Ísafold - 31.07.1889, Síða 3

Ísafold - 31.07.1889, Síða 3
243 J>á segir prestur, að ekkert vað sje til á Blöndu í Langadal fyr en fyrir utan Geitaskarð. Revndar eru mörg vöð í Langadal, þó jeg ekki hirði að telja þau upp, því jeg álít þau nnálinu óviðkom- andi; jeg skal einungis geta þess, að þau nær 10 ár sem jeg hefi verið i Langadai, hefir optast verið vað rjett við ferjustaðinn á Holtastöðum, og var það i fyrra álitið eitthvert bezta vað á Blöndu> næst Hrafnseyrarvaði. Prestur telur það sönnun fyrir, hvað Svartá verði sjaldan ófær. að hann að eins einu sinni, tepptist við hana i 10 ár, sem hann þjónaði Berg- staðaprestakalli ; en þetta álít jeg enga sönnuni þvi ekki þurfti prestur yfir Svartá að sækja á annexíuna að Bólstaðarhlíð, og aukaverk munu optast látin bíða eptir heztu hentugleikum; það sanna er, að Svartá verður árlega ófær, og það optar en einu sinni, bæði fyrir flóð að vorinu og ruðninga að vetrinum. Síðastliðin 2 vor hafa búendur í Bólstaðarhlíðarhreppi vestan Svartár ekki getað vegna flóðs í henni sótt manntalsþing að Bólstaðarhl., og optar en einu sinni hefir það borið við, að ferðainenn hafi teppzt milli Svartár og Blöndu, og fæ jeg ekki skilið, að slíkt hið sama geti ekki komið fyrir póstinn líka. Hvar eru þrautavöð þau á Svartá af Finns- tungueyrum, sem prestur talar um ? Jeg hefi aldrei heyrt getið um eða þekkt þar nokkurt vað, og efast því um. að það sje til. Hvers vegna studdi prestur að þvi, að kláfur kæmist á Svartá? Og hvers vegna álítur hann tilvinnandi að hafa ferju á henni? J>ví getur enginn neitað, að það virðist skritin ályktun hjá presti, eins og fleirai að vilja spara pósti peninga með því að ætla honum ekki að fara á ferju yfir Blöndu á Holta- stöðum, en það finnst honum ekki mikið til um; þó póstur fari á ferju yfir Blöndu fremra; hann telur ekki eptir honum ■ ð fara Svartá á ferju líka og það fram í fvartárdal. Já, hann telur ekki eptir ferðamönnum að kaupa 2 ferjur á fremri leiðinni, og fá 2 erfið sund fyrir skepnur sínar, ef svo ber undir, en 1 ferja og 1 hægt sund á ytri leiðinni þykir presti of kostnaðarsamt og erfitt! J>egar prestur fer að tala um Hliðará og svell- bunkana í Hliðarklifi, þá skil jeg ekki hvað hann vill sanna, því jeg veit ekki betur en ,að póstur hljóti að fara yfir Hlíðará, hvora leiðina sem veg- ur yrði lagður, og komizt póstur yfir Svartá fyrir framan Hlíðarklif til að fara iremri ieiðina, skilst mjer hann muni eins komast yfir hana til að fara ytri leiðina. Yfir höfuð verð jeg að álíta að prestinum hafi mjög illa tekizt að hrekja það, að farartálmar sjeu á fremri leiðinni ; enda er það eðliiegt, því þessu getur enginn neitað. En sá farartáiminn, sem hann virðist leggja mesta. áherzlu á, að sje á ytri leið- inni en ekki þeírri fremri. sem sje krókurinm hann á í rauninni fremur við fram frá, ef nokkuð er. Um leið og jeg skilst við mál þetta, vil jeg geta þess, að jeg er fús >> að hlita áliti skynsamra> óvilhallra manna um það, hvor okkar sira St. hafi rjettara fyrir sjer, hvað málefnið snertir, en undir aðra eins sleggjudóma og mjer finnst honum hafi þóknast að legeja á mig, gef jeg mig alls ekki. tírunnsteinsstöðum 23. marz 1889. P. Pjetursson. Alþingi. ix. Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið lokið við á þinginu frá því síðast. V. Lög um aðfiutninggjald d kaffi ug sykri. 