Ísafold - 10.07.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.07.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á mjðvikudögum og laugardögum. Verö árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrilíeg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 55. Reykjavik, miðvikudaginn 10. júlí. 1889. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum- Eptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. III (Niðurl.). Eg neita bví ekki, að lúterskur sálmakveð- skapur annara landa kunni, þegar fram á 17. öld sótti, að hafa haft góð áhrif á einhverja, sem með kunnu að fara, en sjálfstæðir og innlendir í anda voru þeir, sem bezt ortu, og víst er það rjett mælt, er Dr. Grímur Thomsen segir, að varla hafi andríki lúthersks sálmakveðskapar á Islandi í annan tíma verið meira en um tíma Hallgríms Péturssonar. A 18. öld eru að vísu mörg sálmaskáld uppi og mikið er þá ort af sálmum, en að gæðum jafnast það ekki við sálma 17. aldarinnar. Um 19. öldina ei^ýgur tíminn að dæma. , 4I öllum þeim kynstrum, sem til er af •lúthe'rskum sálmum íslenzkum fyrir 1800, er sumt ágætt og ýrhislegt gott, en allur þorrinn e hroði og leirburður, verri en fiest af hinum veraldlega kveðskap. Af þessum sálmum er -allt það prentaða í uokkurn veginn óbrjálaðri mynd, svo að ekki eru afbakanir því til af- sakanar. En öll kathólsku helgikvæðin eru, eins og þau nú þekkjast, meira og minna bjög- uð og úr lagi færð gegnum afskriptir, og þó eru þau, þrátt fyrir það þó yfirrétrarmála- færslumaður Briem segi, að kveðskapur standi á þessuin tíma »á lægsta stigi að fegurðar- tilfinninguog sannkölluðum skáldskaparandait1, jafnari og betur gerð í heild sinni en Iúth- ersljm sálmaruir. það jafnast að vísu ekkert þ.ar við Passíusálina Hallgríms í heild sinni, en þar finnst heldur ekki þvílíkt annar eins leir og margt af sálmunum er. |>au standa nð klassisku ináli og smekk miklu nær forn- öldinni, en sálmarnir, og Briem þýðir ekkert að vitna í Espólín upp á það, að máli og skáldskaparsmekk hafi hrakað meir á 15. •öld en endranær, því slíkt varð miklu meira síðar. Dæmi upp á slíka hnignan í smefk á síðari öldum er Maríulykill, sem prentaður er í bók minni bls. 255—269. Kvæði þetta er hvergi uærri eitt af þeim beztu frá kat- ólskri tíð, en það er merkilegt vegna brag- anna, því sé það óbjagaðj á það að vera rétt ort; til eru tveir textar af þess kvæði að nokkru og báðir prentaðir á áðurnefndum stað; sá, sem kallaður er B, er ekki eldri en frá síðari hluta 17. aldar, og er ekki óþarft að geta þess hér, þvf í bókinni segi eg einungis, að þetta sé yngri útgáfa, og dró það til þess, að maður einu hélt að textinn væri frá 15. öld, og er þá ekki ólíklegt að fleirum færi eins; en mikill er munur þessara tveggja texta. í katólska sálmakveðskapnum eða helgi- kviðunm er margt fallegt og hið minsta af því hef eg getað látið prenta í minni bók. |>ó get eg bent á Maríuvísur Lopts, sem mjög laglegt kvæði og slétt ort og ekki eru *) Pað gleður mig þó að sjá, að hann er mér sam- dóma um, að vísa Ólafs á Hafgrimsstöðum sé falleg, og efast eg ekki um, að eg hafi fyrst vakið eptirtekt hans á henni, er hann hefir lesið hana i minni bók, þó hann þegi um það. smekkleysur margar í því. Kunnug eru kvæði Jóns Arasonar, og allir vita, að margt er í þeim gott og sumt prýðilega ort, og svo má1 segja um flest af kvæðunum, að í þeim er j meira og minna gott og fallegt. En hinu j dettur engum lifandi manni í hug að neita, að þar sé margt dauft innan um, en smekk- leysur eru þar minni en í hinum síðari and- lega kveðskap og málið er klassiskara, en þó jafnframt meira blátt áfram en í kveðskap fornaldarinnar. Um rímurnar og hinn veraldlega kveðskap á 15. og 16. öld má segja nokkuð svipað og um helgikvæðin; það eru í þeim færri smekk- leysur og á þeim betra mál, en síðar gerðist, og þó eru allar hinar eldri rímur meira og minna úr lagi færðar. En á að skrifa það á reikning skáldanna, þó hugsunarlausir afskrif- arar hafi brjálað réttu máh? Hvað mikil heilabrot hefir það ekkki kostað hvern lærð- an mann af öðrum, að reyna að leiðrétta og lagfæra kvæði fornaldarmanna, svo að vit feugizt út úr þeim? Menn hafa lagt sig í líma með að færa alt til betri vegar, eins og rétt er, en ættu menn þá að færa alt til verri vegar fyrir miðaldaskáldunum ? það liggur í eðli rímnakveðskaparins, að þar er varla hægt að sýna skáldlega íþrótt í öðru en liðugleik og lóttu og látlausu máli og réttortum brögum, nema helzt í