Ísafold - 10.04.1889, Page 1

Ísafold - 10.04.1889, Page 1
K.emur út á miðvikudöjum og laugardögum. Verð árgangsins (104. arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 29. Reykjavik, miðvikudaginn 10. april. | 1889. Tíðarfar er nú afbragð hjer um slóðir, •eins og sjá má veðurathugunum hjer í hverju blaði. Úr öðrum hjeruðum landsins er einnig gott að heyra. Segir nánára af því í eptir- 1 farandi skýrslum frá frjettariturum Isafoldar. Bohgabfieði 1. apríl: «Nii er alstaðar komin nóg jörð, eptir hina óvanalegu löngu hagleysur fyrir allar skepnur hjer um Borg- arfjörð og Mýrar. Sfðan fynr jól er sagt, að hjer í sýslunni innan Skarðsheiðar hafi þangað til nú hvergi verið hagar að gagni nerna á Borg og Gilsbakka og efstu bæjunum í á Hvítársíðu«. Snæfellsnesi 31. marz : «Veðrátta hefir verið hjer hin bezta síðan eg skrifaði slðast; sífelld hægviðri, og frost sjaldan meira en 3—5 stig, og stundum alveg frostlaust. Er alstaðar, þar sem grunnt var á, komin upp jörð, enda hefir optar notið sólfars. Heyja- birgðir eru hjer góðar, og eins í þeim hrepp- um, sem nú er alveg jarðbann í, þ. e. öllum þeim hreppum, sem liggja að sunnanverðu ~við fjallgarðinn ; því þar telja sig allir hafa nóg hey til að gefa í innistöðu til sumarmála. Bjargræðisástarid er víðast hvar í betra lagi, þar sem menn hafa átt skiptí við pöntunar- fjelag Dalamanna; því þótt ágóðinn væri -ekki svo mikill við að skipta við það, þá urðu þó flestum notasælli skipti við það en við kauptnenni). Dalasýslu (Dölurn) %9. marz: «Yeðrátta stillt og góð, en hagleysur vegna klaka, en ekki snjóþyngsla, um meiri part Dalasýslu ; flestir nokkuð héybirgir og fjenaður almennt talinn í góðu standi, en búið að gefa í inni- stöðu lömbum frá því mánuð af vetri, en rosknu fje frá því um og fyrir jól. Hey hafa reynzt fremur góð, þvf þótt gras væri hjer um pláss fremur lítið, þá var nýtingin góð. Nú er að hlána og koma upp hagi. Babðastrandarsýslu sunnanverðri 25. marz: aVeðrátta það sem af er þessum mánuði um- hleypingasöm, en þó smátt í tíðinni, ýmist vestan og stundum norðvestan; aptur smá tippþot landnorðan með kóf-kafaldi, sem eigi hefir þó staðið nema 1—2 daga; smáblotar 1 eða 2, en heldur spillt jarðarfari en bætt, aukið sumstaðar gadd og klaka. þótt enginn kvarti enn um heyleysi, munu fáir treysta sjer tu að geta gefið útigangspeningi lengur en til sumarmála innigjöf, sem nú er orðin býsna löng, frá þyj ^ jólaföstu. — Mést frost í þessum mánuði 8—12° R.». Barðastranðarsýslu vestanv. 12 marz; «þorrinn utuhleypingasamur. Agæt sunnan- hláka 21. og 22. febr. Hæst frostn-150 á R. 8. og 9. febr.; 10., 14. og 15. yoru -4- 12° R. Eyrri vikur Góu tvær blíðasta veðrátta; aldrei hærra frost en -4 6° (25. febr.). Hagar hafa verið ágætir, síðan batinn kom í síð- ustu viku þorra og þanga til nú þessa daga, að fjenaður kemst illa um jörðina til dala og nær varla niður fyrir fönn, er drifið hefir niður nú þessa dagana, en sem tekur fljótt «PP aPfur, haldist sólfar á daginn. — Skepnu- höld ágæt að öllu leyti. — Engin almenn umkvörtun um bjargarleysi». Isafirði 22. marz: «Síðan um miðjan fe- brúar hefir hjer verið bezta tíð, optast logn með litlu frosti. Hæst frost 15. febr. 4-13° R. á nóttu. Hagar víðasthvar litlir, en jörðin svelluð; þó heyrist enn óvíða kvartað um heyskort». Stranðasýslu sunnanverði 31. marz: «Veðr- átta hefir verið góð allan þennan mánuð. Optast frostlítið og stillt veður. Illviðralaust. J>ó hafa hagleysur haldizt hjer allt til þessa, víðast hvar; lítilfjörlegar snapir voru þó á einstaka stað seinni hluta góunnar, fyrir hesta. Hláka nú í 2 undanfarna daga, því kominn upp dálítilf hagi hjer alstaðar, þó þarf enn að gefa öllum skepnum nokkuð með. Víða er orðið heylítið, en hvergi heylaust, svo frjetzt hafi. Ef ekki kemur bráðlega upp betri hagi, en er kominn, er útlitið ekki fag- urt, því flestir eru hjer svo jafn- tæpt staddir með hey, að enginn getur öðrum hjálpað. Sorglegt er það, að menn skuli enn ekki vera komnir svo langt, að þeir kunni svo að setja á, að þeir verði aldrei heylausir, þótt harð- indi sjeu«. Húnavatnssýslu miðri 25. marz: «Agæt tíð álla góuna. Heybirgðir tíðar hjá almenningi. Skepnuhöld hin beztu, og skepnur í bezta lagi eptir því sem verið hefir nokkur undan- farin