Ísafold - 02.02.1889, Side 2

Ísafold - 02.02.1889, Side 2
38 með þessum ötulu prjedíkunum, ber hinn eptirþráða ávöxt seint og síðar meir. Ög undir það ættu allir að geta tekið, sem láta sjer alvarlega annt um framtíð þjóðarinnar. En hvað sem því líður, þá koma í góðar þarfir hinar röggsamlegu áminningar hans um að reyna að sjá fjárhag landsins borgið eptirleiðis betur en hingað til,—að taka fyrir þá voðalegu óspilun, að gjöra ekki nema jeta upp þetta, sem landið á í viðlagasjóði, og meiri hlutinn af er fyrningar frá fyrri tím- um, áður en þjóðin fór að eiga með sig sjálf. J>að er ótrúlegt, að þing og þjóð vilji nú halda slíkri fásinnu áfram lengur. |>ó má búast við talsverðri tregðu í því efni, er til kastanna kemur, og miklum og margvíslegum úrtöfum. En til að eyða þeirri mótspyrnu verður hyggilegasta ráðið að taka helzt það, sem hendi er nœst. En það er að hækka nokkuð þessa tolla,semnúhöfum vjer,á áfengum drykkj- um ogtóbaki, ogbæta við 1—2 nýjum tollum á öðrum munaðarvörum. það á þjóðin hægast með að sætta sig við, og slíkir tollar eru þó í rauninni rjettlátastir eða rangindaminnstir, þegar á allt er litið. Kostnaðarsömu tolleptirliti verðum vjer að reyna að komast hjá til lengstra laga. J>ess vegna verðum vjer að hyllast til, að hafa tollana sem fæsta, og sneiða hjá þeim varn- ingi, sem er mjög örðugur viðfangs með ept- irlitið.—Annars er nú það að segja um eptir- litið, að það er þá fyrst tími til að gefast upp við það, eða láta sjer vaxa það svo á- kaflega í augum, þegar farið er að reyna að fást við það. Hingað til hefir, svo kunnugt sje, varla verið neitt við það fengizt hjer á landi. Tolllieimtan hefir verið hjer um bil eingöngu í því fólgin, að reikna út tollinn eptir hinum útlendu vöruskrám og kvitta fyr- ir greiðslu hans. |>að er svo að sjá, sem, af því að valdsmenn vorir hafa sjeð, að sjer væri um megn að vernda landssjóð til hlítar fyrir tollsvikum, þá hafi þeir lagt alveg árar í bát. En þar má mikið á milli vera. J>að er vafalaust meðfram þess konar örvæntingar- aðgjörðarleysi að kenna, ef svo er, sem mörgum kunnugum er orðinn talsverður grun- ur á, að hinn mikli þurður á tolltekjum lands- sjóðs sje meðfram að kenna megnum toll- svikum. Verði sú raun á t. d. næsta fárhagstíma- bil, að valdsmenn geti, þótt þeim sje haldið til þess eptir föngum, alls eigi ráðið til hlít- ar við tollsvik af verzlunarmanna hálfu, þá er að taka til annara ráða. þegar tollar eru orðnir 2—300 þvts. á ári, mætti að öllum lík- indum fá upp sæmilega tollgæzlu fyrir 10/« af fje því, og það er þó ekki ókleyfur kostn- aður. Meðan vjer þurfum eigi að tolla neina reglulega nauðsynjavöru, getur tollurinn ekki heitið neinn neyðarkostur. Hvað margar þjóðir komast svo vel af? J>ótt sumir miklir kaffi- og sykur-vinir kunni að vilja kalla það góðgæti nauðsynja- vöru, þá er það samt, sem betur fer, varla almenningsdómur, sízt ef það er brúkað gegnd- arlaust, eins og of víða tíðkast hjer á landi. það er að minnsta kosti alveg neyðarlaust, að takmarka það svo við sig, sem nemur lágum tolli, 5—10 aura, en stórum meira þarf landssjóður naumast á að halda fyrst um sinn, ef tóbaks- og vínfangatollur væri jafnframt