Ísafold - 15.05.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.05.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin víð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 39. Reykjavík, miðvikudaginn 15. maí. 1889. „Hljóð úr horni" um álögustofna til landssjóðs. |>etta »hljóð úr horni», sem hjer heyrist, frá »Jöklara», er fyrir því látið berast með þessu blaði, að það er eflaust bergmál af all- mörgum hljóðum eldheitra kafíivina víðs veg- ar um land ; en þau hljóð sljákka ekki, nema þeim sje lofað að heyrast og um leið svarað með skynsamlegum rökum. það er og sama að segja um fleira í grein þessari, að slíkar skoðanir eða þvílíkar munu eiga allmarga tals- menn, þótt vanhugsaðar sjeu meira eða minna; er því full þörf á að reyna að leiðrjetta þær. Greinin »Jöklarans» er svo látandi: — »það er eitt af því, sem mjer líkar bet- ur við »ísafold» heldur en hin blöðin, hvað hún er frjálslynd í því, að lofa öðrum skoð- unum að komast að, en þeim, sem eru samkvæmar ritstjórans eigin skoðunum. Nú vona jeg, herra ritstjóri !, að þjer lofið mjer að komast að með fáein orð móti yðar eigin ummælum, í 10. blaðinu, um kaffið, út af því hvað sje »hendi næst» sem álögustofn. þjer segið, að »þó sumir kafíi- og sykur- vinir kalli það góðgæti nauðsynjavöru, þá sje það varla almenningsdómur». þetta er ekki rjett sagt alstaðar, þar sem jeg þekki til um almenningsálitið. Kaffið er nauðsynjavara. |>ó að það verði vanbrúkað, eða um of, þá er svo um hvern hlut; en hluturinn er sjálf- ur eins góður og nauðsynlegur fyrir það. Og þar sem svo stendur á, eins og t. d. hjer vestra, að kaupstaðirnir eru optast matvöru- lausir frá veturnóttum til vordaga, svo að mestmegnis (og sumstaðar eingöngu), er lifað á sjóföngum, er kaflið bráðnauðsynlegt, — að * vitni vors lærða landlæknis Hjaltalíns sál., sem telur það bæta meltinguna, verja blóð- kreppu, og margt fl. Hann sagði líka það, að hann væri sannfærður um, að kaffidrykkj- an ætti mestan þátt í því, að holdsveikin hjer 4 laudi hefir farið svo stórlega þverrandi síð- an um seinustu aldamót. það er því í öllu tilliti mjög óheppilegt, að fara að leggja 5— 10 aura á kaffið, sem þá yrði máske allt að 20 aur. dýrara hvert pund hjá kaupmönnum, vegna tollsins, eptir brennivíninu að dæma að undanförnu; og það kemur mest niður á fáti 'ku sjófólki, sem eigi getur verið án þess. Elshö fyrir það, að margur bóndi á líka bágt meo að vera án kaffi, því ekkert er hentugra ■á heimili hans að grípa til fyrir gestrisnina, heldur en einmitt kaffið. Jeg veit mjer verður svarað : hvað á þá að leggja á ? Matvaran sje þó líklega nauðsynja- vara, fyrst jeg undanskilji bara kaffið. Jú, að sönnu er hún það ; þó held jeg að í það minnsta rúgið sje allt eins mikið sumstaðar brúkað um of, eins og kaffið, því jeg er óviss um, að betri sje fullur askur af helbláum vatnsgraut, en lítill bolli af góðu kaffi. En—það, sem jeg vil láta leggja á, og það duglega, er öll álnavara og kramið, sem flutt er hingað mestu kynstur af á hverju ári. Leggið á ljereptin, klútana, sjölin, sirzið, silk- ið, og allt það óteljandi glingur, sem pallarnir hjá kaupmönnum eru fullir af á vorin, en allt er horfið á haustin. Hvað margar krónur yrðu það ekki, ef lagðir væru t. d. 5 aur. á hverja ljereptsalin, sem allir vita að er hreinn heilsuspillir að hafa næst líkamanum; það væri miklu nær að vinna sjálfur í skyrtuna sína úr ullinni, sem vjer seljum fyrir hálf- virði. Ef endilega þarf að fara að leggja á alla okkar vitfluttu hluti, þá sje jeg hvergi hjá ykkur minnst á dún; hann þyldi, eða þeir sem hann eiga, þó það væri króna af pundi, vegna þess, að það eru flestir ef ekki allir menn af efnaðri flokknum, sem hann hafa. Tollgæzlu ættum við sjálfsagt að draga sem lengst að þurfa að hafa. Og jeg sje ekki að hennar þyrfti fyrir það, þó lagður væri tollur á kramið, öðruvísi en eins og nú er, að lög- reglustjórar (sýslumenn) skoða vörulistana og reikna þar út eptir tollinn, svo undanbrögð yrðu ekki fremur á þeim hlutum, heldur en hverjum öðrum, sem á vöruskránni eru ; enda er jeg viss um, að þau hafa engin verið (sízt að neinu ráði) á tolli brennivínsins. Jöklari. % * * það er, sem betur fer, ekki almenningsálit þjóðarinnar í heild sinni, að kaffið sje nauð- synjavara. það kann að vera álit eða trú þorra manna í sjóplássum, að það sje bráð- nauðsynlegt til lífsins viðurhalds, notað eins og hver önnur fæða, en í sveitum hafa eflaust mjög fáir svo heimskulega hjátrú. Nú lifa hjer