Ísafold - 31.08.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.08.1889, Blaðsíða 1
iCemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 70. jj Reykjavík. laugardaginn 31. ágúst. 1889 Dómkirkjuprests-málið. Sumir eru farnir að spá því, að eitthvað verði sögulegt áður lýkur um skipun eptir- manns eptir biskupinn í Reykjavíkurbrauðið, veglegasta og vandamesta prestsembættið á landinu. jþað rnótar nú þegar greinilega fyrir því, er sigurvegararnir á hinum mikla kjör- fundi í Reykjavíkursöfnuði 19. þ. m. eru naumast búnir að kasta mæðinni epfcir bar- dagann, þegar yfir þá dynur eins og skrugga úr heiðríkju sá ófagnaðarboðskapur, að hið útvalda goð hafi tekið sinnaskipti og gerzt sínum tilvonandi elskulegu sóknarbörnum allt í einu afhuga og fráhverfur, þótt þau stæðu með útbreiddan faðminn í móti bonum, og segðu því uær í einu hljóði : »Hann viljum vjer hafa, hann og engan annan». Hefði mátt syngja um Reykjavík : »Stássmey sat í sorg- um----------hrygg í hugarins borgum», þegar hinn nýkjörni sálnahirðir hennar ljet frá landi og henni var sýndur uppsagnarpistillinn.er hann hafði skilið eptir. Bngin stássrney hefir orð- ið sárara og sviplegar snortin áf tryggðarofi unnusta síns en Reykjavík varð við þau tíð- indi. Hún tekur ekki á heilli sjer síðan — — fyr en hún veit, hvað henni hýðst í staðinn,— alveg eins og stássmeyjarnar, er lík forlög hreppa. |>að er þessi spurning : hvað býðst í stað- inn, sem er nú hið mesta áhugamál fyrir Reykjavík. Bn spurningin mun raunar vera of snemma upp borin, meðan ekki er löglega sagt sundur með söfnuðinuin og hinum ný- kjörna presti hans. Skilnaðurinn er ekki lög- legur fyr en hið rjetta yfirvald leyfir hann, en það er stjórnin í Kaupmannahöfn. Knda hefir líka presturinn farið að eins bónarveg í því efni —• beiðzt þess, að kosningin verði metin sem ógjörð og hann verði ekki tekinn til greina við veitinguna. |>að eru nú, sern betur fer, mjög litlar lík- ur til, að þessi bæn hans verði veitt. jpað er aðgætandi, að nafi lögleg prestskosning frarn farið í einhverju brauði, samkvæmt lög- unum frá fS. jarr. 1886, þá er það ruál í raun og veru þar með útkljáð og brauðið í raun- inni veitt þeim, sem kosninguna hefir lrlotið. |>á »verður hoiium gefið veitingarbrjef af hlut- aðeigandi stjórnarvaldi» stendur í lögunum. Hlutaðeigandi stjórnarvald hefir ekki annað að gjöra ón að eins að staðfesta veitinguna brjeflega, þegar það er búið að ganga úr skugga um, að kosningin hafi farið löglega fram. |>að er skylda þess að gjöra það ; þar er ekkert undanfæri, úr því svo langt er komið. |>ó að •áminnzt lög hljóði að eins »um hluttöku safn- aða í veitiugu brauða», þá veita söfnuðirnir nú að rjettu lagi brauð hjer á landi, á end- anum, ef þeir vilja, og ef undirbúningurinn er allur löglegur. Orðið »hluttaka» helgast ekki af því, að nokkurt annað vald eigi f raun i'jöttri þátt í sjálfri veitingunni, þegar svo langt er komið, öðruvísi en rjett að eins í orði, með því að »gefa veitngarbrjef», heldur helgast það af því, að söfnuðurinn ræðurekki, hverjir í kjöri eru hafðir af umsækjendum um brauðið, heldur landshöfðingi með ráði biskups. það er að því leyti til, sem afskipti safnaðanna af skipun manna í prestsembætti er rjettnefnd »hluttaka» í veitingu þeirra, og ekki annað. Eigi því að veita síra Sigurði Stefánssyni þessa bæn hans, að verða laus við að taka að sjer prestsþjónústu í dómkirkjusöfnuðinum, sem kosið hefir hann nærfellt í einu hljóði, eptir umsókn hans, þá væri það í raun rjettri sama sem að apturkalla kosninguna, með því að kosning er, þegar hún er lögleg, sama sem veiting. En geta þá yfirvöldin, sem ekki er ætlað annað að gjöra í þessu máli en að «gefa veitingarbrjef#, geta þau apturkallað kosning- una? Getur nokkur annar gjört það en kjósendurnir sjálfir'? Nei. Ekki er það sýnilegt. Eög þessi um veitingu brauða eru svo ung enn, að ekki getur hafa skapazt föst lögvenja fyrir því, hvernig þeim skuli beita, er þess konar atriði koma fyrir, sem þau gjöra ekki beinlínis ráð fyrir. En þetta er samt eigi hið fyrsta dæmi þess, að prestur hafi sjeð sig um höud eptir löglega kosningu og óskað að sjer yrði ekki «gefið veitingarbrjef» fyrir hinu nýja brauði. það bar til á þessu á ári um prest einn á norðurlandi. Beiðni haus mun jafnvel hafa fylgt bænaskrá frá hans fyrra söfnuði um að hann mætti vera kyr. En landshöfðingi úrskurðaði, að beiðnin yrði ekki tekin til greina, og »gaf honum veitingarbrjef« fyrir hinu nýja brauði, eins og lögin