Ísafold - 21.08.1889, Page 2
r
og kusu, hafa gjört það algjörlega af eigin
innblæstri. En lýðurinn er nú einu sinni svo
gjörður, bæði hjer og annarsstaðar, að hann
þarf duglegrar árjettingar jafnvel til að nota
þau rjettindi, sem hann hefir, ef til vil), þráð
hvað mest. Eiga þeir að rjettu lagi hrós
skilið, en eigi ámæli, sem taka á sig talsvert
ómak til þess að koma fram slíkri árjettingu,
meðan ekki er beitt neinum óvönduðum ráð-
um eða ólöglegum.
Orð er haft á einhverjum göllum á kjör-
skrá; en óhætt mun að fullyrða, að þeir sjeu
eigi svo verulegir, að þeir geti nokkur áhrif
haft á lögmæti fundarins. Auk þess hefir
komið fram svo eindreginn og nálega sam-
hljóða almennings vilji í kjörinu, að hann
hefði eigi mátt rengja hvað sem leið lög-
mæti fundarins..
Aflabrögð. Af Isafirði skrifað 17. þ. m.:
«Atíi á þilskipum góður og á opnum skipum
bezti afii, á síld, síðarihlut júlímán. og fram-
an af þessum mánuði, 10—20 króna hlutir
á dag».
Hvalveiðar Norðmanna. í miðjum
þ. m. um 57 hvalir komnir á land á Lang-
eyri og nálægt því á Flateyri.
Verzlan. Vöruverð á lsafirði 17. ágúst
/ 1889. Saltfiskur stór, 50 kr. skpd. smár 48
kr., ýsa 35 kr., blautur fiskur 6 a. pd., sund-
maga 35—40 a., þorskalifur 60—70 a. kút-
urinn, hákarlslýsi 27 kr., dúnn 13—14 kr.
pd., ull bvít 65—75, mislit 50. Eúgur 7—8
a. pd., grjón (bankabygg) 11—11|, hálfgrjón
12—14, hveitimjöl 15—20 a., kaffi 90—100,
kandís 30—35, melís 30, rjól 125, rulla 180,
brennivín 80—85 a. potturinn, salt 4 kr.
tunnan, kol 4—4, 50 skpd.
Gufuskipið Clutha, frá Newcastle,
kom aptur hingað í fyrra kvöld vestan af
Isafirði; hafði komið við Garðinum báðar leiðir.
Með því kom nokkuð af ferðafólki vestan að
og sunnan úr Garði og Ketíavík. það affermir
nokkuð af salti og tekur aptur hesta. Fer
líklega á morgun beint til Englands.
Dr. Björn M. Olsen adjunkt er ný
kominn heim úr mállýzkurannsóknarferð
sinni f sumar, um Strandasýslu og Barða-
strandarsýslu sunnanverða.
A 1 þ i n gi.
XV.
Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið
lokið við á þinginu frá því síðast.
XXIV. Liig um að fd íitmœldar lóðiríkaup-
stöðum og d löggiltum kauptúnum o. fl.
1. gr. Ef maður vill fá óbyggða lóð sjer
útmælda í kaupstað eða löggiltu kauptúni, til
þess að hefja þar verzlun, enda er honum
heimilt að lögum að reka verzlun á Islandi,
skal hann, ef það er í löggiltu kauptúni,
brjeflega beiðast útmælingar hjá lögreglustjóra,
sem kveður með sjer 2 kunnuga og óvilhalla
menn og tiltekur með þeim lóð þá, sem þörf
er á til verzlunarinnar, en sje það í kaupstað,
framkvæmir byggingarnefndin útmælinguna.
2. gr. Bæði þeir, sem eiga lóðina í löggiltu
kauptúni eða stórar óbyggðar lóðir í kaupstöð-
um, og aðrir, er lögmæt rjettindi hafa eignazt
yfir landinu eða lóðunum, eru skyldi að láta af
hendi gegn hæfilegu endurgjaldi, er lögreglu-
stjóri með hinum tilkvöddu mónnum eða í kaup-
2H6
stöðum byggingarnefndin ákveður, ef máls-
aðilar koma sjer eigi saman um endurgjaldið,
svo mikla óbyggða lóð, sem útmælendum
þykir þörf á, til hinnar fyrirhuguðu verzlun-
ar, enda sje lóðin eigi nauðsynleg við rekst-
ur verzlunar eða iðnaðar, sem þar er fyrir.
