirlestur um sama
efni. Hafði Ingjaldur hreppstjóri á Lamba-
stöðum boðað þann fund og var hann vel
sóttur. f>ar var sett 5 mann nefnd til
framkvæmdar ýmsum ráðum þeim, er síra
Oddur heldur fram.
Daginn þar á eptir fór hann upp á
Akranes og hafði þar fjölmennan fund
(200 manns) með fyrirlestri. Gengust þeir
Hallgrímur hreppstjóri Jónsson og Ólafur
Iækni Guðmundsson fyrir því fundarhaldi.
þar var kosin 7 manna framkvæmdarnefnd.
Tíðarfar er að frjetta gott með póst-
um að norðan og vestan allt fram í síð-
ara hluta nóvembermán. |>á fór að gera
fannkomur miklar, en ofan í það komu
rosablotar, og gerði jarðskarpt sumstaðar.
I Strandasýslu norðanverðri sagt mjög lít-
ið um haga, og búið jafnvel að taka inn
hesta þar víðast hvar.
Kirkja fauk á Eafnseyri við Arnar-
fjörð 4. nóvbr., í feykilegum aftökum, #svo
miklum, að menn muna eigi slíkt, nema
ef vera skyldi þorraveðrið mikla, er »Fönix«
fórst í veturinn 1881. Kirkjuna tók svo
hátt upp, að hún fór yfir nokkur leiði,
sem uppgerð voru, en kom svo niður apt-
ur alheil og óskemmd*. þannig skrifar
presturinn á staðnum. Kirkjan var ný-
smíðuð.
Fjármarkaðir Knudsens kaup-
rnanns frá Newcastle. Skrifað úr Húna-
vatnssýslu, 2. þ. m.: »Knudsen kaupmað-
ur ljet halda fjármarkaði hjer í austur-
sýslunni um miðjan f. m. og ljet borga
fjeð óvanalega vel: veturgamalt og mylkar
ær frá 11—13 kr., og sauði frá 14—18 kr.
Reyndar var ekki borguð 1 króna í fjenu,
en svo var um samið, að ef gufuskip yrði
eigi komið 26. nóv., þá skyldu seljendur
taka fje sitt aptur, en frá 50 a.—1 kr. á
hverja kind fyrir þvæling á fjenu.—Skipið
kom náttúrlega ekki, og eru bændur nú að
rölta norður (á Sauðárkrók) að sækja
kindur sínar«.
Mannalát og slysfarir. Hjer í
bænum andaðist 14. þ. m. í hárri elli frú
Johanne Christine Zimsen, ekkja Chr.
Zimsens, er lengi var verzlunarstjóri fyrir
Havsteinsverxlun í Reykjavík (t 1877).
Hún var fædd 5. janúar 1811, á Hofsós,
dóttir kaupmanns Due Havsteens, er þar
var þá kaupmaður —föðurbróður Pjeturs
Havsteens amtmanns. Hún fluttist frá
Hofsós til Khafnar og giptist þar 1840
áðurnefndum manni sínum; 1855 fluttust
þau hingað til Reykjavíkur. Börn þeirra
hjóna eru þessi á lífi: Chr. Zirnsen kaup-
maður í Hafnarfirði, Nieljohnius Zimsen
kaupm. og konsúll í Reykjavík, frú Lovise
kona konsúls Guðbr. Finnbogasonar, Thea,
gipt á Jótlandi, og Elizabet ógipt (í Rvík).
Kvennmaður varð úti 22. f. m. á leið
frá Borðeyri að Kvíslaseli—sá bær stend-
ur upp á Laxárdalsheiði.—»þetta er 3. vet-
urinn í röð, sem menn verða úti á þeim
fjallvegú.
Maður drukknaði af bát á Arnarfirði í
f. m., vinnumaður frá Rafnseyri. Voru
2 á, en hinum varð bjargað, þjökuðum
mjög ; hafði slysið sjezt þegar úr landi.
„Læknishjálp smáskammta-
lækna og skottulækna“.
Með svonefndri ritgjörð í ísafold XV. 51
—52 áminnir laudlæknirinn alþýðu manna
um, að leita heldur lögskipaðra lærðra
lækna en hinna ólærðu skottulækna, og er
það ekki nema eðlilegt, að slík áminning
komi frá landlækninum samkvæmt stöðu
hans ; enda munu flestir fremur leita hinna
lærðu lækna, sem vel reynast, þegar unnt
er að ná til þeirra í tíma, heldur en hiuna
ómenntuðu skottulækna.
þegar því alþýða manna, bæði mennt-
aðir og ómenntaðir, leita heldur ómennt-
aðra skottulækna, en hinna lærðu og lög-
skipuðu lækna, sem jafnhægt er að ná til,
þá virðist það vera bersýnilegur vottur um,
að slíkir lærðir læknar reynist ekki vel eða
jafnvel miður en hinir ólærðu skottulækn-
ar, þótt ólíklegt sje ; því allir, sem læknis
leita fyrir sig eða sína, vilja þó heldur að
sjer og sínum batni en að þeim ekki batni;
enda munu þess fá eða engin dæmi, að
nokkur leiti ómenntaðs skottulæknis, ef
hægt er að ná í lærðan lækni; þegar meua
hafa orðið fyrir útvortis stórsköðum, bein-
brotnað, gengið úr liði, eða skorizt hefir
sundur slagæð ; eða þá menn eru þjáðir af
þeim ótvortis meinsemdum, sem ahnennt
er álitið að handlækningar þurfi við að