Ísafold - 23.03.1889, Side 2

Ísafold - 23.03.1889, Side 2
94 miklum metum um enska höfunda (t. d. Walter Scott, Byron lávarð og Shakespearé). Feakkland. Sem við mátti búast gerði Parísarlýðurinn Baulanger að sigurvegara við kosninguna 27. janúar. Hann hlaut 244 þús. atkvæða, hinn 162 þús. Stjómin ljet ekki enn bilbug á sjer sjá, og sagðist fara sfnu fram sem fyr. Floquet lagði til umræðu breyting kosningarlaganna, eða lögleiðing hinna gömlu og afnám »lista- kosninga«. þetta gekk allt slysalaust í báð- um deildum; en svo kom málið um breyting ríkislaganna sjálfra, og þá rugluðust allir reikningar fyrir honum og ráðaneytinu. Reynd- ar var breytingin það, sem einveldis-menn og Baulangers-liðar þráæptu eptir, en þeir vildu líka láta þinginu þegar slitið og boða nýjar kosningar til þjóðfundar. þeir sögðu líka, að þeim Floquet væri engin alvara, og stjórnin vissi vil, að öldungadeildin mundi fella málið. Alvörn sína vildi Floquet sanna, þegar hann sagði af sjer við það, að meiri hluti þings fjellst á að fresta endurskoðun- inni til þess, er þær kosningar væru um garð gegnar, sem fyrir höndum voru, en þær skyldu ekki fara fram fyr en í októbermán- uði. — Við þetta er breytingamálið dottið úr sögunni að svo stöddu. Fyrir ráðaneytinu nýja stendur Tirard, sem gegndi forstöðunni á undan Floquet. Fimm af ráðanautum hans eru úr hófsmanna fiokki, og flestir vinir og liðsmenn Gambetta heitins. Við forstöðu utanríkismálanna hefir Spuller tekið, sem hjelt í loptförina með Gambettu frá París í október 1870. Frey- cinet heldur hermálastjórninni. Auðvitað er, að hinir nýju ráðherrar eiga þar við ramman reip að draga, sem einveldis- flokkarnir eru, Boulanger og frekjugarpamir, samblástur þeirra og undiríerli. f>eir hafa heitið, að taka hart í taumana gegn öllum ólögum og ofsaráðum, og þeir gera allt hvað þeir geta til að halda ró og friði meðan á alheimssýningunni stendur. Fyr en henni er lokið, verður ekki til kosninga gengið, ef þeir mega ráða. Að svo stöddu horfist illa á um Panama- skurðinn, því nú hefir treglegar gengið en fyr með fjárlánin. Nokkru mun því valda, að Norður-Ameríkumenn ætla nú að taka til ó- spilltra málanna um Nikaragúaskurðinn, norð- ar í Mið-Ameríku. Ítalía. Verkmannaróstur hafa orðið bæði í Rómaborg og Napólí sökum atvinnuleysis og neyðar. Stjórnin rís við þeim vanda ept- ir föngum. — Hinn 27. janúar gerðist órótt í höfuðborginni af öðru efni. Garibaldiliðar og nokkrir franskir menn vildu hátíðlega minnast þess sigurs, sem kempan vann á liði þjóðverja í 12 kl.stunda orustu við Dijon 21. jan. 1871. Lögreglan vildi hjer öllu aptra, og við það sló í barningar og skot, eu hjer ópum upp lostið á móti sambandinu við þýzkaland og Austurríki. Nú kemur tíðar í ljós óánægja með Crispi fram á þinginu en vandi er til, en þá jafnan hnýtt í sambandið við keisaraveldin. í eitt skipti bað hann þingið lýsa trausti yfir eða vantrausti, og þá gengu ) atkvæða í gegn stjórninni. í annað skipti var harðlega mælt á móti hinum óbærilega kostnaði til hervarna; en hann bætti þá úr skák fyrir sjer með því að fullyrða, að stjórnin bæri til Frakka vin- áttuþel og friðar. Ungvebjaland. Afar-hávært á