Ísafold - 03.08.1889, Page 3
247
kosti hefir mjer aldrei tekizt að finna það, þó jeg
optar einu sinni hafi gjört tilraun til þess.
Ásum 20. marz 1889. Daniel Sigurösson.
Eiðaskólinn.
Herra ritstjóri! í 15. tbl. Fj.konunnar, frá 28. [
maí þ. á., stendur grein nokkur um Eiðaskólann.
Af því það lýsir sjer í þessari grein að hún sje
sprottin af hinni vanalegu góðgjörnu hugulsemi, er
greinirnar úr Múlasýslu í því blaði hafa að undan-
förnu borið með sjer, þá get jeg ekki látið hjá
líða að lýsa þvi yfir, að grein þessi er að miklu
leyti illgirnisleg ósannindi, sjer i lagi viðvíkjandi
reikningsfœrslu Eiðaskólans. Mjer er þetta per-
sónulega kunnugt, þar sem jeg hef optast nær
verið annar af endurskoðunarmönnum, og mun
hið háttvirta amtsráð vort geta bezt borið um,
hvenær vantað muni hafa „tveggja ára reikninga
skólans11. „Að það sje haft að orðtæki eystra,
þegar eitthvað týnist og finnst eigi, að það sje
komið í skjóðuna til Eiðaskólareikninganna11, hef
jeg ekki heyrt, og lýsi því þetta “orðtak,, hreina
og beina lygi, á meðan orðtak þetta er ekki til
nema sem háðsletta einstaks manns eða sárfárra.
Jeg leyfi mjer jafnframt að benda ritstj. „Fj,-
kon.“ á, að honum væri hyggilegra að vera hjer
eptir vandari að fregnriturum hjeðan að austan
en hann hefir verið nú um hríð, fyrst hann lætur
sjer svo annt um það sem fer fram hjer i Múla-
sýslum, eins og hann virðist hafa gert síðan i
fyrra sumar, svo að fregnritararnir þurfi ekki að
sæta sektum fyrir ósannindi sín, og ritstjórinn
baki eigi blaði sinu þá hneysu, sem þvi getur
riðið að fullxi. Jeg segi honum það i einlægni^
að margir hjer eystra eru mjög óánægðir með
þenna rithátt blaðsins, fyrir utan hinar margítrek-
uðu guðleysis-greinir, sem blaðið er að útbreiða
— og að mjög marga kaupendur hlýtur blaðið hjer
eptir að missa með slíku áframhaldi.
Af því jeg hei eigi verið í neinum brjefaskript-
um við ritstj. „Fj.kon.“ hingað til, og býst eigi
við að gjöra það eptirleiðis, þá bið jeg hinn hátt-
virta ritstj. „Isafoldar11 að taka þessa áminningu
frá mjer — og mý-mörgum öðrum — í sitt heiðraða
blað.
J>ingmúla 29. júní 1889.
Páll Pálsson.
Proclama.
Eptir lögum 12. april 1878 óg o. br. 4. jan..
1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda
telja i dánarbúi Sœmundar Einarssonar í Vatna•
garði i Rosmhvala-neshreppi, er andaðist þar
hinn 17. marzm. þ. á., að gefa sig fram við
mig og sanna kröfur sinar innan 6 mánaða frá
birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjösar- og Gullbringusýslu 3o júli 1899.
Franz Siemsen.
ProQlama.
Eptir lögum lögum 12. apríl 1878 og 0. br. 4.
jan. 1861 er hjer með skorað á þa, sem til
skulda telja í dánarbúi Einars Jónssonar i
Skemmunni í Grindavik, sem dó hinn 18. mai
þ. á., að gefa s-ig fram við mig og svnna kröfur
sinar innan 6 mánaða frá siðustu birtingu aug-
lýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 30. júlí t889.
Franz Siemsen-
AU GLY SINQ AR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd,
Ölverzlun. Vindlaverzlun,
9. Aðalstræti 9.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 og 0. br. 4. jah.
1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda
telja í dánarbúi Sveins Eeúkssonar á Brekku í
Rosmhvalneshreppi, er drukknaði hinn 13. þ.
m., að gefa sig fram við mig og sanna kröfur
sínar innan 6 mánaða frá síðustu birtingu aug-
lýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringnsýslu 30. júli 1889.
