Ísafold - 15.05.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.05.1889, Blaðsíða 2
154 an toll fjekk miklu minni byr á jpingvalla- fundi í fyrra en hinar tolluppástungurnar þar. það kemur meðal annars mjög mikið af álna- vöru hingað frá Knglandi, en þeirri vöru fylgja engir sundurliðaðir vörulistar, nema reiknÍDgar kaupmanna sjálfra. það ríður á, að almenningur gjöri sjer það Ijóst, að það er enginn vegur að komast lengur hjá nýjum tollum, ef landssjóður á ekki að verða gjaldþrota þá og þegar eða því sem næst, og að því síður er að hugsa til nýrra framfarafyrirtækja á alþjóðlegan kostnað með öðru móti; en margt slíkt er miklu meiri skaði að láta ógjört heldur þótt almenningur þurfi að kaupa nokkrar munað- arvörur dýrara en ella. J>á er ekki um- hugsunarefnið annað en það: með hverju móti verður hagfeldast að greiða þessi auknu gjöld? þar eiga skynsamleg rök að ráða og almenningshagur, en ekki sjerhlífniskreddur einstakra manna eða einstakra stjetta. Forsetaskiptin í Ameríku. (Ur brjefum til „Y. (t.“ 4. og 5. marz) í dag, 4. marz, leggur Cleveland niður for- setatignina yfir Bandaríkjunum í Norður- Ameríku, og Benjamín Harrison hershöfð- ingi, er kosinn var í haust í hans stað, sezt f sæti hans í «hvíta húsinu», aðseturshöll Bandaríkjaforsetanna í Washington. Sam- stundis lýkur völdum allsherjarþingsins, er kosið var 1887. Allsherjarþingið, sem er í tveimur deildum, fulltrúadeild og öldungadeild, er endurnýjað annaðhvort ár, þegar ártalið stendur á stöku, fulltrúadeildin að öllu leyti, en öldungadeild- in að þriðjungi. Nýja þingið, sem nú tekur við, á hádegi í dag, situr að völdum til jafn- lengdar 1891. f>ingmennirnir, sem nú setjast að völdum, voru kosnir í haust, undireins og forsetinn. þ>að eru 285 fulltrúar, sem nú setjast í lög- gjafasætin í hinu fræga þinghúsi Banda- manna, er ber sama nafn og Kapitólíum í Eóm. Hinum nýkjörna þriðjungi öldunga- deildarinn, — tala þingmanna þar er 76 — fagnar Leví P. Morton, hinn nýi varaforseti Bandaríkjanna; varaforsetinn er jafnframt forseti öldungadeildarinnar. Eáðanéyti Clevelands þokar líka úr sæti fyrir ráðaneyti Benjamíns Harrisons. Æðsti ráðgjafi hans.utanríkisráðgjafinn.er Blaine, ein- hver hinn frægasti stjórnmálaskörungur, sem nú er uppi í. Bandaríkjunum. Honum á Harrison að þakka kosningu sína, og hann verður hinn voldugasti maður í Bandaríkjun- um 4 árin næstu, ef hann lifir. Aptan í hinu nýja ráðaneyti er hin mikla halarófa embættismannaefnanna nýju. þok- ið fyrir þeim! Fyrst eru 6000 embættismenn íyfirstjórninni og stjórnardeildunum íWashing- ton, sem verða að gjöra svo vel að hafa sig á kreik, og þaðan færist svo embættabyltingar- flóðið út yfir allar álfur hins afarvíðlenda ríkis. f>að eru póstmeistarar, tollembættismenn, sendiherrar og konsúlar, alls meira en 100,000 embættismenn, sem allir verða að rýma fyrir nýgræðingum sigurvegaranna. I dag er her- fanginu skipt með þeim, er háðu hinn mikla bardaga í haust, kosningarbaráttuna, og báru þá hærra hlut. Að frátöldum allra-merkilegustu embættun- um, er samþykki öldungadeildarinnar þarf til að veita, er ríkisforsetinn einráður um, hvernig og hverjum hann veitir allan þenn- an