Ísafold - 15.05.1889, Blaðsíða 3
155
ar, kynblendingar, Kínverjar, þingmenn og alls
konar lýður. Mannauminginn verður að halda
þeirri vinnu áfram, að taka í hendina á þeim,
Sem koma, þangað til hann er biiinn að fá
sinadrátt í handlegginn. Hann losnar ekki
fyr en myrkrið dettur á.
Úti er sama hellirigingin allan daginn, og
enginn veitir því eptirtekt, að öll helztu hÚ3
í borginni eru fagurlega uppljómuð. Allir
hafa annað um að hugsa. Allir flýta sjer
sem fætur toga að hinum mikla dansveizlu-
skála; þar var stofnað til dýrðlegrar danz-
veizlu. þar eru allir sjálfboðnir, sem gjalda
vilja 6 dollara fyrir að mega koma inu, og er
það gjald haft til þess að standa straum af
allri viðhöfninni. Ekki vantar hagsýnina!
Fyrstir danza forsetarnir báðir og Leví Mor-
ton, og konur þeirra við þá. Síðan hver sem vill,
og er danz-salurinn svo rúmgóður, að 5000
pör geta danzað þar í einu.
Danzinn heldur áfram til kl. 4 um morg-
uninn. þá ekur Harrison heim í «hvíta hús-
ið». Cleveland tekur gistingu í veitingahúsi,
þangað til hann fer af stað í dag til New
York með fyrstu járnbrautarlestinni.
þá er lokið forsetaskiptunum.
Vesturfara-pjesa-meiðyrði. l fyrra
dag dæmi landsyfirrjettur í máli því, er mag.
Benid. Gröndal hafði höfðað í hjeraði í fyrra
gegn alþingismanni Jóni Olafssyni rit af meið-
yrðum í riti Jóns: »Eitt orð af viti um Vest-
urfara og Vesturheimsferðir«, svo og gagnsök
þeirri, er Jón hafði höfðað gegn Gröndal út
af ýmsum ummælum í riti hans (Gr.) »Um
Vesturb eim sferðir«.
Landsyfirrjettur staðfesti undirrjettardóm-
dóminn, frá 3. jan. þ. á., að méstu leyti:
dæmdi Jón Olafsson í 400 kr. sekt til lands-
sjóðs, en 120 daga einfalt fangelsi, ef sektin
er eigi öll greidd í ákveðinn tíma; enn frem-
ur 10 kr. sekt í landssjóð fyrir brot gegn
sáttalöggjöfinni; sömuleiðis í 30 kr. útlát í
málskostnað fyrir undirrjetti í aðal- og gagn-
sökinni, en málskostnaður fyrir yfirrjetti
látinn falla niður, með því að Gröndal hafði
eigi krafizt hans þar; auk ómerkingar á(
meiðandi orðum og ummælum Jóns um Grön- j
dal í hinu átaldariti. Áhinn bóginn var Ben.l
Gröndal dæmdur sýkn af kærum og kröfum
Jóns Ólafssonar í gagnsökinni að því er snert-
ir ummæli Gröndals um vesturfara í hinu á-
talda riti hans »Um vesturferðir«, en gagn-
sökinni að öðru leyti vísað frá dómi.
— I ástæðunum kemst landsyfirrjetturinn
svo að orði, að »ritlingur sá (eptir J. Ó.) er
aðalmálið er risið úr, beri það ljóslega með
sjer, að hann, að því er ræðir um stefnda (B.
Gr.), er saminn í því skyni að óvirða, ófrægja
og gjörsamlega að hnekkja virðingu hans og
mannorði, og ummæli þau, sem eru í honurn
viðhöfð um stefnda, eru svo freklega meið-
andi og óvirðandi, sem mest má verða, og
áfrýjandinn hefir engin rök fært að því, að
þessi ummæli eigi við neitt að styðjast, að
því einu undanskildu, að hann virðist hafa
fært sönnur á, að drykkjuskaparóregla Grön-
dals hafi gefið tilefni til, að hann sleppti
kennaraembætti sínu«.
í gagnsökinni hafði J. O. krafizt ómerk-
ingar á ýmsum ummælum í riti Gröndals,
hegningar (fangelsis eða sekta) og skaðabóta
fyrir »Tort og Creditspilde«, að minnsta kosti
1000 kr.; en þeim kröfum öllum var hafnað
fyrir báðum rjettum. Höfðu hin átöldu um-
mæli nm útflutnings-agenta í riti Gröndals
eigi verið kærð fyrir sættanefnd, og var gagn-
sökinni þess vegna að því leyti vísað frá
dómi; en um hin ummælin, er snerta Vest-
urfara, segir svo í yfirrjettardóminum: »Á-
frýjandi (J. Ó.) er ekki nefndur á nafn í of-
annefndu riti stefnda, enda hefir hann neit-
að því, að hann hafi átt við áfrýjanda, og
jafnvel haldið því fram, að honum hafi ekki
komið hann til hugar, þegar hann samdi rit-
ið. þegar nú litið er á rit Gröndals í heild
sinni, þá virðist það vera samið í þeim til-
gangi, að reyna til að stemma stigu fyrir
mannflutningum hjeðan úr landi, en ekki í
þeim tilgangi, að meiða neinn mann, og að
því er snertir ummæli hans um vesturfara,
sjerstaklega þetta: »að þeir verði að skoðast
sem uppgjafahræður, er lagt hafi árar í bát
og yfirgefið þá, sem berjast fyrir frelsi og
fósturjörð«, þá geta þau ekki hafa verið rit-
uð til áfrýjanda, sem fyrir mörgum árum er
kominn heim aptur, og allmörg ár hefir ver-
ið alþingismaður, og um hann verður ekki
sagt, að hann hafi lagt árar í bát o. s. frv.
Vofan í Hreiðurborg.
hún sat í, og hugði jeg það vera skuggann
af henni frá eldinum á arnínum.
Hún stóð upp og gekk á móti mjer. Jeg
hrökk aptur á bak fyrir henni. Augnaráðið
var einhvern veginn svo hvasst og óheim-
!egt, og fötin líktust því, að þau væri eintóm
himna. þegar hún hreifði sig, varð skugginn
skírari og skírari, og fylgdi hann henni eins
og þjónustusveinn hvar sem hún gekk.
Hún gekk hálfa leið yfir gólfið, gerði mjer
síðan bendingu og settist niður við skrifborð-
ið. Svipurinn, sem fylgdi henni, beið við
hliðina á henni, lagaði pappírinn fyrir fram-
hana, setti blekbyttuna nær henni og lagði
pennann milli fingranna á henni. Jeg fann
toig eins og knúðan til að færa mig nær
benni, og nam staðar á vinstri hönd henni,
þess að sjá, hvað hún skrifaði. Svipur-
tRQ stóð til hægri handar henni. því meir
sem jeg vandist návist hans, því voðalegri og
andstyggilegn virtist mjer hann. Hann var
alveg fráskilinn konunni og hreifði sig allt
öðru vísi en hún, með löngum og ljótum út-
jimum. Hvin hikaði sjer við áður en hún fór
að skrifa, og hann reiddi handlegginn eins og
til höggs. þá færði hún höndina niður að
pappírsblaðinu í snatri, og penninn tók til að
hreifast allt í einu. Jeg þurfti ekki að beygja
mig og rýna í það sem hún skrifaði. Hvert
orð blikaði eitis og leiptur fyrir augum mjer
jafnóðum og það var skrifað.
«Jeg er andi frú Magðalenu Thunder, sem,
lifði og dó í þessu húsi, og stendur líkkista
mín þarna inni, innan um allan hjegómann,
sem jeg hafði svo mikið yndi af. Jeg er
knúð til að gjöra játningu mína fyrir þjer,
John Thunder, sem ert nú sem stendur eigandi
að fasteignum ættarinnar».
Hjer tók höndinn til að titra og hætti að
rita. En þá ógnaði svipurinn henni aptur,
og hún hjelt áfram.
«Jeg var fríð sínum, fátæk og metnaðar-
gjörn, og þegar jeg kom fyrst í þetta hús,
nóttina sem Lúkas Thunder riddari hjelt danz-
veizluna, einsetti jeg mjer að verða húsfreyja
hjer. Dóttir hans, María Thunder, var eini
þröskuldurinn í leið fyrir mjer. Hana grun-
aði, hvað mjer bjó í brjósti, og stóð í milli
mín og föður síns. Hún var blíð stúlka og
og hafði hann því enga ástæðu til að taka
þau til sín«.
