Ísafold - 23.01.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.01.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (t04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 7. Reykjavík, miðvikudaginn 23. jan. 1889. Dómar; manna um alþýðuskóla vora. Eptir JÓN jpÓHABINSSON. J>á sjaldan minnzt er á alþýðuskólana í ræðum eða ritum, er það venjulega til að gera lítið úr gagni þeirra, og einkum til þess að sýna, að þeir sjeu lítið notaðir; en það á aptur að vera sönnun fyrir því, að þessar stofnanir sjeu óþarfar, og að því fje sje svo sem kastað í sjóinn, sem til þeirra er goldið. Sumir menn eru svo gerðir, að þeir verða að hallmæla öllu nýju, sem þeir sjá, ef þeir annars minnast á það, einkum ef það kost- ar peninga, og árangurinn af þeim pening- um er ekki þegar í stað sýnilegur og áþreif- anlegur. jpað er þá ekki tiltökumál, þó að þeir hnýti við alþýðuskólunum, meðan þeir eru ungir, og árangurinn af þeim er ekki eins bersýnilegur eins og hann verður með tímanum. Aðrir viðurkenna reyndar í orði kveðnu, uð þessar stofnanir sjeu góðar og gagnlegar, ef þær svari tilgangi sínum, það er að segja: ef þær gætu uppfyllt þær kröfur, sem þeim dettur sjálfum í hug að gera til þeirra, en kasta þungum steini á vora alþýðuskóla, af því að þeir gjöra þetta ekki. En, sá sem vill dæma þessar stofnanir rjett, verður að þekkja þær og hafa vit á, hvað hann er að dæma um, alveg eins og hver annar verður að bera skyn á það, sem hann dæmir, ef dómurinn á ekki að verða hreinn og beinn sleggjudómur. Osanngjarnir og rangir dómar á skólum eru opt byggðir á tvenns konar misskiln- ingi. , Sumir telja skólanámið eins konar for- dildarprjál, sem hvergi komi heim við lífið, eða þess þarfir, og telja skólana því óþarfan hjegóma, sem ekki sje til annars en eyða peningum, venja menn á iðjuleysi o. s. frv. Aðrir heimta miklu meira af þeim, en ftokkur skóli getur látið í tje. jpeir ímynda sjer, að ékki þurfi annað en ganga nokkra mánuði á einhvern skóla, svo sje allt fengið, °g binir skólagengnu sjeu færir til alls og hafi numið allan veraldarinnar vísdóm. Hvortveggja þessi misskilningur hefir kom- 'ð hjer fram, og þar af leiðandi röng skoðun á skólunum. Jafnvel á alþingi hefir su hjá- átlega sJjoQtju verið látin í ljós, að það sje nsegjandi sönnun fyrir því, að alþýðu- °iar okkar sjeu ónýtir, ef þeir, sem frá ^eim homa, eru ekki góðir og gildir barna- cnnarar (/). — það frjettist einhvern tíma, að a ráðið væri að leggja málþráð (»telegraf«) til ,S an<^8- J>á varð manni einum að orði við onuna sína: »J>á held jeg þú getir komið jo unni suður, gæzkan mín!« Manngarm- urmn lijelt, að málþráður væri notaður til vöruflutninga ! Alþýðuskólarnir eru enn ungir hjer á andi, og þurfa ekki síður en aðrir nýgræð- in.oílr’ hlúð sje að þeim, meðan þeir eru a þroskast. J>eir þurfa fyrst og fremst fje; en þéir þurfa einnig að njóta góðs atlætis. peim er nauðsynlegt, að álit þeirra verði sem bezt, að þeir nái sem beztu trausti af- menmngs. Til þess að fá gott álit og öðlast hylli almennings, þurfa skólarnir auðvitað að vinna mest sjálfir. En aðrir út í frá geta einnig gjört mikið til að styrkja eða veikja álit og traust á þeim, einkum meðan þeir eru ungir og lítt reyndir. Og það er skylda hvers góðs Islendings, að reyna heldur að styðja en fella þær menntunarstofnanir, sem framtíð landsins er svo mjög undir komin. En alþýðuskólar okkar hafa ekki átt þessu láni að fagna. Jpeir hafa þvert á móti sætt allþungum dómum, bæði í ræðum og ritum. Og það er ekkert efamál, að þessir hlífðar- lausu dómar, sem margir hafa verið rangir og sprottnir af vanþekkingu, eða öðrum ekki betri hvötum, hafa veikt álit þeirra fáu skóla, sem hjer eru til. það er enginn vandi, að telja vankunn- andi mönnum trú um, að jafnvel hinar nyt- sömustu og þörfustu stofnanir sjeu einber hjegómi, jafnvel skaðlegar fyrir land og lýð, ef þeir, sem fortölurnar heyra, vita ekkert um stofnanirnar, eða nauðsyn þeirra, og þekkja ekki annað til þeirra en það, að þær kosta peninga, sem þeir þar að auki borga að nokkru leyti sjálfir. Sleggjudómarnir ganga svo mann frá manni, eins og þeir væru hei- lagur sannleikur, og hver trúir öðrum. Al- menningur fær óbeit á skólunum, sem