Ísafold - 23.01.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.01.1889, Blaðsíða 3
27 með öðru, er fylgdi hinum nyja sið, að eigi mætti neyta hrossakjöts, og þótti heiðingjum það kynlegt, sem von var. Hvað djúpar rætur þessi heimskulega kredda hefir fest hjer, má sjá meðal annars af því, að fyrstu aldirnar eptir siðbótina var bann og hegning við hrossakjötsáti ítrekað víst einu sinni með alþingisdómi, ef ekki optar. Jeg hefi heyrt þess getið, að þeir feðgar, biskuparnir Finnur og Hannes i Skálholti, hafi í harðindum og mannfellinum á ofanverðri öldinni sem leið leyft fátækum mönnum að néyta hrossakjöts, heldur en að verða hung- urmorða. þaðan er það líklega komið, að í Árness og Rangárvallasýslum hefir mest tiðk- ast hrossakjötsát á landinu á þessari öld allt til þessa dags, þótt margir fáfróðir menn leggi á þá fyrirlitningu, sem það gjöra. þ>ótt vjer höfum hestinn til reiðar og áburð- ar, og hann sje os3 mjög svo nytsöm skepna til slíkra hluta, meðan vjer höfum eigi föng á að afla oss betri krapta og meðala til ferða og flutninga, þá er það ekki því til tálmunar, að vjer notum hestinn til fæðu,—eins og menn hafa frá alda öðli haft naut til akneytis og þó til marmeldis eigi að síður. Líffræðin kennir oss, að fyrir efnaskiptin í líkama allra lifandi skepna, þá nái skepnan sjer fullkomlega aptur eptir ákveðinn tíma; öll hin fyrri efni fari burt og önnur ný sam- kynja komi í staðinn. Sje því brúkunarhest- ur látinn standa óbrúkaður 1 ár, verður hann talsvert annar og eins og hjer um bil óbrúkað- ur hestur. f>að er hár tollur, sem hugsunarleysi og hleypidómur hefir lagt á oss : meira en hálf miljón kr. á einum 6 árum t. d., eins og að framan er sýnt fram á. Til þess að útrýma þessum hleypídóm þurfa heldri menn, menntaðir menn, að ganga á undan. f>eir ættu að hafa samtök um það sín á milli. f>á kæmi alþýðan á eptir. En bölvunin er, að það erú svo margir af þessurn menntuðu mönnum viðlíka fullir af hleypidómum í ýmsum efnum og eigi síður fastheldnir við fornan óvana en alþýðan. f>eir eru ekki síður en hún logandi hræddir við að »tekið verði til« þess og hins, er þeir sjá þo að betur mætti fara og rjett væri í sjálfu sjer.—f>að er þessi siðferðislegi heigul- skapur og einurðarleysi, sem liggur eins og farg á mönnum. f>að þarf að vakna við og hrinda af sjer jafn auðvirðilegu fargi. — Annars mætti drepa á það hjer, að þeg- ar vjer komumst svo langt, að þungavara öll verður flutt á vögnum, þar sem sjóleið þrýtur, að minnsta kosti í þeim hjeruðum, þar sem sæmilega mikil byggð er, þá er ó- trúlegt annað en að vjer komumst aptur á að hafa naut til akneytis, eins og forfeður vorir gerðu, og Ijettir þá mjög þrælkun á hestum. Naut eru, eins og kunnugt er, langt um þróttmeiri til dráttar en hestar. — Kunnugt er mjer það að vísu, að alþýða hef- ir líka hleypidóm gegn því, að beita naut- um fyrir aktygi eða plóg eða þess háttar, vegna þess, að þau eru höfð til manneldis.— Menn ímynda sjer líka fortakslaust, að naut- gripir verði hjer um bil alveg óætir, ef þeir eru hafðir til hrúkunar, þrælkaðir. En það er eintóm heimska, eins og bent var á áður um hestinn. Hitt er vitaskuld, að naut verða fóðurfrekari með brúkun en án brúkunar, eins og allar skepnur. En þau taka líka því betur fóðrinu, fitna því fljótara o. s. frv., þegar þau fá að vera brúkunarlaus aptur. Bíd. Leiðarvísir ísafoldar. 