Ísafold - 29.05.1889, Síða 1

Ísafold - 29.05.1889, Síða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. At'- greiðslnst. í Austurstrœti 8. XVI 43. Reykjavík, miðvikudaginn 29. mai. 1889. Gufubátsmálið. i Undirtektir eru hinar 'beztu undir það mál hjá almenningi i orði, það til hefir spurzt, hvað sem verður á borði Hjá almenningi. Ekki öllum. Engin ný- breytni er sú til, að öllum líki. Ekkert nýtt framfarafyrirtæki er svo nytsamlegt eða nauð- synlegt, að ekki verði einhverjir til að veita því mótspyrnu, í orði eða verki. Slíkt er ekkert tiltökumál. það væri heimskulegt að kippa sjer upp við það. Heyrzt hefir á Vestfirðingum, þeim fáu sem tíminn hefir leyft að svara nú þegar á- skorunum bróðabirgðastjórnarinnar, að þeir Vildu hafa vissu fyrir því, að hinum fynrhug- •aða gufubát væri að sjálfsögðu ætlað að fara um það svæðið, Vestfirði, ekki síður en Faxa- flóa, ef þeir ættu að leggja fram fje til fyrir- tækisins að nokkrum mun. þetta er ofur- eðlilegt, enda er bráðabirgðastjórnin einráðin í, að halda því fram, svo framarlega sem Vestfirðingar láta sjer lynda að báturinn komi ■að jafnaði að eins á hinar loggiltu hafnir þar, að viðbættum t. d. einum stað á ísafjarðar- djúpi innanverðu, og ætti þá að hafa sömu reglu um komustaðina við Eaxaflóa. þessu gæti gufubáturinn annað, svo að hæfileg not yrðu að á báðuin stöðunum, vestra og syðra, en hinu ekki, að horna nærri hverja vík og vog, er einstakir menn kynnu helzt að vilja kjósa. |>að var af því, að menn bjuggust við slíkum kröfum af almennings hálfu, að áhorfsmál þótti á stofnunarfundinum (7. þ. m.) að fastráða þá þegar stöðugar milliferðir báts- ins um Vestfirði líka, hvernig sem á stæði. Un þar sem kunnugir og málsmetandi menn vestra fullyrða, að þar mundu menn þykjast góðu bættir og fram yfir það, að fá bátinn segjum 6 ferðir á ári á allar hafnir þær vestra, er nú eru almennt notaðar, þá er það ber- sýnilega hið eina rjetta, að halda sjer við þá fyrirætlun og hugsa sjer ekki hærra fyrst framan af. jþví meira svæði sem báturinn hefir undir, því fremur er von um, að hann geti haft nægilegt að gjöra, eins og hitt ligg- nr lfka í augum uppi, að hægra verður þá ^ð hafa saman fjeð til að koma fyrirtækinu ^ 8ang. Hugmynd bráðabirgðaBtjórnarinnar er þá su, að báturinn komi að jafnaði við á höfn- unum við sunnanverðan Faxaflóa allt að Brákarpolli, á 4 hafnir á Breiðafirði: Ólafs- Vi'k, Stykkishólm, Skarðsstöð og Flatey, ennfremur á Patreksfjörð, Bíldudal, Dýrafjörð, Önundarfjörð, Jsafjörð og t. d. Reykjarfjörð, (við innanvert Djúpið). f>ó að bátnum væri eigi ætlað að jafnaði að koma nema á þessa staði, þá er það eng- an veginn svo að skilja, að ekki mætti láta hann koma víðar við, þegar svo bæri undir, að hann hefði eitthvað verulegt að gjöra á uðra staði, og það raskaði eigi hinni föstu ferðaáætlun. Eins og áður var getið, var á stofnunar- fundinum lítið farið iit í tilhögun á stjórn fjelagsins ; það hlaut að bíða lagasamþykktar- fundarins. J>ó má geta þess, að ætlazt var til, að stjórnin hefði aðsetur í Reykjavík, ogað aðalfundir, sem halda skyldi þar á hverju sumri, hefði hið æðsta vald í öllum fjelags- málum innan þeirra takmarka, sem lögin á- kvæðu, og þar hefðu allir hluthafendur at- kvæðisrjett, aunaðhvort beinlínis eptir liluta- fjölda, þó enginn fleiri en 10, eða þá öllu held- ur hinn veginn, að á fundinum mætti 1 full- trúi fyrir hver 10 hlutabrjef eða svo. það er víst, að fyrirtæki þetta er engu minna áhugamál fyrir Vestfirðingum en Sunnlendingum. En mi ríður einkum á, að Vestfirðingar verði sem skjótastir til að sinna málinu, með því að heita sem rífustum framlögum í hlutabrjefum, — svo skjótir, að nokkurn veginn greinileg vitneskja um hlut- töku þeirra verði liingað komin í lok næsta mánaðar. |>ví fyrirtækið þarf nauðsynlega að vera annaðhvort komið reglulega á lagg- irnar fyrir þing, eða þá nokkurn veginn vís von fengin um að það komizt á fót. Er það meðal annars vegna þess, að sjálfsagt er að sækja um styrk til þingsins til fyrirtækisins, og hann talsverðan. Samgöngur á sjó eru vorar greiðustu og kostnaðarminnstu sam- göngur, og ber þess vegna það fje, sem er varið fcil að styrkja þær, stórum meiri ávöxt en t. d. það sem varið er til vegagjörða á landi. Og hafi þótt tilvinnandi að veita 18,000 kr. styrk á ári til að halda uppi strjálum gufuskipsferðum kringum allt landið, þótt þeirra geti eigi