Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 1
'K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 72. Reykjavik, laugardaginn 7. sept. 1889. 100 lög á 50 dögum. jpað var ákvæðisverkið þingsins í sumar hjer um bil. Nákvæmara tiltekið voru það 105 lög, sein það hafði í smíðum, og tíminn til þess ekki nema 49 dagar virkir. Meira en tvenn lög á dag. 011 þurfa þau 6 umræður á þinginu í minnsta lagi, ef duga skal ; sum 8 eða 9, ef hrakn- ingur verður milli deilda eða rekur að sam- einuðu þingi, eða raunar 10—11 umræður, þar sem fyrsta umræða t. d. er klofin í tvennt, vegna nefndarkosningar, eins og altítt er, með margra daga millibili eða jafnvelmargra vikna stundum. það er tvímælalaust, að það er ekkert lög- gjafarþing um víða veröld, sem leggur eins mikið á sig og alþingi Islendinga. það hefir verið tekið til þess opt áður ; en þó tók stein- inn úr í sumar. Hjer um bil þriðjungi fleiri frumvörp til meðferðar en meðaltal þess, sem verið hafði á undauförnum þingum. þótt svo sje, að þingvinnan fari ekki eða þurfi ekki að fara beinlínis eptir frumvarpatölunni, þá verð- ur þó optast hlutfallið í þá áttina. þegar -önnur eins ósköp hlaðast á þingmenn af mál- um eins og í sumar, á jafnstuttum tíma, þá hlýtur þingvinnan að verða hjer um bil ó- kleyf, eigi nokkur frágangur í lagi að verða -á málunum. þetta mundi þykja mikill málafjöldi annar- staðar á þingi, sem er skipað mörgum hundr- uðum manna og situr að vinnu kannske hálft 4rið eða þaðan af lengur. Hjer er þessu snarað af á fáeinum vikum af fáeinum tugum manna. Af þessum fáeinum tugum manna má þó jafnan telja svo og svo marga frá sem verk- lausa eða mjög verklitla, ýmist af gjörsam- legum vanmætti þeirra, eða af því, að meiri hlutinn lætur þá ónotaða vegna misþóknunar á stefnu þeirra og skoðunum í helztu þing- málum. þannig lendir megnið af þingvinn- unni, ef til vill, á litlum hluta hins fámenna þings : mestöll nefndarvinna, framsaga mála i, þinginu eða yfir höfuð aðalflutningur þeirra. Hinir »gjöra grein fyrir sínu ákvæði», sem 'þeir kalla, einhvern tíma áður umræðum er hætt, til þess að kjósendurnir sjái, að þeir hafi ekki alveg þagað. það þótti mikið afreksverk og fágætt, er ríkisþingið í Danmörku lauk við 40 lög á síð- asta þingi, á sex mánuðum eða þar um bil. Alþingi leysti af hendi sama afreksverkið í sumar, á meira en þrefalt skemmri tíma, og með fimm- eða sexfalt minna þingliði. jpað hristi 41 lög fram úr erminni á sjer á 8 vik- •um. En jafnframt hafði alþingi meira en 60 frumvörp þar fyrir utan í smíðum, og vann að sumum þeirrn viðlíka mikið og þótt þau hefðu afgreiðzt að fullu frá þinginu. Eíkis- þingið hefir kannske skilið við 10—20 frum- vörp fallin eða óbúin ; fráleitt meir. Sumir kunna að hugsa, að lög þau, er meiri háttar löggjafarþing og meðal stærri þjóða láta eptir sig liggja, sjeu kannske þeim mun merkilegri eða margbrotnari. En það er misskilningur. Smáþjóð þarf jafn-ýtarleg lög og merkileg um marga hluti, um meiri hlutann af því, er löggjafarvaldið lætur sig varða, eins og stórþjóðirnar. f>að er helzt að því leyti, að þær hafa fjölbreyttari at- vinnubrögð og mikilfenglegri, sem löggjöf þeirra getur orðið nokkuð viðameiri og marg- breyttari. f>að hlýtur svo að vera,— það getur ekki hjá þvl farið, að vinna, sem er afkastað á jafnskömmum tíma, og af jafn-fáum mönn- um, sje þá líka þar eptir, sem kallað er, eða að hún beri talsverðar menjar hins mikla annríkis, hins mikla gufu-hraða, sem má til að hafa á þingstörfunum, ef þeim á að niiða nokkuð áfram. f>að er engin furða. En satt að segja er meiri furða, að vansmíðin skuli þó ekki vera meiri en er hjá alþingi, eptir því sem fram hefir komið til þessa. f>að var gegndarlaust áframhald í surnar