embættasæg. Forsetaskipti í Banda- ríkjunum er því regluleg bylting, sem færir allri landsstjórninni nýjan þrótt og fjör; það færist nýtt líf út í yztu taugar landsstjórnar- líkamans. Við slíka bylting mundi hinum gamla heim reiða nær falli; en í Ameríku gengur það allt saman hægt og hljóðalaust, viðstöðulaust — nærri því í bróðerni, — úr pví að þjóðin er einu sinni búm að greiða atkvæði sitt um forsetakosninguna. Og án fallbyssuskota, án hersveita og án alls hátíðaræðuhljóms og kengboginna manna- hryggja kemur Harrison í dag vestan úr Indiana með vanalegri járnbrautarlest. Hann fylgir konunni sinni inn í «hvíta húsið», sem Cleveland yfirgefur stundu síðar og fer síðan til New York; þar hittum vjer hann á morgun í málfærslumannsstöðu. þegar svo ber undir, eins og þetta, hlýtur maður að reka augun í það, hvern óraveg þetta þjóðveldi er komið áleiðis á undan systkininu íEvrópu, hinu frakkneska þjóðveldi. |>ar sem það er nú önnum kafið í þvi að reyna að skera sjálft sig á háls, halda Bandaríkin á- fram götu sína, örugg og óhikandi, eins og stjórnuðust þau enn af anda þess manns, er hreif þrumufleyginn úr höndum skýjavalds og veldisprotann úr höndum harðstjóranna (Benj. Franklins). F,vrópa engist sundur og sam- an af sinateygjum hernaðaróranna, en Bandaríkin, fædd í frelsi, gnæfa upp milli tveggja meginhafa svo sem glæsilegt tákn þess, að þjóðvaldsstjórn getur vel átt sjer stað án einræðishöfðingja og klerkaveldis. |>ví meir sem apturhaldsstefnan grefur um sig í Evrópu, því fremur verður Ameríka skoðuð eins og hið fyrirheitna land allra frelsisvina. [þetta er önnur hliðin á kosninga- og em- bættalífinu í Ameríku, sú betri. Hin hliðin er framúrskarandi spilling af embættagræðgi og þess háttar löstum]. 5. marz. í nótt hafa þau Harrison forseti og kona hans sofið í «hvíta húsinu» í fyrsta sinn. það er svo að sjá, sem hátíðabrigðin og viðhöfnin við innreið forsetans hafi skarað langt fram úr því, sem dæmi eru til áður í Ameríku um slíkan atburð. En það er vel skiljanlegt, að samveldismenn, er nú taka aptur við stjórntaumunum og halda þeim líklegast um langan aldur, langaði til að gjöra daginn sögulegan, þótt það væri nokkur við- brigði frá því sem fyrrum gerðist. þegar Tómas Jefferson var valinn forseti, fyrir 89 árum, kom hann ríðandi til Was- hington, batt hestinn sinn við stólpa, gekk inn í þinghúsið og vann eiðinn, fjekk sjer í staupinu (whisky) snöggvast um leið og hann fór út aptur, og reið leiðar sinnar að því búnu. Tveimurdögum fyririnnsetningardaginnhöfðu þau Harrison og kona hans komið til borg- arinnar til þess að borða einu sinni hjá gamla forsetanum, eins og siður er til. Sú veizla stóð á laugardaginn var. Um sömu mundir tók landslýðurinn að streyma saman úr öllum áttum inn í Was- hington, er var öll prýdd fánum og veifum. Hvert ríki í öllum Bandaríkjunum hafði sent nefnd manna að samveldismönnum til hátíð- árinnar. Mánudagsmorguninn voru svo margir aðkomandi í Washington, að allir veitinga- menn borgarinnar voru í ráðaleysi að útvega þeim mat. Um nóttina höfðu hinar tignustu konur orðið að láta sjer lynda að hafa nátt- stað í aumustu krám og kytrum, og allt af var fólkið að hrúgast að