þingi Ung- verja um langan tíma meðan á umræðunum stóð um hin nýju herlög, en í þeim mest á- steyting að þýzkunámi, sem fyrirliðum var til prófs ætlað. Stundum róstulæti á stræt- um. Tisza hefir orðið að láta hjér undan og hliðra til í ýmsum greinum. Holland. Um stund bráði svo af kon- ungi, að menn hjeldu hann mundi rjetta við, en nú hefir honum þyngt aptur. Belgía. þann 3. þ. m. rann járnbrautar- lest af spöngum á bryggjustöpul, og varð slysið 14 mönnum að bana, en 50 lemstruð- ust. Noeðub-Ameeíka. Á þinginu nýmæli höfð með höndum, sem eiga að stöðva vesturferða- flóðið frá Evrópu, og meðal annars mun stranglegra eptirlit haft á efnahag og mann- orði en átt hefir sjer stað að undanförnu. Japan. Keisarinn hefir boðað ný ríkislög með þingbundinni stjórn á Evrópu-vísu. Mest eptir þjóðverjum tekið, t. d. herradeild og full- trúa (300), og svo um hjeraðsstjórnina fyrir hugað. Stanley. Sá maður—fyrirliði—sem Baert heitir, er kominn heim aptur til Belgíu, en hann hefir verið skrifari hjá Tippu-Tip, lands- stjóranum arabiska, sem Stanley ljet veita það umboð í Efri-Kongó-löndunum. Baert var hjá honum, þegar hann fjekk brjefið frá Stanley, dags. við Arúwímí 17. ágúst f. á. Er þar með sannað, sem eptir því var haft um ferðir Stanleys. Emin pasja fundinn eptir 10 mánuði við Wadelai; skilið við hann í bezta gengi, höfð frá honum fylgd mann vestur ept- ir föngum (og vopnum?), og þeirri ferð iokið á 82 dögum. Stanley farinn aptur austur á bóginn, og ætlar Baert hann berist fleiri ráð fyrir en flestir hyggja, já, ef til vill, heimsókn falsspámannsins í Khartum. Tippu-Tip sendi stórmikla lestarsveit á eptir Stanley. Smáskammtalækningar. I Isafold frá 31. okt. og 1. nóv. f. á. befir landlæknir Schierbeck ritað grein um smá- skamtalækningar, sem jeg finn mjer skylt að svara nokkrum orðum, þar eð jeg síðan 1868 hef haft svo að segja stöðuga reynslu fyrir augum um þýðingu og verkanir hinna svo kölluðu smáskamtalækninga. það er ekki svo mjög af því, að jeg álíti landlæknirinn hafa stofnað þessari lækningaaðferð í neina sjerstaklega hættu í almenningsálitinu með þessari grein sinni; því þegar maður liggur þjáður af sjúkdómi, ef til vill fyrir dauðans dyrum, metur hann meiraþá hjálp, sem hann finnur að honum er til gagns, heldur en all- ar röksemdaleiðslur æfa-gamalla kenninga. það er önnur hvöt, sem jeg hef, og hún er sú, að mjer í rauninni ekki finnst landlækn- irinn hafa skrifað um homöopathíu, heldur eitthvað annað fjandsamlegt og andstætt, sem hann hefir haft óljósa tilfinningu um að væri til, en sem hann hefir ekki þekkt, ekki vitað hvað var. Jeg er persónulega sann-' færður um, að landlæknirinn er svo skyn- samur maður og þekkir svo vel eðli mann- legs líkama og mannlegra sjúkdóma, að hann hefði aldrei ritað þessa grein í ísafold, hefði homöopathia ekki eiginlega verið honum ó- kunn. Jeg skal nú gjöra tilraun til að skýra eptir því sem hið nauma rúm leyfir, hvað það er helzt, sem lækningaaðferð þessi bygg- ist á. Höfuðsetning homöopathiunnar osimilia similibus curanturn (með líku skal líkt lækna) gefur að vísu bendingu um, livar leita skuli lækninganna; en á henni verður ekki sjeð, hvernig á því