Ísafold - 31.08.1889, Side 3
27»
pence (64—67 a). Hjer í Khöfn er verðið
75 a. á norðl. ull hvítri og um 70 a. á sunn-
lenzkri og austfirzkri. Mislit 60 a. og svört
65 a.
Af saltfiski keyptir nokkrir farmar til Spán-
ar, á 46—50 rm. skpd. á skipsfjöl við Island.
Fyrir farma, sem senda má af stað snemma
í ágúst, kynni nii að mega fá 48 eða jafnvel
50 rm., en fyrir seinni farma (ágúst—septbr.)
naumast meira en 46—48 rm, ( = 42| kr.
skpd.). Vestfirzkur Spánarfiskur er ná lát-
inn falur fyrir 55 rm., en ekki boðið nema
51f rm. á skipsfjöl við Island með skipi til
Miðjarðarhafs. Frá Liverpool boðið í dag
fyrir austfirzkan smáfisk 17 pd. sterl. fyrir
smálestina, og stóran 16| pd. og ýsu 13-J- til
14 pd. sterl. Til Genúa er seldur farmur af
smáfiski frá Vestfjörðurn á 48 kr. og 1 sunn-
lenzkur farmur og 3 færeyskir á 44—46 kr.
Hjer í Khöfn var gefið fyrir fisk, sem kom
með »Laura«, fyrir stóran fisk óhnakkakýld-
an 60 kr. og hnakkakýldan 50 kr., vestfirzk-
an smáfisk 45 kr. og sunnlenzkan 43 kr.,
ýsu 36—37 kr. og löngu 44 kr.
Lysi hefir selzt þannig: pottbrætt hákarls-
lýsi ljóst, grómlaust 31 kr.
Harðfiskur selzt fyrir 75 kr. skpd. af bezta
fiski.
Sundmagi boðinn á 40 a., en gengur ekki
út. Æðardúnn hefir selzt á 13þ kr. Sauða-
kjöt hefir selzt á 38—41 kr. tunnan, en valt
að ætla á meira 38 kr. Lambskinn á 55 kr.
hundraðið (100) hvít eða einlit, eða 200
mislit eða 400 af úrkasti. Tólg 26 a. pund.
Bankabygg 7 kr. 50 a. 100 pd. Kúgur
4 kr. 85 til 5 kr. eptir gæðum. Rúgmjöl
5 kr. 35 a. Hrísgrjón 7 kr. 75 a. til 8 kr.
50 a. Kaffi 70—75 a., lakara 62—65 au.,
heldur að hækka í verði aptur. Kaudís 22 e.
pundið. Hvítasykur 23 a. Púðursýkur 22-J- a.
Settur landritari 28. þ. m. cand. juris
Hannes Hafstein, frá 1. sept.
Síra Jón Bjarnason frá Winnipeg
stígur í stólinn í dómkirkjunni á morgun.
Svar til hr. Dr. Jons þorkelssonar.
þaö er eitt af' tvennu, annaðhvort vill eða a;et-
ur dr. Jón þorkelsson ekki skilið mælt mál.
það er þó sitt hvað að læra eitthvað, eða læra
það af einhverjum vissum manni. Jeg endurtek
það: það velsæmi, sem jeg hef í rithætti, hefi jeg
ekki lært og ekki getað lært af velnefndum herrar
dr. Jóni porkelssyni. (Hin síðasta, langa ritgjörð
hans í ísafold er betri en það, sem hann hefur
áður skrifað, að oröbragbinu til).
í öðrn lagi stend jeg við það, og jeg held að
hver heilvita maður sjái, að það sje rjett, að það
hefur enga þýðingu fyrir rímnakveðskap á 15. og
16. öld, hvort Sigurður tíreiðfjörð (á 19. öld) orti
Númarímur 4 eða 5 árum fjmr eða seinna, og um
annað var ekki að tala. Jeg hef ævinlega álitið
betra að segja satt, og játa, ef maður gerir sig
sekan i einhverri villu, en að reyna að krafsa yfir
það með útúrdúrum og vífilengjum, t.i! þess varpa
sandi í augu almennings, sem ekki getur dæmt
um, hvor málsparturinn hefur rjett; ef' allir gættu
þessa samviskusamlega, væru deilur bæði fyrir
r.ietti og í blöðum færri og laglegri á að líta. Jeg
vil ekki líkjast manninum, sem hjerna um árið
ruglaði saman tvennum rímum frá þessari öld og
frá fyrri öld, og fór svo undan í flæmingi, í stað
þess að játa hreinskilnislega rangfærslu sfna og
vanþekkingu.
