Ísafold - 02.01.1889, Blaðsíða 3
3
2. Biskupinn gerir með synodus út um öll
Mál, sem snerta kirkjusiði (rituelle) og tíða-
gjörð (liturgiske), og sjer um, að þeim ákvörð-
tmum, sem teknar eru, verði framgengt. —
Hvernig synodus verði breytt og samband
hennar við biskup skal ákveðið með konungs-
úrskurði.
3. Biskupinn er æðsti umsjónarmaður kristi-
legrar barnauppfræðingar hjer á landi. Hann
sendir stjórnarráðinu hinar venjulegu skýrsl-
ur eins, og að undanförnu« (þær eru taldar upp
í brjefinu). »þ>ó virðist ekki þörf á að senda
skýrslur um ástand og fjárhag kirkna.
4. Biskupinn setur verðlagsskrá með amt-
manni, og þó ömtin verði lögð niður, heldur
hann samt því starfi áfram.
5. Veiting brauða fer fram á sama hátt og
nú. Eða: biskup mælir fram með einhverj-
tnn sækjanda um hin beztu brauð, sem kon-
ungur veitir. Meðalbrauð veitir landsstjóri
með ráði biskups. Hin lakari brauð veitir
hiskup, en landsstjóri samþykkir veitinguna.
6. Synodus útbýtir árgjöldum af brauðum
og vöxtum nokkurra sjóða milli uppgjafa-
presta og fátækra prestaekkna.
Ollum öðrum fjárveitingum« (sem eru tald-
ar upp í brjefinu) »úthluta stiptsyfirvöldin,
eða landsstjórinn með aðstoð biskups, án
samþykkis stjórnarráðsins.
7. Stiptsyfirvöldin eða landsstjóri og bisk-
up hafa yfirumsjón kirkjueigna hjer á landi,
og eiga að gæta þess, að þeim sje tilhlýðilega
við haldið. Líka ber þeim að verja rjettindi
og embættisvald hinna lægri andlegrar stjettar
manna.
8. þau (eða þeir) hafa líka umsjón allra
menntastofnana hjer á landi (sem eru taldar
upp í brjefinu) og landsbókasafnsins , samt
úthluta ölmusum eptir uppástungum forstöðu-
mannanna.
9. Yfir höfuð að tala ættu stipsyfirvöldin
að geta lagt fullnaðarúrskurð á öll skólamál
hjer á landi.
10. Jeg býst við, að sum kirkjuleg mál
verði látin heyra undir konungsúrskurð, t. d.
aldursleyfi til að taka prestsvígslu, uppreist
fyrir legorðssekan prest eða kandídat, sala
kirkjujarða, sameining brauða, niðurlagning
kirkna, o. s. frv. Um öll slík mál þarf að
leita álits biskups, og er vonandi, að tillögur
hans verði jafnan teknar til greina.«
Danska uppkastið til þessa brjefs er ti^
sýnis hjá mjer, og mjer hefir aldrei gefizt
kostur á að hafa frekari afskipti af þessu
máli.
P. Pjetubsson.
Fiskverkun
i ____
þess væri óskandi, að allir sjávarbændur
athuguðu vel áminningu þá, sem J. O. V.
Jónsson, [kaupmaður í Beykjavík, sendi oss
fyrir skemmstu í Isafold viðvíkjandi meðferð
á fiskinnm í verkuninni; því það er ekki
lítið unnið við það, ef okkar sunnlenzki fisk-
ur kæmist í annað eins eða betra álit á
Spáni, en vestfirzkur fiskur; en það ætti
hann að geta komizt, ef bændur og kaup-
menn leggjast á eitt með að vanda verk-
unina á honum.