meiri hluta þingtimans, ekki sízt í neðri deild, þar sem alltítt var að hafa 10—12 mál, optast tóm lagafrumvörp, á dag- skrá á einurn fundi; stundum fleiri. Efri deild komst líka stundum upp í þá tölu eða vel það. f>að þarf, liggur manni við að segja, meira en mannlegau mátt til að veita hverju máli fyrir sig í öðrum eins sæg nægilega íhugun. Yerulegum umræðum verður alls eigi komið við nema rjett um stöku mál. f>ær komast ekki fyrir á svo af- skömmtuðum tíma. Yerður þá niðurstaðan sú, að það eitt af málunum, er Qinhverra hluta vegna vekur ástríður manna, hlýtur þá virðingu og viðhöfn, að þau eru rædd í 2— 3 klukkustundir í senn, þótt fremur ómerki- leg sjeu í sjálfum sjer, eins og t. d. smjör- líkistollurinn núna í sumar og Möðruvalla- skólinn, og fleira því um líkt. Mikils háttar mál aptur á móti ganga ef til vill því nær umræðulaust, hvort sem þau eru felld eða samþykkt. f>að er hin hóflausa brúkun þingmanna á frumkvæðisrjetti sínum til laganýmæla, sem veldur þessari botnlausu málaþvögu á þing- inu. fúngmenn sjá sjálfir og kannast við, að það keyri langt úr hófi fram. En þeir fá ekki við það ráðið. Frumkvæðisrjettur þing- manna er eitt með hinum mikilverðustu stjórn- frelsishlunnindum, og því viðsjárvert að hepta hann á nokkurn hátt. Eina haptið, sem við á og bezt dugar, er stjórnhyggilegur þroski þingmanna sjálfra, að kunna sjer hóf í þeim efnum. Mönnum hafa hugkvæmzt hin og þessi ráð til að takmarka frumvarpastrauminn inn á þingið. En þau hafa öll þann galla, að þau ganga háskalega nærri jafnrjetti þingmanna til að nota frumkvæði sitt. f>að er eitt, að hafa nefnd manna meðal þingmanna sjálfra, utan þingskapa, til að sía frumvörpin, áður en þeim er hleypt að. Með því að slík nefnd mundi eflaust skipuð hinum færari þingmönn- um og af meiri hlutanum, eru allar líkur til, að þau frumvörp, sem hún rjeði frá að bera upp, mundu ekki eiga annað erindi inn á fund í þinginu en að falla þar, og því snjall- ast fyrir flutningsmann að láta slíkan grip aldrei hlaupa af stokkunum. En það sjá allir, að úr því gæti orðið voðalegt meiri hluta ofríki, og það ofríki, sem væri því háskalegra, er því væri beitt í hálfgerðu pukri. Annað ráðið er, að forseti, sem ræður dag- skrá þingsins, láti það af frumvörpum sitja á hakanum, og ef til vill aldrei komast að, sem honum þykir ekki á vetur setjandi. En úr því getur einnig orðið hættulegt gjörræði. f>að er og óviðurkvæmilegt, að þingmenn sjeu nokkuð upp á náð forseta komnir í því efni. A undanförnum þingum mun þó hafa verið nokkuð leitazt við að deyfa skriðið með því móti, af forseta neðri deildar að minnsta kosti. En hinn nýi forseti þar í sumar, Bened. Sveinsson, tók þegar þá stefnu, að taka frum- vörpin á dagskrá viðstöðulaust, holt og bolt, jafnóðum og þau voru prentuð, og er það sjálfsagt miklu rjettari aðferð, þótt hún leiddi til þess, að meiri málahrúga dembdist á dagskrá dag eptir dag rneiri hluta þing- tímans en dæmi er til áður. Að þingið sjálft, þegar til umræðu kemur, stytti frumvarpinu aldur, það er hin eina löglega aðferð til að fá það út úr heiminum, ef það á ekki skilið að lifa. f>að mun aldrei hafa verið jafnfátt af óút- ræddum málum sem eptir þingið í sumar, og er það auðsjáanlega að þakka þessari reglu, að láta málin koma viðstöðulaust á dagskrá. þmgtíimnn er svo naumur, að ekki veitir af því, ef málin eiga að komasc áfram alla leið. Aframhaldið var meira að segja svo mikið í neðri deild framan af þinginu, að þar var mikið litið að gera orðið síðasta hálfan mánuðinn. Hinn mikli sægur af frumvörp- um, er ruðzt höfðu inn þangað, var annað- hvort dauður, eða kominn upp í efri deild. f>essi gegudarlausa málastappa á þinginu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.