Ísafold - 23.03.1889, Síða 3
95
sem ómögulegt er, þrátt fyrir allan góðan vilja,
að afla sjer neinnar verulegrar þekkingar á svo J
stuttum tíma.
það er nú samt svo langt frá, að jeg álíti
homöopathiska skottulækna standa þessum
mönnum framar; jeg finn einmitt sárt til
þe3s, vegna föðurlands míns, að þeim er ekki
gefinn kostur á hjer einu sinni að nota þetta
litla, sem læknaefni vor sjá og heyra.
Að vísu er nú ekki við því að búast, að það
verði hjer á Islandi, meðan það er svo óvíða
annarstaðar út um heiminn; en fyrir það má
ekki leggja harðan dóm á læknisaðferðina
sjálfa, og henni er einmitt svo varið, að van-
þekking ekki getur í neinum samjöfnuði gert
hálfan skaða hjá homöophatiskum eins og hjá
allopathiskum lækni.
I fyrsta lagi gefa þeir sig hjer á landi ekki út
í handlækningar, þar sem handaskol og æfing-
arskortur getur gjört áþreifanlegast tjón, og í
öðru lagi eru hinir smáu skammtar eptir eðli
homöophatíunnar þannig gefnir, að þeir allopt-
ast verða verkunarlausir, nema því að eins,
að þeir verði til góðs; því hitti meðalið ekki
skyldan sjúkdóm fyrir, þarf það vanalega að
vera í stærra skammti til þess að hafa nokk-
ur áhrif á «organisme» mannsins. þar að auki
hafa vísindamenn þessarar nýju stefnu samið
margar og auðskildar og handhægar bækur,
sem hinn eldri skóla skortir að mestu leyti.
Mönnum finnst, ef til vill, að jeg dæmi
nokkuð djarft og hart um læknastjett vora.
En jeg álít hvers mann skyldu, sem nokkra
reynslu og nokkra þekkingu hefir í þessaátt,
að brýna fyrir mönnum hjer á landi, að gjöra
meiri kröfur til læknanna eu gjörðar eru, eink-
um af því, að þeir um leið verða að vera
handlæknar. Sjerstaklega væri æskilegt, að
alþingi hugsaði það mál.
Landlæknir vor getur og mikið gjört í þá
átt, og væri að mínu áliti heppilegra að hann
enn ýtarlega reyndi að hrinda þessu í horfið
heldur en að kveða upp sinn lítt hugsaðan
lítilsvirðingardóm yfir hinum ólærðu skottu-
læknum. Jeg segi fyrir mig, að jeg er lítt
menntaður maður, og hef því miður ekki átt
kost á að afla mjer þeirrar þekkingar, sem
jeg hef þráð og óskað; en samt vildi jegekki,
þó mjer nú á þessari stundu byðist að skipta
á þekkingu minni á mannlegum líkama, sjúk-
dómum og hjálparmeðulum, láta mína litlu
og sjálföfluðu læknislegu þekkingu fyrir
kunnáttu sumra þeirra, sem ganga um göt-
urnar í Eeykjavík sitt fjórða lærdómsár á
læknaskólanum.
Jeg hef alla virðingu fyrir herra Schierbeck
sem lækni, og jeg veit, að hann er sá ötul-
og bezti handlæknir í alla staði, sem vjer ís-
lendingar höfum nokkurn tíma fengið. Jeg
vildi þess vegna gjarnan óska, að hann kynnti
sjer betur, hvað homöopathía er og á hverju
hún byggist.
Sjerstaklega vil jeg í þá átt benda honum
á, að kynna sjer kennslubækur eptir dr.
