Ísafold - 02.01.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.01.1889, Blaðsíða 1
KLemur út á riú 3vikudöef jm 0£ laugardögnm. Verð ájT- gangsins (i0| arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímán. f Uppsögn (skrifí.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrœti 8. XVI 1. Reykjavík, miðvikuífaqmn 2. jan. 1889. 1 s a f 01 il kemur út petta ár (1889) tvisvar í viku, á miðvikuclögum og laugardögum, 104 blöð alls (heilar arkir) um árið. Verður árgangurinn pannig miklu meira en helmingi stærri en nokkurt hlað heíir áður verið hjer á landi, og pó með rímnakveðskapinn (Andrarímur), ekki sízt af þeirrar stjettar fólki, er forsmáði gjörsam- lega fyrirlestur síra Odds um daginn um »líf og lífsvon sjómanna«, fyrir hinn sama inn- göngueyri, og er það all-fróðlegt tákn tímanna. Bæjarstjórnarsamþykkt ný, fyrir Eeykjavík, er nýlega út komin, staðfest af landshöfðingja 4. f. m. —, eða rjettara sagt endurskoðuð hin eldri samþykkt frá 9. olit. 1873. s a m a v e r ð i: 4 kr. árg. innanlands, en 5 kr. erlendis. Andvirðið greiðist, eins og áður lieíir verið áskilið, fyrir miðjan jálímánuð; pó getur útgefandinn eigi undirgengist að senda hlaðið einstökum mönnum í fjar- lægð, utanlands eða innan, öðruvísi en að árgangurinn sje horgaður fyrirfram. Sölulann i/5—V8> eptir kaupendafjölda. mr NYIR KAUPENDUR gefi sig fram sem fyrst. Forngripasatnió opið hvern mvd, og ld. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 SÖfnunarsjóðminn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 VeduraiiíUgamrí Reykjavík, eptir Dr. J. Jðnassen des. Hiti (Cels.) | Lþmælir Veðurátt. )an. á nóttvi nm hád. fra. em. fra. em. M 2 7. -r- 8 -L 5 29,1 29.3 0 b 0 b F 27. -4- 1 2 -r- 9 29,4 29, s O b 0 b F X. -4-1 -> — ^ 29,6 29.9 A h b Sv h d L. 29. ~ Q 6 29,9 '9.3 A h b Sa hv d S. (0. + I -I 1 '9,3 29, 0 d Sv hv d M. 3 • -4— (, — 2 29,2 29,3 Sv hv d S h d f* 1. -7- 6 -r- 3 29,3 29,4 O d S h d Umliðna viku efir vindur verið við austur eða suð- ur (útsunnan), fyrstu dagaua var rjett logn. Við og við hafa verið útsynnings (Sv) byljir, svo talsverður •smór hefir fallið. í dag t. nýársdag var hjer svo að kalla logn og all-hjart veður að inorgni, síðan dimm- ur síðari part, hægur með lognhríð af suðri ; í fyrra var þennan dag noröanroh mcö hörhugaddi (að- faranótt h. I. -r 10°). A = austan; N = norðan; S — sunnan; V == vestan; Sa — suðaustan o. s. frv.—H' — hægur; hv~ hvass; b ~ bjartur; d = dimmur; O = logn. Reykjavílc 2, jan. 1389. Hátíðaskemmtanir í höfuðstaðnum hafa ekki verið aðrar fyrir almenning en þær sem auglýstar voru í blaði þessu, og hr. kaupm. porl. 0. Johnson stóð fyrir, sem sje fyrst samsöngur í Good-Templara-húsinu kvöldið fyrir þorláksmessu, er söngfjelagið »Svava« hjelt, og hr. tannlæknir Nickolin, sem söng einn saman, mikið vel að allra dómi, svo að veruleg prýði var að; og svo 2 daga milli jóla og nýjárs myndasýning og sögu-upp- lestur, sömul. í Good-Templarahúsinu, ásamt rímnalcveðskap í þokkabót, til nýnæmis fyrir þá sem lítt þekkja til þeirrar þjóðlegu íþróttar(I), og upprifjunar fyrir liina, og virtist allur þorri þeirra skemmta sjer hið bezta, þótt sumir Ijetu lítt yfir. Svo mikið er víst, að húsfyll-' ár var eða því sem næst að skemmtunum þessum bæði kvöldin, sem boðið var upp á Eitt nýmæli í henni er færsla á gjalddaga fyrir bæjargjöldum. Hann er nú 1. janúar og 1. júll, en var áður 1. marz og 1. sept. Tilgangurinn með þessari breytingu er sá helzt, að gjöld geti orðið tekin lögtaki f tæka tíð eða á hentugri tíma en áður að því er kernur til hinna lægri gjaldenda, sem sje í ágústmánuði.aðalkauptíð tómthúsmanna.þeirra er sjó stunda, í stað þess að bíða ef til vill fram á vetur, þegar ekkert er orðið af þeim að hafa mörgum hverjum, til mikils tjóns fyrir bæjarsjóð. Er gjört ráð fyrir með þessu nýja fyrirkomulagi, að lögtak hjá þeim (hiu- um lægri gjaldendum) verði látið fram íara að sumrinu fyrir öllu bæjargjaldinu í einu lagi; en tveimur gjalddögum varð að halda í samþykktinni eins og áður, og það með fullu missiri á milli, vegna þess, að svo er beinlínis fyrir mælt í bæjarstjórnar-tilskipun- inrii. Annað nýmæli eigi óverulegt er um stjórn fátækramálefna. Fyrir þeim stóð áður og stendur enn nefnd úr bæjarstjórninni, fátækra- nefnd, 3 menn auk bæjarfógeta; en þar sem áður voru skipaðir