Ísafold - 19.01.1889, Qupperneq 1
Kemur ót á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(l04arka) 4 kr.; erlendis S kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 6.
Reykjavík, laugardaginn 19. jan.
1889.
Verzlun með áfengisdrykki.
Eptir Jón Ólafsson.
það má virðast nokkuð undarlegt, að leyfa
verzlun með sum áfengisefni, en banna verzl-
un með önnur. f>ó á þetta sjer stað nú hjer
á Islandi, án þess að nein veruleg ástæða sje
sýnileg til þessa mismunar, sem þannig er
4 ger.
Með ópíum og fleiri áfengisefni má eigi
verzla hjer á landi, utan hvað lyfsalar mega
selja það eptir læknisráði. En með alls kon-
ar alkóhól-blöndur er leyft að verzla. Og þó
er neyzla hvers áfengisefnis sem er aldrei til
neins annars en tjóns fyrir líkatna nokkurrar
heilbrigðrar skepnu. f>að er því auðsætt, að
annaðhvort er rjettast að banna verzlun með
•öll áfengisefni sem skaðvæn, eða að skipta
sjer af engu þeirra og þá leyfa verzlun með
morfín og ópíum.
Allt er hjer undir því komið, hvort tjón
það, sem leiðir af frjálsri tíðkun þessara á-
fengisefna eða eiturtegunda í þjóðfjelaginu, sje
svo megnt, svo almennt, svo sóttnæmt og
svo voðalegt fyrir velferð þjóðarinnar, að sá
háski rjettlæti það, að löggjafarvaldið láti
málíð til sín taka og takmarki frelsið í þessu
•efni.
Eins og bent er á í bænarskrá þeirri til
alþingis 1889, sem framkvæmdarnefnd Stór-
Stúku íslands af Óháðri Reglu Good-Templ-
•ara sendir þessa daga út víðsvegar um allar
sýslur og sveitir til undirskripta, þá má válíta
það sannað með reynslunni, að nautn áfengis-
drykkja sje landi voru og þjóð að eins til
skaða, að hún eyði fje manna, heilsu og vinnu-
krapti og valdi örbirgð, leiði menn til glœpa,
tortími að fullu mörgum nýtum mönnum, leiði
böivun og sorg yfir ótetjandi heimiti á landinu,
baki ótai konum og bórnum harm og liungur,
spilli æskulýðnum og sje til fyrirstöðu mennt-
un og framför í tandvnu^.—Svo heldur bænar-
skráin áfram : »Af því vjer þess vegna telj-
um það varða framtíð lands vors og heill
þjóðar vorrar mjög miklu, að fyrirbyggð sje
með öllu nautn áfengra vína til drykkjar og
að það sje gjört sem fyrst og á sem tryggi-
legastan hátt, þá leyfum vjer oss virðingar-
fyllst að skora á alþingi 1889 :
1., að það banni með lögum tilbúning, að-
flutning og verzlun með áfenga drykki
hjcr á iandi ;
2., að það nemi úr gildi öll tög um aðfiutn-
ingsgjald af áfengum drykkjum.n
Vjer viljum vona, að hávaði hugsandi manna
meðal þjóðar vorrar, þeirra er hafa hjarta og
tilfinningu, verði samhuga að því, að styðja
bænarskrá þessa með undirskriptum sínum
og með þvi að sannfæra sem flesta og hvetja
þá til stuðnings. í>jóð VOr þarf á öllu harð-
fylgi sínu og dáð að halda í baráttu við ó-
blíð lífskjör, þótt hún lami ekki víss vitandi
sálar-þrótt sinn og líkamlega velfarnan með
Bautn áfengisefna.
I>að er nú auðvitað, að undir eins og slíku
anni yrði framgengt gegn tilbúningi og að-
utningi áfengisefna til drykkju, þá yrði að
ojálfsögðu að nema úr lögum aðflutningstoll
á þeim. Um það geta væntanlega allir orð-
ið ásáttir.
En þar til það hefst fram, er þá ekki gott
að halda tollinum á meðan ?
Meðan öðrum orðum : ef alþingi í sumar
vill eigi verða við áskoruninni um bannið (1.
tölulið í niðurlagsatriðum bænarskrárinnar),
óska þá beiðendurnir, og er það æskilegt í
sjálfu sjer, að fá þá samt síðara atriðinu
(afnámi vínfanga-tollsins) framgengt?
f>að liggur í augum uppi af bænarskránni,
eptir því sem niðurlagsatriðin eru orðuð, sem
tveir sjálfstæðir liðir, að sú er ósk beiðend-
anna, að fá vínfangatollinn skilyrðislaust af
numinn.
Og vjer álítum hiklaust og vafalaust, að
beiðendurnir hafi rjett fyrir sjer.
Ef litið er fjárhagglegu auga að eins á
málið, þá eru áfengisefni mjög illur álögu-
stofn eða tollstofn, hvort heldur litið er á,
hve rjettvís hann sje eða hve hagkvæmur
hann sje.
Rjettlæti og sanngirni krefja þess, að álagan
komi með nokkrum jöfnuði niður á menn
eptir tekjum og megun; að álagan komi til-
tölulega eigi síður niður á efnamanninum
með miklum tekjum, heldur en á fátæklingn-
um með lágum tekjum. — f>etta gerir vín-
fangatollurinn ekki; áfengisdrykkjanna er ekki
neytt eptir efnahag. f>að eru mestmegnis
snauðir menn eða menn með litlum tekjum,
sem kaupa þá og neyta þeirra. Og það er
fjarri því, að menn almennt eyði því meira í
áfenga drykki, sem menn hafa hærri tekjur.
|>að mun naumast nokkur t. d. af hinum
bezt launuðu embættismönnum landsins greiða
sviplíkt eins mikið í vínfangatoll eins og marg-
ir sjávarbændur og útvegsmenn gera, af þeirri
einföldu ástæðu, að t. d. Gullbringusýslu-
bóndinn, sem kaupir svo tunnum skiptir af
brennivíni um árið, eyöir meiru pottatali en
t. d. landshöfðinginn með öllum sínum skyldu-
veizlum.