Schwabe í Leipzig. það gæti ef til vill
jafnvel fyrir landlæknirinn verið bending um,
að þetta væri ómaksins vert, að margir fræg-
ir vísindamenn, sem áður hafa verið allopath-
ar, eins og hann, hafa síðar aðbyllzt þess
aðferð, eins og hann líka hlýtur að sjá, að marg-
ar af þeim ráðleggingum, sem hann vafalaust,
eins og aðrir læknar nú á tímum, gefur við
ýmsum sjúkdómum, eru í rauninni alveg
homöopathiskar. Jeg vil aðeins nefna fáein-
ar Vín og heit umslög við lungnabólgu, salt við
því, þegar blæðir í lungum og maga, snjór
og kuldi við kali, sterk upphitun við hita-
sóttum o. s. frv. Einna bezt getur maður
athugað hinar tvær mismunandi lækninga-
aðferðirvið lungnabólgu. Eptir hinni allopath-
isku reglu væru ísumslög hið heppilegasta,
enda hafa sumir merkir læknar aðhyllzt það,
og meira að segja: hjer á landi hefir þessu
verið beitt, en flestir sjúklingarnir hafa eðli-
\ega dáið. Jeg vil að eins spyrja menn, hverja
afleiðingu það mundi hafa, að þeirra áliti, ef
ís og klaka væri slengt á hverja bólgu og í-
gerð. Slíkt getur hver ólærður maður undir
eins sjeð í hendi sinni. En þegar vel er að-
gætt, er það algjörlega á móti allopathíunni,
að viðliafa þar heit umslög og bakstra, því
þau æsa sjúkdóminn og flýta fyrir «fcnsis».
Jeg vil að endingu spyrja menn, hvað er
«innsetning» sjúkdómsefna (bólusetning o. s.
frv.) nema samveikislækning? Og þó er víst
enginn í vafa um, að sú grein hinna nýju vís-
indaiegu rannsókna eigi stórvægilega og þýð-
ingarmikla framtíð.
Sjónarhól í jan. 1889.
Lárus Pálsson.
Póstskipið Laura (Christiansen) kom
loks morgun. Komst af stað frá Khöfn
13. þ. m. þá var komið svo mikið los á
ísinn, að hún gat komizt út Sundið. En
óvíst um hvort seglskip hafa komizt út, eða
hvort ísinn hefir eigi rekið inn aptur.
Póstskipið á að fara af stað aptur 25. þ.
m. seinni part dags.
Landshöfðinginn kvað ætla að sigla
með þessari ferð póstskipsins.
Dr. Guðbrandur Vigfússon andaðist
á heimili sínu í Oxford 31. janúar, eptir
stutta legu af meini í lifrinni. Ytarleg æfi-
minning hans kemur í næsta blaði.
Póstar fara ekki af stað (norður og vest-
ur) fyr en póstskip er farið.
Verzlunarfrjettir eru engar sjerlegar
frá útlöndum. Útlendar vörur í líku verði
og síðast. Með fiskverð heldur gott útlit
eða betra en áður, og sumir segja með ull
líka.
Leiðarvísir ísafoldar.
87. Geta landsdrottnar neitað að borga lögá-
kveðin gjöld til prests og kirkju af eignarjörðum
sínum, ef þeir vanrækja að gefa landsetum sínum
byggingarbrjef, eða setja ekki í þau, að landsetinn
skuli greiða þau, en hann (lands.) þrjózkast eða
getur ekki greitt þau ?
Sv.: Nei. Landsdrottiun verður að ábyrgjast
gjöld þessi, hvað sem byggingarbrjefinu líður.
88. Er það ábyrgðarlaust fyrir hreppstjóra, þeg-
ar hann að boði sýslumanns skal taka lögtak —
og sá, sem lögtakið á að framfara hjá, neitar að
vísa á nokkra fjármuni í það — að taka hvað sem
hann finnur fjemætt i vörzlum gjaldanda, enda
þótt liann segi það annara eigur ?
Sv.: Hreppstjóra ber eigi að gefa gaum slíkri
sögusögn, nema sannanir fylgi.
89. Mega hreppsnefndaroddvitar ekki skipta
verkum milli hreppsnefndarmanna, nefnilega fela
sumum umsjón og framkvæmd á hreppavegum, en.
hinum á fjallskilum og fjárrjettarhöldum á haustum
m. fl.?
Sv.: Nei; lireppsnefndiu geturþað, en oddvitinn
ekki.
90. Er það skylda kirkjunnar, að leggja til næg-
ar bækur handa söfnuðinum að syngja á við em-
Yeturvist í Noregi fyrir 60 árum.
var ekki akandi úr því, sem haun hafði eínu
sinni tekið í sig. Loks fjekk hún ekki risið
undir mótiæti þessu. Hún varð fárveik, og
faðir hennar fór að verða hræddur um hana.
