Ísafold - 02.01.1889, Blaðsíða 2
minna en helmingur aflans fullorðinn þorsk-
ur og hjá sumum allt að § hlutar.
Ekki hafa menn getað orðið þess varir,
að síldarbeitan hafi haft nokkur ill áhrif á
fiskigönguna, heldur jafnvel þvert á móti
stöðvað hana, eða gjört fiskinn spakari; því
þar sem síld var beitt dag eptir dag, og hún
stundum borin niður eða hellt lausri í sjó-
inn, var fiskurinn einna stöðugastur og ör-
astur.
Vatnsleysuströnd 11. des. 1888. G. G.
Frá Eyrarbakka, 14. desember. Eins
og vant er, voru barnaskólarnir hjer settir
um 1. október. í Eyrarbakkaskólanum, sem
er í tveimur deildum, kenna realstúdent
Hjálmar Sigurðsson og ungfrú Sigríður Narfa-
dóttir, en í Stokkseyrarskólanum organisti
Jón Pálsson. Nemendur 1 báðum skólum
eru 66, eins og í fyrra. Fólkstalan á Eyrar-
bakka eykst óðum, og byggingin að því skapi;
á síðustu 5 árum hefir fjölgað hjer um 200
manns. I Stokkseyrarsókn eru 1080 sálir,
þar af á sjálfum Eyrarbakka 535. því verð-
ur ekki neitað, að talsverðar framfarir til
góðs eru hjer á Eyrarbakka, og mestan þátt
í því eiga, án efa, bindindisfjelögin, enda eru
fullir þrír fimmtu hlutir allra Eyrarbakka-
búa sem stendur í bindindi, eða samtals
320 sálir. Bakkus á ekki upp á pallborðið
hjer; dýrkendur hans fækka óðum, og bezta
von um, að honum verði alveg hrundið af
stóli innan lítils tíma. það, sem helzt virð-
ist vanta hjer, er kirkja og kaupstaðarrjett-
indi. Kirkjuna vonum vjer að fá á næsta
ári, ef guð lofar, en kaupstaðarrjettindi inn-
an_skamms, ef alþingi lofar. 9-\-2.
Árið 1888
Hefði eigi hafís, mikill og þrásætinn, gjört
norðurlandi mjög mikinn hnekki, mætti lík-
lega telja þetta nýliðna ár að öllu saman-
lögðu eitthvert hið mesta árgæzkuár á þess-
ari öld.
Veturinn frá nýjári var með vægara eða
vægasta móti allt fram á miðja útmánuði,
nema á austfjörðum snjóasamt í meira lagi.
Hafísinn gerði vart við sig við Hornstrendur
um miðjan vetur, fór að reka inn á firði á
útmánuðunum, færandi fjúk og kulda, en
lagðist eigí algjörlega að landinu fyr en um
og eptir sumarmál. Olli hann langvinnum
vorkuldum einnig á suðurlandi, enda lá hann
um og eptir fardaga allt suður að Vestmanna-
eyjum. Um Jónsmessuleyti hvarf hann af
hinum vestari fjörðum norðanlands, en yfir-
gaf ekki landnorðurkjálkann fyr en á áliðnu
sumri. þar varð því grasbrestur mikill, og
nokkur í vestursýslunum. Góð nýting bætti
þó talsvert úr því meini. En á suðurlandi
og vesturlandi var hin mesta öndvegistíð frá
því um sólstöður og fram yfir höfuðdag.
Haustið var storma- og rigningasamt víða um
land, einkum austan og norðan, og hjeldust
þíður og auð jörð lengst af allt fram til jóla,
með reglulegum blíðviðrisköflum löngum hina
fyrstu vetrarmánuði. Skepnuhöld góð um
land allt; vorlambadauði lítill, þrátt fyrir
vorkuldana.
Til sjávarins var hið mesta fyrirtaks-ár
sunnanlands og vestan, haustvertíðin á suð-
urlandi einkanlega alveg dæmalaus. A aust-
fjörðum voru og mikið góð aflabrögð í sum-
ar, en norðanlands óstöðugri og með minna
móti, nema afbragðs-hákarlsafli á þilskipin
þar þann stutta tíma, sem sú veiði varð
stunduð vegna hafíssins.