um bil £ hlutar þjóðarinnar á sveitabú- skap mestmegnis, og er þá einsætt, að eigi að miða lög fyrir allt landið við almennings- álit, þá ber að fara eptir áliti þessara £ hluta fremur en hins eina sjötta hluta, sem eptir er. En toll-lög mega til að vera ein fyrir allt landið. Enginn getur tekið í mál að tolla að eins það kaffi, sem sveitamenn drekka, en láta sjávarmenn hafa það tolllaust. Allir vita, að slíkt er óvinnandi vegur. það má til eitt yfir alla ganga í þessu efni. En nú bættist þar á ofan, að það er eng- an veginn sjálfsagður hlutur, að lög skuli jafnan byggja á almenningsálitinu. |>að get- ur verið svo óviturlegt, farið í svo öfuga átt, að það verði sjálfsögð skylda löggjafanna, að brjóta beinlínis bág við það. Erfitt getur það orðið stundum fyrst í stað að minnsta kosti; en það er eigi síður nauðsynlegt fyrir því. Hefðu allir siðbætendur beðið eptir þvl, að almenningsálitið væri orðið sjer fylgjandi, mundi harla lítið hafa orðið úr umbótum þeirra margra hverra. það getur vel verið, að hann hafi haft með sjer almenningsálitið í því plássi, kaup- maðurinn, sem sendi á útbúið sitt, alræmda útkjálka-verzlunarholu, þar sem var megnasti matvöruskortur, þrjár tunnur af brennivíni um hátíðirnar í vetur, í stað 20 tunna af kornmat, sem hann var búinn að lofa þangað. Hafi brennivínið samt sem áður runnið út eins og vatn, þá má vel segja, að þar sje það að almenningsáliti nauðsynjavara. En vei þeim löggjafa og þeirri landsstjórn, sem byggði á slíku almenningsáliti. það er síður en svo, að kaflið sje nauð- synjafæða fyrir þá sem lifa á sveitabúskap. Fyrir þá getur það í hæsta lagi heitið þægi- leg hressing. það er vit í að nota það þann- ig, eins og hressingu, einu sinni á dag eða svo; en að drekka það 4 eða 5 sinnum á dag þar, sem kostur er á annari vökvun miklu næringarmeiri og þó ódýrari, jafnvel í hvað lágu verði sem kaffið er, það er ekkert vit í því. það er hin skaðlegasta óspilun. I mjólkurlausum sjóplássum er auðvitað miklu meiri ástæða til að hafa kafíi nokkuð um hönd. En að gjöra það að hálfu viður- væri manna eða sem því svarar, það er líka mesta fásinna og óspilun. Sannleikurinn er sá, sem öllum efnafræðingum nú á tímum ber saman um, að næringarefnið í kaffinu sjálfu er svo örlítið, að þess gætir varla. því er það, að það hefir aldrei verið og get- ur aldrei orðið svo ódýrt, að það verði ekki samt sem áður einhver hin dýrasta fæða, er fátæklingar geta sjer til munns lagt. Að hafa kaffi í fæðu stað er því ekki nema heimskuleg óspilun, einnig fyrir sjávarmenn. Ef þeir verðu helmingnum af því fje, sem þeir eyða nú almennt í kaffi, til þess að út- vega sjer fyrir holla og kjarngóða fæðu, mundu þeir miklu sælli og sællegri eptir en áður. Auk þess sem kaffið er einkar-hentugur álögustofn vegna þess, að það er neyðarlaust að minnka það við sig sem því svarar, er toll- gjaldinu nemur, og meira til, þá hefir það líka þann kost, að það er hin algengasta munaðarvara landsbúa. Ekki er hætt við, að kaffidrykkja leggist niður neinstaðar fyrir tollinn; hann verður aldrei hafður svo hár. það er því gjald, sem kemur niður á hverju mannsbarni á landinu, hjer um bil, ekki al- veg jafnt að vísu —það gjöra engir tollar—, en þó svo jafnt, að ekki er hlaupið ofan á marga gjaldstofna aðra, er hagfeldari sjeu að því leyti til. Hann kemur sjálfsagt nokkúð þyngra niður á sjávarmanni en sveitamanni almennt; en bæði eru sjávarmennirnir líka svo margfalt færri en hinir, og svo eru líka önnur gjöld, sem þyngra leggjast á sveita- menn, svo allt jafnar sig. Ef vjer eigum að hugsa til að komast hjá kostnaðarsamri tollstjórn, verðum vjer að hyllast til að hafa hinar tollskyldu vörur svo fáar, sem hægt er; tolla þær sem mestmun- ar um, en það eru þær sem almenningur hefir eða notar í miklum mæli. Að vera að elta með tollum mjög fágætar vörur, sem sár- lítið dregur um toll af, eins og t. d. dún, það getur aldrei orðið mikill búhnykkur. það er líkt og um ákefðina með að tolla óáfenga drykki, er sumstaðar bryddir á. það er 6— 7000 kr. virði, sem flyzttil landsins af þeim; tollurinn yrði þá nokkur hundruð krónur. Fáir mundu sjá eptir því, þótt útlend álna- vara væri tolluð, og það að góðum mun. En það er frágangssök að leggja út í það öðru- vísi en með miklu, miklu öflugra tolleptirliti en nú á sjer stað eða hægt er við að koma öðru vísi en með sjerstakri tollstjórn. það var þess vegna einkum, að uppástunga um slík-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.