Ísafold - 23.03.1889, Qupperneq 1
fCemui út á miðvikudögum oe
laugardögum. Verð árgangsins
(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrceti 8.
XVI 24.
Reykjavik, laugardaginn 23. marz.
| 1889.
Útlendar frjettir
Khöin, 28. febr. 1889.
Veðuráttufar. Veturinn jafnast harður í
flestum löndum álfu vorrar, með frostum og
snjókyngjum, og er skriðuhlaupa getið frá
mörgum stöðum, en þeim fylgt sumstaðar
spell og mannskaðar.
Harmasaga. Sú frá Austurríki að segja, að
Eudolf keisarason rjeð sjer sjálfum bana 30.
janúar. Hann var rúmlega þrítugur, ágæt-
lega vel menntaður maður, bezta höfðingja-
efni og allra manna vinsælastur. Eptir hann
hann liggja mörg rit og ritgjörðir, og hann
stóð fyrir miklu ritverki, en ekki fullbúnu,
og ritaði sjálfur formála þess og ýmsa kafla
■en það er lýsing Austurríkis og Ungverja-
lands og allra þeirra þjóða, með myndum og
uppdráttum. Nú margt fram tekið, sem á
seinustu árum þótti votta þunglyndi prinz-
ins, og til orða hans og brjefa vitnað, þar sem
hann ljet í ljósi, að hann mundi eiga skammt
eptir. En hjer er það sannfrjett að greina,
að seinustu árin hafði dregið sundur með
þeim prinzinum og konu hans, Soffíu, dóttur
Leópolds annars Belgíukonungs, þó með þeim
tækjust ástaráð í fyrstu. Upp á síðkastið
kvað hjer svo rammt að, að prinzinn á að
hafa beiðzt skilnaðar af Leó páfa, en hann
sent keisaranum brjefið. Orð er haft á hörð-
um ummælum af foreldranna hálfu; en hjer
kom til, að prinzinn hafði hneigt allt hjarta
sitt til fríðustu yngismeyjar, barónsdóttur,
Vetsera að nafni. þar sem svo mikið stóð
fyrir, tóku þau til úrræðanna, sem urðu, að
fylgjast að úr þessum heimi. Um atburðinn
sjálfan margvíslega frá sagt, en seinust sög-
unni trúa nú margir, að þau hafi fundizt ör-
end í sama herbergi, hann af kúluskoti gegn-
um höfuðið, en hún af ólyfjansdrykk.
Til ríkiserfða stendur nú bróðir keisarans,
Carl Ludwig, og sonur hans Eranz Ferdinand
■eða þá hinn næsti Otto Franz Joseph.
Danmörk. Önnur umræða fjárlaganna bú-
in í fólksdeildinni. I>ar er svo úr fjárveit-
ingum dregið, er landvarnirnar nemur, að um
samkomulag þykir eins óvænlegt og fyr.
Vinstrimenn hafa stælzt drjúgum við rit —
enn óprentað—, sem einn af sjóliðsforingj-
unum hefir samið, en fleiri þeirra munu eiga
hlut að, þar sem á að vera sýnt fram á,
hversu lítið sje á virkjagerð Bahnsons að
treysta og að hún geti orðið ríkinu heldur
að ógagni en haldi.
Hvalrekar í Danmörku sjaldgæf tíðindi, en
í miðjum janúar festi hval (sextugan) á skeri
við Fjón. Hann var færður til Hafnar og
sýndur fyrir borgun. þetta er þeim gróða-
sælt, sem hann keyptu, en nú er hann á ferð
kominn til Berlínar, og sumir segja henni
sje til Parísar heitið.
Látinna er að geta Engelstofts biskups á
í’jóni og F. F. Tillisch geheimekonferentsráðs
og orðukansellera. Báðir urðu háaldraðir.
— Landi vor Guðbr. prófessor Vigfússon,
hefir hlotið lofleg eptirmæli í dönskum blöð-
um.
Noregur. þing Norðmanna var sett 8.
þ. m. Að svo .stöddu helzt enn bandalagið
með hægrimönnum og Sverdrúpsliðum. Emíl
Stang varð forseti stórþingsins, varaforseti
Eskeland (af Oftedælum). Eptir áætlun
koma tekjur og útgjöld hátt á 45 mill. kr.
Tilraun gerð fyrir skömmu af hálfu vinstri
manna til yfirlýsingar trausts eða vantrausts
gagnvart stjórninni, en henni vísað aptur
fyrir atfylgi heimaflokkanna. Formælandi
hægri manna (Stang) kvað málið ísjárvert að
sinni, enda væri hjer allur dagur til stefnu.
Seinustu blöð frá Noregi geta svo
þingrimmunnar, að hægt er að sjá, hvernig
þeir Sverdrúp lifa nú á náð hinna fornu
fjanda sinna hægra megin. A þá rigndi
þaðan snuprum og ámælum, og eptir viður-
eignina ætluðu þrír að ganga úr ráðaneytinu.
Konungur bað þá sitja kyrra, og það var
þegið, þó furðu megi gegna.
Dáinn er í París 6. þ. m. Ole Jacob Borch,
einn af nafnkunnustu vísindamönnum Norð-
manna. Hann var einn af helztu skörungum
í liði frekismanna. Lærdómur hans mjög
fjölkynjaður, en höfuðgreinin stærða- og
hræringarfræði. Hann var erindreki Norð-
manna, og stundum Svía líka, á mörgum
alþjóðáWitum, þar sem um þjóðskiptamál
var að ræða (mæla, vogir, peningamótan og
-gildi, verHunarsamninga og margt fleira).
Hann varð 71 árs að aldri.
