Ísafold - 31.07.1889, Blaðsíða 1
K.emu? iit á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
{T04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 61.
Reykjavík, miðvikudaginr 31. júlí.
1889
Ísíiifolilfæst fyrir 2 kr frá byr]un
júlímán. þ. á. til ársloka, 52
blöð alls, og er þessi hálfi árgangur miklu
meira mál en heill árgangur af öðrum blöð-
um hjer á iandi, sem kosta allt að 4 kr.
þar að auki fá nýir kaupendur að þessum
hálfa árgangi, þegar þeir eru búnir að borga
hann, ókeypis hið ágœta
Sögusafn Isafoldar Þ- á.
sjerprentað sem bók, á að giz.ka 300—400 bls.
Sullaveikin og hundaskattur
Ef það er satt, sem læknar hafa sagt, að
15. hver íslendingur sje sullaveikur, og ef
þess einnig er gætt, hvílíkum harmkvælum,
manntjóni, fjártjóni og sorg sjúkdómur þessi
veldur, þá sýnist það vera ein með hinum
alvarlegri spurningum, er íhuga þarf á þess-
um tímum: hvernig auðið sje að útrýma sulla-
veikinni. Væri veiki þessi ein af þeim sjúk-
•dómum, er menn vita ekki hvernig á stendur,
þá dygði ef til vill ekki að tala um böl þetta,
heldur bera það sem hverja aðra landplágu. En
nú vita menn vel um orsök sullaveikinnar, vita,
að hún myndast af því, að bandormaegg úr
hundunum komast í menn.
Er þessi orsök þannig löguð, að ómögu-
legt sje að koma i veg fyrir hana?
Sje svo, þá liggur ómögulegleikinn í áhuga-
leysi og samtakaleysi að miklu leyti.
I sjálfu sjer ætti ekki að vera ómögulegt
að varna því, að bandormaegg úr hundum
berist í menn, svo að brögð sjeu að. En
eina ráðið til að varna því er, eptir því sem
tilhagar hjer á landi, það, að eyðileggja band-
ormana í öllum hundum á, landinu með orm-
drepandi lyfjum.
þetta ráð er þannig lagað, að seint myndu
allir landsbúar fást til að vera samtaka í því, og
því verður lögjafarvaldið að koma til sögunn-
ar, og gefa út lög um það. þau lög væru
harla þarlleg.
Ef slík lög væru gefin út, þá væri mikið
undir því komið, að allar ákvarðanir í þeim
væru hyggilegar. þar til tel jeg fyrst og
fremst það, að engin sú ákvörðun sje gjör,
er fæli almenning frá að gefa fram hvern
einasta hund til lækninga.
þess vsgna er það hið mesta óráð, að leggja
á almennan hundaskatt.
Hvað er á móti skatti þessum?
Astæður til að leggja á almennan hunda-
skatt geta að eins verið tvær; önnur sú, að
fá tekjur, hin su, að útrýma sullaveikinni.
þegar um fyrri ástæðuna er að ræða, þá
þarf að athuga, hvort hundar eru rjettlátleg-
ur gjaldstofn. Hjer koma þá til skoðunar
að eins nauðsynlegir hundar; því á hinum ó-
nauðsynlegu hundum er þegar 4 kr. skattur
eptir tilskip. 25. júní 1869.
En hinir nauðsynlegu hundar — hvað eru
þeir ? Neyðar-illendi (malum necessarium) við
sveitabúskapinn. Sjerhver sá búandi, ríkur
eða fátækur, sem nokkurn fjenað á, hann getur
ekki með nokkru móti án þess verið, að hafa
hund eða hunda. Margir búendur vildu mik-
ið til gefa, að þurfa engan hund að hafa. En
það dugar ekki. það er ekki hægt að verja
tún, reka úr engjum, reka fje á afrjett eða af,
smala hagana, án þess að hafa hund. það
eru vissir erviðleikar við sveitabúskapinn, sem
varla verður sigrazt á nema með hundi. Að
eins vegna þessara erfiðleika verða hundarnir
að vera. Að öðru leyti eru þeir arðlaus og
vcrðlaus hlutur, en sem þó hefir nokkurn
kostnað (fæði) í för með sjer. Aldrei að heita
megi, nema þegar hundafár gengur, er hægt
að fá svo mikið sem 1 krónu fyrir hund, og
þegar hundi er styttur aldur, er hann dysjað-
ur með húð og hári.
Einhver kann að segja, að hestar sjeu líka
hafðir vegna erfiðleika við búskapinn, og þó
sje tíund goldin af þeim. Kn þar við er
athugandi, að í hestinum er verð, og ekki
er fyr goldin tíund af honum en hann er
kominn á vissan aldur, og tíundin er sárlít-
ill hluti af verði hans.
En ef leggja ætti skatt á sjerhvern nauð-
synlegan hund, þá er það með öðrum orðum
að leggja skatt á verðlausan hlut, á einn af
hinum mörgu annmörkum og erviðleikum og
útgjöldum við búskapinn, hlut, sem engan
annan arð gefur af sjer en þann, að hann
gerir mönnum mögulegt að hafa einhvern
hemil á þeim skepnum, sem tíund er goldin
af og ýmisleg önnur gjöld. Er þetta sann-
gjarnlegur gjaldstofn? Hjer við bætist, að
skattur þessi kæmi ekki á menn í nein-
umeðlilegum hlutföllum við efni þeirra.