bænum. f>á gerði húðarrigningu, og á svipstundu voru öll strætin orðin að versta foræði. Meðan þetta gerðist, sat Harrison að morg- unverði, þangað til stundu fyrir hádegi, að tveir þingmenn úr öldungadeildinni ljetu hann vita, að nú væri allt undirbúið til þess, að hann gæti unnið eiðinn og hafizt á veldistól sinn í «hvíta húsinu». Fyrir utan gistihöllina, þar sem hann dvaldi hafði safnazt saman óteljandi manngrúi, svo að hvergi sá út yfir, og var allur þessi sægur að bera sig að hlífa sjer með regnhlífum. En óðara en Harrison kom út á riðið fyrir fram- an dyrnar, og varaforsetinn, Levi Morton, við hlið honum, hurfu allar regnhlífarnar í einu vetfangi, og kváðu við glymjandi fagn- aðaróp úr mörg þúsund börkum; en allt aí hjelzt sama hellingin úr loptinu. Yinir Harrisons höfðu látið sjer hugkvæm- ast sú kurteisi, að skipa hermönnum þeim, er hann hafði átt yfir að segja þegar hann var hershöfðingi í þrælastríðinu, og enn voru á lífi, í fylkingu alla leið frá gÍ3tiskálanura að þinghöllinni. þeír voru 150; fleiri voru ekki eptir á lífi. En þeirra gætti lítið, þegar til kom; þeir voru flestir orðnir farlama gamal- menni, og þyrluðust frá, er múgurinn ruddist eptir götunni. þegar kom að þinghöllinni, tók Cleveland á móti Harrison, og gengu þeir samsíða inn í' fundarsal öldungadeildarinnar, Harrison til vinstri hliðar, og varaforsetinn nýi á eptir og margir þingmenn úr öldungadeildinni. |>ar sezt Cleveland undir baldikinn forsetans, en Harrison, hinn tilvonandi þjóðdrottinn, á algengan stól. Ingolls, sem er í forseta stað í óldunga- deildinni, með því að Hendricks, varaforseti Clevelands, er dauður, byrjar nú hina hátíð- legu athöfn og tekur eiðinn af hinum nýja varaforseta. |>ví næst ganga forsetarnir báðir út í aust- urhlið þinghallarinnar, og öldungadeildin öll á eptir og dómararnir úr hæstarjetti. þar á veggsvölunum vann Harrison eið að stjórn- arskipuninni, en dómsmálaráðherrann úr ráða- neyti Clevelands stílaði honum eiðinn. Fyrir neðan stendur miígur og margmenni, svo tug- um þúsunda skiptir, þar á meðal margir svertingjar úr suðurríkjunum. Múgurinu tek- ur undir svardagann með fagnaðarópi. |>á verður allt hljótt; því Harrison, sem nú er orðinn ríkisforseti Bandaríkjanna, heldur nú ræðu um stjórarfyrirætlun sína, og er hún, sem nærri má geta, fyllilega samhljóða aðal- kenningum samveldismanna. Eæðuna mátti að vísu lesa í blöðunum þá sama morguninn; en múgurinn hlýddi samt á hana með mesta at- hygli, og þar sem forsetinn tjáði sig mótfall- inn allri lækkun tolla, kváðu við fagnað- aróp. Að því búnu tekur Harrison við fagnaðar- óskum þeirra, sem næstir stóðu. Síðan geng- ur hann, með Cleveland á vinstri hönd sjer, eptir strætum borgarinnar upp að «hvíta húsinu», og múgurinn á eptir. Nú er hann orðinn húsbóndi þar; fyrir skömmu var hann þar gestur. Hann býður líka Cléveland og frú hans undir eins inn til snæðings og hressingar. Síðan þyrpast inn allir, sem vetling geta valdið, hver um annan þveran, allan dag- inn, eins og húsið tekur, til þess að taka í hendina á hinum nýja forseta: afsettir em- bættismenn, svertingjar og svértingjakerling-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.