Ísafold

Date
  • previous monthAugust 1889next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Ísafold - 21.08.1889, Page 1

Ísafold - 21.08.1889, Page 1
:K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsius (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. (Jppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 67. Reykjavik, miðvikudaginn 21. ágúst. 1889. Rannsóknarferð f>orvaldar Thoroddsen 1889 Herra jporvaldur Thoroddsen er nú nýkom- ínn heim úr þ. á. rannsóknarferð sinni, um eitt það svæði landsins, er mönnum hefir verið mjög lítt kunnugt um áður, leikum sem lærðum, eu talsvert verið umþráttað, enda er það all merkilegt. það eru óbyggðirnar kringum Fiskivötn (hin eystri), sem svo eru kölluð á Uppdrætti íslands, en byggðarmenn þar naerlendis kalla að sögn aldrei annað en Veiðivötn. Hann skoðaði fyrst nokkuð af Bangvell- ínga-afrjetti, Hrafntinnuhraun (sunnan og vestan undir Torfajökli) og uppsprettur Mark- aríijóts. Hrafntinnuhraun telur hann eitt með merkilegustu hraunum í heimi. Er að- alefnið í því grár liparitsteinn, með 3—4 feta 'þykkri skán af hrafntinnu, og ofan á henni eins og vikurfroða. Niður í gegnum hraun 'þetta hefir Markarfljót grafið sig. Hraunið segir hann komið undan vesturenda Torfa- jökuls. — Síðar í ferðinni skoðaði hann 3 hrafntinnuhraun önnur á Landmauna-afrjett, áður ókunn, upp komin ekki langt frá ’ninu gamla Hrafntinnuhrauni, nálægt Torfajökli. Hvít vikurlög í jörðu, og sumstaðar uppblás- in, eru algeng víða um Suðurlandsundirlendið; einkum er mikið af þeim í þjórsárdal og kringum Heklu; en það vissu menn, að úr Heklu gátu þau eigi verið kominn, með því að þarer ekkert þess kyns efni. það sást nú, að uppspretta þeirra.er í Torfajökli, eins og Hrafntinnuhraunanna. Frá Galtarlæk á Landi hjelt hr. |>. Th. upp á Landmannaafrjett og skoðaði þar fjöll og athugaði ýmislegt. þar þarf Uppdráttnr ís- lands töluverðrar leiðrjettingar; þar eru fjall- garðar og stöðuvötn, sem ekki eru á Uppdr. íslands. Eins er farvegur Tungnaár, sem rennur úr Vatnajökli vestur í jpjórsá, mjög skakkt settur þar, enda hefir Björn Gunn- lögsson ekki getað komið við að ferðast um .þær slóðir, og því orðið að fara eptir sögusögn byggðarmauna. þorv. Thor. fór yfir Tungnaá á Krókavaði °g upp að Veiðivötnum (Fiskivötnum). jpang- að fara Landmenn stunduin til veiða vor og haust, en annars hafa öræfin þar upp af ver- ið svo að segja ókunn. Við Veiðivötn er landslag allt öðru vísi en tíðast er annarstaðar hjer á landi þar sem mikið er af vötnum uppi á heiðum. Landið er ekki flatt, heldur alsett háum fellum og öldum af móbergi, sem liggja í röðum til landsuðurs, alveg eins og fellin í kringum Heklu. Fell þessi og landið milli þeirra ber menjar stórkostlegustu eldsumbrota, og eru þar stórvaxnari eldgígir en nokkurstaðar á landinu annarstaðar. I þessum gígum éru !bú flest vötnin—, hin eiginlegu Veiðivötn. þau hafa sezt eða safnazt í hina útkulnuðu gígi —skálarnar í eldborgunum—eða í jarðföllin í kringum þá. Hin mikla tilbreyting í lands- laginu, þar sem skiptast á vötn og eldborgir, hraundrangar og móbergstindar og gróður all- mikill umhverfis, gjörir þar mjög einkennilegt umhorfs og fagurt yfir að líta. Hraunbotn er í vötnunum ; þar eru því beztu fylgsni fyrir silung, og nóg fæða fyrir hann, vegna gróð- urins og kvikindanna sem safnast að hon- um. Hvergi á íslandi er nándarnærri því eins mikið nm eldgígavötn. Fyrir ofan vötn- in npp að Vatnajökii taka við eldfjöll, hraun og vikrar, svo nú er það komið í ljós, að það er samföst bogadregin eldæð þvert yfir landið, gegnum Iíeklu og Odáðahraun. Er það mjög mikilsvert til að skilja jarðfræði Islands. Vissu menn það ekki áður, vegna ókunnug- leika um, hvernig til hagaði við Veiðivötnin. Veiðivötn ná yfir miklu meira svæði en sýnt er á Uppdr. Isl. í högunum við Veiðivötnin slógu þeir þ. Th. og fylgdarmenn hans hey, og höfðu með sjer í smá ferðalög út um öræfin þar norður og austur af. Skoðaði hann þá meðal annars pórisvatn, sem er eins og lítilfjörlegur poll- ur á Uppdr. Isl., en mnn í rauninni vera stærsta vatn á landinu, annað en pingvalla- vatn. jpað er mikið urn sig og breitt að sunn- an, en norður og austur úr því ganga 2 stórir flóar og er hálent nes á milli, enda mik- ill hluti vatnsins fjöllum luktur. Gróðurlaust er allt í kringum vatnið, nema dálitlir hagar í flóabotnunum á báðum. Hann helaur, að það sem nú er kallað Litlisjór, eitt af Veiðivötnum, hafi áður verið nefnt Stórisjór, með því að