Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 3
1 287 Nafnið “Ameríka*. Prakkneskur vís- indamaður, Jules Marcou að nafni, hefir gert sjer far um að komast fyrir, af hverju nafnið Ameríka sje dregið. Hann hefir nú ritað grein um rannsóknir sínar. Hann þykist geta fullyrt, að það sje engin hæfa í því, að nafn- ið Ameríka sje tekið af skírnarnafni siglinga- mannsins Yespucci. Vespucci kallaði sig ekki Amerrigo eða Amerigo fyr en eptir að Vest- urheimur var fundinn. Hann tók sjer kenn- ingarnafn eptir landinu, heimsálfunni, sem hann þóttist hafa fundið. Heldur Marcou, að nafnið Ameríka sje innlent í Vesturheimi. Milli Nicaragua-vatns og Mosquito-strandar er fjalllendi, sem nefnt er Ameríkufjöll; þar býr nú fámennur þjóðflokkur innlendur, sem kallaður er »Los Amerriquesn. þessi þjóð- flokkur hefir jafnan haft miklar samgöngur við Mosquito-strönd. Telur Marcou því eigi ólíklegt, að Columbus hafi hitt þenna þjóð- flokk fyrir, þegar hann kom fyrst á land á meginlandi Ameríku, og þaðan hafi nafnið verið dregið. Skipabraut yfir Mið-Ameríku- Síð- an Lesseps varð að hætta við Panamaskurð- inn, hafa Ameríkumenn reynt að stofna ný fjelög til þess að búa til skipaleið þvert yfir um Mið-Ameríku, milli Atlanzhafs og Kyrra- hafs. Eitt fjelagið ætlar sjer að láta draga skip- in yfir landið, Mið-Ameríku, á járnbraut. f>eir, sem fyrir þessu fjelagi standa, þykjast hafa reiknað út, að það þurfi helmingi minna af kolum til þess að koma skipunum yfir um á járnbraut, en þau mundu eyða, ef þau ættu að fara jafnlanga leið á sjó, eptir skipgeng- um skurði, Til þess að skipið sligist ekki til skemmda á leiðinni, hafa þeir hugsað út, að styðja það með svo mörgum stoðum, að á hverja stoð reyni ekki meira en mannsfóturinn þrýstir á jörðina á gangi. Skipið reynist þá hvergi nærri eins mikið á brautinni, eins og í með- alveðri á sjó. Leiðarvisir ísafoldar. 241. K . . . heitinn í Koti átti barn—hjóna- bandsbarn — á hreppnum nokkur ár; þar eptir var hann við bú og í húsmennsku mörg ár, en gat eigi borgað sveitarskuldina. þegar hann dó, ljet hann eptir sig talsverða fjármuni, sem voru seldir á uppboði, og hirti sýslum. peningana — nokkur hundruð kr. — Hreppsnefndin spurði sýslu- mann, hvort hún ætti að gera kröfu i búið, en fjekk ekld svar. Hún fór þá að lesa lögin, þar á meðal 6. lið í 14. gr. fátækrareglugjörðarinnar frá 1834 og þorði þá ekki annað en gera kröfuna samkvæmt sveitarbókinni. Blargar fleiri skulda- kröfur komu fram. Hvort er nú rjettara, að láta sveitarskuldina hafa forgöngurjett, eða að taka allar aðrar skuldir henni jafngildar, og gefa sína ögnina hverjum ? Sv.: Sveitarskuld þessi hefir engan forgöngu- rjett. 242. Hver á að tíunda fjenað þann, sem árlega gengur kaupum og sölum i fardögunum ? þeir eru, eins og allir vita, 4, og geta þvi báðir, kaup- andi og seljandi, haft sama fjenað undir hendi í sömu fardögum. En bæði skuldheimtumenn og gjaldendur, seljendur og kaupendur munu nota sjer ákvörðun tíundarlaganna 12. júlí 1878, 1. gr., og telja það eina til tíundar, er þeir eiga eða hafa undir hendi allt fardaga-timabilið (alla 4 dag- ana), en ekki það, sem þeir kaupa eða selja, taka eða láta í skuldir jarðarafgjöld o. fl. meðan fardagarnir standa yfir ? Sv.: Kaupandi (viðtakandi) á að tíunda þetta fje. Má sjá það bæöi á því, að iögin segia (í 1. gr.), að tíundandi skuli telja frá á hausthreppa- skilum það, sem farizt hafi um sumarið, en það getur hinn fyrri eigandi ekki, og á tíundargjald- daganum, sem ekki er fyr en meira en missiri eptir fardaga. 243. Er sýslumönnum heimilt að reilcna sjer þóknun fyrir húslán til sýsluíunda, hvort sem þeir halda þá heima eða heiman? • Sv.: þurfi þeir að gjalda fyrir fundarhúsnæði utan heimilis, er sjálfsagt að þeir fái þann kostn- að endurgoldinn. Geti þeir og vilji leggja til fundarstað sjálfir, á heimili sinu, ber að skoða það eins og sjálfskapaða embættiskvöð, endurgjalds- lausa, enda er vegur embættisins naumast samþýð- anlegur „prangi“ á þess konar. Betl. Hr. ritstjóri ! Er ekki bannað að lögum að betla ? Liggur ekkert við, ef út af því er brugðið ? Jeg spyr þessa af því, að núna i vik- unni var gengið um meðal manna og betlaö fýrir eiginkonu eins af hinum hærri gjaldendum bæjar- ins og meiri háttar atvinnurekendum hjerástaðn- um. Sv.: Samskot i gustukaskyni eru altíðkanleg og sjálfsagt full-leyfileg að lögum ; en annað mun ekki þetta hafa verið, sem spyrjandi kallar betl. \fjer undirskrifaðir vottum hjer með, að * prjedikun sú, er síra Isleifur Gíslason flutti hjer í dómkirkjunni hinn 4. ágúst í sum- ar, var að voru áliti sannkristileg í öllum greinum, og prýðisvel samin. Reykjavík 5. sept. 1889. Hallgrímur Sveinsson. P. Pjetursson. H. Hálfdánarson. þÓRHALLUR BjARNARSON. ElRÍKUR BrIEM. AUGLYSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkarív. