Ísafold - 04.09.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.09.1889, Blaðsíða 3
283 ast frá sólunni til lrinnar næstu fastastjörnu á 3J ári. Ef stjarna þessi liði undir lok allt 1 einu, mundum vjer þó sjá hana eptir það f 3^ ár. Og þannig er um aðrar sólstjörnur; frá Sirí- us þarf ljósið 17 ár, og frá Pólstjörnunni 60 ár til þess, að komast til vor. Frá vetrar- brautinni þarf ljósið mörg þúsund ár til að ná hingað til vor, og ef íbúi einhverrar jarð- stjörnu, sem rynni braut sína kringum ein- hverja sólstjörnu í vetrarbrautinni, skoðaði jörðina á þessu augnabliki með óumræðilega sterkum sjónauka , þá mundi hann sjá fyrir sjer það, sem gerðist hjer á eiröldinni, og vjer höfum sjálfir engar sögur af. Engin kjörskrá og engin kjörstjórn »fyrirfannst» í Sauðanesprestakalli í sumar, þegar átti að fara að kjósa þar prest. Tvær voru sóknarnefndirnar þar í vor, í sömu sókn- inni, þegar verið var að sækja um brauðið. Einn umsækjandinn kemur með meðmæling- arskjal frá sóknarnefndinni í brauðinu. En þegar annar af umsækjendunum kemst á snoðir um það, hugsar hann sjer að láta ekki slíkt standa fyrir, og kemur líka með ein- dregið meðmælingarskjal frá sóknarnefndinni, sem þá er samt skipuð allt öðrurn mönnum, hvernig sem á því hefir staðið — kosin ný sóknarnefnd í millibili, eða hvað ? Hvorug- um þurfti nú raunar að vera nrikill fengur í meðmælum þessum; það komst hvorugur þeirra á skrá til að verða í kjöri. Voru þessir þrír hafðir í kjöri: síra Arnljótur Olafsson á Eægisá, síra Benid. prófastur Kristjánsson á Grenjaðarstað og síra Jón próf. Guttormsson í Hjarðarholti. Til að kjósa um þá, boðaði hinn setti prófastur, síra Halldór Bjarnarson á Presthólum, kjörfund. Eáir komu heldur, en hitt var þó lakara, að hvorki var til nein kjörskrá til að fara eptir, nje heldur neinir til að vera í kjörstjórn með prófasti. Liggur næst að halda, að þá hafi verið svo komið, að engin sóknarnefnd hafi til verið í presta- kallinu, í stað tveggja áður. það er sem sje, eins og kunnugt er, sóknarnefndin, sem á hæði að semja kjörskrána og kjósa 2 menn til að vera í kjörstjórn með prófasti. Svona hafði þessi söfnuður það : Ijet veit- ingu brauðsins ganga sjer úr greipum með af- dæmislegu sinnuleysi. Brauð veitt- Vestmanneyjar 29. f. m. síra Oddgeiri Guðmundsen í Kálfholti, af landshöfðingja, samkvæmt kosningu safnað- arins. Prjedikun síra Jóns Bjarnasonar frá Winnipeg í dómkirkjunni á sunnudaginn að var, var með talsvert ólíku sniði því sem hjer er vandi til, og mun þó hafa líkað fiest- um áheyrendum mjög vel, og ekki ofþreytt þá, þótt hún væri hjer um bil helmingi lengri en annars tíðkast, — nokkuð á aðra kl.stund. Hann lagði ekki út af guðspjalli dagsins, heldur út af dæmisögunni um hinn trúa þjón og batt sig þó ekki svo mjög við efui hennar. Aðalefnið var : áhrif hins smáa í lífinu, einkum trúarlífinu og hinu siðferðis- lega lífi. |>að sem auðkenndi ræðu hans sjer í lagi, var nánari gaumgæfni að liversdags- legu lífi manna en almennt gjörist og hik- lausari og breytilegri heimfærsla veraldlegra dæma málinu til skýringar. Safnaðarfundur SÚ, er hinn setti dóm- kirkjuprestur hefir boðað annað kvöld með auglýsingu hjer f blaðinu, þarf að vera vel sóttur til þess að geta haft nokkuð verulegt að þýða að því kemur til afdrifa málsins um veitingu brauðsins. 