1. gr. f*egar neðangreindar vörur eru fluttar til íslands, skal af þeim greiða í landssjóð gjöld þau er hjer segir: 1, af kaffi og kaffibæti hvers konar io aura af hverju pundi; 2, af sykri og sýrópi 5 aura af hverju pundi. 2. gr. Gjaldið skal greiða lögreglustjóra í peningum eða með ávísun, stílaðri upp á borgun við sýningu, á landsbankann eða á verzlunarhús í Kaupmannahöfn, er inn- heimtumaður tekur gilt. Eigi má afhenda vörurnar þeim, er við eiga að taka, fyr en gjaldið er greitt. Brot gegn þessu fyrirmæli varða sektum, allt að 200 kr., á hendur skipstjóra eða á hendur af- greiðslumanni skipsins, ef vissa er fvrir, að sá maður sje þar á staðnum. Hafi vörurnar afhendar verið þeim, er við á að taka, áður en hann hefur fengið kvittun innheimtumanns fyrir því, að gjaldið sje þegar greitt, þá er hann skyldur til að segja lögreglustjóra frá þessu innan 3 daga frá þvi að hann tók við vörunum, og greiði gjaldið um leið, ef það er eigi þegar gjört. 3. gr. Til þess að ákveða gjaldið, skal farið eptir vöruskrá skipsins eða tollskrá, svo og hleðsluseðlum þeim eða tilvísunar- brjefum, er snerta hinar tollskyldu vörur. Hinar tollskyldu vörur má eigi flytja í land, fyr en skipstjóri eða afgreiðslumað- ur hefir skilað lögreglustjóra þessum skjölum og látið fylgja skriflegt vottorð frá skipstjóra upp á æru og samvizku um það, að eigi sjeu í skipinu aðrar eða fleiri tollskyldar vörur, en þær. er tilfærð- ar eru á vöru- eða tollskránni, eða sem ætlaðar eru handa skipverjum sjálfum. Brot gegn þessu fyrirmæli varðar sektum allt að 200 kr. Enn fremur hefir lögreglustjóri vald til þess, hve nær sem vera skal, að heimta af hverjum búsettum manni í umdæmi sínu, er ástæða er til að ætla, að fái gjald- skyldar vörur frá útlöndum, æru- og sam- vizkuvottorð skriflegt um það, hvort hann hafi fengið þess konar vörur, og ef svo er, hverjar og hve mikið af þeim Reynist þá svo, að eigi hafi greitt verið fuilt gjald af þess konar vörum, skal sá, er við hefir tekið, þegar í stað gjalda það er vantar, enda sje eigi þyngri ábyrgð fallin á hann eptir lögum þessum. 4. gr. Sje ógreinilega sagt til um toll- skyldar vörur á vöru- eða tollskránni, eð- ur ef skýrslurnar þar að lútandi eru eigi fullnægjandi, eður sje ástæða til að rengja, að rjett sje skýrt frá, skal lögreglu^tjóri láta rannsaka farminn og hafa eptirlit með uppskipun svo sem með þarf. Kostnað þann. er af þessu leiðir, skal landssjóður greiða, ef skýrslurnar reynast nákvæmar, en ef þær reynast ónákvæmar, fellur kostnaður á skipstjóra, eða ef nauðsyn krefur, á þá, er við vörum tóku. 5. gr. Nú verður maður uppvís að því, að hafa sagt rangt til um gjaldskyldar vörur, sem hann hefir innfluit eða veitt móttöku, eða gjört ranga yfirlýsing þar að lútandi, eður eigi skeytt því samkvæmt 2. gr., að segja frá vörum, er hann hefir tekið við, og skal hann þá, ef brotið varð- ar eigi þyngri hegningu að lögum, sæta sektum, allt að 1000 kr. og gjalda auk þess sekt, er sje tvöföld við þá upphæð gjaldsins, er hann hefir reynt að draga undan. 6. gr. Hinar aðfluttu tollskyldu vörur skulu vera að veði fyrir tollinum og sekt- unum, og hefir eigandi ekki rjett til að ráða yfir þeim, fyr en búið er að greiða gjöld þessi. Lögreglustjóri hefir vald til að gjöra þær ráðstafanir í þessu efni, sem með þarf, einkum með að kyrsetja vör- urnar, og ef ekki er borgað, selja þær til lúkningar tolli og sektum. 