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út i hönd. Samkvœmt skiptalögum 12. april 1878 og opnu brjefi, 4. jan. 1861 er hjermeð slcorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi fyrrum, kaupmanns Magnúsar Jónssonar, er andaðist að Bráðrceði við Beykjavík 27. maí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Beykjavík áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu innkötlunar þessarar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. september 1889. Halldór Daníelsson. 100 Kroner tilsikkres enhver Lungelidende, som efter Benyttelsen af det verdensberömte Mal- tose-Præparat ikke finder sikker Hjælp. tloste, Hæshed, Asthma, Lunge- og Luft- tör-Katarrh, Spytning 0. s. v. ophörer allerede efter nogle Dages Forlöb. Hun- drede og atter Hundrede have benyttet Præparatet med gunstig Resultat. Mal- tose er ikke et Middel, hvis Bestanddele holdes hemmeligt; det erholdes forme- delst Indvirkning af Malt paa Mais. At- tester fra de höieste Autoriteter staa til Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse Kr. 5, 6 Flasker Kr. q, 12 Flasker Kr. 15. Albert Zenkner, Opfinderen af Maltose- Præparatet. Berlin (26), Oranienstr. 181. Til ábúðar frá næstu fardögum fást pórustaðir í Vatnsleysustrandarhreppi, ábúð- arpartur Egils sál. Guðmundssonar. þessari fyrirtaksjörð fylgja tún í beztu rækt, góð og mikil hús (þar með vandað timburhús til íbúð- ar), næg þangfjara og vergögn, notaleg beitu- tekja og hin alkunna, ágæta lending. Abúð- Katiza. og svo gekk það mann frá manni, að Nagy gamli hefði náð Udrin, fjelaga Murgu. Tíðindin bárust út á akra, og hættu allir við vinnu sína og hlupu til bæjar, hver sem betur gat. Nagy gamli hafði farið á fund lögreglustjórans, og voru lögreglumenn sendir af stað; en þegar hann kom aptur, var hon- um fagnað með miklu gleðiópi jafnt af ungum sem gömlum. Hinir einu, sem efuðust um, að Nagy gamli hefði unnið slíkt frægðarverk, voru þeir Kabo glerskeri og Gyorgu kaup- maður; en þeir flýttu sjer samt til veitinga- hússins. Nagy gamli hafði nóg að vinna, að skipa fyrir og sjá um allt. Hann sagði reyndar eins og var, að það hefði verið Katiza, sem hefði ginnt ræningjann niður í kjallarann; en hinir vildu ekki heyra annað en að hann hefði Qáð honum sjálfur. Veitingamaðurinn var nú kominn heim, og hafði tekið að sjer að gæta dyranna í stað Katizu, sem var fegin að losast þaðan. Nú kom lögregluliðið og skipaði sjer í hring fyrir framan dyrnar. En nú var úr þeim vanda að leysa, hver ljúka skyldi upp hurðinni, og verða fyrir barðinu á stigamanninum. Nagy gamla gleymdist sem sje ekki að segja frá því, að Udrín hefði hjá sjer skammbyssu og hefði skotið í hurðina. •Mjer finnst«, mælti kaupmaðurinn, »að það ætti að láta þrjótinn sitja nokkra daga í kjallaranum, og þá mun hann verða mýkri viðfangs, þegar hungrið sverfur að honum». »Nei, nei, kunningi« kallaði veitingamaður- inn. »|>á myndi sjá heldur en ekki borð á víntunnunum mínum. Nei, hann verður að koma út þegar í stað. Hver, sem þorir að ganga í móti honurn, skal fá eins mikið vín og hann vill. Hjer er lykillinn. Áfram nú, piltar!« Lögreglumennirnir gengu fram með alvæpni, sem einn maður, én námu staðar allir í einu fáein fet frá dyrunum. Allir vissu, að Udrin var grimmur og illur viðureignar, og það var auðvitað, að sá, sem fyrstur yrði fyrir honum, yrði að láta lífið. þannig voru menn á báðum átttum nokkra stund. þá kom Antal. Höfðu tíðindin loks borizt til hans í mylnuna, og óðara en hann heyrði, að ræninginn hafði setið um líf Katizu, brann hann af löngun eptir að vinna á honum. »Við þekkjum hann Udrin«, mælti hann. »það má nærri geta, að hann hefir eitthvað í höndunum; það er öll von að menn vilji ekki eiga við hann einn og einn í senn. Hann myndi skjóta okkur niður eins og hjera. En við skulum samt ekki láta hann, sleppa, — við skulum svæla hann inni sem melrakka í greni«. »Já, svæla hann inni! Húrra, Antal! það er langbezt, að svæla hann inni!« æpti mannfjöldinn. þetta var að ráði gjört og tekið til starfa- það var komið með bjálka, borð, tunnur og keröld og hvað sem fyrir hendi varð, var þvf hlaðið í köst fyrir framan dyrnar hálfa mann- hæð. Bak við hann áttu nokkrir menn að liggja í leyni, til að grípa Udrin, ef hann stykki yfir. Síðan Ijet Antal stóra heyvisk fyrir innan köstinn, lagði í hana brennistein, vafði þreföldum brennisteinsþræði utan um og þakti síðan allt með mykju. Hann hafði trjespæni við hendina, sem hann hafði kveikt í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.