henni til aðstoðar að eins 2 fátækrastjórar, sinn íyrir hvorn helming bæj- arins, og rneð nokkuð þröngum verkahring, þá er nú tala þessara fátækrastjóra eða fá- tækrafulltrúa látin vera ótakmörkuð — þeir geta verið svo margir, sem bæjarstjórninni lízt — og verkahringur þeirra miklu víðari en áður. Eru hin nýju fyrirmæli um fátækra- fulltrúana svo hljóðandi: kTH aðstoðar [fátcera\ nefndinni má bcejar- stjórnin kjósa fátœkrastjóra(fátcekrafulltrúa), svo marga, sem þurfa þylcir,og eigaþeir meðal annars að hafa sjerstaklega umsjónmeð sveitarómögum og þurfamönnum, einkum hver í sínu hverfi, hafa nákvcemar gœtur á högum þeirra, heim- ilisástæðum og háttalagi, og stuðla að þvi, að þurfamenn noti efni sin með sparnaði og for- sjá, leiti sjer atvinnu eptir megni, og kosti kapps um að bjarga sjer og sínum sem mest af rammleik sjálfs sín. Styrkbeiðni þurfa- manns verður að jaf?uxði eigi' iil greina tekin, nema fátœkrafulltríimn í hans hverfi styðji hana, og má ávisa honum styrknum til hag- tœringar fyrir þurfamanninn, ef ástceða þykir til. Fátœkrafulltruarnir skulu og gera sjer far um, að afla nákvcemra shýrslna um að- komna þurfamenn, er orðið hafa öðrum sveit- um til þyngsla, eða sem hcett er við, að eigi geti haft ofan af fyrir sjer í kaupstaðnum. Fátcekrafulltrúar koma á fund fátœkra- nefndarinnar svo opt, sem hún óskar þess, og og skulu þeir ávallt vera á fundi, þá er sveit- arómagar eru skrifaðir upp eða rcett um, að koma þeim fyrir, en eigi ber þeim atkvœðu. Hugmyndin er sú, að með því að láta »margar hendur vinna ljett verk«, — með því að skipta smátt verkum, skipta bænum í smá hverfi, er hvert hafi sinn fátækrafulltrúa, en þeir vinni og jafnframt í sameiningu fyrir allan bæinn, — með því móti muni betur takast en áður að lækna það átumein í þessu sveitarfjelagi sem öðrum hjer á landi, að letingjar og óráðsmenn útsjúgi hina, sem hafa vilja á að bjarga sjer. Eátækra- fullrúamennskan er að vísu skyldustarf; en þó má búast við, að örðugt veiti, fyrst um sinn að minnsta kosti, að fá nógu marga vel fallna menn í þessa heiðursstöðu, nógu ein- læga og einbeitta til að ná hinum lofsverða tilgangi, og þó hæfilega nærgætna. Onnur afbrigði frá eldri samþykktinni eru mest smábreytiugar. Haustvertíðin við Faxaflóa sunn- anverðan. þessi útlíðandi haustvertíð er án efa sú langaflasælasta, sem núhfandi menn muna eptir, og að líkindum hefir eng- in jafn-aflasæl komið hjer á þessari öld. Með byrjun októbermánaðar veiddist fyrst síld í Keflavík, og fám dögum seinna fór húu einnig að veiðast hjer inn með Ströndinni. |>eg- ar farið var að beita henni, var hjer hlaðfiski dag eptir dag af mestmegnis fullorðuum þorski, grynnra en í venjulegum fiskileit- um. Bezt fekkst þorskurinn innan um og við síldarnetin, á 12—14 faðma dýpi, og opt grynnra; jafnvel á 7 faðnia dýpi stunduin. Ef farið var dýpra (fram fyrir hraunbrúnina, sem svo er nefnd), var það meira smáfiskur, sem aflaðist. Flestallir voru með haldfæri, en þó fóru nokkrir fyrst framan af með lóðir, — sjer til storskaða, því þeir fengu á þær miklu smærri og rýrari fisk, en hinir, sem haldfæraveiðina stunduðu; lögðu þeir því lóðina gjörsamlega niður eptir fárra daga tilraun, og var hún ekki tekin hjer upp aptur fyrri en síld hætti að veiðast, sem var í lok nóvembermánaðar. Fyrst í stað aflaðist hjer allvel á lóðirnar á grunninu, af þyrsklingi og ýsu; en eptir nokkurra daga lóðar-róðra hvarf allur fisk- ur hjeðan og varð hans þá ekki vart nær en vestur í Leirusjó og Garðsjó. þar (í Garð- sjó) var sagður góður afli fyrstu vikuna af desember, en fram að þeiin tíma voru þar sagðir fremur rýrir hlutir, eptir því sem heyrðist úr öðrum veiðistöðum hjer innfjarðar, þó þeir megi nú heita góðir orðnir. Síðastliðna viku flykktust allir með lóðirnar vestur í Garðsjó, bæði hjeðan og af lnn-nesjum, og öfluðu þar margir ágætlega vel framan af, en síðustu dagana af vikunni var afiinn þar fjarska misjafn og hjá sumum svo rýr, að þeir fengu varla til matar að kvöldi. það lítur því út fyrir, að aflinn sje þar á förum nú sem stendur, eins og optast vill verða, þegar farið er þangað dag eptir dag með lóðamergð. Hjer eru nú komnir hjá allmörgum 12, 14, 16 hundraða hlutir, og jafnvel meira hjá einstöku mönnum; þar af mun hjá fáum vera

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.