Ísafold - 09.01.1889, Side 3
n
við bætast svo hin miklu reikningsþrot við
síðustu árslok, á annað hundrað þúsund krón-
ur, er þá vantaði á að tekjur landssjóðs
hrykkju fyrir gjöldunum, og enn fremur ef
frumvarpið um brúargjörð á Olfusá nær stað-
festingu og framkvæmd á þessu ári. þetta
hvorttveggja liöggur mikið skarð í viðlaga-
sjóð og þá einnig í leigurnar af honum, er
taldar eru með tekjumegin í áætluninni, hvað
þá heldur ef enn skyldi koma fram reikn-
ingshalli í lok þessa reikningsárs.
Nokkrir helztu útgjaldaliðirnir eru :
Laun (landsyfirrjettar)-dómara og sýslu-
manna ........................ 70,500 kr.
Laun lækna og styrkur til auka-
lækna......................... 44,500 —
Alþingiskostnaður, ásamt yfirskoð-
un landsreikninganna og kostn-
aður við væntanlega málshöfð-
un út af vanskilum C. Fens-
marks (5000 kr.) ............. 38,600 —
Lærði skólinn ... ............... 35,000 —
Póstflutningar og póststjórn .... 31,500 —
Eptirlaun embættismanna og
styrktarfje .................. 30,000 —
Vegabótafje ..................... 20,000 —
Laun umboðslegraembættismanna 19,000 —
Búnaðarstyrkur................... 18,000 —
Gjöld til hinnar æðstu stjórnar
innanlands og fulltrúa stjórn-
arinnar á alþingi ............ 14,400 —
Brauðauppbót .................... 14,000 —
Brestaskólinn.................... 12,000 —
Gufuskipsferðir................... 9,000 —
Möðruvallaskóli............. ... 8,100 —
Laun biskups...................... 7,600 —
Ymislegur skrifstofukostnaður (áð-
ur ótalinn)................... 6,200 —
Hreppstjóralaun .................. 6,000 —
Læknaskólinn ................... 5,500 —
Kvennaskólar ..................... 4,300 —-
Hegningarhús og fangelsi ......... 3,700 —
Landsbókasafn .................... 3,600 —
Alþýðuskólar...................... 3,000 —
Barnaskólar og sveitakennarar ... 3,000 —
Eptirlauna-auki handa fátækum
prestum og prestaekkjum ....... 3,000 —
Vísindastyrkur ................... 3,000 —
Endurskoðun landsreikninganna
(umboðsleg) ................... 3,000 —
Reykjanesviti..................... 3,000 —
Forngripasafn ................ . 2,200 —
Sjómannakennsla .................. 1,800 —
Eiðaskóli. Nýr forstöðumaður var skip-
aður í fyrra fyrir búnaðarskóla Austfirðinga
á Eiðum, Jónas Eiríksson búfræðingur. Er
von um, að álit og traust á skólanum batni
við þau forstöðumannaskipti, hvort sem það
nú hefir verið á rökum byggt eða ekki, að
ýmsir lögðu þúst á hann áður. Hann var
settur í haust, 22. okt., með 6 lærisveinum,
öllum úr Múlasýslunum, nema 1 úr Austur-
Skaptafellssýlu. Einn af þeim ,er útlærður
Möðruvallaskólamaður. Fjórir piltar aðrir
höfðu sótt um skólann, en fengu ekki inn-
göngu sökum þess, að skólastjórniu áleit ó-
hentugra að taka svo marga pilta að haust-
inu. Verða þeir líklega teknir að vori kom-
anda.
»Eitt af því, er gert hefir Eiðaskólanum svo
örðugt uppdráttar«, skrifar kunnugur maður
að austan, »er það, að bændur hafa verið ó-
óánægðir með, hve mikið fje þyrfti að leggja
til skólans, og margir hafa ímyndað sjer, að
sýslusjóðsgjald það, sem hver hreppur hefir
greitt þessi 6 undanfaiti ár, hafi gengið til
Eiðaskólans, þar sem þar í eru, eins og skyn-
berandi menn vita, fólgin öll þau gjöld og
fjárframlög, sem greiða hefir þurft í þarfir
sýslnanna, þar á meðal einnig afborgun á
landssjóðsláni, 1020 kr. á ári, en með því
eru sýslurnar að borga Eiðastólinn, og þegar
hann er fullborgaður, er fasteign fengin, sem
tekur þátt í kostnaðinum«.
