Ísafold - 23.01.1889, Síða 2
26
sönn og svo löguð, að hún hlýtur að hnekkja
áliti skólans í augum þeirra, sém leggja
trúnað á hana, þá álít jeg mjer skylt að
mótmæla henni.
— Yeturinn 1887—88 voru 13 nemendur í
skólanum (þar að auki þrír »ruglingar«, þ e.
nemendur, sem ekki tóku þátt 1 öllum náms-
greinum). þetta ár (1888) tóku að eins tveir
piltar burtfararpróf, og get jeg svo góðfúslega
til, að hjer sje því blandað málum, sem
hugsanlegt er, að hafi orsakast af skakkri
eptirtekt hr. Melsteðs, þar sem hann hefir
þetta eptir einhverjum stúdent frá íslandi.
þetta má því virða hr. Melsteð til vork-
unnar.
En hitt er hreinn óþarfi, fyrir hann að
segja, að f skólanum sje að eins einn bekkur
handa unglingum, eða bekkur úr alþýðuskóla,
sem hann svo kallar. Hann þurfti ekki
annað en líta í reglugjörð skólans, sem aug-
lýst er í Stjórnartíðindunum, til þsss að geta
sagt satt um það atriði, — ef hann hefði hirt
nokkuð um það. þar stendur, að skólanum
sje skipt í tvær deildir, eða bekki; og svo
hefir einnig verið síðan reglugjörðin var
samin.
þá er þriðja atriðið, sem skólanum er
lagt til ámælis, að skólavistin sje óákveðin
og ekkert ákveðið burtfararpróf sje haldið.
þetta er rangt.
Hjer er heimtað, að þeir, sem vilja taka
burtfararpróf, og fá vitnisburð frá skólanum,
hafi verið ákveðinn tíma í honum, nefnil. 2
ár minnst, og að þeir hafi farið j'fir allt það,
sem heimtað er til burtfararprófs, en það er
fast ákveðið. Námi í efri deild skólans er
svo hagað, að það er nauðsynlegt, að nem-
endur sjeu þar 2 ár til þess að komast yfir
allt, sem heimtað er til burtfararprófs, þó að
þeir komi svo vel undirhúnir, að þeir sjeu
þegar teknir í efri deild. Hitt er auðvitað
almennt, að menn koma svo laklega undir-
búnir, að þeir verða fyrst að vera 1 eða
stundum 2 ár í neðri deildinni. Frá þessari
föstu reglu hefir verið gjörð alls ein einasta
undantekning. Einn piltur gat fullnægt þeim
kröfum eptir eins árs vist í skólanum, sem
gerðar eru til brottfaranda. það er, ef til
vill, til of mikils ætlazt, að hr. Melsteð sje
skólanum svo kunnugur, að hann viti þetta;
en til þess má sjálfsagt ætlast af honum, að
hann kunni að þegja, heldur en að leggja
ómildan dóm á það, sem hann þekkir
ekkert.
Annars hefir því helzt verið hreyft sem
aðfinning að þessum skóla (éins og einnig að
Möðruvallaskólanum), að hann sje illa sótt-
ur. þetta er 7. árið, sem skólinn hefir verið
með því fyrirkomulagi, sem hann er nú, og
hafa á þessum 7 árum gengið í hann sam-
tals 152 némendur, eða rúmir 20 ári að
meðaltali (flest 29, fæst 13). A sama tíma
hafa 207 nemendur verið í barnaskólanum,
eða um 30 á ári að meðaltali.
þegar öll atvik eru metin með sanngirni
og rjettsýui, er varla að búast við öllu meiri
að þessum skólum en verið hefir.
Til þess að aðsókn að slíkum skólum, sem
þessum, sje mikil, þarf fyrst og fremst efna-
hagur manna að leyfa það, menntunarlöng-
un að vera almennt vöknuð hjá þjóðinni, og
undirstöðumenntunin að vera almenn og í
góðu lagi.
Undanfarin ár hafa verið mjög erfið lands-
mönnum í efnalegu tilliti, og er það eflaust
ein ástæðan til, að skólarnir hafa ekki verið
fjölsóttari.