ættu að vera óskabörn þeirra, og forðast eins og heit- an eld að koma nærri þeim. J>að er þá heldur ekki undarlegt, að þeir verði þunn- skipaðir. En skóli, sem stendur lijer um bil tómur, getur lítið gagn unnið — hversu fullkominn sem hann annars er — í saman- burði við það gagn, áem hann gæti unnið, ef hann væri hæfilega fjölskipaður nemendum. En með því er alls ekki sagt, að nemenda- fjöldinn sje hinn eini mælikvarði fyrir gagn- semd skóla. þvert á móti. — Möðruvallaskólinn er okkar dýrasti alþýðu- skóli. Til hans er lagt nægilegt fje, svo að fjárskortur hamlar honum ekki að vinna gagn. Hann var líka framan af mjög fjölsóttur, og fengu færri en vildu að komast á hann. En svo komst hann í ónáð fyrir einhverra hluta sakir, og seinni árin hefir hann sætt allþungu álasi. I vetur eru í honum 9 nem- endur. Fyrstu árin var hann óskabarn Norð- linga, eins og hann átti að vera, og ætti að vera enn; en nú er hann olnbogabarn þeirra. I fyrra var Hljeskógaskólinn óskabarnið; nú er hann sagður dauður. J>að er ekki undarlegt, þó að menn brjóti heilann um það, hver muni vera orsökin til þess, að vegur Möðruvallaskólans varð svo skammvinnur. En það er enginn hægðar- leikur fyrir þá, sem ekki eru gagnkunnugir skólanum, að ráða þá gátu; því að það hefir ekki farið svo hátt, hvað það eiginlega er, sem mönnum þykir mest að honum. Hitt er víst, að þeir, sem hægast eiga með að nota hann, sýnast hafa komið sjer saman um, að gera það ekki mjög mikið. Jpeir, sem einna harðast hafa dæmt hann, svo jeg hafi heyrt, hafa ekkert sjerlegt fund- ið að skólanum sjálfum, en viljað þó afmá hann af jörðunni, »af þvi hann er svo illa sóttur, að það borgar sig ekki fyrir landið að ala hann«. En hví er hann þá ekki betur sóttur ? — Svar: »J>að er eins og allir hafi einhverja óbeit á honum«. Samkvæmt því, sem hjer er sagt að framan, er all-líklegt, að þessi obeit sje ein- mitt sprottin af rangri skoðun á skólanum, og þar af leiðandi ósanngjörnum dómum, sem smátt og smátt hafa skapað illt orð skólan- um til handa. Skólinn þarf ekki að haf unnið mikið til þess sjálfur, því að »margur fær af litlu lof og last fyrir ekki parið«. Sje nú sá gallinn mestur á skólanum, að hann er illa sóttur, þá er það ekki skólans sök, heldur þeirra, sem eiga að nota hann. Jpann galla eiga Norðlingar einnig hægast með að bæta, enda liggur það þeim næst, að hrinda óorðinu af honum aptur, sem hafa átt mestan þátt í að baka honum það. Jpyki þeim, sem skólanum eru kunnugast- ir, einhver annar sjerlegur galli á honum, þá eiga þeir að koma fram með tillögur um breytingar á honum, svo að sjá rnegi, hvað þeim þykir varhugaverðast við hann. það væri sæmra en að róa að því öllum árum, að svipta landið, einkum norðurland, því gagni, sem að skólanum mætti verða. Til- laga meiri hluta jpingvallafundar í surnar — 14 atkv. gegn 13 með nafnakallii! — um að leggja skólann að velli, án þess að tilgreina, fyrir hverjar sakir, er blettur á fundinum, enda gengur það tilviljun næst, er ekki munaði nema alls einu atkvæði. En Norðlingar geta þvegið sínar hendur með því, að hefja skól- ann til sama gengis og hann var áður í, með því að taka nú þetta gamla óskabarn sjer f faðm og láta eins vel að því og þeir gerðu fyrst, meðan nýjabrumið var sem mest. J>á mundi ekki iðra þess, þegar fram líða stund- ir, og niðjar þeirra mundu kunna þeim þakk- ir; því að skólinn mundi þá dafna vel og vinna landinu margfalt gagn á við það, sem nú gerir hann. Alþýðuskólinn í Flensborg er annar dýrasti alþýðuskóli á landinu. |>að er því eðlilegt, að menn spyrji einnig um, hvað honum líð- ur. Honum hefir lítið verið ámælt opinber- berlega, — þangað til í sumar, að gefin var út ritgjörð í Kaupmannahöfn «Um menning- arskóla«, og er Bogi Th. Melsteð nefndur höfundur hennar. J>ar segir meðal annars, að veturinn 1887 —88 hafi að eins tveir unglingar verið í skólanum; að í skólanum sje að eins »einn bekkur handa unglingum, eða bekkur úr al- þýðuskóla«; að skólaveran sje »óákveðin, og ekkert ákveðið burtfararpróf«. Af því að þessi lýsing á skólanum stend- ur í riti, sem búast má við, að hinir og aðr- ir hjer lesi, og af því að lýsingin er alveg ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.