3. gr. J>að skal með öllu bannað, að leggja
þá kvöð á lóðir eða húseignir í löggiltum
kauptúnum og í kaupstöðum, að ekki megi
nota þær til verzlunar eða annarar tiltekinn-
ar atvinnu.
4. gr. þótt einstakir menn kunni að eiga
höfn þá, sem löggilt kauptún er við, mega
þeir ekki bægja neinum frá, að leggja skípum
sínum þar við akkeri, nje frá aðgangi að höfn-
inni til þess að ferma eða afferma skip, að
svo miklu leyti sem það kemur ekki í bága
við þeirra eigin bryggjuafnot, og ekki held-
ur getur landeigandi varnað hinu opinbera
eða einstökum mönnum að gera hringa, land-
festar eða önnur skipsfestar-áhöld fyrir skip
þar á höfninni, þar sem svo til hagar, að
þess konar áhöld eru nauðsynleg; þó má að
eins gera það eptir tilvísun lögreglustjóra, er
kveður með sjer 2 óvilhalla menn, sem kunn-
ugir eru hafnarlegu, og eiga þeir jafnframt
að ákveða það endurgjald, er landeiganda beri,
ef hlutaðeigendur verða ekki á eitt sáttir um
það mál.
Að öðru leyti skulu ákvæðin í opnu brjefi
28. des. 1836, 11. gr., í gildi vera, þó svo,
að hver fastakaupmaður í kauptiininu eða
kaupstaðnum eigi forgangsrjett að notkun
þeirra skipsfesta, er hann á eða hefir eignar-
hald yfir, og að laginu við þessar festar
sínar.
Nii notar einhver hringa, Iandfestar eða
önnur skipsfestar-áhöld, sem hann ekki á;
ber honum þá tafarlaust, að láta áhöldin laus
við eiganda þeirra, þegar kaupskip þeirra
koma að, og þurfa á þeim að halda, að við-
lögðum 20 kr. sektum fyrir hvern dag, er
hann lætur farast fyrir, að sleppa áhöldunum,
og hæti hann að auki allt það tjón, er af því
kann að leiða, að hann ljet þau ekki laus við
eiganda þegar í stað.
Skip það, er þannig notar heimildarlaust
festar annars manns, og farmur þess er að
veði fyrir sektum og skaðabótum.
Sá, sem eigi rekur fasta verzlunar á ein-
hverju kauptúni, en á þar þó skipsfestar, á
einnig forgangsrjett að notkun þeirra, nema
svo sje, að allar festar á höfninni sjeu notaðar
af verzlunarskipum eða fiskiskipum þeim, sem
haldið er úti til fiskiveiða, þá er skip hans
kemur til.
5. gr. Fyrir útmælingar eptir 1. og 4. gr.,
skal beiðandi, auk ferðakostnaðar, greiða lög-
reglustjóra 3 kr. um daginn, og eins hverjum
þeirra, er til voru kvaddir með honum.
6. gr. Lög þessi ná ekki til Reykjavíkur-
kaupstaðar.
XXV. Lög um hundaskatt o. fl.
1. gr. Hver heimilisráðandi skal á hreppa-
skilaþingi því, er hann á sókn að, vor hvert
telja fram fyrir hreppstjóra eða bæjarfógeta
alla heimilishunda sína, er eldri eru en fjögra
mánaða í fardögum, og skal það framtal rita
í sveitarbókiua. En á hausthreppaskilum skal
telja frá þá hunda, sem farizt hafa um
sumarið.
2. gr. Ef einhver vanrækir að telja fram
hunda, eða telur þá rangt fram, eða framtal
hans þykir tortryggilegt, gilda um það sömu
ákvæði sem um framtal á tíundarbæru lausa-
fje eptir 5., 6. og 7. gr. í lögum 12. júlí 1878.
um lausafjártíund.
