Ísafold - 30.01.1889, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
Kemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(ÍO4 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
XVI 9.
Útlendar frjettir.
Khöín, 13. jan. 1889.
JJugleiðing við áramótin. Veðr-
■á t ta. I friði náði árið að líða, hvað sem hinu
nýja tekst. Að undanförnu hafa blöðin haft
það í vjefrjetta stað, um frið eða styrjöld,
sem stórhöfðingjar mæltu á nýársdag til er-
indreka ríkja eða annara. En nú hafa þeir
allir orða bundizt um það efni, nema Italíu-
konungur, sem kvaðst vona, að friðurinn
hjeldist árlangt, og Carnot, forseti á Erakk-
landi, sem benti á það vinaboð allra heims-
þjóða, sem efnt væri til á Marzvellinum í
París og halda skyldi í sumar komanda, en
það er heimssýningin mikla í aldarminningu
stjórnarbyltingarinnar frakknesku 1789.
“Enginn hefir á þögninni» —; en þó taka
blöðin ýmist á þögn keisaranna. Stjórn-
vitringar þeirra láta allvel yfir táknum
tímauna, en kalla sem fyr þá nauðsyn allra
brýnasta, að efla æ betur og betur allar her-
varnir á sjó og landi. Sama kveður við á
Frakklandi og Eússlandi. Til dæmis um hin
geysiiegu útgjöld ríkjanna til hervarna er nóg
að nefna, að Frakkar hafi lagt fram árið sem
leið nálsegt 60O milj. króna 1 aukakostnað (!),
en arsutsvarið, eða »hið reglulega framlag»,
var 455 milj. kr.
Hve lengi orka þjóðirnar undir slíku að
rísa ?
" Veðráttan hefir verið hagfelld á norður-
löndum til þessa, og í vesturhluta álfu vorr-
ar' Erostlítið og snjókomulaust að kalla. En
1 austurhluta hennar, t. d. á Rússlandi og við
Svartahaf, fádæma frost og harðindi. Fregnir
^omnar af miklum mannsköðum frá þeim
slóðum, og á einum stað í Rússlandi rakjárn-
brautarlest svo í einum feiknabylnum í þá
fannfergju, að hvergi gekk fram, en allir fengu
bana, sem með henni voru, í frostgrimdinni
(um 200manns). Seinustu frjettir bera, að
4000 manna hafi farizt í frostbyljum á Suður-
Rússlandi. — Meðfram austurströndum Ame-
ríku óðastormur í lok nóvembermán., og hlut-
ust af honum miklir mannskaðar og marg-
vísleg tjón á landi.
— 8,þ. m. nýr fellibylur, f Pennsylvaníu og
víðar nyrðra, með stórsköðum og manntjóni.
f þeim byl brúin yfir Níagara sögð slitin úr
festum og hrunin niður í djúpið.
Danmör k. þingstappið sama og að
venju, og minni líkur en tíðum fyr til sam-
komulags hvað fjárlögin snertir.
Ríkisstjórnarafmæli konungs vors var veg-
lega haldið (15. nóv.) í höfuðborginni og um
allt land. Mikið í Khöfn um uppljóman og
blómaskruð, og hjer stóðu hátíðarhöldin og
veizlurnar 1 fjóra daga, bæði innan hirðar og
utan. — I ávarpsbrjefi til þjóðarinnar galt
konungur henni ljuflegustu þakkir fyrir þá
trúfesti og kærleik, sem hun hefði sjer og
drottningu sinni enn vottað.
Vinstrimenn ljetu sjer fátt um fögnuðinn
finnast, þó sumir þeirra drægjust nreð straumn-
um og settu kerti í glugga sína. Sú áminning
kom í blöð þeirra, að, sem ástatt væri, sæmdi
þeim bezt að draga sig í hlje. því var svo
Raykjavik, miðvikudaginn 30. jan.
hlýtt af vinstrimönnum þingsins, að Högsbro,
forseti fólksþingsins, flutti konungi engar lotn-
ingaróskir af þess hálfu 15. nóvbr.
þann dag lögðu nokkrir af forstumönnum
vinstrimanna silfursveig á legkistu Friðriks
heitins 7. í Hróarskeldu.
Látins er að geta B. S. Jörgensens, prófes-
sors við landbúnaðarskólann.
Noregur og Svíaríki. Hjeðan eng-
in markverð tíðindi, hvað sem í kann að ger-
ast, þegar þingin taka til starfa.
Snemma í nóvembermán. kom ljót saga af
hneyxlisbragði ungs sveitarforingja við 19
vetra stvilku bæjarlýðnum í Kristjaníu í
róstumóð, og var atsúgur gerður að lögreglu-
stjóranum fyrir afskiptaleysi hans. Hávað-
anum fylgdu gluggabrot og grjótkast, er mót
var risið, en liðið varð að skerast í leikinn,
og við það fengu nokkrir menn áverka. þær
sakir, er hjer af hafa gerzt, eru fyrir rann-
sóknum, en foringinn þegar liðrækur.
Nansen doktor hefir orðið að láta fyrirber-
ast í Godthaab á Grænlandi. þar ritar hann
nú ferðasögu sína. þar sem hann kom hæst,
var 10,000 feta fyrir hafflöt ofan.
Carl Johan Schlyter dáinn 26.des., prófessor
í lagasögu við háskólann í Lundi ; hafði 4 ár
um nírætt. Hann hefir staðið fyrir útgáfu
fornlaga og miðaldarlaga Svía.
E n g l a n d. Parnellsmálinu miðar enn
harðla lítið áleiðis, og á sjálfsagt óravegfyrir
höndum, að því flestir ætla.