7. gr. Amtmaður getur ákveðið sekt- irnar, ef hlutaðeigandi eigi krefst þess, að máli því sje vísað til dóms og íaga. En verði því vísað til dóms og laga, skal fara með sem almennt lögreglumál. Landshöfðingi hefir vald til þess að færa niður sektir þær, er amtmaður hefir á- kveðið, þegar honum þykir ástæða til vera í einstökum tilfellum. 8. gr. Sektir allar eptir 2. og 3. gr. renna í landssjóð. Hið sama er um sektir eptir 5. gr., nema að einhver hafi komið því til leiðar með frásögn sinni, að toll- svikin komust upp, og fær hat n þá ann- an helming sekta. 9. gr. Fyrir tollheimtum og sektum eptir lögum þessum skal lögreglustjóri g öra reikninga, samkvæmt reglum þeim, er gilda um reikninga fyrir tollum á brennivíni og öðrum áfengum drykkjum m. m. Af upphæð tolls og sekta fær innheimtu- maður tvo af hundraði. Lög þessi öðlast gildi 1. okt. 1889. VI. Lög um breyting d lögum 11. febr. 1876 um aðfiutningsgjald d tóbaki. 1. g". Af allskonar tóbaki, hvort held- ur reyktóbaki, munntóbaki (rullu) eða neftóbaki (rjóli), skal gjalda toll í lands- sjóð, 35 aura af hverju pundi. Af hverj- um 100 vindlum skal goldin 1 kr. 2. gr. 1. og 2. gr. laga 11. febr. 1876 um aðflutningsgjald á tóbaki eru úr lög- um numdar. 3. gr. I.ög þessi öðlast gildi 1. okt. 1889. VII. Lög um breyting á lögum 15. okt. 1875, um laun íslenzkra embœttis- manna. 1 gr. Biskupi skal veita í árs- laun . . kr 5000 2. gr. Amcmönnum skai veita í árslaun, hvorum fyrir sig . . — ðooo 3. gr. Forstjóra landsyfirrjett- arins skal veita í árslaun . . — 4800 Oðrum dómendum í landsyfir- dóminum skal veita í árslaun, hvorum um sig.....................— 3500 4. gr. Landfógetanum skal veita í árslaun ........................— 3500 5. gr. Forstöðumanni presta- skólans skal veita i árslaun . — 4000 Fyrsta kennara við prestaskól- ann skal veita í árslaun ... 2800 Oðrum kennara við prestaskól- ann skal veita í árslaun ... — 2400 6. gr. Forstöðumanni lærða skólans skal veita í árslaun 3600 kr., og leigulausan bústað í skóla- húsinu, eða 400 kr. í húsaleigu- styrk. Yfirkennara lærða skólans skal veita í árslaun....................— 3200 Fyrsta og öðrum kennara við lærða skólann skal veita í árslaun, hvorum fyrir sig ..................— 2800 þ>riðja og fjórða kennara við lærða skólann skal veita í árslaun, hvorum fyrir sig...................— 2400 Fimmta kennara við lærða skól- ann skal veita i árslaun . . — 2000 7. gr. Embættismenn þeir, sem fengið hafa veitingu fyrir embættum þessum áð- ur en lög þessi öðlast gildi, skulu einskis í missa, meðan þeir sitja i sama embætti. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1890. VIII. Lög uvi vexti. 1. gr. þ>egar samið er um vexti af peningaláni, en ekki tiltekin upphæð þeirra, skulu þeir vera 4 af hundraði á ári. 2. gr. Eptirleiðis skal vera frjálst, að taka allt að 6 af hundraði sem vexti af peningaláni gegn veði í fasteignum. Ný lagaírumyörp, er við hafa bætzt frá því siðast, eða áður eru ótalin: 64. Um uppfræðing barna. Frá Árna Jónssyni og 4 öðrum í nefnd. 65. Um að meta til dýrleika yrkta lóð í kaupstöðum. Frá J>. Böðvarssyni. 66. Um breyting á lögum um sveit- arstyrk og fúlgu. Frá Árna Jónssyni. 67. Um borgun á láni til brúargjörð- L

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.