3. gr. Hreppstjóri skal senda sýslumanni,
skýrslu um framtal hunda jafnframt öðrum
framtalsskýrslum.
4. gr. Hver sá heimilisráðandi, er býr á
meiru en einu hundraði úr jörðu utan kaup-
staða, skal greiða af hverjum heimilishundi
sínum, sem eldri en fjögra mánaða, 2 kr. ár
hvert, en aðrir gjaldi 10 kr. Hver heimilis-
ráðandi ábyrgist greiðslu skattsins af þeim
hundum, sem hann hefir fram taíið, en rjett
hefir hann til, að fá skattinn borgaðan hjá
lausamönnum, husmönnum eða 0 u'um mönn-
um í sjálfstæðri stöðu af þeim hundum, sen,
þeir eiga á heimili hans. Sýslumenn og bæj-
arfógetar skulu innheimta skattinn á mann-
talsþingum ár hvert, í fyrsta skipti á mann-
talsþingum 1891. í kaupstöðum rennur skatt-
urinn í bæjarsjóð, en annarstaðar í sveitar-
sjóð, þó svo, að sýslumaður tekur af skatt-
inum sýslusjóðsgjald hreppanna, að því leyti,
sem hann til hrekkur, en verði afgangur, skil-
ar sýslumaður oddvitunum honum í pening-
um.
5. gr. Skyldur er hver sá, sem lætur slátra
skepnu, er sullir finnast í, að grafa þegar f
stað slátur það, sem sullmeingað er, að með-
töldum hausum af höfuðsóttarkindum , svo
djúpt í jörð niður, að hundar geti eigi náð
því, eða að brenna það. Brot gegn ákvæði
þessu varðar allt að 10 kr. sekt, og fær sá
annan helming sektarinnar, er upp Ijóstar, en
bæjar- eða sveitarsjóður hinn.
6. gr. Heimilt er sýslunefnd og bæjarstjórn
með samráði við hlutaðeigandi hjeraðslækni
að semja reglur um lækning á hundum af
bandormum, meðferð á sullum úr sauðfje, og
gjöra aðrar ráðstafanir, sem henni þurfa þykir,
til varnar gegn sullaveikinni, og liggja vi6
sektir frá 1 kr. til 10 kr., ef út af þeim ráð-
stöfunutn er brugðið. Af sýslusjóði og bæj-
arsjóði má taka fje til framkvæmrlar slíkum
ráðstöfunum.
7. gr. Með mál, sem rísa út af brotum
á móti lögum þessum, skal fara sem almean
lögreglumál.
8. gr. Með lögum þessum er úr gildi num-
in tilskipun um hundahald á fslandi 25.
júní 1869.
Fallin lagafrumvörp eru enn fremur:
56. Um breyting á kosningarlögum til al-
þingis (J. A. Hjaltalín).
57. Um breyting á 14. og 15. ;;r. stjórnar-
skrárinnar, og 18. gr. laga 14. sept. 1877 um
kosningar til alþingis (Sig. Srefánsson).
58. 13m samþykktir um heyásetning o. fl.
(P. Br. o. fl.).
59. Um útflutning á ísl. kvikfje og um af-
nám laga 17. marz 1882 um sama efni (Jul.
H. o. fl.).
Fjárlögin. 1 gær var lokið við 3. umr.
í efri deild.
Nefndin varð fyrir þeim ósköpum, að flest-
ar hennar breytingar fjellu : niðurfærsla á
búnaðarskólastyrknum og kvennaskólastyrkn-
um, breytingin á formálanum fyrir strand-
ferðastyrknum, styrkurinn til »SjáIfsfræðar-
ans«, til Gests Pálssonar o. fl. o. fl. Eitt af
því fáa, sem fjekk að standa, var tillaga
nefndarinnar nm að fella niður rannsóknar-
ferðastjrkinn handa |>orv. Thoroddsen (1000
kr. á ári).
I efri deild eru, eins og kunnugt er, alls
11 atkvæðisbærir þiugmenn. |>ar af voru 5