Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.09.1889, Blaðsíða 4
288 arskilmálar verða mjög aðgengilegir. |>eir, sem vilja, smii sjer til mín, eða herra Guðm. Guðmundssonar í Landakoti; verður jörðin þeim byggð, er okkur kemur saman um að veita ábúðina. Reykjavík, 5. eept. 1889. St. Thorarensen. „Sjálfsfræðarinn**. þar sem ekki einu sinni hafa fengizt full 200 áskrifenda að Sjálfsfræðaranum —þar af milli 20 og 30 einir, sem hafa borgað 1. bók- ina— og þar sem alþingi neitaði öllum styrk til þe3sa fyrirtækis, svo að unt væri að selja bækurnar enn vægara verði og auka þannig útbreiðslu þeirra, þá virðist þjóð og þing sam- dóma um það, að það sje ekki æskilegt, að mentun og nytsamur fróðleikur breiðist of alment út meðal alþýðu. f>að verður því eigi auðið að búast við mikilli útbreiðslu á ritum þessum, og því verður heldur eigi unt að selja þau við því afarlága verði, sem ráðgjö^t var, ef þau næðu almennri útbreiðslu. f>ví auglýsist hjer með, að upp frá þessu verður eigi tekið við áskrifendum að »Sjálfs- fræðaranum#, og að verð bókanna verður ept- irleiðis frá 80 au. til 1 kr. fyrir hverja hók í bandi eptir stærð og mynda-fjölda. Ný-útkomið er : Sjálfsfræðarinn. Ryrri flokkur. Önnur bók. Jarðfræði eptir porvald Thoroddsen. Með mörgum myndum. Innbundin 90 au. Áður tttkomin : Stjörnufræði, eptir Björn Jensson. Innbundin 80 au. Sigfús Eymundsson. Pallegir sauðir og geldar ær fæst keypt fyrir peninga á næstkomandi hausti í Skaptártungu tals- vert að tölu, ef verðið verður ekki mjög lágt, að minnsta kosti ekki fyrir neðan 16 kr. fyrir væna sauði. J>eir, sem vilia kaupa, gjöri svo vel að gefa sig fram við undirskrilaðan sem allrafyrst. Hemru, 12. ágúst i88q. Jóll Einarsson. Fjármark Sigurðar Jónssonar í Artúnum í Mos- fellssveit er: blaðstýft apt. hægra, lögg apt.; blaðstýft apt. vinstra. lögg apt. Brennimaik S* J. Á GEYSI í Itvík er byrjuð vínsala aftur, önn- ur greiðasala og rúm handa f'erðafólki, sem áður. pr. J. ívarsson E. Finnsson. PÆÐI geta skólapiltar og aðrir á viðHka reki fengið í góðu húsi hjer í bænum og með góðum kjörum frá 1. október þ. á. Kitstj. vísar á. Peir skulu taka eptir mjer! Tvær ungar nettar stúlkur mættust í Aust- urstræti í Reykjavík: »Komdu sæl. Ertu ekki boðin í hina veg- legu brúðkaupsveizlu í kvöld« ? »Jú, náttúrlega; jeg hefi látið búa mjer til silkisvuntu úr silki frá porl. U. Johnson; en sjerðu hana fröken Ljómalind þarna —sú held jeg verði eitthvað einkennileg— því hún hefir sagt hreint út: peir skulu taka eptir mjer ! Brúðkaupsveizlan mjög fjölmenn —allt fólk prúðbúið— glatt á hjalla. Allir tóku eptir ungri stúlku, sem hreint ekki tranaði sjer fram. það var hún fröken Ljómalind. Og af hverju var öllum svona starsýnt á hana? Af þvi hún var með nýja hœstmóðins «eleganta« flauels-svuntu frá í>orl. O. Johnson. Jeg leyfi mjer hjer með, að tilkynna hinum heiðruðu skiptavinum mínum, að verzlun þeirri, sem jeg hefi rekið hjer í Keflavík, undir forustu bróður míns, kaupmanns 0. A. Ólavsens, framvegis verður haldið áfram með hans stjórn, með nafninu H. P. Duus, sem að undanförnu. I von um, að verzlun þessi eíns hjer eptir og hingað til fái að njóta velvildar og trausts hinna heiðruðu skiptavina, vísa jeg til neðan- standandi undirskriptar. Keflavík 3. september 1889. Kristjana Duus. O. A. Olavsen undirskrifar: II. P. Duus. Verzlunar-atvinna. Ungur, efnilegur og reglusamur maður getur nú þegar fengið atvinnu við verzlun. Frekari upplýsingu gef- ur ritstjóri þessa blaðs þriöjudagiini 27. f. m. missti jeg poka með föt- um og ýmsum matvælum, úr móskipi (til J>. lækn- is Thóroddsens), á ferð frá Seltjarnarnesi suður Njarðvíkur. Sá, sem l'inna kynni poka þennan, er beðinn að halda honum og því sem í honum var til skila, að Smiðshúsum i Ytri-Njarðvík. 6. september 1889. pórarna porvaldsdóttir. í>etta þarf að lesa! Nú hjer eptir sel jeg Beykjavíkurbúum, hina alþekktu, kröftugu öltegund, frá Rahbeks- Allé, fyrir einungis þetta verð: 10 hdlfflösk- ur d 1,25. Jeg hef nú á lagari 12 þúsund hálflöskur, og 3 þúsund af gl. Carlsberg. Reykjavík 7. september 1889. W. o. Breiðfjörð. THORVARDSON & JENSBN. BÓKBANDS-VERKSTOFA. Bankastræti 12 (hús Jóns Ólafssonar alþm.). Ölverzlun. Vindlaverzlun. 