hækkaður skaplega, og tollsvik gerðu ekki skarð í hann til neinna muna. jþessa tolla, og helzt ekki aðra, ætti þjóð- in og þingið í sumar að hafa á dagskrá, og gera sig einbeitt í því, að koma þeim á. — J>að er of djarfleg ályktun hjá hr. J. Ó., að þótt útflutningstollurinn á fiski og lýsi hafi ekki komið niður á þessum vörum út af fyrir sig, heldur á verzluninni yfir höfuð, þá muni sama verða raunin á með aðra eða margfalt hærri útflutningstolla. |>að er sitt hvað, þótt 30 aura tollur á skippundi af salt- fiski felli hann ekki í verði fyrir bændum, eða ef farið væri að leggja á hann svo krón- um skipti. Sama er að segja um aðrar lands- nytjar, ef ætti að fara að hlaða á þær háum tollum. það mundi gjöra verzluninni með þær lítt bærilegan hnekki, auk þess sem slíkir tollar kæmi mjög svo ójafnt niður á ýmsa parta landsins. þeir yrðu þung byrði í sumum hjeruðum, en kæmi alls eigi við sum önnur. »f>jóðviljinn« og ávarp Reykvíkinga- það er hlálegur skaplöstur á hinni fjörugu, ötulu og ótrauðu frelsishetju þeirra ísfirðing- anna, »|>jóðviljanum«, hvað hann er opt herfilega rangs-leitinn og óbilgjarn. |>að er spauglaust talað, að »|>jóðviljanum« er ýmislegt dável gefið að öðru leyti. Hann er ekkert skrílblað. Hann hefir yfir höfuð betra og drengilegra mark og mið en að koma sjer bara vel við skrílinn. Hann leggur ekki saklausa menn í einelti bara til þess að svala lúalegum náttúruhvötum. Hann ofsækir þó ekki beztu menn þjóðarinnar, og allt sem þeir eru eitthvað við riðnir, bara til þess að gjöra persónulegum fjandmönnum eða öfund- armönnum þeirra til geðs og greiða. Hann gjörir sjer ekki far um að níða burtu úr þjóðinni það sem henni er vel gefið og kenna henni ef til vill lesti og óknytti í staðinn. Hann er ekki með frelsisgjálfur framan í al- þýðu bara til að ginna hana; hann virðir ekki frelsið að vettugi sjálfur ; honum er sjálfsagt al- vara með frelsið. Hann hefir allgóða einurð við hvern sem í hlut á, af þeim sem völdin hafa eða mikils mega sín—upp ábyrgð prentarans að vísu !—, en hefir ekki hitt lagið, að lát- ast vera mesti bersöglis-garpur og öllum ó- háður, en varast samt að sitja eða standa öðruvísi en þeir vilja, sem sá hinn sami á eitthvað undir, hvað lítilfjörlegt sem það er, eða hugsar sjer að hafa eitthvað gott af, mik- ið eða lítið. Hann umhverfir ekkí sannleik- anum mót betri vitund til þess að »hafa eitt- hvað upp úr því«. það er optast kappið og ákafinn, að hafast sem mest að, og ganga sem hreystilegast fram, er kemur þjóðviljanum til að hafa í frammi rangsleitni og óbilgirni. En mjög er honum gjarnt til þess. |>að er eitt dæmi af mörgum, hvernig hann lætur út af afmælisávarpinu til konungs í haust frá Eeykvíkingum. Til þess að geta sett ónot í þá, sem gamla °g nýja frelsisfjendur í augum almennings, að hann hyggur, þá umhverfir hann meira eða minna innihaldi ávarpsins, og lýsir því á þá leið, að þeir, sem ekki hafa sjeð það eða veitt því eptirtekt, hljóta að ímynda sjer, að það hafi verið fullt af mærð og smjaðri við konung. En — það er óhætt að fullyrða, að af öll- um hinum mörgum ávörpum, er alþingi hefir ritað konungi fyr og síðar, þá er ekkert eins mærðar-iaust, eins