Á írlandi herðir stjórnin heldur á öllum
höptum. Einn af þingmönnum Ira, Harring-
ton að nafni, nýlega dæmdur til 6 mánaða
betrunarvinnu fyrir fundartölur á fundi þjóð-
vinafjelags Ira, og birting þeirra í blaðinu
nUnited Ireland».
Við kvennamorðin í Lundúnum hefir enn
bæzt eitt eða tvö, en uppgötvunarleysið
sama.
Súdans-lið Osmans Digma hrakið á burt
við mikið mannfall frá Súakim af enskum og
egipzkum sveitum með forustu Grefells hers-
höfðingja (20. desember). Stjórnin tekur öllu
fjarri um nýja herför á hendur falsspámann-
inum, eða kalífa Súdansmanna í Khartum,
en segir hitt ekki umtölumál, að England
hljóti að halda lrafnarlegunni við Súakim á
valdi sínu, ef vel eigi að fara með flotavörð
meðfram Afríkuströndum, ogfleira.
Gladstone gamli suður á Italíu sjer til hress-
ingar. Hann kom fyrir skömmu til Napóll, og
var þar móti honum tekið með háværum
fögnuði. Hann hafði fullt í fangi að aptra
stúdentunum, er þeir vildu taka hestana frá
vagni hans og draga hann sjálfir.
pýzkaland. Niður er fallin saksóknin
gegn Geffcken doktori, og honum hleypt laus-
um eptir 99 daga varðhald. það var Bis-
marck, sem rak mest eptir þeirri sök, og nú
bíða menn eptir nánari greinargerð af stjórn-
arinnar hálfu, en hann er nú kominn til
Berlínar, og mun þá gera menn fróðari um
ýms málefni á alríkisþinginu. Af einu máli vilja
menn sjer í lagi að öll hulda hverfi, en það
1889.
er áburður þýzkra blaða móti sendiboða Eng-
lendinga í Pjetursborg, Robert Morier að
nafni. Hann var erindreki í Darmstadt 1870,
en sú saga höfð eptir tveim merkustu mönn-
um, sem hafa haft tal af Bazaine sáluga, að
frá sendiherranum hafi (í ágúst 1870) skeyti
farið til Lundúna um framsókn þess hers
yfir Mosel, sem krónprins Prússa (Friðrik
keisari) var fyrir, en komið frá Lundúnum
til Eugeníu drottningar, og frá henni til Ba-
zaines. Sendiboðinn á brjeflegt vottorð frá
Bazaine, fengið frá honum í ágúst umliðið
ár, og það ber þá sögu aptur. Morier lýsir
áburðinn lygi, en blöðin þýzku vilja ekkert
aptur taka, og kalla það vottorð tortryggi-
legt, sem hann vísar til. Blöð Englendinga
tala styggðarlega um málið, og hjer tekið
sem greiðlegast undir heima af mótstöðu-
mönnum Bismarcks. þeir kalla hjer eitt
dæmið koma fram, sem sýni, hvernig fylgilið
hans, og þeirra feðga, vilji koma óhróðurs-
blettum á þá menn, sem hafa verið góðkunn-
ingjar eða vinir Friðriks keisara.
Samningurinn á kominn við Englendinga
um herskipavörð fram með Zanzibarströnd-
um við Afríku, mót flutningi þræla úr landi
eða vopna í laud. það er nú ráðið, að auka
liðsaflann þar syðra sem þarf til þess, að
þjóðverjar nái að rjetta hjer hlut sinn,
en bæði Zanzibars-soldán, þegnar hans og aðr-
ir virði sem vert er hlífðarskjöld þýzkalands.
Nýlega þaðan saga borin af viðureign við
uppreisnarmeun og drjúgu mannfalli í sveit-
um þeirra fyrir skothríð sjóliðsins þýzka.
A öðrum stað, á Samoa-eyjum í Kyrrahafi,
hefir bólfesta eða landnám þjóðverja bakað
þeirn erfiði. Fyrir rúmu ári tóku þeir þaðan
á burt óvinveittan konung, og settu þann í
stól lians, sem þeim var eptirlátur. Margir
af eyjamönnum fylktust mi um annað kon-
ungsefni, en skipalið þjóðverja veitti sltjól-
stæðing þeirra sitt fulltingi. Englendingar og
Norður-Ameríkumenn hafa horft á leikinn.
Stjórn Englendinga segist hjer unna þjóð-
verjum góðs gengis, en um hina ekki allt
trútt, og sagt, að frá þeim hafi uppreisnar-
menn fengið vopn og vistir. Fyrir eigi löngu
sendu þjóðverjar menn með liði á land til
milligöngu, en eyjaskeggjar runnu þegar á
móti með meiri afla, og í þeim bardaga fjellu
af sveit þjóðverja 20 manns, en 40 særðust.
Foringi uppreisnarmanna var hjer frá Ame-
ríku, Klein að nafni (þýzkur?). Nú líkast
ekki til minna ætlazt, en að þjóðverjar leggi
undir sig eyjarnar til fulls.
Frakkland. þaðan svo skemmst frá
að segja, að flokkarnir pólitisku flýta—næst-
urn allir — fyrir forlögum þjóðveldisin3, þó
enginn geti enn sagt, hver þau muni verða.
Einveldissinnar og Boulangersliðar fylgdu þá
stjórninni, þeim Floquet og frelsisgörpum hans,
þegar frumvarpið kom fram um breyting rík-
islaganna. þeim hló hugur við, að hjer losn-
aði um þá skriðu, sem stjórnin yrði fyrst
undir, en viðkvæði þeirra er ávallt, að völd-
in sje í fávitringa og fanta höndum, land og
ríki sje við fallanda forað. Boulanger ein-
ráðinn í að ganga í berhögg við stjórnina, og