En áhugínn á verulegri menntun er held-
ur ekki sem skyldi; það er víst, að fátækt-
ínn er ekki ávallt um að kenna.
En þessi sljófi áhugi á, að afla sjer nokk-
urrar verulegrar menntunar fram yfir hið al-
menna, kemur einkum til af því, að undir-
stöðumenntunin er ekki svo löguð, að hún
geti af sjer löngun til að nema meira. Hið
algengasta er, að menn láti sjer nægja það
sem lögskipað er. f>eir sem hærra hugsa,
fara venjulega embættisveginn, o: mennta
sig fyrir einhverja vissa embættisstöðu. Hitt
er enn mjög fágætt vor á meðal, að menn
mennti sig vegna menntunarinnar sjálfrar; en
sú skoðun á alþýðumenntuninni er einmitt
aðahskilyrðið fyrir því, að alþýðuskólarnir verði
fjölskipaðir. Alþýðuskólarnir geta ekki heit-
ið sínum nemendum neinni embættismanna
paradís; þeir hafa ekkert að bjóða í aðra
hönd annað en þá sælu og það beinlínis og
óbeinlínis gagn, sem hver menntaður maður
nýtur af þvi á lífsleiðinni, að vera mennt-
aður.
þessi skoðun á menntuninni ryður sjer
ekki til rúms á stuttum tíma eða allt í einu
hjá lítt menntaðri þjóð; en hún gerir það
með tímanum. Smátt og smátt komast fleiri
og fleiri foreldrar á þá skoðun, að nokkur
menntun, og yfir höfuð gott uppelcli, sje
betri arfieifð fyrir börnin, heldur en nokkrar
krónur.
Tíðarfar. Erá því um sólstöður, 21. des.,
hefir verið snjóasamt mjög um allt suður-
land, með frekasta móti, og talsvert fyrir
norðan heiðar líka, það sem til hefir spurzt.
En frost hafa verið lítil. Hafa verið inni-
stöður fyrir allar skepnur þennan tíma víðast
nema rjett við sjó, eins fyrir hesta. í Borg-
arfirði hefir bændum sumum litizt svo illa á
blikuna, að þeir hafa tekið sig til og fækkað
á heyjum. Énda er mun hollara að gjöra
það nokkurn veginn í ^ma en í ótíma.
Fyrir pósta lítt fært um landið vegna ó-
færðar. Norðanpóstur komst við illan leik
norður yfir Holtavörðuheiði fyrra miðvikudag,
li viku eptir að hann lagði af stað hjeðan.
Tvo daga undanfarna var öflug hláka, er
grynnti á snjónum að góðum mun.
Kirkja fauk á Narfeyri á Skógarströnd
í aftakaveðrinu á þorláksmessukvöld síðastl.,
alveg nýbyggð timburkirkja með járnþaki —
smiðirnir gengnir frá henni fyrir fám vik-
um—, og brotnaði í spón. Stóð ekki annað
eptir en gólfið bert.
— í sama veðri fauk heyhlaða á þingnesi
í Borgarfirði, með járnþaki. Önnur hlaða fór
eins í sama veðri á Rauðanesi í Borgarhrepp,
með 30 hestum af heyi, og skip að auki.
Skip kom frá Stykkishólmi fyrir nokkr-
um tíma, lítil fiskiskúta, Sæfari, 24 smálest-
ir — eign Clausens verzlunar, — til þess að
sækja hingað matvöru, til Ólafsvíkur einkan-
lega. Skútan fór aptur vestur í fyrradag með
rúmar 100 tunnur af korni, frá Fischers verzl-
un, og nokkuð af kaffi m. m.
Bóksalafjelag er nýstofnað (12. jan.) f
Reykjavík, af þremur bóksölum þeim, er
helzt fást við að kosta bókaútgáfur, — Birni
Jónssyni (Isafoldarprentsmiðju), Sigfúsi Ey-
mundssyni, sem er formaður, og Sigurði
Kristjánssyni. það hefir sameiginlega út-
sölumenn út um land, hvern fyrir tiltekið
svæði, og veitir þeim vildari kjör — hærri
sölulaun — en áður hefir tíðkast, en krefst
reglubundinna skila af þeim aptur á móti og
jafnvel sjálfsskuldarábyrgðar eða annarar
tryggingar fyrir áskilinni upphæð, og enn-
fremur skuldbindingar til að hlíta varnar-
þingi í málum út af bókasölu fyrir gestarjetti
í Reykjavík.
