Ísafold - 03.08.1889, Síða 2

Ísafold - 03.08.1889, Síða 2
246 armýrar prestaköllum, eða þegar prest- arnir í þessum prestaköllum samþykkja breytinguna, án nokkurs tilkalls til upp- bótar úr landssjóði. XII. Viðaukalög við lög nr. 5, 27. febr. 1880, um stjórn safnaðarmála og skipun sókn- arnefncla og hjeraðsnefnda. 1. gr. Ef meiri hluti þeirra sóknarmanna, er safnaðarfund sækja og atkvæðisrjett hafa á safnaðarfundi, samþykkir að taka upp og hafa hljóðfæri við tíðagjörð í kirkju sinni, þá ber eiganda eða umráðamanni kirkjunnar að annast um, að hljóðfæri sje keypt fyrir kirkjunnar fje, svo framarlega sem fje er íyrir hendi, sem kirkjan getur án verið, og hjeraðsfundur samþykkir. Hljóðfærið telst síðan með áhöldum kirkj- unnar. En hvort sem hljóðfæri er keypt fyrir fje kirkju eða eigi, skal söfnuðurinn kosta hljóðfærasláttinn og haldasöng uppi á sinn kostnað, nema eigandi eða forráða- maður kirkju gefi samþykki sitt til, að greiða megi kostnaðinn að nokkru eða öllu af kirkjunnar fje, og hjeraðsfundur síðan samþykki, að svo skuli vera. 2. gr. Ef söfnuðurinn kostar kirkju- sönginn að nokkru eða öllu, þá skal sókn- arnefndin, með umráði prestsins, jafna nið- ur á sóknarmenn alla, þá er eigi eru skylduómagar eða sveitarómagar, kostn- aðinurn af söngkennslunni og hljóðfæra- slættinum, eður og söngnum, ef hljóðfæri er eigi haft, og skal það vera aðalreglan, að helmingur kostnaðarins komi jafnt á hvern tilskyldan mann, en annar helm- ingurinn fari eptir efnum manna og á- stæðum. 3. gr. Sóknarnefndir innheimta gjaldið, og skal hver húsráðandi inna það af hendi fyrir sig og skyldulið sitt. Gjalddagi er 31. des. Taka má gjald þetta lögtaki samkv. lögum 16. des. 1885. XIII. Löq um viðauka við löq um veqi 10. nóv. 1887. Amtsráð geta eptir tillögum sýslunefnda veitt undanþágu frá ákvæðum laga 10. nóv. 1887 um breidd sýsluvega, og sýslu- nefndir eptir tillögum hreppsnefnda um breidd hreppavega, þegar landslagi er svo háttað á einhverjum stað, að sjerstakar ástæður mæli með því. Fjárlaganefndarálitið. í tekjubáiknum stingur nefndin ekki upp á öðrum verulegum breytingum við stjórnarfrumvarpið en að áætla ábúðar- og lausafjárskattinn 2000 kr. hærri á ári (40,000, í stað 38,000) og að veita Húnavatnssýslu frest á afborgun af hallæris- láni árið 1890. I gjaldabálkinum stingur nefndin upp á ýmsum breytingum, en fáum verulegum. Hún vill veita 500 kr. síðara ár fjárhagstíma- bilsins (1891) til aðstoðarmanns við hina umboðslegu endurskoðun, vegna aukins starfa sakir hinna nýju tolla. Búnaðarskólastyrknum, 10,000 kr. á ári, vill hún skipta þannig : Ólafsdalsskóli 2500, Hóla 3500, Eiða 2000, Hvanneyrar 2000. Meðal búnaðarstyrks vill nefndin veita Edilon Grímssyni 300 kr. til að útvega sjer verkfæri til þilskipasmíða árið 1890, og síra Oddi V. Gíslasyni 500 kr. til að ferðast um og leiðbeina mönnum í ýmsu, er lýtur að sjósóknum og fiskiveiðum. Af vegabótafje vill nefndin veita Erlendi Zakaríassyni 400 kr. á ári í 2 ár til að læra vegagjörð