36. Hvað liggur við, ef verzlun er rekin í leyf- isleysi hjer á iandi ? Sv.: Allt að 100 kr. sekt í landssjóð, hvort sem hin leyfislausa verzlun er rekin í löggiltu kaup- túni eða til sveita. Sje verzlað með áfenga drykki leyfislaust — t.il sveita má alls ekki leyfa það —, varðar það sjerstakri sekt að auki, 10—100 kr. í fyrsta sinn, 20—100 kr. i annað sinn, 40 — 100 kr í þriðja sinn o. s. frv. „Hafi sá sveitarverzlunar- leyfi, er brýtur, má svipta hann verzlunarrjettind- um í fyrsta sinn, en í annað sinn skal þeim, hversu sem á stendur, fyrirgjört.“ 37. Er ekki skylda hreppsnefndarinnar, samt sóknarprestins, að sjá um alla. góða reglu í hreppn- um, meðal annars sporna við óreglu, sem af drykkju- skap leiðir V Sv.: Hreppsnefndin „skal styðja að því, að góð regla eflist og viðhaldist í hreppnum (sveitastjórn- artilsk. 5. mai 1872, 22. gr.). Enn fiemur skal sóknar-nefndin „vera prestinum til aðstoðar í því, að viðhalda og efla góða reglu og siðsemi í söfn- uðinum“ (safnaðarstjórnarlög 27. febr. 1880). Auk þess skal hreppstjðri skerast i leikinn, ef raskað er almennum friði, hvort sem er með drykkjuskap- arólátum eða öðru. 38. Hversu hátt er kirkjugjald af húsum ? Sv.: Pimm aurar af hverjum 100 krónum í virð- ingarverði húsanna — allra húsa (nema kirknanna sjálfra), sem „eigi eru notuð viðábúðájörð þeirri, er metin sje til dýrleika". Aths. 1 fyrirspurninni nr. 23 (16. þ. m.) vant- ar inn i orðin : „og eru brvndaeign“, á eptir „hefir staðið á“. það segir sig sjálft, að sje kirkjustað- urinn kirkjujörð, þá heldur sú jörð tiundarfrelsi eins eptir sem áður, þótt kirkjan sje lögð niður. Hitt og þetta. Prestur nokkur, sem var mesti maurapúki, ætl- aði að grafa niður peninga sína, en hugkvæmdist þó að þeir mundu bezt geymdir í stokknum hjá kaleiknum og oflátunum. En til frekari fullvissu skrifaði hann á lokið á stokknum: „Dominus est in ipso loco“ (Drottinn er á þessum stað) þjófur kom og stal peningunum, en skrifaði um leið á stokklokið: „Surrexit, non esthic“ (Hann er upp- risinn og er ekki hjer). þJOFUR var kærður fyrir að hafa stolið hesti, en var sýknaður, af því að vitni sór, að það hefði sjeð hestinn í eigu hans þegar hann var folald. Skömmu síðar var hann aptur kærður fyrir þjófnað. þá hafði hann stolið silfurskeið, matskeið, að haldið var eða talið uokkurn veginn víst, þótt eigi hefði hann verið staðinn að því. þá kom sama vitni fram og sór, að það hefði sjeð sömu skeiðina í eigu hans meðan hún var ekki nema teskeið. DÁTI beið dóms i fangelsi, fyrir eiuhverja meiri liáttar yfirsjón. Hann skrifaöi foreldrum sínum brjef úr fangelsinu, svo látandi: „Hjeðan er fátt að frjetta nema bærilega líðan mín 1. s. g. jeg býst við að verða hengdur bráðum og óska jeg ykkur hins sama kæru foreldrar11. KAUPS IÍAUPS. „þú ert þá lofuö, blessuð mín! Liggur ekki vel á þjer?“ — „Jú, fiam úr öllu lagi. Hann Jón hefir sagt mjer tíu sinnum, að jeg sje eina stúlkan, sem sjer hafi nokkurn tíma litizt á“. — „Segir hann það? þá þykir mjer slæmt að verða að segja þjer það í frjettum, að einu sinni var hann kominn á flugstig með að verða maðurinn minn“. — „Já, en ertu viss um að honum hafi nokkurn tíma litizt á þig fyrir það, góöa mín!