Læknir var sóttur, en það kom fyrir ekki;
henni versnaði dag frá degi. þá segir lækn-
irinn einhvern tíma við Guttorm : »Dóttir yð-
ar er mikið veik. Jeg veit vel, hvernig á
veikindum hennar stendur og hvernig þeim
er háttað, en þar getur enginn læknir við
ráðið». Guttormur varð mjög hryggur við
þessi orð læknisins ; honum skildist svo, sem
sjúkleiki þessi væri ólæknandi, og dóttur sinni
engin lífs von. — En læknirinn svaraði og
sagði, að henni gæti vel batnað, ef faðir
hennar vildi. Guttormur skildi ekki þessi
orð, og spurði læknirinn, hvað hann ætti þá
að gera. Læknirinn er ekki seinn í svörum.
»Láta Olaf koma», mælti hann þurlega, »en
það má ekki draga það of lengi, því ella
gæti það orðið um seinan». »Láta Ólaf koma»,
segir Guttormur við sjálfan sig, eins og f
leiðslu. það er auðséð, að hann var að berj-
ast við sjálfan síg og að það var þung bar-
átta. Margra alda hleypidómur, er hann
hafði alizt upp við, og metnaður hans sjálfs
háði stríð við föðurástina. Ingiríður var einka-
barn hans, og hann vissi, að læknirinn var
alvarlegur og dugandi maður, reyndur í sinni
list ; hann fór sannarlega ekki með hjegóma.
Guttormur sat lengi hljóður og horfði í gaupnir
sjer. þá var eins og hann varpaði allt í einu
af sjer þungri byrði með einhverjum ofur-
tökum. Hann stóð upp, þegjandi, gekk út
og bjóst til ferðar. Hann var ekki að tví-
nóna við það sem hann ætlaði sjer ; hann
var öðruvísi gerður en svo. Hann vildi nú
að allir sæju, að hann ljeti sjer enga læging
þykja að mægjast við Olaf. Hann ók þá
sjálfur í ferðavagni sínum að sækja Ólaf, sem
var í vist hjá góðkunningja hans, Jakobi á
Bústöðum. »Jeg er kominn til þess að taka
hann Ólaf heim með mjer», mælti hann er
hann kom að Bústöðum, og hitti Jakob.
»Hvernig stendur á því ?» spyr Jakob. »þú,
sem vísaðir honum sjálfur burtu». »Af því»,
svaraði Guttormur, »að jeg ætlast til, að
Ólafur taki við búi á Geirstöðum eptir mig».
»Sá er enginn lánleysingi, drengurinn», segir
kona Jakobs. »Nei», segir Guttormur, »en
það verður líka lán fyrir mig, vona jeg.
Olafur er líka efnilegur maður og góður
drengur, og hvorugt okkar feðgina er fjeþurfi».
Ekki var nein fyrirstaða á því, að Ólafur
fengi sig lausan úr vistinni, og fór með Gutt-
ormi þegar í stað heim að Geirstöðum.
»Er sem mjer sýnist?« kallaði stúlkan upp,
sem sat við rúmið hjá Ingiríði og varð litið
út um gluggann, þegar heyrðist til ferða hús-
bóndans. »þarna kemur hann faðir þinn og
Olafur með honum». »Hann Olafur með hon-
um?», spyr Ingiríður. Meira gat hún ekki
sagt fyrir feginleik. Að vörmu spori var
hurðinni lokið upp, og voru þeir þar komnir,
faðir hans og Olafur. »Hjer færi jeg þjer
unnusta þinn, lngiríður», mælti Guttormur ;,
»jeg ætlast til, að þið sjeuð nú sainan upp
frá þessu». Hún gat engu orði upp komið
fyrir fögnuði. Hún rjetti þeim sína hendina
hvorum. Eins og blóm, sem fölnar upp og
drúpir, þegar það vantar vökva, en rís við
aptur og lifnar og þróast, þegar það fær
gróðraskúr,—eins breyttist Ingiríður á skömmu
bragði, er harmur hennar sefaðist.