Yerzlun var með svipuðu móti og árið
áður. Fiskur komst þó í talsvert hærra verð
á endanum. Pöntunarfjelög jukust og heldur
þetta ár.
I Mannflutningar til Yesturheims urðu enn
talsverðir þetta ár, en miklu minni þó heldur
en árið fyrir.
Til árjettingar stjórnarskrármálinu einkan-
lega, eptir ófarir þess á þingi árið fyrir, var
haldinn þingvallafundur 20.—21. ágúst, af
kjörnum fulltrúum úr nær öllum kjördæmum
landsins, jafnmörgum og hinum þjóðkjörnu
þingmönnum. Lýsti sjer þar mjög eindreg-
inn áhugi af þjóðarinnar hendi á að að halda
þvímáli til streitu, sem vonandi er að drýgri
verði öllum andróðri. Ymsum málum öðrum
var og hreift á fundi þessum, og lyktað með
áskorunum til alþingis.
Nokkrir dugandi menn hjeðan af landi
vitjuðu hinnar miklu sýningar, er haldin var
í Kaupmannahöfn á þessu ári, til fróðleiks og
nytsemdar sjer og öðrum; en færri miklu
urðu til þess en skyldi.
Fjórðungsaldar-ríki sstjórnarafm æli konungs
vors, er bar upp á þetta ár, var tilhlýðilegur
gaumur gefinn á helztu stöðum hjer á landi,
þrátt fyrir óánægju rit af atferli stjórnarinnar
í stjórnarskrármálinu, enda kann þjóðin
glögga grein á því, að það eru aðrir, sem þá
ábyrgð bera.
Slysfarir munu hafa orðið með minna
móti þetta ár, og fátt ljezt af þjóðkunnum
merkismönnum (t. d. síra Skúli prófastur
Gíslason, síra Sveinn Skúlason).
Stækkiin ísafoldar.
Isafold var árið sem leið og undanfarin ár
hið stærsta blað landsins, vegna leturdrýg-
inda, þó að annað blað væri prentað á nokk-
uð stærri pappír og í jafnmörgum númerum
síðasta árið. En þetta ár verður hún þeim
mun stærri en í fyrra, að samsvarar hjer um
bil 2þ slíkum árgöngum. Með þnssu letri
rúmar hvert númer 34—35 þúsund stafi, en
áður 24 þús. En af því að nú verður núm-
erafjöldinn um árið 44 meiri en áður, þá
verða nú í heilum árgangi hjer um bil 3,600,000
stafir, en áður 1,450,000, með því letri
sem er á þessari grein, og er það meginletur
og meðalletur blaðsins; það sem notað er af
smærra eða stærra letri vegur hvort annað
upp.
1 samanburði við ísafold eins og hún var
fyrstu árin, í eins löguðu broti og þetta, en
þó talsvert minna, samsvarar 1 árgangur af
blaðinu nú hjer um bil 4J árgangi þá.
Við nokkur hin eldri blöð vor og tímarit
verður hlutfallið á ísafold þetta ár þannig:
árgangurinn af henni samsvarar 24 árgöngum
af hinu elzta tímariti voru, olslandske Maan-
edstidender« (á dönsku!, prent. í Hrappsey
og Khöfn 1773—1776, ritstjóri Magnús Ket-
ilsson sýslumaður); 19 árgöngum af »Minnis-
verðum tíðindum«; 12 árgöngum af Klaust-
urpóstinum ; 10—11 af Reykjavíkurpóstinum;
11 árgöngum af þjóðólfi eins og hann var
fyrstu árin, 5J eins og hann var 1874, og
rúmlega 2^ eins og hann er nú.
Leggi maður Pjeturspostillu og Helgapost-
illu saman, þarf samt sem svarar Nýjatesta-
mentinu eða því nær í ofanálag til þess að
jafnast að Ieturmegni við 1 árgang ísafoldar
nú. Hann slagar líka hátt upp í biflíuna.