' Annálsverður afli- Til fyllingar skýrsl-
unni í Isafold 2. þ. m. um haustvertíðina
sfðustu við Faxaflóa sunnanverðan, má geta
þess, að í Njarðvíkum hafafengizt 3000 í hlut á
1 bát frá haustvertíðarbyrjun til jóla, og frek
3000 á annan bát í sömu veiðistöðu. þar af
er gizkað á, að helmingur muni hafa verið
þorskur. Margir nokkuð hafa fengið eitthvað
á 3. þúsund, meira eða minna, í Njarðvíkum
og í Keflavík. Einn bóndi í Njarðvíkum átti
18,000 fiskjar í salti eptir haustvertíðina. Af
salti hefir gengið upp meira þar nú á haust-
vertíðinDÍ, heldur ella gerist á góðum vetrar-
vertíðum.
Söfnunarsjóðurinn. það lítur út fyr-
ir, að nú ætli menn að fara að vakna við
og gefa gaum þessari mjög svo nytsömu og
mikilvægu stofnun, sem minnzt var á síðast,
og lýst nokkuð í ísaf. 21. nóv. f. á.
Meðal annars var lagður inn í Söfnunar-
arsjóðinn í fyrra dag Brceðrasjóður Beykja-
víkurskóla, að upphæð 10,000 kr.
Bræðrasjóður Beykjavíkurskóla er ætlaður
til styrktar fátækum, efnilegum piltum, þeim
er brýnustu hjálpar eru þurfandi. Hann var
stofnaður fyrir 40 árum, af bátsverði, sem
ekki nam meiru en rúmum 37 rd. (74 kr.)—
verði bátsins, sem Bessastaðaskólapiltar höfðu
til milliferða yfir Skerjafjörð, en þurftu eigi
á að halda lengur, er skólinn fluttist til
Reykjavíkur.
Úr þessum rúmum 70 kr. eru nú orðnar
10,000 kr., og það á ekki lengri tfma, svona
rúmum einum mannsáldri. Og þó,—þó hef-
ir verið varið sjálfsagt öðrum S—10,000 krón-
uvi af þessum stofni, þessum sama sjóði með
þessum örsmáa vísi, til þess að styrkja fá-
tæka skólapilta síðan hann var stofnaður!
þetta er eitthvert hið átakanlegasta dæmi
vor á meðal fyrir því, hve ótnilegt þroskun-
arafl fjeð hefir, ef því er lofað að ávaxtast
skaplega.
Hugsum vjer oss nú hitt, sem tíðast er,
þegar líkt ber við og hjer átti sjer stað, að
eigendur bátsins hefðu t. d. varið því sem
fyrir hann fjekkst til þess að gera sjer einn
»glaðan dag«, sem kallað er. Enginn maður
hefði nú tekið hót til þess, eptir því sem
hugsunarhátturinn var þá, og eptir því, sem
hann er enn almennt.
En hverju getur verið ólíkara saman að
jafna, þessum eina »glaða degi« til handa
fáum mönnum, þ. e. ölvímukæti fyrir þá,
með tilheyrandi ókæti næsta dag, þ. e.
»timburmönnum« m. m., og hinum óteljandi
glöðu æfidögum (í góðri merkingu), sem sjóð-
ur þessi hefir aflað fjölda manns, beinlínis
og óbeinlínis, og mun afla margfalt fleiri á
ókomnum tíma, með því að hjálpa þeim í
kröggum og bágindum ?
það er vitaskuld, að þessi mikli vöxtur og
viðgangur Bræðrasjóðsins er eigi eingöngu
sjálfum honum að þakka, ekki . eingöngu að
þakka beinlínis þessum litla fyrsta vísi hans,
skólabátsverðinu, heldur hefir hann jafnframt
eflzt stórum fyrir gjafir margra góðra manna,
ásamt árlegum tillögum skólapilta sjálfra, hin
síðustu árin að minnsta kosti, þótt smá sjeu.