Til þess að fiskurinn haldi sjer lengi ó-
skemmdur og þoli langar milliferðir, ríður á
að hann sje vel þurkaður, því hrár fiskur
heldur sjer aldrei til lengdar. Enn fremur
ættu menn að gæta þess, ef þeir fá fisk í
net í vetur, að hræra honum ekki saman við
færafisk, sízt af öllu þeim fiski, sem liggur í
netum lengur en eina nótt, því það er saun-
reynt, að netafiskur verður aldrei jafnfallegur
útlíts og færafiskur, nema því að eins, að
hann náist lifandi úr netunum og sje þá
skorinn á háls jafnskjótt og hann er inn-
byrtur. Að vísu veit jeg, að margir fiski-
menn skera netafisk þegar þeir veiða hann;
en það hefir lítil áhrif á útlit fiskjarins í
verkuninni, sje hann dauður þegar hann er
tekinn úr netunum. Netafiskur ætti heldur
aldrei að verkast saman við færafisk, þvíj
netafiskur er venjulega feitari og þarf þess
vegna miklu meiri þnrk en hinn, ef hann á
að geta orðið hráalaus.
Menn ættu einnig að gæta þess vandlega,
að hafa fiskinn vel hreinan áður en hann
er saltaður; því þeim óhreinindum, sem kom-(
ast í sárið á undan söltuninni, er erfitt að
ná úr aptur, þegar hann er þveginn upp úr
saltinu.
Til að hafa hann hreinan í salt, álít jeg
enga, þörf á að þvo hann eptir að hann er
flattur, einungis ef þess er gætt, að þvo hann
vel á roðið áður en hann er flattur, og láta
síðan engin óhreinindi komast í sárið á fisk-
inum.
það er ólíklegt, að þær fregnir sjeu sann-
ar, sem hingað hafa borizt: að nokkrir kaup-
menn, sem keypt hafa fisk í vetur og saltað
hann niður, hafi sýnt af sjer framúrskarandi
skeytingarleysi í því að vanda meðhöndlun á
honum undir söltunina; því kaupmönnum ætti,
engu síður en okkur, að vera umhugað um,
að fiskurinn kæmist í gott álit. G. G.
JlL GAGNS OG GAMANS.
Steinolíubbunnabnib á Bússlandi.
Lesöndum Isafoldar er það kunnugt af út-
lendu frjettunum, að Bússakeisari tókst í
haust ferð á hendur um suðurhluta hins mikla
ríkis síns; en erindi hans vita þeir líklega
síður.
það var eitt hið helzta erindi hans, að
skoða hinar óþrjótandi steinolíunámur, sem
fyrir skömmu er farið að grafa suður við
bæinn Bakú, og iit lítur fyrir að ætli bylta
um öllum heimsmarkaðinum.
Bærinn Bakú stendur á tanga, sem skagar
út í Kaspíhaf að vestanverðu. þar í kring
eru eldfim efni í jörðunni; þar eru lindir, sem
steinolíulopt hefir lagt upp úr frá ómuna tíð,
og logar á þeim sumum. Einhverntíma fyrir
mörgum hundruðum, eða jafnvel mörgum þús-
undum ára, hefir verið kveikt í gufunni, og
hefir logað á henni alla tíð síðan. Hefir
Austurheimsbúum fundizt svo mikið um þessa
eilífu elda, að þeir tigna þá margir enn sem
guði, hafa reist þar hof, og fara þangað píla-
grímsgöngur; frekara hafa þeir ekki að gert.
En Norðurálfumenn, sem síþyrstir eru í
peninga, og lypta upp hverjum steini til þess
að leita að fjársjóðum, komust loksins á snoð-
ir um þenna eilífa loga, og síðan hafa elds-
dýrkendurnir átt um sárt að bínda.
Norðurálfumenn sáu þegar, hvar fiskur lá
undir steini, og fóru að róta í jörðunni um-
hverfis ; gaus þar þá þegar upp steinolía, og
það svo, að úr fyrsta brunninum fengu þeir
7 miljónir punda af steinolíu á hverjum degi,
eða meira en fæ3t úr öllum steinolíubrunn-
unum í Vesturheimi samtals á dag, og eru
þeir þó 25,000 að tölu. |>etta var fyrir hjer
um bil 5 árum.
J>etta þóttu hin mestu firrn, sem von var,
og kváðu Vesturheimsmenn þetta mundu verða
skammvinnan vermi; þeir brunnarnir, sem verst
hefðu látið þar, hefðu tæmzt að vörmu spori.