Og svo er útrætt um þet.ta mál frá minni hálfu.
12. ágúst 1889. Finnur Jónsson.
AUGLY SINGAR
i samfefdu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. j a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
ÚTSKB.IPT úr dómsmálabók Suður-Múlasýslu.
Ár 1889, mánudaginn 1. júlí var aukarjettur Suð-
um-Múlasýslu settur á Djúpavogi og haldinn af
sýshtmanni Suður-Múlasýslu í viðurvist undirskrif-
aðra votta; var þá tekið fyrir málið
Stefán Guðmundsson á Djitpavogi
gegn
Ilaraldi O. Brím á Búlandsnesi
út aí ærumeiðingum.
Málspartarnir komu sjer saman urn, að mál þetta
verði tekið fyrir hjer í dag án stefnu.
Fram er lögð kæra Stefáns Guðmundssonar tneð
árituðu vottorði forlíkunarmanna; einnig eptirrit
af hinum tilvitnaða hjeraðs- og landsyfirrjettar-
dórni; þessi skjöl fylgja hjer með.
Málspartar komu sjer saman um að láta máí
þetta niður falla
þ A N N I U;
að hinn umgetni hjeraðsdómur standi óhaggaður
hvað sekt, málskostnað og ómerkingu orðanna
snertir, og að Haraldur Ó. tírim borgi til Stefáns
fá ekki sömu prÍ3a í Flatey og Stykkishólmi,
eins og voru í Stöðinni, þegar það eru sömu
kaupmennirnir, sem verzla á báðum stöðun-
um.
Heilsufar fólks í þessu plássi er nú með
bezta móti, og enginn nafnkenndur dáið.
Húnavatnssýslu (vestanv.) 21. ágúst.
»Heyskapur gengur alstaðar í bezta lagi. Gras
mikið og gott, og nýting hin bezta».
Skagafirði 16. ágúst (frjettir um tímabilið
síðan 29. maí) : »Veðrátta hefir stöðugt verið
blíð og stillt, nema dag og dag í bili. Hafís
hefir aldrei sjezt á firðinum. Grasvöxtur hefir
-verið í betra lagi, og á harðvelli víða mjög
góður ; í mýrum verri, þar eð framan af sumr-
inu voru opt rigningar. Nýting á heyjum
hingað til mjög góð, einkum í júlí. Sláttur
var byrjaður með fyrra móti, og horfur með
með heyskap góðar. Fiskiafli er og hefir verið
á firðinum í sumar í meðallagi. Nú væri
hann meiri, ef beita væri góð ; hana vantar.
Verzlun í sumar fjörugri en að undanförnu ;
ull var 70 a. pd. hvít. Kúgur 8 a. pd.,
grjón Í2 a. pd., baunir 12 a. pd., ltaffi 1,05
■—1,15 a. pd. etc.; allt ofurlítið dýrara en í
Rvík. Heilsufar gott almennt og enginn nafn-
kenndur dáið.
Fljótum í Skagafj.sýslu 14. ágústmán.
»Tíðarfarið allt af mjög hagstætt, og heyfeng-
ur orðinn framúrskarandi, svo snemma á sumri.
Fiskiafli tregur, jeg held alstaðar hjer á norð-
urlandi, en mikil síld komin, þótt hún sje
ekki enn í þjettum torfum upp við land. Á
Siglufirði er þó búið að ná í nætur (lása) 2—
300 tunnum. Skost hákarlaskip nú hætt veið-
um, og hafa þau yfir höfuð aflað framúrskar-
audi vel».
Skaptafellssýslu (miðri) ll. ágúst :
»það má heita nýlunda hjer um pláss, að
sláttnr var nú byrjaður í 11. viku sumars,
en áður hefir þótt gott, hafi mátt byrja í 13.
viku. Gras má heita í bezta lagi, og nýting
enn þá allgóð».