ár, enda nú rneð líflegasta móti yfir mönnum, og enginn heyrist nú hugsa til V esturheim sf erða». Skagafirði 18. marz: «Veðrátta síðan 25. febrúarnær stöðugt stillt og góð, og frost lít- ið, ’-t-5°—7° vanalegast, jörð nóg. Hina síðustu viku hláka». Eyjafirði 22. marz (tímabilið frá 1. febrú- ar til 22. marz): «Veðrátta hefir mátt heita góð þetta tímabil; reyndar nokkuð rosasamt, og mikill mismunur á hita og kulda. Mest- ur liiti 22. febr. + 7° R., minnstur hiti 10. febr. -4 18° R. Í hlákunni 22. febrúar tók mjög mikið upp og er því óvanalega snjólítið hjer í sveit nú. — Heybirgðir góðar. Skepnu- höld ágæt. Bjargræðisástand gott». NoRDUR-þiNGEYJASÝSLU 9. marz (tímabilið frá 14. febr. til 9. marz): «Eremur stillt og góð tíð. Gjörði beztu hláku að kvöldi hins 21. febr., er hjelzt til 23. um miðjan dag; kom þá víðast upp góð jörð. þannig endaði þorrinn vel, enda var hann lakasti kaflinn það sem af er vetrinum, og þó voru engar stórhríðar#. Norður-Múlasýslu 26. febr.: »Tíð fremur stirð hjá oss þennan mánuð, þótt eigi hafa þó opt verið stórhríðir, og talsverð frost (-4 14 til 15° á R.). þótt snjódýpt sje ekki mikil, þá hefir þó þennan mánuð verið jarðlaust að heita má bæði á Úthjeraði, í Ejörðum og á Jökuldal, en aptur á móti hefir allt af verið nokkur jörð víðast á Upphjeraði og í Fljóts- dal, sem batnaði stórum við blota, er kom 22. þ. m. og stóð í 2 daga, svo þar er nvi ágæt jörð; en lakari á Úthjeraði og á norður- fjörðunum. þrátt fyrir það, þótt þorrinn hafi mátt heita heldur harður, og skepnur víða staðið á gjöf, munu heybirgðir víðast vera nokkrar, og sumstaðar góðar, enda voru næg- ar jarðir víðast fram til jóla. þó er farið að bóla á heyskorti í efri hluta Jökuldals. I ofviðri nóttina railli 18. og 19. febrúar brotnaði stórt síldveiðahús á Fjarðarströnd á Seyðisfirði algjörlega niður. I því voru margir bátar, að sögn frá 10—20, og mölbrotnuðu flestir, svo að ónýtir urðu. I því veðri eða öðru skammt á undan skekktist 1 eða 2 hús önnur». Hafís. Frjettaritari Isaf. í Norður-þing- eyjarsýslu skrifar 9. f. m.: «1 sunnan-stynn- ingsbyr aðfaranætur 15.—17. febrúar sigldi hafíshroðinn, er kom í þistilfjarðarmynnið, til hafs, og hefir ekki sjezt síðan. Urðu að eins eptir sullgarðar í fjörunni, er niv munu víðast farnir». Af Eyjafirði er skrifað 22. f. m.: »Til hafíss sást reyndar fyrir nokkru af Skildi, fjalli við Siglufjörð, en nú er hann horfinn úr þeirri sýn aptur». ísafirði 22. marz : »Ekki sáu hvalveiða- bátarnir norsku, »Isafold» og »Reykjavík», sem voru úti fýrir skemmstu, neitt til hafíss 3 mílur norður af Ströndum». Aflabrögð. Frjettaritarar ísaf. segjasvo frá nú með póstum. Undir Jökli: »Góður afli allt til þessa (31. marz), en nú er mjög mikið farið að draga úr því aptur. Hæstur hlutur þar er tæp 6 hundruð, og þykir það'gott, eptir því, sem venjast er á vetrarvertíðinni, því fiskurinn hefir verið fremur vænn». Patreksfirði 12. marz : »1 fyrst viku Góu fóru ýmsir hjer í hákarlalegur á opnum bát- um, sem til þess eru gerðir, þrennir hjeðan úr sveit og tvennir úr Tálknafirði. Einir fengu hjer 4—5 kúta lifrar í hlut, aðrir 9 kúta, þriðju 11 kúta, en aðrir í Tálknaf. 7 kúta og hinir 11 kúta, -— í hve marga staði, veit jeg eigi. þar að auki flytja þeir í land það, sem þeir geta, af skrokkunum.—Skipin, sem höfð eru til þessara veiða, eru öll átt- róin, en misjafnlega margir fara á þeim, opt 10 eða fleiri, og svo eru teknir 3 dauðir hlut- ir : fyrir skip, veiðarfæri og beitu. í Dýra- firði hefir frjetzt, að vel hafi aflazt. Barð- strendingar gátu eigi farið sökum lagíss, er lá fyrir endilangrí ströndinni. ísafirði 22. marz : »Fiskiafli var í betra lagi fram undir miðjan þennan mánuð ; síð- an má heita fiskilaust. — Fyrir þrem vikum komu hvalabátarnir »Isafold» og »Reykjavík» til Langeyrarstöðvanna, og tóku þegar til veiða. Hafa þeir þegar náð 5 hvölum, en misst 3. Segja hvalveiðamenn litla hvala- gengd hjer nú». Eyjafirði 22. marz : »þorskafli hefir enginn verið hjer fyr en nú fyrir hálfri annari viku; þá kom nokkur þorskur inn að Hrísey, og hefir verið dálítill afli síðan, 30—40 til hlut- ar á dag af stútung, þegar róið hefir verið. Einn maður — Tryggvi Jónasson frá Látrum

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.