Hinn skipaði biskup, dómkirkjuprest-
ur síra Hallgrímur Sveinsson, sigldi nú með
póstskipinu 14. þ. m., til biskupsvígslu í
Kaupmannahöfn 30. þ. m. Sunnudag 12. þ.
m. flutti hann messu í dómkirkjunni og
kvaddi söfnuðinn, og fermdi um leið 56 börn.
Um 120 árin síðustu hefir enginn prestur
þjónað Reykjavíkurbrauði út af eins lengi og
síra Hallgrímur, sem sje hátt á 18. ár. Fyr-
irrennari hans, síra Ólafur prófastur Pálsson,
þjónaði hjer rjett 17 ár.
Vegna hinnar miklu fólksfjölgunar í Reykja-
víkursókn í tíð síra Hallgrims hefir enginn
prestur hjer á landi, hvorki í þessu brauði nje
annarsstaðar, unnið nándarnærri því eins mörg
prestsverk (aukaverk) og síra Hallgrímur
þessi tæp 18 árj sem hann hefir verið prestur,
og það ekki júbilpre3tar einu sinni. Hann
hefir skírt hjer 1687 börn, jarðsungið 1350-
manns, staðfest 921 barn og gefið saman
425 hjón. Messugjörðir hefir hann flutt
sjálfsagt 900, frekar 50 á ári að meðaltali.
það hefir stundum verið messað 65—66 sinn-
um á ári í dómkirkjunni hin síðustu árin, —
stundum fluttar 2 messur á dag, önnur á
dönsku, stundum báðar af dómkirkjuprestin-
um; stundum hafa aðrir stigið í stólinn, þá
eða endranær.
þrír hafa orðið biskupar af Reykjavíkur-
prestum á undan síra Hallgrími: Árni
þórarinsson, Geir Vídalín og Helgi G.
Thordersen.
Ibúatala í Reykjavík, kaupstaðnum
sjálfum, var um síðustu áramót 3600. í
Reykjavíkursókn alls nær 4200.
Póstskipið Laura (Christiansen) lagði
af stað hjeðan í fyrri nótt kl. 12 áleiðis til
Khafnar. Með því fóru,—auk biskupsefnisins
og frúar hans,— frú Scfcierbeck (landlæknis)
til Khafnar, Kristján Jónasson og T. Pater-
son til Englands, og síra Brynjólfur Gunn-
arssou til Vestmanneyja.
Suður-Múlasýslu 23. apríl: «Snjór og
gaddur er talsverður á jörðu enn þá, og hag-
laust að kalla enn þá á sumum bæjum, er
kjarklítil, og enginn maður til að mæta mjer.
Jeg stjakaði henni til hliðar, og gerðist frú
Thunder. Eptir það hataði jeghana ogkom
inn hjá henni ótta fyrir mjer. Jeg hafði
komizt það sém jeg ætiaði mjer, en jeg undi
því illa, að hún hafði svo mikið vald yfir
föður sínum, og jeg hefndi mín með því, að
flæma alla æskugleði og ánægju burt úr brjósti
hennar. En þar spillti jeg sjálf fyrir því,
sem jeg hafði ætlað mjer. Hvm strauk með
ungum manni, sem unni henni, en var fá-
tækur og ótignari en hún. Föður hennar
líkaði það afarilla fyrst, og var jeg þá ánægð;
en er stundir liðu og mjer varð eigi barna
auðið, en hún hafði eignazt son, er missti
föður sinn fárra vikna gamall, tók faðir henn-
ar hana heim til sín aptur og þau mæðgin
bæði, og sættust þau heilum sáttum, en dreng-
urinn varð yndi og eptirlæti þeirra beggja
feðginanna».
Nú hætti höndin aptur að rita, höfuðið
drúpti og allur líkaminn engdist sundur og
saman. En svipurinn skók handleggina heipt-
úðlega, svo að vesalings konan hrökk sam-