“ Villt uni vegnnda. þetta var álit læknanna.. Dómarinn ljet hann þegar fara af þingi, og skipaði að hjúkra honum hið bezta. Sóttarkastið, sem var ný- Vjað, var undir eins orðið mjög magnað, og tylgdi jeg honum í varðhaldið, með þeirri á- yggju og alúð, er mjer hafði sízt til hugar orniQ stundu áður. Jeg sá um, að sem bezt æri Uln hann, að við varð komið, fjekk vennmann til að stunda hann, og hjelt síð- an eimleiðis, þvf ekki var hægt að eiga neitt við að grafast eptir, hvernig í málinu lægi, meðan hann var ( þessu ásigkomulagi. Dóm- arinn hjelt áfranr þingaferð sinni, eins og nærri má geta, þótt þeim kæmi það síður en vel, hinum mörgu fár-sólgnu áheyrendum, er kenndu það sumpart dómaranum, sumpart mjer, að þeir höfðu orðið af því happi, að 8já dauðadóm kveðinn upp yfir manni með 8ama eðk og sömu tilfinningum eins og þeir. Ur~T~^u munum vjer hverfa fáeinar vikur apt- er 1 tlmaun> °g greina frá atvikum glæp3 þess, ken^lnum ógæfusama skjólstæðing var um 1 n0Í<i<:ur roskinn bjó rúma þingmanna- eið tra kaupstaðnum, er fyr nefndur, í gömlu húsi, þar sem hann var borinn og barnfædd- ur, og hafði lifað þar 70 sumur og sjeð sól- ina blessaða sjötíu sinnum alþekja víðlendar ekrur fögrum akurgróða. Hann hafði gjört sólskinið að gullpeningum, og orðið auðugri miklu en nágrannar hans, og að því skapi harðbrjóstaðri. Hann hjet Salómon Daðvíðsson. Hann hafði hendur af stáli og hjarta af steiui. Enginn unni honum, og jafnvel ekki eigin- kona hans, er hafði verið honum samferða á lífsleiðinni í meira en 40 ár. En hann var samt í nokkrum metum fyrir sakir auðlegðar sinnar — slíks má auðurinn jafnan orka—, og hafði hann verið gjörður að bankastjóra fyrir bragðið, þegar banki var fyrst stofnaður í kaupstaðnum. En samt sem áður lagði hinn gamli maður aldrei peninga í bankann. það var lengi, að nábúar hans skildu ekkert í því, hvað hann gjörði af peningum þeim, er honum áskotnuðust, frá því þeir bárust hon- um í hendur og þangað til hann gat varið þeirn, unz einhver uppgötvaði, að það stóð járnbent eikarkista undir rúmi hins gamla manns, og þóttust menn nú vita, að þar mundi haun varðveita auðæfi sín þangað til hann gat komið sjer við að kaupa fyrir þau jarðir eða óyggjandi skuldabrjef. það var raunar sonur hans, er hafði uppgötvað leyndarmál þetta. |>að var óknytta-strákur og mesti lánleysingi. Hann hafði að lokum haft sig á burt úr föðurgarði, og ekkert spurzt til hans síðan. Var talið sjálfsagt, að hann væri ann- aðhvort drukknaður, eða dáinn einhversstaðar í fjarlægu landi; því að tíu ár voru liðin svo, að enginn maður hafði heyrt hans getið. Kona Salómons Davíðssonar var merkis- kona. Enginn vissi, hvernig á því stóð, að hún hafði farið að ganga að eiga slíkan gaur. Hún var honum svo ólík, sem mest má verða. Á yngri árum hafði hún verið eins fríð og dóttir hennar var nú, og álíka blíð og ástúð- leg. þ>egar hún eltist, varð hún hæg og hljóð, eflaust vegna stirðrar viðbúðar bónda síns, — en aldrei hafði hún kvartað —; og nú, er ellin færðist yfir hana og æfikvöldið nálgaðist, var hún orðin ástúðlegri og glaðværri í lund, en hún hafði nokkurn tíma verið. það var eins og að á hina jarðnesku braut hennar legði sól- skinsljóma frá öðrum æðri heimkynnum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.