Með því að hafa sameiginlega útsölumenn
og ekki of marga eða marga um sama svæði
eykst atvinna þeirra af bóksölunni eptir því
sem hægt er, svo að fremur er tilvinnandi
að stunda hana af alúð.
Ytarlegri reglur um sölulaun og ýmislegt
fleira eru í samþykktum fjelagsins og við-
skiptaskilyrðum við útsölumennina.
Nýir meðlimir verða teknir í fjelagið með
atkvæðagreiðslu í einu hljóði.
FLJÓTUM (í Skagaf.) 31. des.: „það sem af
er vetrinum hafa verið fremur litlar fannkomur, en
þó optast illt um jörð fyrir klessing og áfreða. Hey
reynast mætavel, og er ágætt. gagn af kúm, sem kem-
ur sjer vel nú í kornmatarleysinu og vandræðunum.
— Bráðapest ekkert drepið lijer í Fijótum það sem
af er.
Snemma á jólaföstu var orðið fisklaust hjer fyrir?
en þá náðist einn hákarlaróður, og fengust 20 kútar í
hlut á eitt skip og frá 2—12 á nokkra báta. Nú í
milli jóla og nýárs hafa 3 skip á Siglufirði fengið góð-
an afla, 14—30 kúta hlut.“
Dýr hleypidómur. í>að er dýr hleypi-
dómur, andstyggð almennings hjer á landi
gegn því að hafa hross til manneldis.
Jeg hefi, til fróðleiks og íhugunar, reynt
til að telja saman og gizka á, hvað mikið
búsílag það hefði verið fyrir oss íslendinga f
undanförnum 6 ára harðindum, ef vjer hefð-
um lagt oss, til munns það sem selt hefir ver-
ið út úr landinu af hestum eða slegið af á
þessu tímabili. Jeg gjöri það 3000 hesta á
ári, eða 18000 alls; og þó að hesturinn sje
ekki metinn nema 30 kr. virði til frálags —
sem er þó langt of lítið—, þá verður það
samt langt yfir hálfa milj. króna.
Yitaskuld er það, að keypt hefir verið apt-
ur bjargræði altjend fyrir nokkuð af hrossum
þeiin, er seld hafa verið út úr landinu. En
það mun samt ekki hafa verið til mjög rnikila
framdráttar.
það vita allir menntaðir menn nú orðið, að
sje hrossakjöt eigi miður verkað og varðveitt
en annað kjötmeti, þá er það ágæt fæða, bæði
holl og kraptmikil; og rneira að segja ekki
einungis kjötið, heldur líka allt annað af hest-
inum, það er vant er að hafa til manneldis
af öðrum skepuum. Enda vita menn líka,
að þetta er orðin algeng fæða víða í próte-
stantiskum löndum, einkanlega í hinum stærri
borgum.
í kaþólskum löndum þar á móti er hinn
sami hleypidómur ríkjandi gegn hrossakjötinu
sem meðal alþýðu hjer á landi. Enda stafar
hjátrúin gegn hrossakjötinu hjer beinlínis frá
pápisku. — Gregor páfi III. ritaði Bonifacius
erkibiskupi í Mains árið 732 brjef, þar sem
hann býður honum að banna kristnum mönn-
um að neyta hrossakjöts og leggja hegningu
við; þeir sem það gjöri sjeu óhreinir, og at-
hæfi þeirra viðurstyggð. Hvað páfinn hafi
haft fyrir sjer í þessu og í hvaða skyni hann
hafi gjört það, kemur oss eigi við hjer; en
þessi páfakredda breiddist brátt út um alla
kristnina, eins og við var að búast á þeim
tímum; og kunnugt er það, að þegar kristn-
in kom hjer á norðurlönd, þá var það eitt