stendur, að meðalið getur orð- ið til hjálpar. jpetta er þó ofur skiljanlegt. Yfir höfuð að tala vex og magnast hver bráð- ur (acut) sjúkdómur þangað til hann er kom- inn á hæsta stig (krisis) og minnkar svoþang- að til hann hverfur úr líkamanum að meira eður minna leiti, eða þá að sjúklingurinn deyr. það er nú homöopathíunnar tilgangur, að koma sjúkdómnum á þetta hæsta stig, áður en hann um of er búinn að gagntaka líkam- ann og veikja lífsöflin. þessi aðferð er mjög einföld, og stendur í rauninni í nánu sam- bandi við þá reglu, sem menn nú orðið fylgja hjer um bil alstaðar í viðureign sinni við náttúruöflin, neftiilega að láta þau sjálf starfa sjer í hag og þar sem þau eru andvíg að láta þau af sjálfum sjer eyðileggjast, með öðrum orðnm: nota bæði öflin í staðinn fyrir að láta annað vinna á móti hinu. Allóphatiska aðferðin er þessari gagnstæð; hún nefnilega reynir að sefa sjúkdóminn, bæla hann niður, og æsa mótstöðuafl líkamans, en við það veikist hann opt, og sjálft meðal- ið veldur opt öðrum sjúkleik. það sjer hver maður, að til þess að æsa sjúkdóm þarf minni skamt af meðali heldur en til þess, að bæla hann niður. Á þessu byggist það, að menn álíta smá- skamtana það einkennilega og sjerstaka við homöopathíuna, en það er hraparlegur mis- skilningur. Hið einkennilega er það, að hún, eins og í orðinu liggur, er samveikis-lækninga- aðferð. Mjer finnst herra landlæknirinn hafa. svo að segja bjtið sig fastan í þennan óvísinda- lega og alþýðulega mísskilning. Jeg ætla hjer ekki að fara út í að sanna. gagnsleysi eða skaðvænleik allopathiunn- ar, enda væri það á móti sannfæringu minni, að fyrirdæma hana með öllu. Jeg álít þvert á móti, að hún geti verið í mörgum tilfellum. fullt eins hentug og hentugri heldur en homöopathían, en þar fyrir þarf jeg ekki að vera blindur fyrir hinum stórvægilegu yfir- burðum homöopathíunnar í öðrum tilfellum, og yfir höfuð að tala verð jeg að segja, að væri lífi mínu hætta búin í einhverjum bráð- um sjúkdómi, og jeg ætti um að velja hikaði jeg ékki við fyrst að reyna hana til þrautar. Mikið af því hvað menn hneigjast hjer sýnilega fremur að homöopathiskum, skottu- læknuin er nú að vísu af þvi sprottið, að of margir vorir heimabökuðu svo köll- uðu lærðu læknar eru svo dauðans fá- fróðir, menn, sem optast að eins velja sjer þetta fyrir atvinnu, en ekki af því að hugur þeirra hneigist til læknisnáms, og eru síðan látnir útskrifast og löggildast eptir svo stutt- an tíma, að menn eru almennt álitnir þurfa lengri tíma til að læra að sauma skó eða smíða koffort. Eptir þennan tíma, sem þeir ef til vill sumir hverjir að miklu leyti hafa eytt í drabb og iðjuleysi, eru þeir sendir út til þess að ráða yfir lífi og heilsu manna. þá eiga þeir að vera búnir að læra byggingu mannlegs líkama upp á sínar tíu fingur, þekkja hverja æð, hverja taug, í þessari þús- undfaldlega margbreyttu lífsvjel. Erlendis, þar sem læknaefnin hafa aðgang að stórum sjúkrahúsum, og sjá daglega mismunandi sjúk- dóma svo hundruðum skiptir, þar þurfa þeir að vera mikið lengur til að geta náð prófi. I Hjer gjöra menn sig ánægða með hitt, þar

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.