9. Aðalstræti 9. I itlinarpfni vor> sem Ulstaðar eru viður- l-ILUIiai Cllll Kennd ágæt að vera og sæmd voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888, enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð- ing,—hin einu litunarefni, er hver húsmóðir getur litað með fljótt og auðveldlega eins fallega og beztu litarar, fást hjá herra P. Thorsteinsson, Bíldudal. Buch’s Farvefabrik. Studiestræde 32. Kjöbenhavn K. Undertegnede Repræsentant fír Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassurance Compagni for Bygninger, Varer og Effeeter, stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om Brandforsikring for Syslerne Isafjord, Barda- strand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier etc. N. Chr. Gram. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6 útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. ágúst Hiti (á Cel»ius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt. sept. á nóttu um hád. fm. em. fm | em. Mvd. 4. + 9 + ‘3 739.9 75'.8 S h d Sa hv d Fd. s. +11 + '4 75'.» 751.8 Sa h d ISa hv d Fsd. 6. Ld. 7. + ii + 9 + *■ ^ 754.4- 762.0 750.9 Sa hv d ISa hv d A h d Undanfarna daga hefir verið landsunnanátt og talsverð úrkoma dag og nótt. Kitstjori Björn Jónaaon, oand pnil. Prentsmið.ia ísafoldar. og stóra, þunga járnhrífu. Hann Ijet nú fólk- ið þoka sjer dálítið til hliðar, svo að það yrði ekki fyrir skotum úr kjallaranum, og gekk síð- an að dyrunum. »þey, þey», mælti hann og hlustaði stund- arkorn. »þrællinn hefir víst falið sig bak við einhverja ámuna, svo að hann yrði ekki fyrir skotum okkar». Hann kveikti nú í brennisteínsþræðinum, tók lásinn hægt frá, og þegar kviknað var í brennisteininum, reif hann fljótt upp dyrnar og ýtti með hrífunni heyviskinni rjúkandi niður í kjallaragöngin. Síðan lokaði hann hurðinni aptur og lypti upp járnhrífunni, til þess að hann gæti látið hana ríða á ræningj- ann, þegar hann kæmi út. Nú voru allir sem á glóðum, og biðu þess, hvernig fara mundi. Allt var hljótt og kyrt, þó að meira en 100 manns væri þar saman komnir; brakið í eldinum og snarkið í hey- inu fyrir innan heyrðist greinilega, og ekki leið á löngu, áður en reykjarsvælu lagði xit um rifurnar á hurðinni. »Bara að þú hafir ýtt heyinu nógu langt inn», mælti Nagy gamli lágt, og gekk nær, svo að menn gleymdu honum ekki. »þú getur verið óhræddur um það, pabbi», mælti Antal, en hafði samt ekki augun af dyrunum. »Komdu ekki svona nærri. Jeg ímynda mjer, að þrælnum kynui nú að fara að þykja miður loptgott inni». það var orð og að sönnu. Reykinn af hey- inu lagði um allan kjallarann, og það leið ekki á löngu áður en reykjarsvælan var orð- in lítt þolandi. Ræninginn hafði búizt vel um bak við ámurnar, en varð forviða, er hanD sá heyviskinni snarað inn. Var þá rjett að því komið, að hann hleypti af byssunni, en hann áttaði sig samt og hugsaði með sjer, að bezt mundi vera að geyma púðrið þangað til að hann þyrfti helzt á því að halda og mest lægi við. Eptir því sem reykurinn óx, þok- aði hann fyrir honum lengra og lengra inn eptir kjallaranum, og þegar það dugði ekki lengur, kastaði hann sjer flötum & kjallara- gólfið. En það stoðaði eigi að heldur. Reykj- arsvælau og óþefurinn varð óþolandi. Hann sá, að það var úti um sig og að ekki var að hugsa til að forða sjer. þá kom á hann berserksgangur, og hugsaði hann sjer, að þeir skyldu komast að því keyptu áður hann fjelli. Haun tók þá skammbyssuna í hægri hönd sjer og hnífinu í vinstri, stökk síðan upp sem óður væri, og yfir heyviskína logandi, hratt upp hurð- inni og ætlaði að snarast burt. En í því bili Ijet Antal járnhrífuna ríða á banu ofan og dró hanu til jarðar með henni. Hinn hleypti af byssunni, en kúlan fór upp í loptið, og í sama vetfangi stukku lögreglu- mennirnir að og gripu hann ; var hann síðan fluttur burt bundinn á vagni. A öri fyrir ofan vinsta augað þekktist, að þetta var Udrin, hinn voðalegi fjelagi Murgu, er hengdur hafði verið eigi alls fyrir löngu. f>að var glatt á hjalla í þorpinu þann dag, og lof þeirra feðga, malarauna, gekk fjöllum hærra. Borgarstjórinn stakk upp á, að Nagy gamla væri flutt þakkarávarp frá öllum bæjarmönn- um, og karlinn varð svo frá sjer numinn af feginleik yfir slíkum frama, að hann þaut inn í veitingahúsið, kom út aptur með Katizu við hönd sjer, færði Antal hana, og mælti:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.