'þeir sem gengu svo dyggi- lega frain í sumar til að fá saman lögmætan fund, ættu nú að láta sjer eigi síður annt um, að söfnuðurinn geri allt, sem 1 hans valdi stendur, til þess að hafa fullkomin áhrif á veit- inguna, hverju sem fram vindur. Leiðarvísir ísafoldar. 231. Ef hlutafjelag verður gjaldþrota, er þá hægt að ganga að hluthafendum eptir skuldum þess um fram það, sem hlutaeignin hrökkur? Sv.: Nei, ekki nema fjelagslögin heimili það með berum orðum. 232. Eru hreppstjórar skyldugir að innkalla borgunarlaust fyrir sýslumenn öll þau manntals- bókargjöld, sem ekki greiðast á manntalsþingum, ella taka þau lögtaki? Sv.: þeir eru ekki skvldir að fást annað við innheimtu á manntalsbókargjöldum, en að taka þau lögtaki, gegn hinum lögboðnu lögtakslaunum. 233. Eiga úttektarmenn sjerstaka borgun, nefni- lega virðingarlaun, fyrir að virða hús og aðra lausafjármuni upp í álag við úttektir á jörðum? Sv.: Nei. Lögtak fyrir álaginu með tilheyrandi virðingu hinna lögteknu muna er fólgið i úttekt- argjörðinui, sjá lög um bygging, ábúð og úttekt jarða 12. jan. 1884, 33. gr. 234. Er mönnum eigi leyfilegt að verja kálgarða sína t. d. með því. að setja net utan með þeim, og liggur nokkur ábyrgð á garðeigandanum, þó kind hengi sig í netinu? Sv.: Engin ábyrgð fyrir það. 235. Maður gjörist húsmaður 1. október, en hefir til þess tima verið hjú. Ber honum fyrir það ár að borga presti dagsverk og kirkju ljós- toll? Sv.: Hann á að gjalda kirkju ljóstoll á næsta gjalddaga, þ. e. föstudaginn langa árið eptir, og presti dagsverk um heyannir árið eptir. 236. Maður ræður sig um sumartímann fyrir eigin reikning á bát annars manns upp á kaup eða hlut. Yfir veturinn ræðst hann sem hjú hjá einhverjum. Er hann reglulegt hjú eða lausa- maður? Sv.: Lausamaður um sumarið, hjú um veturinn, ef hann er ráðinn til næsta hjúaskiidaga. 237. (letur þann, er tekur lóð á leigu, varðað það útbyggingu, ef hann greiðir lóðargjaldið seinna en ákveðið er í byggingarbrjefi fyrir lóðinui? Sv.: Já. 238. Bónda er byggð jörð við sjó með ýmsum skilmálum, og er einn sá, að hann leigi engum fiskiverstöðu í landi jarðarinnar. Nú leyfir bóndi öðrum mönnum að halda þar út. bátum þeirra gegn vissum hluta af afla, án þess að fá til þess leyfi landsdrottins. Hefir hann með þessu leigt öðrum fiskiverstöð og rofið byggingarskilmála? Sv.: .Já. 239. Er sýslumönnum heimilt, að reikna sjer dagpeuinga meðan þeir sitja á sýslufundi, sem þeir halda á heimilum sínum? Sv.: Nei, sjá 33. gr. sveitarstjórnarlaganna. 