í Norvegi. Gufuskipsferðastyrkinn vill nefndin hækka upp í 21,000 kr. á ári (úr 9,000), og skipta því fje þannig: «til gufuskipsferða slíkra sem nú eru 9000 kr., til aukinna strandferða 9000 kr., styrkur til ísfirðinga til að halda uppi gufubátsferðum á Vestfjörðum 3000 kr.». Aukalækni ejnum vill nefndin bæta við, í þingeyjarsýslu fyrir austan Jökulsá, með 1000 kr. launum. Til póstflutninga vill nefndin veita 1000 kr. meira en stjómin stingur upp á, eða 22,000 kr. á ári alls, til þess að fjölga aukapóst- ferðum : Keflavíkurpóstur haldi áfram um Hafnir til Grindavíkur, aukapóstur gangi frá Saurbæ út á Akranesskaga, og auknar póst- göngur í Norður-Mulasýslu. Bráðabirgðauppbót til Gufudals færð upp í 300 kr. «til húsabyggingar á staðnum». Styrk til kvennaskóla vill nefndin hækka um 300 kr. handa hverjum þeirra, veita Evíkurkv.skóla 1800 kr. alls, Ytri-Eyjar 1000 kr., Laugalands 1000 kr. Til þjóðvinafjelagsins stingur nefndin upp á tvennum 400 kr., til hins ísl. náttúrufræð- isfjelags sömul. tvennum 400 kr. «til að koma á fót náttúrugripasafni handa almenningi», og til Sigf. Eymundssonar til að halda áfram útgáfu ritsafnsins «Sjálfsfræðari» tvennum 600 kr. Eptirlaunafjárveitingin hækkuð upp í 90,000 kr. fyrir fjárhagstímabilið. Tekjuhalli í lok fjárhagstímabilsins ráð- gerður 146,000 kr. það eiga hinir nýju tollar að bæta upp. „Gjöf Jóns Sigurðssonar“. Eptir reikningsskýrslu landshöfðingja til alþingis 27. f. m. nemur sá sjóður nú kr. 9760,69. Verðlaun hafa verið goldin úr honum í fyrsta skipti þetta ár, 400 kr., til adjunkts þorv. Thoroddsen, fyrir ritgjörð hans um »þekking manna og hugmynd um Island frá elztu tím- um fram að siðabót.« Fensmarksmálið. Fjárlaganefndin legg- ur til, að veíttar sjeu í fjáraukalögum (1888 og 1889) 1000 kr. til hæstarjettarmálaflutn- ingsmanns Octavíusar Hansens fyrir aðstoð í Fensmarksmálinu í þarfir þingsins.« Möðruvallaskólinn. Frumvarpið um hann. frá P. Briem, ætlast til, að hann sje lagfður niður, skólahúsið á Möðruvöll- um afhent til afnota fyrir kvennaskóla á Norðurlandi, en gagnfræðakennsla, hin sama og á Möðruvöllum. sett á stofn í lærða skólanum í Reykjavík, með Möðru- vallakennurunum, með sömu launum og nú, og heimavist lærisveina í lærða skóí- anum afnumin. Laxafriðun. Lagafrv., frá Árna Jóns- syni, er hið sama og hann bar upp á þingi 1887, en varð eigi útrætt þá. Fjárbænarollan, sem fjárlaganefndin hefir hatt úr að moða að þessu sinni, hefir inni að halda 58 bænir alls. þ>ar afhefir nefndin tekið 32 að einhverju leyti til greina, en þessar 26 hefir hún eigi sjeð sjer fært að taka til greina: 33. Frá prestinum í Holtsprestakalli um uppgjöf á 2000 kr. láni úr landssjóði til prestakallsins. 34- — sýslunefnd Húnavatnssýslu um upp- gjöf á 2250 kr. eptirstöðvum af 4000 kr. láni úr landssjóði, ervarið hefir verið til sýsluvega á aðalpóstleið. 35. — landlækni Schierbeck um 400 kr. styrk á ári handa aðstoðarmanni við garðyrkju. 36. — sjera þorkeli Bjarnasyni á Reyni- völlum um 100 kr. styrk á ári tilað halda áfram laxaklaki. 