man- söngum. Og það er þá, satt að segja, engar ýkjur, að margir mansöngar hinna eldri rímna eru, eins og Dr. Finnur kemst að orði, «opt og tíðum cígœtin. Um rímurnar sjálfar get eg og sagt hið sama sem hann: «pœr eru opt- ast lipurt kveðnar og ddindis-fjörugar, orðatil- tceki heppileg og frumleg, kenningarnar ekki sérlega Jlóknar og rimprjdls gcetir svo að segja ekkio. Um 1600 segir Dr. Pinnur að rímum fari að hnigna, en eptir jbjóðólfi og Páli Briem ætti þeim þá að taka að fara fram. Dr. Finnur hefir því orðið fyrstur til að hnekkja þeirri skoðun, að kveðskapur Islend- inga standi á 15. og 16. öld «á lægsta stigi að fegurðartilfinningu og sannkölluðum skáld- skaparanda». jpetta er víst, hinn forni skáld- smekkur hafði að vísu sljófgazt nokkuð á 14., 15. og 16. öld, en merm höfðu alls ekki «týnt» honum, þó aldrei nema Espólín segi það, og kveðakapur þessara alda stendur langt yfir kveðskap seinni alda í því efni, og í sam- ræmi við þetta eru dómar mínir um ýms skáld á þessu tímabili; og um |>órð á Strjúgi skal eg geta þess, að hann yrkir alveg í anda hinna eldri rímna og er gott skáld eptir kröf- um tímans. En í hinu er eg ekki jafn sam- samdóma Dr. Finni, að veraldlegum kveð- skap hafi hnignað svo mjög einmitt í enda- lok 16. aldar. f>ó að siðaskiptin væri nærri því búin að drepa sálmakveðskapinn, hafði þetta engin áhrif á veraldlegan kveðskap. Menn ortu enn vel ljóð og rímur á 17. öld og kveðskapur varð fjölbreyttari og í sumu betri; en rímur gátu eptir eðli sínu ekki legið fyrir útlendum áhrifum. Sú eina . breyting sem kom á þær um aldamótin 1600 var, að Guðbrandur byskup rak menn til að fara að yrkja andlegar rímur, og sýuir það, að ekki hafði hann móti rímum í sjálfu sér, en hon- um þóttu þær óguðlegar. A 18. öld eru ort feikti af rímum, en flestar eru þær lakari en 17. aldarinnar og mörg af kvæðum ort með minni smekk. Undantekningar eru að vísu þar eins og allt af, svo sem Páll Vídalíu og Eggert. |>að er eitt sem Boga og Briem virðist hætta til, og það er að dæma eptir því, sem lakast er ort, en það er öfug aðferð; mun eiga fremur að dærna eptir hinu bezta, því það sýnir hvort maðurinn hefir verið skáld, og hvað hefir verið til í honum, en hitt sýn- ir ekki annað en, að haun gat ort illa. Væri t. a. m. rétt að dæma Hallgrím Pétursson eptir Samúels-sálmum eða Bjarna Thóraren- sen eptir vísunni: Lilia varð lohum o. s. frv.? Ef farið væri svo aptan af siðunuin, þá mætti kalla hvert skáld leirskáld og þá yrði 19. öldin ekki betri en aðrar. 1821 kveðja Islendingar í Kaupmannahöfn embættismann einn, sem fer til Islands, með kvæði undir laginu: Eldgamla Isafold og prenta það. jpar stendur meðal annars: Hvör fékk í hug sjer leidt ad hér fengi frá mjer seidt hnoss aldin mær skraut hverrar þrátt skérdir skakvindi’ og eldmergdir hvar frostid þraut herdir og orgar sær. l>ó margt sé laklegt í kveðskap hinna seinni alda, er hann þó alls ekki þýðingar- laus, því ýmislegt í honum er gott, og sumt ágætt, og mönnum er skylt að kynna sér hann. Og hinn íslenzka kveðskap yfir höfuð mundu skáld vor hafa gott af að kynna sér betur en sum af þeim hafa gert. Eu þess er þó naumast að vænta, að það verði fyrri en meira er gefið út en nú er. Og það ber nauðsyu til aö gefa út allt það, sem til er af kvæðum og rímum fyrir lok 16. aldar, bæði gott og illt, ljótt og fallegt, og svo hið bezta úr kveðskap 17. og 18. aldar. Kveð- skapur 15. og 16. aldar er oss dýrmætur vegna þess, að hann er hór um bil þær einu frumlegu bókmenntir, sem til eru á Islandi um það skeið, og það er ekki nærri eins til- finnanlegt, hvað þessi ljóðagerð er lakari en fornaldarinnar, eins og hitt, að þessar aldir vantar alveg það, sem jafnast ætti við sagna og lagaritin gömlu. jpar í liggur mest sú eyða, sem er í bókmentum þessara alda. En að öðru leyti þurfum vér ekkert að skannnast vor fyrir þær. Bókmenntir Dana og annara Norðurlandaþjóða taka þeim ekki mikið fram um það leyti. Einmitt af því, að hið mesta af þessum kvæðum liggur óprentað í handritum, er vou að Bogi hafi dæmt nokkuð flumósa um kvæð- in, úr því hann lileypti sér út í það á annað borð, því handritin var hann ekki í færum um að nota. En Briem veit eg reyndar vel, að er vel læs á handrit, en mér er líka kunn- ugt, að hann hefir lagt meiri stund á nám íslenzkra laga, en kveðskap, og eg hefði haft miklu meiri virðing fyrir orðum hans í þeirri grein, og hann mun sjálfsagt játa það, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.