Svíaríki. 60 ára afmæli konungs haldið í
Stokkhólmi og víðar 21. janúar með hátíð-
legri viðhöfn. Meðal tignarfólks, sem hátíðina
sótti, má nefna krónprins vorn og konu hans.
Hátíðarhöldunum fylgdu stórgjafir frá þeim
konungi og drottningu til ýmissa stofnana,
auk peninga til útbýtingar meðal fátæklinga.
England. Parnellsmálinu nú fleygt fram
fyr en nokkurn varði, end mun dómi nú
skjótt lokið á höfuðsökina. Um hríð þótti,
sem rothöggva væri von af Tiines-liðum, er
margra ára njósnarlæður stjórnarinnar í sveit-
um Fenía og þeirra eiðrofar báru sitthvað
ískyggilegt fram í dóminum. En öllu hrund-
ið í annað horf, er þeim kolapilti—ritstjóra
Pigott að nafni — var þrýst til framburðar
og svara, sem þau brjef komu frá í fyrstu,
er Parnell og fleirum voru eignuð, en rit-
stjórn }>Timesn hafði náð í fyrir ærna peninga
(54,000 króna?). Pigott hefir nú orðið aðgang-
ast við, að brjefin væru öll falsbrjef, og hann
hafi sjálfur að öllu unnið. Bófinn var strok-
inn, er seinast frjettist. Auk þess að ginn-
ingin hefir bakað »Tlie Timeso—»stórveldinu
sjöunda«, sem það hefir verið kallað—ógrynni-
legan kostnað (hátt á þriðju miljón króna),
*er hitt víst talið, að blaðinu muni ósýnt um
uppreisn eptir slíka hneysu og fólsku-gan
gagnvart forvígismönnum íra. Enn fremur
má við hinu búast, að myrkva dragi á vin-
sæld og málstað Torystjórnarinnar, sem auð-
sjáanlega hefir trúað á sigursæli »Times«, og
stælzt af þeirri trú í harðræði sínu við for-
ustumenn og þingmenn íra.—Gladstone gamli
kom heim aptur fyrir rúmri viku, og eiga
honum að hafa farið þessi orð um munn:
»Innan skamms verður dulan dregin af ill-
viljasamtökunum fáheyrðu!«.
Til þingstarfa aptur tekið 21. þ. m. Drott-
ningin boðaði nýjar fjárkvaðir til hers og
flota, og minntist á hinn kynjamikla herbún-
að á meginlandi álfu vorrar. Til flotans síð-
ar beiðzt 12 milj. punda sterl., og því fleygt
í blöðutn, að kröfurnar kynnu að komast upp
í 100 miljónir. Ef þetta rætist, þykir Tory-
stjórninni ekki sá friðarblær vera yfir álfu
vorri, sem blöð og höfðingjar jafnast telja
mönnurn trú um. Annars lá hermálaráðherr-
anum við að spá heldur styrjöld í lávarða-
deildinni, en móti því risu andmæli af beggja
hálfu.
I frjettum til »ísafoldar« frá Englandi (12.
nóv.) er getið um hið nýja borgarþing Lund-
úna. því má hjer við bæta, að borgarhjer-
aðinu er skipt í 58 kjördæmi, en þingmanna-
talan er 118. Meðal þeirra eru tveir kvenn-
menn kosnir, og er önnur dóttir Cobdens sál.,
hins fræga forvígismanns fyrir frjálsri verzl-
un og afnámi tolla.
Tveim skipum laust svo saman í Calais-
sundinu fyrir skömmu, að annað þeirra sökk
og fórust þar 52 menn.
jpÝzKALAND. Mikil sveit manna farin til
Zanzibars og landnáms þjóðverja á austur-
strönd Afríku. Sá heitir Wissmann, sem
hefir umboð hins þýzka ríkis til aðalumsjón-
ar á stöðvum verzlunarfjelagsins, og koma skal
því í lag, sem brjálazt hefir, en halda sol-
dáni við það, sem hann hefir að gengið. A-
formið er og að gera þarlenda menn (svert-
ingja) liðtæka og vopnfæra móti sveitum
Arabahöfðingja, sem hafa gert kristnum mönn-
um og kristniboðum svo mikinn óskunda.
Til hins er og ætlazt, að halda sveitum til
sóknar vestur að Nílvötnum til fundar og
fulltingis við Emin pasja. Auk hermanna og
fyrirliða eru í fylgdinni landfræðingar og
gamlir Afríkukannarar (t. d. Carl Peters).
I annan stað eru herskip á ferð til Samoa-
eyja, og ætla þjóðverjar að rjetta þar hlut
sinn og taka völd af Mataafa, uppreisnar-
konunginum, sem þeir kalla. Fyrir hans
mönnum beið liðsveitin þýzka þær ófarir,
sem getið var um í síðustu frjettum (»ísaf.«
XVI 49.). þó tortryggðarlega hafi verið talað
á þinginu í Washington um ráð þjóðverja á
eyjunum, munu þeir vart ugga neinn mót-
róður frá Norður-Ameríku, enda er nú gert
ráð fyrir nýjum samningum í Berlín um eyj-
armálið með fulltrúum þjóðverja, Breta og
Bandaríkjanna, eða endurbót og tryggingu
þess sáttmála, sem gerður var í Washington
1887.
Hirðeyri Vilhjálms keisara eykur rikisþing-
ið með 3^ miljón ríkismarka (rúmum 3
milj. kr.).
Ný tilskipan stjórnarinnar Prússnesku býð-
ur, að öll kennsla skuli fara fram á þýzku í
alþýðuskólum Sljesvíkinga. Erfitt að deila
við dómarann!
Dáinn er Carl Elze (68 ára g.), frægur
rithöfundur í bókmenntasögu. Rit hans í