orðið not nema með höppum og glöppum á meira en helming af þeirri leið sakir ísa, þá virðist sannarlega fullt eins mikil ástæða til að leggja að minnsta kosti til sem svaraði helmingi af því fje til að halda uppi tíðum og hagkvæmum gufu- skipsferðum með fram þeim kafla strand- lendisins, sem jafnan af er greið leið um, — aldrei tálmanir af ís— og langbezt liggur við samgöngum á sjó að öðru leyti. f>að liggur í augum uppi, að á þeim kafla landsins á að nota sjóinn mest til allra aðdrátta, flutninga og ferðalaga; enda er landslagi þannig háttað þar víða, að eiginleg vegagjörð er þar frá- gangssök. Tíu—tólf þúsund króna styrkur á ári til jafn-nauðsynlegra og nytsamlegra gufu- skipsferða og hjer ræðir um er ekki mikið í samanburði við það sem annarsstaðar gjörist. f>ar er ekki liikað við að verja svo hundruð- um þúsunda króna skiptir xir ríkissjóði til að styrkja eina gufuskips-<dínu», ef um nokkra verulega hagsmuni eða hagræði er að tefla fyrir almenning, þótt ekki sje t. d. annað en það, að koma varningi einstakra manna, einhverjum mikilsverðum landsnytjum, á út- lendan markað með svo litlum flutnings- kostnaði, að hann geti staðizt samkeppnina þar. f>annig líta menntaðar þjóðir á sam- göngumálið. f>að er síður en svo, að þetta fyrirtæki sje ókleyft, ef viljann vantar ekki og áræði; en óþolandi við það að búa, að fara leugur á mis við jafnlítilfjörlegan vísi til þeirra sam- göngu- og viðskiptahlunninda, sem hver smáþjóð annarsstaðar um hinn menntaða heim hefir nú notið í heilan mannsaldur eða lengur. Að láta jafn-hentugan tíma og þetta, hið mikla góðæri, hjá líða án þess að gjöra sitt hið ýtrasta til að koma einhverju slíku áleiðis, það er og verður mikill ábyrgðar- hluti. Tollfrumvörp stjórnarinnar. Nauðsyir á auknum tekjum til handa lands- sjóði er löngu viðurkennd orðin af ölitim skyn- berandi mönnum, sem eitthvað hugsa um landsins gagn og nauðsynjar, og allur þorri þeirra mun líka vera kominn á þá skoðun, að líklegasta og hagfeldasta ráðið til að fá þennan tekjuauka sje einmitt það, sem stjórnin nii stingur upp á í hinum nýju frum- vörpum sínum: að leggja toll á kaffi og syk- ur og hækka tóbakstollinn. það er eins og það á að vera, að þegar einhver nýmæli eru að almenningsdómi orð- in að nauðsynjamáli, að þá láti stjórnin ekki eins og hún hvorki heyri það nje sjái eða sjer komi það ekkert við, heldur taki rögg á sig og gjörist frumkvöðull að því að koma því fram. Sá rekspölur er algengur og þyk- ir sjálfsagður þar sem stjórnarhættir eru í góðu lagi og skaplegt samband og sambúð með stjórn og þjóð. Jín þó að brestur sje á því meiri eða minni að einhverju leyti, þá fer ekki nema vel á því, að slíkt komi ekki fram í öðrum málum, sem ekkert eiga skylt við á- greiningsatriðin eða misþykkjuefnið. f>að er vikið á það í ástæðunum fyrir kaffi- og sykurtollsfrumvarpinu, að því hafi verið haldið mjög fast fram í neðri deild alþingis 1887, að kaffi beri að sumu leyti fremur að telja nauðsynjavöru en munaðarvöru fyrir mikinn hluta þjóðarinnar, einkum að því leyti sem á morgum stöðum verði að liafa það í mjólkur stað, sjerstaklega í fiskiverum. f>ví svarar stjórnin svo, og hefir þar alveg rjett fyrir sjer : »Ef nú hjer væri að ræða um þess konar tollálögur, er gerðu fátæklingum ' ómögulegt að fá sjer kaffi, þá mætti frá því sjónarmiði ef til vill telja nokkur tormerki á því, að leggja á kaffitoll. En hjer er slíku ekki til að dreifa. f>að sem flutt er til landsins af kaffi og kaffibæti árlega, nemur, eins og áð- ur er sagt, um 770,000 pundum. Ef þeim er jafnað niður á alla landsbúa (börn líka), verður það 11 pd. á mann, er gengur til kaffidrykkju árlega; og virðist þetta keyra svo fram úr öllu hófi, að allt að því megi kalla misbrúkun bæði í efnalegu og heilsu- farslegu tilliti. Hin óverulega takmörkun á kaffinautn, er leitt gæti af því, að leggja 5 aura toll á pund, yrði án efa fremur þjóð- inni til góðs en til hins gagnstæða. f>að er að minnsta kosti víst, að kaffinautn sú, sem nú á sjer stað á Jslandi, verður ekki talin nein nauðsyn; þegar því ræðir um, að út- vega landssjóði tekjuauka, er eigi verður hjá komizt, verður sem stendur vart fundinn betri tekjustofn en tollur á kaftí. Að því er sykurtoll þann snertir, er hjer er farið fram á, nefnilega 2 aurar á hverju pundi, þá er hann víst svo lágur, að hann

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.