En brunnur þessi er ekki tæmdur enn.
Nú drifu að menn úr öllum áttum og fóru
að grafa brunna, og alstaðar streymdi upp
olfa. Nú eru á litlu Iandpetti, skammt frá
Bakií, sem varla er á við Seltjarnarnes að
stærð, 500 brunnar, og eru margir þeirra enn
auðugri enn hinn fyrsti. Úr einum þeirra
fást 22 miljónir punda á dag, og er það
meira en allir steinolíubrunnar aðrir um víða
veröld geta úti látið á sama tíma. En auk
þess eru ótal brunnar grafnir í hjeruðunum
umhverfis, og eru þeir engu ódrýgri en hinir.
Steinolían verður ekki höfð á lampa eins
og hún kemur upp úr jörðunni. Hún er þá
full af þykkum sora, sem ekki er hægt að
brenna á lömpum, af því, að hann er varla
eldfimari en trje, og af lopttegundum, sem
aptur eru jafn eldfimar og púður; hvorugt
þetta má vera í lampaolíunni og verður því
að hreinsa hana. Til þess hafa verið reist
120 hreinsunarhiis og verka þau 6,000,000,000
(sex þúsund miljónir!) potta af olfu um árið.
Mikið af þessum ósköpum er flutt burt á
göfuvöguum, en þó hefir orðið að smíða 100
ný gufuskip til þess að geta flutt olíuna sjó-
leiðis. En auk þess eru send 20 seglskip frá
Bakú á hverjum degi um sumartímann með
steinolíu.
Sem nærri má geta er olían ekki dýr í
Bakú. Af hréinsaðri steinolíu kostar pottur-
inn þar hálfan annan eyri, og getur það
varla verið minna, ef það á að vera nokkuð.
En það má nota meira af þessari guðs gjöf
en hreinsuðu olíuna. Nokkuð af soranum er
haft til þess að bera á gufuvjelarnar í
feitis stað, og það, sem þykkast er, er haífc
til eldsneytis. Tvö hundruð og fimmtíu
gufuskip hafa steinolíusora í stað steinkola,
mörg hundruð gufuvagnar og mörg þúsund aðrar
gufuvjelar hafa engan annan eldivið en stein-
olíusora, og þó verður að hleypa mörgum
miljónum potta út í Kaspíhaf á mánuði hverj-
um til þess að losast við hann, því sam-
göngurnar eru enn ekki orðnar nærri nógu
miklar.
|>að eru samgöngurnar eða samgönguleys-
ið, sem amar Eússum, eins og fleirum. A
Eússlandi austanverðu eiga margir stórbænd-
ur svo þúsundum skiptir af nautgripum,
og gætu selt ógrynni af kjöti vestur í lönd,
ef hægt væri að koma því þangað, en þá
vantar járnbrautir. þeir þykjast góðu bættir,
ef þeir geta selt húðimar; fleygja svo skrokk-
unum. það hefir verið hugsað meir um að
leggja járnbrautir út að landamærum til þess
að geta komið þangað herliði i skjótu bragði,
heldur en að greiða fyrir verzlaninni. En
mi lítur út fyrir að steinolían ætli að kenna
Bússum nýja siði.
það er nú þegar búið að leggja járnbrautir
í ýmsar áttir frá Bakú, og er aukið við þær
dag frá degi. þó er hitt meira um vert og
mikilfenglegra, sem nú er í ráði, en það er
að veita steinolíunni um pípur yfir hinn mikla
Kákasusfjallgarð, 100 mílur vegar, frá Bakú
til Batum við Svartahafið, þriðjungi lengri
veg en allt ísland af enda og á, og það yfir
fjöll og firnindi. Eptir pípum þessum
eiga að geta runnið 7—800 miljónir potta
á ári að minnsta kosti, og er gert ráð fyrir,
að þær muni kosta 36 miljónir króna.
Mælt er, að hinn mikli auðmaður Both-
sehild í París hafi boðið Bússastjórn að láta
geía pípur þessar; en steinolíukaupmönnuin