240. Ef einhver í forboði viðkomandi hrepps- nefndar kemur þeim (ógiptum) persónum í sambúð aptur, sem áður voru aðskildar sökum fleiri barn- eigna saman og þar af leiðandi sveitarþyngsla, en af peirra síðari samvistum hlýzt, að þessar sömu persónur eiga enn barn saman, og þvi sem hinum íyrri er slengt upp á hreppinn, — er það nú rjett- ara, að hreppurinn beri þá byrði, heldur en hann, sem af mótþróa við hreppsnefndina stuðlaði til þess, að brotið varð framið? Og ef það hefði verið sóknarprestur, sem sambúðinni olli, var það þá ábyrgðarlaust fyrir embættisstöðu han:? Katiza. á ferðum. jpá heyrði liann hófatak, og datt í hug, að þarna væri kominn nýr stigamað- ur og væri að strjúka burt með Katizu. Hann bljóp til skógarins, en þar var allt kyrrt og hljótt. En skömmu síðar heyrði hann hófatak niðrí á veginum; hann sneri þá við, og hljóp á hljóðið, eins og fætur tog- uðu, þangað til hann kom að veitingahúsinu, stökk yfir grindurnar og sá Katizu komna heim heila á hófi. Malaranum var ekkert um þessi blíðlæti sonar síns, og mælti: iHm—já, þetta getur nú allt saman verið gott og blessað, veitingamaður minn; í þetta skipti hefir þú ekki farið með neitt skrum, og jeg mun heldur ekki rjúfa orð mín. En hún hefir gert okkur illan grikk. því fór hún að koma með þennan bölvaðan stiga- mannahest hingað ? f>að var nóg, að hún fór þangað. Hún gat ekki gert meira, úr því að Murgu var horfinn af gálganum. Nú munu stigamennirnir sakna hestsins, og við, sem búum rjett við skóginn, megum þá og þegar búast við, að þeir hefni sín á okkur. Jeg mun, eins og jeg sagði, ekki ganga á bak orða minna; en fyrst verðum við samt að sjá, hvort ekkert illt hlýzt af þessari ferð hennar. Nú vil jeg ekki heyra meira um þetta, og verið þið sælir, nábúar góðir !« Síðan sneri karlinn sjer við, og var þotinn út áður en noklcurn varði. »Ekki er til einþykkari mannskepna en þessi karl«, mælti Kabo. »En það er ekki hægt neitt við það að eiga. Jeg held það sje bezt að halda heim«. Síðan kvaddi hann, og hinir gestirnir fóru einnig hver heim til sín. Næsta morgun var hesturinn, ásamt því, sem á honum fannst, fenginn yfirvöldunum í hendur og um leið skýrt frá öllum atvikum. Lögreglulið var sent út ríðandi í allar áttir, en kom aptur eptir 8 daga við svo búið. það tjáði ekki, að malaranum var sýnt fram á, að hann þyrfti ekki að óttast ræningjana framar, þó að Katiza hefði farið þetta um nóttina. Hann sagði, að þeir mundu fyr eða síðar hefna sín. En Antal kom mjög opt til veitingamannsins, og gestirnir töluðu opt um það, að það þyrfti að fá gamla karlinn til að láta undan: Nú leið og beið. Sex vikum eptir þetta kom uppskerutíminn, og allir höfðu nóg að gjöra. Karlmennirnir voru allan daginn og stundum hálfar næturnar úti á ökrunum, en kvennfólkið gætti á meðan bús og barna. þá var það einn dag um hádegisbilið, að maður einn lágur vexti en þreklegur sást á ferð eptir götunum í þorpinu. Hann gekk á miðri götunni, þótt heitt væri, og leit við og við í kringum sig, eins og honurn væri ekki vel rótt. I klæðaburði var hann ekki ókeim- líkur hesta-prangara. þegar hann kom að veitingahúsinu, skauzt hann þar inn um dyrnar. í veitingastofunni var enginn maður. Veitingamaðurinn og þjónustufólkið, konur sem karlar, var allt við útiverk. Katiza var ein heima og var að undirbúa kvöldmatinn. Komumaður settist í dimmasta hornið í stofunni og barði í borðið með tóbakspípunni sinni. »Hæ!» hrópaði hann. «Vín! Komið þið með vín!».

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.