Franz Siemsen.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu yfirrjettarmálfœrslumanns Guðl.
Guðmundssonar og að undangengnu fjárnámi
30. f. m. verður bœr Magnúsar Jónssonar í
KaplaskjóLi samkvæmt lögum 16. des. 1886,
með hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817
seldur, til lúkningar skuld eptir sœtt, að upp-
hæð 508 kr. 48 aur. með kostnaði, við 3 op-
inber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu
á skrifstofu bœjarfógeta laugardagana 17. og
31. p. m., og hið siðasta í bcenu?n sjálfum
laugardagimi 14. september þ. á.
Uppboðin byrja kl. 12 ofa?mefnda daga, og
söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstof-
unni degi fyrir hið 1. uppboð.
Bæjarfógetinn i Reykjavfk, I. ágúst 1889.
Halldór Daníelsson.
65 a., hjá einstaka kaupmanni 70 eða jafn-
vel 75 a. (upp í skuldir).
Af Borðeyri er þetta skrifað um vöruverð í
kauptíðinni: »hvít vorull 65 a., svört 55,
mislit 45, smjör 60 a., tólg 35 a.; rúgur 8
a. pundið, bankabygg llf, rúgmjöl 9, hveiti
10, rís 14, kaffi 1 kr., kandís 35 a., hvítasyk-
ur 32, járn 20 a., brýni 20 a. hvert. Ljá-
blöð fást nú alls eigi á Borðeyri (20. júlí).
Er það meinlegt fyrir bændur, að kaupmenn
skuli vanrækja að hafa þau til um þennan
tíma.«
Prestskostning. i Vestmannaeyjum hefir
náð kostningu síra Oddgeir Guðmundsen í
Kálfholti, með 40 atkv. Sira Ólafur Stephen-
sen í Mýrdalsþingum hlaut 26 atkv.
Messu í dómkirkjunni flytur á morg-
un síra ísleifur Gíslason í Arnarbæli.
Sveitarlimur safnar í sparisjóð! þess hefir
opt verið getið, að sveitarstyrkur sje stundum
veittur að nauðsyrljalausu, og hefir opt sjezt, að
umkvörtun sú á við gild rök að styðjast, en þó
sjaldan eins bersýnilega eins og átti sjer stað í
Árnessýslu í vor; því þegar reikningar sparisjóðs-
ins þar voru endurskoðaðir í siðastliðnum april-
mánuði, komst það upp, að sveitarlimur einn hafði
lagt 200 kró?iur í sparisjóðinn umliðinn vetur, en
pegiö þö jafnframt sveitarstyrk i sínum eigin
heimilis- og framfærsluhrepp !
Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu. þar eð
jeg undirritaður befi verið beðinn, að segja opin-
berlega álit mitt um farartálma þá, sem hlytu að
verða á aðalpóstleið, ef hún lægi fram Svína-
vatnshrepp, þá álít jeg eptir eigin reynslu bæði
sem norðanlandspóstur i tæp 4 ár, og af kunnug-
leika fyrir þau 6 ár, sem jeg hefi síðan dvalið hjer
á þessu svæði, aö á Blöndu sje bæði verri og
ótryggari ferjustaður, vöð stórgrýttari og straum-
meiri á þeirri leið, heldur en hjá Holtastöðum; og
þó Svartá sje ekki kölluð stórá, þá hefir hún
reynzt mjer haust, vetur og vor, að öllu saman-
lögðu, verst af öilum vatnsföllum milli Akureyrar
og Reykjavíkur; því á haustum leggur hana hvað
seinast af þeim, en stendur full með krapa; á
vetrum ryður hún sig tíðum i hörkufrosti og er
þá opt ófær vegna skara og jaltaruðnings, og í
vorflóðum álit jeg hana óíæra meö flutning og
illriðandi allt hvað hún nær miðri síðu fyrir
straumhörku. þrautavað veit jeg ekki annað á
Svartá en Brúnarvað fram í Svartárdal; að minnsta
Hnyvitsamleqt bjargráö.