En—óheinlínis má með fullum sanni eigna
það allt frumstofnendum sjóðs þessa. þvi
það er sannreynt, og hefir líka komið greini-
lega fram við þessa stofnun, að þegar veru-
lega nytsamri og fagurri stofnun er einu sinni
komið á fót, þá vekjast jafnan einhverjir upp
til að styrkja hana, —þá hænast góðir menn
að henni og rjetta henni hjálpar hönd, ýmist
ótilkvaddir, eingöngu af góðvild og rækt
við fagra hugmynd, eða þá t. d. í umbuna-
skyni og viðurkenningar fyrir þá hjálp og
hlunnindi, er þeir hafa sjálfir eða einhverjir
þeim nákomnir orðið aðnjótandi af stofnun
þe3sari á sínum tíma.
Bræðrasjóðurinn er lærdómsrík hugvekja,
ekki meiri en hann er á lopti.
Leiðarvísir ísafoldar.
17. Við kuldabólgu er þetta bezti áburðurr
'þ pd. af sauðartólg, 2b kvint af glyceríni og 10
kvint af matarolíu, brætt saman og vel hrært
saman ; skal hræra i þangað til bræðingurinn er
orðinn alveg kahlur.
18. Við fótakulda. Einu sinni voru tveir menn
á ferð saman. þeir komu að kvöldi á gistinga-
stað og fóru að þvo sjer um hendurnar. þá segir
annar þeirra : „það er nú reyndar mesta heimska
og óþarfi, að vera sí og æ að þvo sjer um hend-
urnar; aldrei þvær maður sjer um fæturna“.
Ykjur eru nú það, að maður þvoi sjer aldrei
um fæturnar; en hitt er víst, að fótaþvottur er
langt of h'tið tíðkaður. það mun þykja gott, ef
menn þvo sjer um fætur einu sinni í viku; sumir
gera það ekki nema einu 1—2 á ári eða alirei.
það vill til, að þeir sem stunda útivinnu, verða
opt og tíðum votir í fætur hinseginn.
Að þvo sjer sjaldan eða aldrei um fætur, er
bæði mesti óþrifnaður og óhollusta. í stígvjelum
eru fæturnir inni klemmdir og í loptleysu að kalla
má ; en það er mjög óholt fyrir alla parta líkam-
ans, ef eigi kemst hæfileg loptbreyting að hörundinu.
þess vegna eru ullarföt svo holl; ullin er svo
gljúp, að loptið kemst svo liðugt gegn um hana.
Að sama skapi og af sömu orsök eru skinnföt eða
skinnklæði óholl.
Vilji maður fara vel með fæturna á sjer og
einkanlega verjast fótakulda og fótraka, þá á
maður að þvo sjer um fæturna á hverju kvöldi úr
köldu vatni og uudda þá vel ; það hreinsar burtu
ryk og svita, er safnazt hefir fyrir liðlangan dag-
inn, og þá fær loptið greiðan gang að loptsmug-
unum i hörundinu. I öðru lagi á maður að hafa
sokkaskipti á hverjum degi, viðra sokkana, sem
maður fer úr, úti (eða í hjalli) allan daginn út-
hverfa, og dusta úr þeim, og má svo fara í þá
aptur daginn eptir. Með þvi móti haldast sokk-
arnir furðulengi hreinir, og er þetta miklu betra
en að vera allt af að þvo þá, því þá hættir þeim
svo við að hlaupa.— Loks á maður aldrei að vera
í sömu skóm eða stígvjelum úti og inni.
þessar reglur mun flestum duga, ef rækilega
er eptir þeim farið.
19. Til að varðveita góða sjón þarf að var-
ast að lesa þreyttur eða veikur (t. d. í apturbata);
birtuna á að bera að hliðinni, en hvorki framan
að nje aptan; maður á aldrei að lesa liggjandi ;
mjög óvarlegt er lika að lesa nema við allgðða
birtu, þó að maður þykist sjá til í hálfdimmu.
Hitt og þetta.
SVO SEGIR HÚN ALLT HITT! Kunn-
ingjar tveir kvæntir höfðu verið í samdrykkju
seint um kvöld og urðu samferða heim á leið.
Annar fer að inna eitthvað eptir því við hinn,
nokkuð svona áhyggjufullur, hvað hann segi við
konuna sína, þegar hann komi svona seint heim.
„Jeg segi bara gott kvöldl‘, svarar hann, „svo segir
liún allt hitt“.