37. — Alberti Jónssyni um 5 til óookr.styrk á ári, tii að koma á fót innlendri skinnaverkun. 38. — Snæfellingum um aukalækni í Olafs- vík. 39. — Mýramönnum um aukalækni í vest- ustu hreppum Mýrasýslu og aust- asta hreppi Hnappadalssýslu. 40. — Árnesingum um aukalækni á Eyr- arbakka. 41. —tannlækni O. Nickolin um einhvem lítinn styrk, til að geta haldið á- fram tannlækningum. 42. —sóknarnefndinni í Helgastaðasókn um uppbót úr landssjóði til Helga- staðaprestakalls, þannig, að brauðið fái allt að i20okr. tekjur á ári. 43. — sóknarmönnum iDýrafjarðarþingum um 3000 kr. fjárveiting ti! brauðsins til að kaupa jörðina Gerðhamra. 44. — safnaðarfundi í Stóruvallaprestakalli um 300—400 kr. uppbót til presta- kallsins. 45. — sjera Jóni Jónssyni um uppgjöf á 400 kr. árgjaldi frá Stað á Reykja- nesi. 46. — sóknarnefndunum í Grundarþinga- prestakalli í Eyjafirði um aðpresta- kall þetta verði bætt upp. 47. — sóknarnefndinni í Hvammssókn { Laxárdal í Skagafjarðarsýslu um 5—600 kr. styrk úr landssjóði til að kaupa 5 kúgildi handa Hvamms- prestakalli og hressa við staðarhúsin.. 48. — forstöðukonu kvennaskólans í Rvík um að hækka styrk til námsmeyja úr 300 kr. upp í 500 kr. 4Q. — nokkrum mönnum á Akureyri um styrk til barnaskólans þar. 50. — hinu íslenzka kennarafjelagi um 200 kr. styrk á ári. 51. —yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni um 250 kr. styrk til nýrrar útgáfu hinn- ar þýzku málmyndalýsingar hans. 52. — fangaverði S. Jónssyni um 300 kr. fyrir olíumynd af SigurðiGuðmunds- syni málara handa forngripasafninu. 53. —stud. mag. Boga Th. Melsteð um 1000 kr. styrk til að stunda íslands- sögu. 54. —cand. phil. Gesti Pálssyni umóookr. styrk á ári, tvö árin hin næstu, til ritstarfa. 55. — dr. phil. Jóni þorkelssyni í Khöfn um, að styrkveitingin til fornbrjefa- safnsins yrði að eins bundin við, að gefnar væru út árlega ió arkir í staðinn fyrir 24. 56. — organleikara Magnúsi Einarssyni 5—600 kr. styrk til utanferðar, til þess að fullkomnast i sönglist. 57. — Skúla Skúlasyni á Akureyri um styrk til að nema málaralist. 58. — fyrver. umboðsmanni A. O. Thorla- cius í Stykkishólmi, um 300 kr. styrk í elli hans. Tíðarfar er enn jafn fágætt að blíðu og að undanförnu í sumar, víðast sem til spyrzt hjer um land. Onnur eins árgæzka hefir varla komið fram undir hálfa öld. Nýkom- inn maður að norðan segir vera farið að slá þar tún í annað sinn sumstaðar. I Verzlun. Ákveðið verð á saltfiski hefir líklega aldrei verið eins seint að fæðast hjer um slóðir, eins og í sumar. Kaupmenn hafa almennt með engu móti viljað gefa rneira en 42 kr., en bændur farið fram á 50. Líklega verður það að samkomulagi á endanum, að verðið verði 45 kr., enda munu nú sumir kaupmenn farnir að gefa það ; einstöku raun- ar 47 — 48 kr., en það er af sjerstökum á- stæðum og verður ekki talið með almennu vöruverði. Fyrir ull var gefið í kauptíðinni almennt

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.