og einmitt þetta ávarp Reykvíkinga (sjá Isaf. 14. nóv. f. á.). Enda rituðu líka hiklaust undir það margir þeir,. er jafnvel »J>jóðv.», og hans nánustu banda- menn munu ekki treysta sjer til að bregða um óþjóðrækni eða ófrjálslyndi. það var af ásettu ráði varast að setja annað í ávarpið en hver eðlilega gerður íslendingur mundi geta undirskrifað innihaldsins vegna, hverrar skoðunar sem hann væri um landsins gagn og nauðsynjar, þar á meðal um stjórnar- skrármálið. því að eins leyfði bæjarstjórnin sjer að setja líka í ávarpið: »í nafni (fjarver- andi) landsmanna». A landstjórnarmál var alls eigi minnzt í ávarpinu annað en það, að stjórnarskráin frá 1874 var kölluð »þýðingarmiklar umbætur á stjórnarhögum vorum», og hefir víst enginn svo mikla bölvun á stjórnarskránni, að hann játi eigi þetta satt að vera, þegar borið er« saman við það sem áður var. Hvað fær nú »þjóðv.» út úr þessu ? Hann segir, að »ávarpsmennirnir fari mörg- um orðum um hinar dýrmætu og ógleyman- legu umbætur á stjórnarhögum vorum !» þar sem stóð enn fremur í ávarpinu : »og ánægjulegt er oss að kannast við framfarir þær, er þjóð vor hefir tekið í ýmsum grein- um á ríkisstjórnarárum Yðvarrar Hátignar», þá fær »þjóðv.» út úr því, að ávarpsmenn- irnir fari mörgum orðum um hinar »ánægju- legu framfarir þjóðar vorrar», og »að þeir lýsi því yfir í nafni alls landslýðs, á hve einstök- um blóma- og framfaravegi land vort sje» ! Eins og tilvitnuð orð ávarpsins sýna, var þar aðeins vikið lauslega á það, sem allir mega til að kannast við, að landið hafi tekið framförum þann fjórðung aldar, er Krstján IX. hefir ráðið ríkjum, en ekkert talað um, hvort þær væru miklar eða litlar, og því síð- ur, hverju eða hverjum þær væru að þakka. Minna var sannarlega ekki hægt um það að segja. það er í stuttu máli, að til þess að fá sjer eitthvað til ámælis við sína kæru Eeykvíkinga, má »þjóðv.« til að hafa aðferð óhlutvandra málrófsmanna, og gjöra þeiin upp allt önnur orð og ummæli en þeir hafa nokkurn tíma haft nje látið sjer til hugar koma að hafa. það er ekki von, að blaði, sem leggur aðra eins háttsemi og þetta í vana sinn, gangi vel að afla sjer trausts og virðingar vandaðra manna, þótt það hafi annars sína kosti. Feddersen og „Fj.konan“. þjer voruð í sumar svo vinsamlegur, herra ritstjóri, að taka nokkur orð frá mjer í blaði yðar »ísafold« XV. 29. út af ummælum »Ej,- konunnar« um herra adjunkt A. Feddersen. Jeg lofaði þá, að senda yður frekari upplýs- ingar um rnálið, og vil því biðja yður að ljá eptirfylgjandi brjefi frá hr. Feddersen rúm í blaði yðar : »þjer hafið, herra kaupstjóri, með brjefi dags 7. ágúst næstl., mælzt til þess, að jeg gæfi yður upplýsingar áhrærandi miður vin- samleg ummæli »Fj.kónunnar« um mig, er jeg hjermeð vil láta yður í tje. þegar jég var á íslandi 1886, keypti jeg nokkra gamla muni —enga forngripi— eptir ósk formannsins við »Dansk Folkemuseum« hjer í Kmhöfn. þangað fór allt, sem jeg keypti það ár, fyrir sama verð og jeg gaf fyrir það á íslandi. Mjer kom eigi til hugar, að mönnum gæti mislíkað slíkt, og áleit auk heldur þeim hlutum betur varið, sem seldir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.