mæla fyrir. Yirðist hann eptir því hafa litið svo á, að hann ætti ekki með að apturkalla kosninguna, — að hann hafi með öðrum orð- um skoðað kosninguna svo sem þá eiginlegu veitingu brauðsins. jpetta var brauð, sem laudshöfðingi átti að veita sjálfur, hefði lögleg kosning ekki á komizt. Ætti hann nú líka að veita Reykja- víkurbrauðið, væri allur vafi horfinn um úr- slit málsins. Hið sama yfirvald úrskurðar ekki samkynja mál sitt með hverju móti á sama árinu. En nú er það ekki landshöfðingi, heldur konungur, sem á að veita Reykjavík- urbrauðið, og þess vegna er sízt fyrir að vita, nema úrslitin kunni að verða allt önnur, — að ráðgjafinn í Khöfn kuuni að líta allt öðru vísi á málið heldur en landshöfðingi. |>ó hefir Kaupmannahafnarstjórnin hin síðari árin, eins og kunnugt er, talið sjer eða látið telja sjer það mjög til gildis, að hún færi jafnast eptir tillögum landshöfðingja, í alinn- lendum málum að minnsta kosti, og ætti það þá að verða ofan á, sem hjer er haldið fram, með því að ganga má að því eins og sjálf- sögðu, að tillögur landshöfðingja verði sam- kvæmar tilvitnuðum úrskurði hans í vor í samkynja máli. En skyldi svo ólíklega fara, að hitt yrði öfan á, og kosningin metin sem ógjörð af Kaupmannahafnarstjórninni, þá er tvennt til, eptir fljótlegu áliti almennings : aúnaðhvort að efnt verði til nýrrar prestskósningar hjer í söfnuðinum, eða þá að brauðið verði veitt þegar í stað og án frekari umsvifa einhverj- um hinna umsækjendanua, sem vilja þiggja það, líklega þó helzt öðrum hvorum þeirra tveggja, sem í kjöri voru ásamt síra Sigurði, svo tramarlega sem þeir hafa þá ekki firrzt svo við hryggbrotið, svo afdráttarlaust sem það var, að þeir vilji nu ekki líta við söfu- uðinum framar. En þetta fljótlega álit er ekki rjett. Hjer er ekki tvennu til að dreifa, heldur að eins einu, því sem sje, að ný prestskosning fari fra^n hjer í söfnuðinum. Hitt væri ekki hægt að meta öðruvísi en sem reglulega lögleysu, og lögleysu gjörir enginn ráð fyrir að raun- arlausu að farið verði að beita við söfnuð- inn. Verði síra Sigurði leyft að vera kyrr í sínu fyrra brauði, ber að skoða Reykjavíkur- brauð sem laust orðið aptur fyrir uppgjöf hans, og þá getur ekki orðið löglega skipað- ur prestur í það aptur að söfnuðinum forn- spurðum. þá á hann heimtingu, á að fá að neyta aptur kosningarrjettar síns, eins og annars á sjer stað þegar brauð losnar. Hvort ástæða væri til að auglýsa brauðið af nyju og taka á móti nýjum umsækjendum, gæti að vísu verið skoðunarmál, með því að brauð- ið fyrir svo skömmu héfir staðið laust og það með óvenjulöngum umsóknarfresti, svo að allir, sem hugur gat á þvi leikið, áttu kost á að gefa sig fram, og höfðu meira en nógan umhugsunartíma til þess. En rjett- ara væri samt í sjálfu sjer, að fylgja aðal- reglunni og auglýsa brauðið aptur. Kring- umstæðurnar geta vel hafa breytzt svo á skömmum tíma, að þess væri full þörf. Yrði brauðið veitt án nýrrar kosningar öðrum hvorum þeirra, sem í kjöri voru með síra Sigurði, þá fengi söfnuðurinn prest, sem hatin hefir lýst yfir löglega með öllum þorra at- kvæða, að hann óskaði ekki eptir. Yrði þaó veitt einhverjum hinna umsækjendanna, þá fengi söfnuðurinn prest, sem hann hefði alls eigi átt kost á að segja sinn vilja um. Hvort sem heldur gjört væri af þessu tveunu, þá væri söfnuðurinn sviptur löglegu atkvæði um málið. Hefði hann eigi hirt um að neyta rjettar síns, annaðhvort með því að lýsa því skýlaust yfir fyrir nmnn sóknarnefndarinnar, eða með því að vanrækja að sækja kjörfund svo rækilega, að hann yrði lögmætur, þá væri allt öðru máli að gegna. þá hefði veit- ingarvaldió frjálsar hendur. En hjer er ekki því að skipta. Hjer hefir söfnuðurinn gjört sína skyldu, gjört allt sem hann átti að gjöra til þess, að ráða sálusorgara handa sjer, og það er honum með öllu ósjálfrátt, ef hann hlýtur eigi þann, sem hann kaus, alveg eins og ef hann hefði dáið að kosningunni nýgeng- inni um garð; þá mundi þó enginn maður hafa efazt um, að ný kosning ætti fram að fara; en frá safnaðarins hlið horfir þetta mál alveg eins við. Fráumsækjendannahálfu væriog miklu æski- legra, að ný kosning færi fram, hvað sern lagarjettinum liður. það er ekki árennilegt að vera settur upp á jafn-mikils háttar söfnúð og dómkirkjusöfnuðurinn er, annaðlivort að honum fornspurðum eða þvert ofan í atkvæði haDS. Hins vegar gæti vel farið svo, ef til nýrra kosninga kæmi, að þá hlyti jafnvel annar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.