J>á er annar ranglætis-agnbnúi á tolli þess-
um, og hann er sá, að hann kemur að eins
niður á rúmfangi vörunnar, en ekki verði.
pannig er jafnhár tollur á ódýrasta hvítöli og
sterkasta bjór; jafnhár tollur af drykk, sem
kostar fáeina aura flaskan af, og öðrum, sem
kostar 10, 12, 15 krónur flaskan af.
Enn er það hið þriðja, sem ekki bætir um
til að gera áfengisdrykki að sanngjarnlegri
toll-stofni, en það er það, að það getur hver
komizt undan þessum tolli, sem vill. |>að er
enginn knúður til að borga hann. jpað getur
hver sem vill látið vera að kaupa einn dropa
af áfengisefni, og þar með sleppa þeir hjá toll-
inum. Hjer í Reykjavík, þar sem að minnsta
kosti 6.-7. hver fullorðinn karlmaður mun
vera Good Templar, sýnir það sig bezt, hve
auðvelt er að komast undan þessu gjaldi, sem
1887 mun þó hafa numið um 10 kr. á hvert
karlkennt mannsbarn í bænum.
Ekki er áfengisefnið betri toll-stofn þegar
á það er litið, hvað heimta má af tekjustofni,
til þess að hann geti hagkvcemur heitið. Frá
þeirri hlið skoðað er það ein hin helzta krafa,
er gera verður til tekjustofns, að hann sje svo
stöðugur, vís, semauðið er; að minnsta kosti ekki
allt af flögrandi og flöktandi; ekki svo vaxinn,
að hann geti tekið vaxtar eða þurðar-breyt-
ingum til helminga eða meir á örstuttum tíma.
Svo lagaður tekjustofn er algerlega ófær til að
byggja nokkra verulega álögu á. Hann hlýt-
ur að freista löggjafarvaldsins til að sníða
útgjöld eptir væntanlegum tekjum, og getur
á stuttum tíma, ef stórkostleg breyting verð-
ur á honum, komið öllum fjárhagnum í
mestu óreiðn og voða.
En einmitt þennan stór-löst hefir vínfanga-
tollurinn öllum öðrum #tollum fremur. 1876
nam hann af öllu landinu 87 þús. kr.; 1877:
864 þús., 1878: 98 þ.; 1879: 126 þ., 1880 :
1064 þ., 1881: 126 þ., 1882: 1474 þ., 1883:
170 þ., 1884: 163 þ., 1885: 118 þ., 1886:
80 þ., og 1 8 8 7 liðlega 7 3 þ ú s . — Á tveim
árum fellur hann úr 163 þús. niður í 80 þús.,
þ. e. um meira en helming.
fetta sýnir, að einnig frá fjárhagslegu sjón-
armiði er tollur þessi hinn óhagkvæmasti
tekjustofn.
Frá siðferðislegu sjónarmiði er hann þessa
verstur. Að gera aðflutning slíks ólyfjans
sem áfengisdrykkja að tekjugrein fyrir lands-
sjóð, það er að leggja eins konar helgi á
verzlunina með þessa vöru, eins konar heiðar-
leika og þarfa blæ, sem að eins getur orðið
til að villa sjónir fyrir siðferðismeðvitnnd
manna.
Auk þessa er það, að viðhalda tolli á henni,
eitt hið öflugasta, sem gert verður, til að
sporna við því, að áfengisvaran verði nokkru
sinni lögbönnuð. |>ótt undarlegur hjegómi
megi virðast, þá láta jafnvel þingmenn sjer
sæma, að nota aðra eins fjarstæðu fyrir á-
stæðu gegn tilbúnings- og aðflutniugsbanni á
þessari vöru, eins og það, að landssjóður
megi ekki missa tekjurnar af henni. Lands-
sjóðurinn á þannig að hafa hag af andlegu,
líkamiegu og efnalegu tjóni þjóða.rinnar —, af
því að hann fær dálitinn part af blóðpening-
unum !
Til þess að borga annan eins toll af áfeng-
nm drykkjum eins og vjer Islendingar borguð-
um árin 1882 til 1884, höfum vjer orðið að
kasta út árlega þau árin talsverðu yfir hálfa
miljón króna á ári eingöngu fyrir áfenga
drykki. Og hvað kostuðu svo verkföll, heilsu-
spillir, slys, óspilun og margvíslegt fjártjón,
er leitt hefir af neyzlu þessara drykkja ?
Slíkt er éigi auðið tölum að telja; en líkindi,
sem sönnunum ganga nærri, mun mega færa
til þess, að þessar og þvílíkar afieiðingar af
nautn áfengisdrykkjanna kosti oss árs árlega
munum meira en sjálfu andvirðinu némur;
og hafa því áfengisdrykkirnir þessi ár kostað
oss á aðra rniljón króna.
Síðasta ár (1887) var vínfangatollurinn alls
sem næst 75 þúsundir króna (74,773 kr. 6
aur.)1. En ef fara skal nærri um beinllnis
andvirði þeirra áfengisdrykkja, sem þessi toll-
ur var goldinn af, þá mun óhætt að gera
það 250,000 kr., eða fjórðung úr miljón. Vjer
1) Allar tölur þær, er ádur eru nefndar, eiga við
tollinn eins og hann rann í landssjóð; en í reynd-
inm var hann 2% hærri (innheimtulaununum).