Anðugur bóndi á einni jörð þarf margopt
færri hunda en fátæklingur á annari. Slíkt
fer eptir erfiðleika jarðanna. því erfiðari
sem smalamennska er á einni jörð, þess hcerri
hundaskattur. það þarf ekki að taka fram,
að skattur þessi myndi lenda mestmegnis á
landbúnaðinum.
Svona lagaður hundaskattur mundi verða
afar-óvinsæll. Hann mundi bæta gráu ofan á
svart um tlundarsvikin. Ef menn þykja telja
illa fram til tíundar á surnum stöðum, þá
mundu þeir telja hálfu ver fram til slíks
hundaskatts. Og þyki sumir hreppstjórar
ganga lítt eptir tíundarframtali, þá myndu
þoir hálfu ver ganga eptir hundaframtali.
I þeim tilgangi, að fá tekjúr, er því alrnenn-
ur hundaskattur svo ranglátlegur og óheppi-
legur, sem mest má verða .
En þá til að útrýma sullaveikinni ?
Vera má, að hundum fækkaði lítið eitt við
almennan hundaskatt. Miklu gæti það þó
ekki munað. þar sem 1 og 2 hundar eru
nú á heimili, þar yrðu þeir að vera áfram,
víðast. Ovíða munu vera fleiri en 3 eða 4
hundar á heimili. Nú kann það að geta gjört
eitthvað til, að því er snertir hættu af hund-
unum, hvort þeir eru á einu himili 3 eða 4.
En setjum svo, að einhver við himdaskattinn
lói 1 hundi af 4 og hafi eptir 3. Ef sá hús-
bóndi fer hirðulauslega með sulli, ef hann læt-
ur þessa 3 hunda sleikja ílát, lepja neyzlu-
vatn úr ílátum, peðra út varpa og tún þar
sem börn leika sjer o. sv. frv., þá mun hætt-
an vera lík, þótt hundarnir sjeu ekki 4, heldur
að eins 3. Og aptur, sje að öllu leyti farið
svo varlega sem unnt er, þá mun minnst gera
til um þenna 1 hund af 4.
En jeg vil nú gera ráð fyrir, að það lögmál
verði út gefið, að gefa skuli öllum hundum
inn ormdrepandi meðal, og þá gerir almenn-
ur hundaskattur stórmikið illt. Hann kemur
því til leiðar, að menn fara að leyna því,
hve marga hunda þeir eigi, alveg eins og svo
margir nú leyna af öllum mætti, hve margar
aðrar skepnur þeir eigi, og þá verða hund-
ar út undan, sem ekki verða læknaðir. Ef
oss er alvara að útrýma sullaveikinni með
því að lækna bundana, þá má ekkert
það gera, er getur á nokkurn hátt gefið
eigingirni hvöt til að skjóta hundi undan.
þess vegna má hvorki hafa almennan hunda-
skatt, og ekki heldur láta hvern einstakan
búanda kosta lækningu á sínum hundi bein-
línis, þó það væri í sjálfu sjer rjett. þar á
móti ættu þeir, sem falið væri á hendur að
lækna hundana, að fá þóknun fyrir hvern
hund, sem þeir lækna. það væri þeim hvöt
til að lækna sem flesta, og láta engan hund
eptir verða.
Landlækninum yrði sjálfsagt falið á hend-
ur að semja reglugjörð um lækningu á hund-
unum. Væri þá óskandi og vonandi, að honum
yrði ekki hið sama á, sem læknunum varð
forðum, þegar þeir gáfu reglu um lækningu
fjárkláðans: að fyrirskipa þau meðul, eða þá
samsetuingu á meðulum, er ónýt reyndist til
lækninga. Fyrir þá yfirsjón hugsuðu margir
ranglega, að kláðinn væri ólæknandi. Reynsla
raargra sýndi, að það var ekki. Einungis
urðu bændur að taka leyfi hjá sjálfum sjer
til að setja baðmeðulin saman helmingi sterk-
ari en læknarnir höfðu fyrirskipað, og þá fyrst
hrifu þau. það er vonandi, að landlæknirinn
skipi svo fyrir um lækningu hundanna, eða
útrýming bandormanna, að fyrirhöfn og
og kostnaður, sem til þess verður varið, nái
tilganginum.
Jeg álít því því rnjög æskilegt, að núver-
andi alþingi vildi taka mál þetta að sjer og
gefa um það lög, sem jeg hefi hugsað mjer
að gætu verið eitthvað í þá átt, er á eptir
fer.
FRUMVARl’
til laga um varnir gegn sullavciki.
1. gr. í hverjum hreppi og hverjum kaupstað
skal árlega skrásetja tölu allra hunda á hverju
heimili þar. Sjerhver húsráðandi telur fram til
skrásetningar hvern hund á heimili sínu, hvort
sem hann á hann sjálfur eða aðrir. í sveitum
fer þetta fram á hreppskilaþingi á vorin, en í
kaupstöðum i fardögum. Hreppstjórar skrásetja
í sveitum, en lögreglustjórar í kaupstöðum. Skal
til þess höfð bók, sem er löggilt af hlutaðeigandi
amtmauni.
2. gr. Sjerhver hreppsnefud eða bæjarstjórn
skal á hreppskilaþingi eða í fardögum ákveða með
ráði hrepps- eða bæjarbúa, hve margir hundar
hverju heimili þar eru nauðsynlegir, til þess að
varið verði tún og engjar, búpeningur hirtur o. s.
frv. Skal rita þetta í bók þá, sem getið er í 1.
gr., og annast oddviti um það. þurfi síðar að
breyta tölu hinna nauðsynlegu hunda á einu eða
fleiri heimilum, skal jafnan gjöra pað á sama tíma
árs og sje það einnig ritað í bókina.