Verzlunarfrjettir frá Khöfn 13. ágúst.
Á Englandi gefið fyrir norðlenzka ull beztu
9^,- penny (71 eyrir) og sunnlenzka 8£ til 9
Katiza.
van sagði, þá er bezt að húu fari þangað og
komi með einhverja flík eða annað af ræn-
ingjanum til sannindamerkis um það, að hún
hafi farið þa,ngað».
"það skal jeg hengja mig upp á, að hún
gerir ekki», mælti Nagy gamli, skellihlægj-
andi.
«Hún skal gera það», svaraði veitingamað-
urinn ákafur; «hún skal gera það, svo sann-
arlega sem jeg stend hjerna».
«En bíðið þið við», mælti Gyorgu kaup-
maður. «Ef þið ætlizt til, að stúlkan geri
þetta, virðist mjer það hættulegra en svo,
að það eigi að gera það fyrir nokkra potta
af víni. Jeg vildi ekki gera það, þó mjer
væru boðnar þúsund krónur».
«Mjer finnst», mælti Kabo glerskeri, «að
fyrst að aumingja Katiza verður að fara þessa
glæfraferð vegna einþykkni þinnar, Nagy
gamli, þá sje það ekki nema sanngjarnt, að
þú látir undan og leyfir henni og Antal syni
þínum að ná saman. En ef þii gerir það
ekki, þá skal jeg lofa þjer því, að segja
hverjum sem jeg hitci frá þessu; þvf að mjer
þykir fara illa á, að þú skulir standa á móti
góðutn ráðahag stúlkunnar*.
«Nú skulum vjer kalla á Antal», mælti
kaupmaðurinn, «og segja honum frá».
«Nei, hann má ekki vita neitt um það»,
mælti malarinn, «og Katiza ekki heldur, því
að ef hún fær að vita það, þá gerir hún það
bara vegna þess, en ekki til að sýna hug-
rekki sína».
«þ>að er bezt að hafa það eins og þú vilt»,
mælti veitingamaðurinn. «En ef þú efnir
ekki orð þín, Nagy gamli, þegar hún hefir
gert það, sem hvm átti að gera, þá skaltu
eiga mig á fæti.
f>að stendur við það, sem talað hefir ver-
ið, og nú kalla jeg á hana».
Katiza kom inn, rauðeygð og grátin, en
þó stillt og róleg.
«Katiza mín», mælti veitingamaðurinn.
«f>að er sagt um þig hjer í bænum, sem þú
átt elcki skilið, og efazt um ráðvendni þína
og tryggð. En jeg varð þá gramur og sagði,
að jeg gæti ávallt reitt mig á þig, í hverju
sem væri. En því var ekki trúað, og þá
sagði jeg, að þú mundir gera hvað sem jeg
beiddi þig um».
«Já, það skal jeg gera», mælti hún. «Jeg
skyldi ekki hika við að fara gegnum skóginn,
þvert og endilangt, ef mjer væri skipað».
«f>að er til enn meira af þjer ætlazt».
Katiza varð forviða; hún sá, að allir horfðu
á hana og einkum Nagy gamli, og hún renndi
grun í, að hjer mundi eitthvað á seiði, sem
ætti skylt við kunningsskap hennar við
Antal.
«Segði( hvað það er», mælti hún að lokum.
«Katiza er ekki hrædd við neitt; hún mun
gera það, hvað sem það svo er».
f>að kom fyrst hik á veitingamanninn; en
síðan sagði hann henni skorinort, hvað það
væri. Hún svaraði engu, en leit þunglega
til Nagy gamla, sem stóðst það eigi og leit
undan. Síðan sneri hún sjer við, tók stór-
an klút, batt um höfuð sjer og hjelt síðan
út í náttmyrkrið. í því bili sló klukkan 12.
f>á heyrðist undarlegt þrusk fyrir utan
gluggann. Gestirnir og veitingamaðurinn
hrukku víð af hræðslu, en heyrðu ekkert
meira. Allir sátu hljóðir og biðu þess, að