þetta er því óneitanlega talsverð framför
í blaðamennsku hjer á landi að vöxtunum til.
Um gæðin ber ekki að dæma á þessum stað,
þótt áhættulaust sje vonandi að leggja út í
samanburð við önnur hjerlend blöð nú á
tímum.
Framförin er þó meiri að tiltölu að því
leyti til, að þetta blað kemur út 3. og 4.
hvern dag, þar sem fyrir fám árum liðu 10
—11 dagar á milli blaða þeirra, er tíðast
birtust, en 30—40 dagar opt og tíðum fyrstu
árin, sem til var reglulegt blað hjer á landi,
sem sje fyrir 40 árum eða þar um bil.
En hvað er þó þetta á við það sem ann-
arsstaðar gjörist. Til dæmis annað eins
tröllvirki og Times í Lundúnum, sem ekki
þarf nema á að gizka 2 númer af til að vega
upp á móti biflíunni að leturmergð; en þar
af eru þá ef til vill £ hlutar eintómar aug-
lýsingar, prentaðar með örsmáu letri, sem
hjer þætti ólesandi.
Rjettara væri að vísu að tala að svo stöddu
ekki um framfarir, heldur að eins um fram-
fara-tilraun ; því vitaskuld er, að þessi stór-
kostlega stækkun blaðsins getur ekki staðizt
til langframa nema þjóðin sjái og skilji,
hversu mikilsverð hún er, og sýni það á borði
eigi síður en í orði, að hún vilji viðurkenna
þessa framfara-tilraun og styðja svo sem
föng eru á. Með því að halda hinu sama
verði á blaðinu og áður, 4 lu\, þótt það sje
meira en helmingi lægra en að rjettri tiltölu,
er almenningi gjört svo hægt fyrir í því efni,
sem frainast er auðið.
Rýrnun biskupsvaldsins.
Nokkru eptir að landshöfðingjaembættið var
stofnað hjer á landi, var í einu blaði voru
gefið í skyn, að jeg við það tækifæri muni
hafa linlega varið biskupsvaldið, líklega yfir
höfuð að tala og sjer í lagi með tilliti til
þess, að veiting brauða, sem stipstyfirvöldin
höfðu um tíma haft á hendi í sameiningu,
lagðist nú undir landshöfðingjann einan. —
Verið getur, að þetta sje nú liðið mörgum úr
minni, en þó kunna einhverjir að vera, enn
til, sem muna eptir því, og halda, að jeg í
þessu efni hafi brugðizt skyldu minni, og því
langar mig til, ef hinn heiðraði ritstjóri »ísa-
foldarn vill veita þessum línum inntökuíblað
sitt, að skýra almenningi frá, hver afskipti
jeg hefi haft af þessu máli.
Jeg skal þá fyrst leyfa mjer að geta þess,
að stjórnarráðið hefir aldrei borið málið undir
álit mitt. En þegar verið var að undirbúa
stofnun landshöfðingjaembættisins, bað þáver-
andi stiptamtmaður mig að skýra sjer frá,
hvernig jeg hugsaði mjer, að verksvið og vald
biskupsins ætti að vera eptirleiðis. pessu
svaraði jeg honum, á dönsku, og þýði nú á-
grip af svari mínu hjer sem næst orðunum :
»Mjer þykir það mjög mikill vandi, að segja
nokkuð ákveðið um embættisstöðu biskupsins
eptirleiðis, ogeinkum um sambandið milli hans
og stiptamtmannsins, meðan jeg ekki veit,
hvort stiptamtmaðurinn á sem landsstjóri að fá
stjórnarherravald(ministeriel Myndighed)íþeim
málum, sem hafa verið sameiginleg. Jeg skal
þó leyfa mjer að gera nokkrar athugasemdir
um verksvið biskupsins; en þær verða á víð
og dreif, og eiga, ef til vill, ekki allar við í
hinu fyrirhugaða fyrirkomulagi (Systemet).
1. Biskupinn heldur því verksviði og emb-
ættisvaldi, sem ákveðið er í erindisbrjefi bisk-
upsins frá 1. júlí 1746.