«Ertu orðinn þreyttur ? það lítur út fyrir,
að þú sjert ekki eins fóthvatur núna og þú
átt að þjer».
«það er líka rjett til getið, Georg !» svaraði
Tómas.
"Sá, sem verið hefir með við þessa bygg-
ingu, ætti þó að vera farinn að læra að klifra
hjer, þótt hann hefði ekki verið æfður í því
áður».
«Satt er það að vísu, og jeg er ekki vanur
að vera seinni en þú upp eptir þessum 24
stigum, en í dag fylgist jeg ekki almennilega
með».
«því ekki það, Tómas ; er nokkuð að þjer?»
«Óveðrið í nótt hefur hleypt gigt í skrokk-
inn á mjer».
«Já, gáðu þá að þjer, það er ekki gaman
að gigtinni. þú hefðir heldur átt að vera
heima í dag, Tómas».
«Nei, Georg, það hefði mjer aldrei getað
komið til hugar; í dag sláum við smiðshöggið
þarna uppi, og þá vil jeg ekki láta mig vanta;
þú veizt vel hvers vegna».
«Yitaskuld, hann Pennant, lætur sjálfsagt
nokkrar kringlóttar velta í dag».
»Já, og jeg vona líka, að hann haldi okkur
dálítið samkvæmi; því satt er það, Georg,
að þessir frægu verkfræðingar og bygginga-
meistarar, sem stundum hafa verið uppi hjá
okkur, hafa sagt, að enn hafi aldrei verið
byggður slíkur reykháfur sem þessi. Blöðin
munu einnig minnast á hann, og lúka lofs-
orði á dugnað skozkra steinsmiða».
«Og að ógleymdum trjesmiðunum, sem reist
hafa þessa inikilfenglegu palla», segir Georg.
«þeir eru snillingar lfka þessir trjesmiðir.
En hvað var þetta?
«Hvað þá, Tómas», spurði Georg.
«Brakaði ekki í pöllunum»?
«Jeg heyrði ekkert».
Nú, mjer hefir ef til vill misheyrzt».
Meðan á þessu samtali stóð, voru þeir
fjelagar komnir upp 12. stigann og þar með
hálfnaðir. f>ar hittu þeir trjesmið og 2 sveina
hans, og voru þeir að negla föst nokkur borð,
er auðsjáanlega áttu að vera í stað handriðs.
þeir urpu kveðju hvorir á aðra og Tómas
spurði, til hvers þetta væri gjört. Trjesmið-
urinn brosti og mælti: «það er bara til þess
að það skuli líta traustara út». «Er það þá
ekki nógu traust áður?» «Ha, ha. Jú, eins
og kletturinn». «því eruð þjer þá að búa til
þetta óþarfa handrið, meistari ? «Til þess,
að höfðingjarnir ef þeir annars komast svo
langt, ekki láti hugfallast». «Jeg held naum-
ast, að hr. Pennant hætti sjer alla leið upp>»
sagði T., «slíkum mönnum er sundlhættara en
okkur». «Já, en byggingarmeistararnir og
verkfræðingarnir fara sjálfsagt langt upp».
«Hvað margir korna, hafið þjer heyrt nokkuð
um það ?» «Einir 7 til 8, þar á meðal frægir
menn, eins og hr. Brunel, sem hefur gjört
Thames-göngin, og er nú einmitt staddur í
Glasgow». «Yitið þjer hvenær þeir koma
höfðingjarnir ?» «Eitthvað kringum kl. 11
heyrði jeg, en fyrst taka þeir sje sjálfsagt
góðan árbita hjá hr. Pennant».
þeir fjelagar hjeldu nú lengra upp, unz
þeir loks námu staðar efst uppi á reykháfn-
um, þar sem áðurnefnd veggbrún eða kranz
átti að vera, er þeir ætluðu að ljúka við í
dag. Opið á reykháfnum var efst nálægt 2
fetum að þvermáli, og veggþykktin var þar