það vatn er langstærst af hinum eiginlegu Veiði- vötnum, enda bendir afstaða vatnanna sm 4 milli á Islandsuppdr. B. G. á það, en hana hefir hann sett eptir sögusögu Skaptfellinga, og þar eru vötnin látin ná miklu nær Vatna- jökli, heldur en á að vera. Eptir að búið var að skoða Veiðivötnin og öræfin kringum þórisvatn og upp með Köldu- kvísl, fór hann upp með Tungnaá, til að leita að upptökum hennar, sem áður voru ókunn,og höfðuþeir hey rneð sjer handa hest- unum, og var frá Veiðivötnum upp í Tungna- botna 8 klukkustunda liröð reið, um eintóm graslaus öræfi, en þar, fast upp við jökulinn, allgóðir hrossahagar í verum. Tungnaákemurítveimurstórum kvíslum und- an geysimiklum skriðjökli, sem er eins og boga- dregin rönd á Vatnajökli allt frá Hágöngum og suður undir Fljótshverfi. Fjallgarðar marg- ir liggja á öræfunum upp að skriðjökli þess- um og deila milli vatna, sem frá jöklinum falla. Tveir af þessum fjallgörðum eru fyrir sunnan Tungnaárbotna, ganga fram með henni að sunnanverðu, og milli þeirra vikra- dalir; en fyrir sunnan þá fjallgarða liggur af- arlangt stöðuvatn og mjótt og nærri heila dagleið til útsuðurs, en fyrir sunnan það vatn er aptur hár fjallgarður, í sömu stefnu og hinir fjallgarðarnir við Tungnaá, og í kverk- inni fyrir sunnan þann fjallgarð kemur Skaptá upp, en Hverfisfljót undan jöklinum töluvert sunnar. A Islandsuppdr. eru allar þessar ár látnar koma upp á sama stað. Síðan var haldið úr Tungnaárbotnum nið- ur með Tungnaá á milli þessara fjallgarða í 2 dagleiðum og suður i Laugar, nálægt Torfa- jökli. Skoðaði herra þ. Th. þar hverapláss kringum Torfajökul og ýmislegt fleira á Land- manna-afrjett; fór síðan um nýja hraunið (frá 1878) hjá Krakatindi nálægt Heklu, gekk upp á Heklu og skoðaði ýmislegt þar í kring. Um allt þetta svæði þarf Islandsuppdrátt- urinn mikilla leiðrjettinga. A heimleiðinni skoðaði hann ýmsa hveri og laugar í Arnessýslu. Herra Th. mun nú vera búinn að yfir- fara svo rnikið af þeim hlutum landsins, er mest brast kunnugleika um áður og helzt þurftu rannsóknar við, að ekki vantar nema herzlumuninn til þess að rannsóknum þess- um geti orðið lokið. það mun ekki vera annað eptir en Snæfellsnesið og Skaptafells- sýslurnar, með nokkru af öræfunum fyrir norð- austan Vatnajökul. En fyr en því er lokið er ekki hægt að leiðrjetta til hlítar Tslands- uppdráttinn nje að fá ýtarlega lýsing á land- inu, svo fullkomna og áreiðanlega, að við megi hlíta. Kannsóknir þessar eru undirbúningur til þess, auk þess sem þær geta verið og eru mikilsverðar að öðru leyti ; enda er þeim veitt mjög mikil eptirtekt í öðrum iöiidum, miklu meiri en hjer, með því að þar kunna menn betur að meta slíkt,—meta mikilsverð- ar, vel og kappsamlega framkvæmdar vísinda- legar rannsóknir, fram yfir óvísindalegt kák í þess konar efnum. Er varla svo á island minnzt í útlendum bókum liin síðari árin, að ekki sje þar mikið hól um hinn unga, ötuia jarðfræðing, er sje að rannsaka land sitt, og jafnframt um alþingi, er gjöri þjóðinm sóma með því að styrkja slíkt fyrirtæki með dá- litlum fjárframiögum á hverju ári. Prestskosningin í Reykjavík. Prestskosning í Beykjavík fór fram 19. þ. m., eins og til stóð, og varð niðurstaðan sú, að síra Sigurður Stefánsson alþingismaður frá Vigur, hlaut 376 atkv., síra ísleifur Gíslason í Arnarbæli 34, og síra þorvaldur próf. Jóns- son á ísafirði 7. Greidd voru þannig alls 417 atkv. Á kjörskrá voru 781 kjósandi alls, og þurfti því ekki nema 391 atkv. til þess, að kjörfund- ur væri lögmætur, og ekki nema 196 atkv. þar af til þess að ná kosningu; en síra Sig- urður hlaut nálega tvöfaldan þann atkvæða- fjölda. Kosningarathöfnin stóð ytír frá kl. 11—4. Meðal þeirra, sem atkvæði greiddu, voru yfir 50 kvennmenn. Má segja, að kvennþjóðin hafi rekið af sjer slyðruorðið með því að nota ekki lakara en þetta kosningarrjett sinn, og Beykjavíkursöfnuður yfir höfuð, enda hefði það verið söfnuðinum stór minnkun, ef kjör- fundur hefði eigi getað orðið lögmætur fyrir fámennis sakir. Allt að \ safnaðariima með kosningarrjetti voru þó eigi við heimili sín, heldur í kaupavinnu í sveit eða í ferðalögum, og hefir því ekki nema rúmlega 4. hver mað- ur af hinum setið heima, eða látið kosning- arrjett sinn ónotaðan. Hitt er annað mál, hvort allir, sem komu

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue: 67. tölublað (21.08.1889)
https://timarit.is/issue/273733

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

67. tölublað (21.08.1889)

Actions: