Ísafold - 02.10.1889, Síða 2

Ísafold - 02.10.1889, Síða 2
314 ar í »Fj.kon« síðast, að hann vilji þó ekki láta setja síra M. J. af. Hann segist vona að síra M. J. sje »í hjarta sínu« rjetttrúaður í þeirri grein, sem orðið hefir að umtalsefni hvað hann snertir. Hann hafi líklega leiðzt til að rita trúarvillugrein sína í »Pj.kon.« í sumar af »gremju út af allri meðferðinni á sjer«, þ. e. þeirri meðferð, að hann fekk ekki von um að verða hafður í kjöri til dómkirkju- prestsembættisins,—hafi með öðrum orðum tekið það ráð, að hefna sín á trúarbrögðun- um, svona í svip, án þess að hugsa sjer að halda því áfram. þetta er mikið skarpleg getgáta og sennileg. Oðrum kynni að hafa hugkvæmzt sú aðferð, að hefna sín heldur með því að abbast upp á yfirmann kirkjunn- ar ; síra M. J. miðar hærra, líklega af því, að hann er svo ákaflega mikill merkisprestur, sem kand. H. P. segist frá. Annars er sitthvað í grein hr. H. P. undarlega ólíkt því sem búast mætti við af valinkunnu guðsmannsefni. T. d. sú tvöfalda skreytni, sem hann byrjar á grein sína : að kirkjustjórnin hafi svarað sjer upp á «opna brjefið» fyrir munn ritstjóra ísafoldar, og að ísafold telji biskupinn meðal leikmanna. Er og eigi gott að skilja, hvað honum getur hafa gengið til að búa þetta til, þar sem það er hvorttveggja alveg gagnslaust fyrir hans málstað. Eyrri setningin er gagnslaus vegna þess, að hann tilgreinir alls eigi, hvers efnÍ3 svarið (kirkjustjórnarinnar) hafi verið. Hann smíð- ar þá frásögn, að hann hafi fengið svar frá kirkjustjórninni, fyrir munn ritstjóra Isafoldar; því smíðar hann þá ekki líka, hvaða, svar hann hafi fengið? Hvaða vit er í því, að smíða ekki líka innihald svarsins — segja ekki B, úr því að hann fór að segja A ? Setningin um leikmennsku biskupsins er auðsjáanlega spunnin upp til þess, að geta út úr því togað inn í greinina á apturfótun- um stóreflis-skjall um dr. Pjetur biskup. En gagnsleysið sýnir sig í því, að þar með rifj- ast einmitt upp fyrir almenningi, að síra M. ■ J. var þjónandi prestur mestalla hans bisk- upstíð, átölulaust, þótt alkunnugt væri um samband hans við »Iínítara«. Mun fáum geta skilizt, að eptirmaðurinn eigi ofanígjöf skilið fyrir það sama, sem fyrirrennarinn fær skjall fyrir: — »ritað nafn sitt með óafmáan- legu letri í kirkjusögu þjóðarinnar«. Yfir höfuð er framkoma hr. H. P. í þessu máli, með þess nána sambandi við skipun dómkirkjubrauðsins, eitthvað undarleg. Hann gefur líklega sjálfur þá heimspekilegu skýr- ingu, að hún sje sprottin af »sögulegri nauð- syn«. það er þjóðráð, að skýra það sem ó- ljóst er, með einhverri heimspekilegri hug- mynd, sem er þaðan af óljósari. Með því móti má skýra alla skapaða hluti. Af »sögulegri nauðsyn« sækir þá t. d. hr. H. P. ákaft um Reykjavíkurbrauðið í sumar, þótt hann væri fastráðinn prestur landa sinna í Ameríku og sjerstaklega skuldbundinn þang- að að fara; — hann gerir þetta af eintómri »sögulegri nauðsyn«, en ekki af því, að hon- um þætti meiri slægur í dómkirkjubrauðinu heldur en hinum lítilfjörlega, hálfmyndaða söfnuði þar vestra. Af »sögulegri nauðsyn« hefst hann upp úr eins manns hljóði hjer á landi og fer að finna að biskupskosningunni missiri eptir að hún er um garð gengin, þótt hann gangi án efa að því vísu, eins og aðrir, að þótt prest- ar landsins, sem flestir eru lærisveinar síra H. Hálfdánarsonar og hafa miklar mætur á honum sem kenniföður, hefðu fengið að ráða biskupskosningunni, þá hefði hún samt frá- leitt lent á honum. Að hann álítur hann nú allt í einu hafa verið sjálfkjörinn til bisk- upstignar, það er náttúrlega ekki sprottið af afskiptum hins nýja biskups af því, hverjir í kjöri voru hafðir um dómkirkjubrauðið, held- ur af »sögulegri nauðsyn«. Hin sama «sögulega nauðsyn» verður líka að taka á sitt breiða bak skýringuna á því, hvernig hr. H. P. getur heitið «framandi í þessu landi», þótt honum, sem er hjer bor- inn og barnfæddur og hefir alið hjer mest- allan aldur sinn, og enn virðist hafa mikinn hug á að staðfestast hjer, fljúgi í hug í 100. sinn, að yfirgefa landið—fara til Ameríku ?— «innan fárra daga», en framkvæmi það alls ekki. Loks er hin sama «sögulega nauðsyn» undirrót þessarar skyndilegu vandlætingarsemi út af trúarskoðunum síra Matth. Jochums- sonar, en ekki gremja út af því að ná ekki í Reykjavíkurbrauðið, ekki ílöngun í Akur- eyrarbrauðið, og ekki neinn skúmaskots-undir- róður óhlutvandra fjandmanna kirkjunnar. Barðarstrandarsýslu vestanv. 18. sept.: «Prá 25. ágúst til 6. þ. m. eða um % mánuð var vætukafli, en þó optast hæg úr- koma, að eins stöku dag mikil rigning, en órólegt til sjávarins, einkum síðari vikuna, sjaldan miklir stormar og nær því ávallt hlýtt, 10, 11, 12 og 13° R. um hádegi opt- ast. 8. þ. m. var hæg norðanátt, með 14° hita um hádegi, en mjög mikið mistur, sólin blóðrauð. Næstu 2 daga, 9. oglO., var ofsa- rok á norðan og fremur kalt, 4—7° hiti, en síðan lygndi og hlýnaði hinn 11.; 11° þann dag. Daginn eptir (12.) var logn og sólskin með 14° hita um hádegi. Hinn 13. gekk aptur til vætu og 14. var sunnanrok og stórrigning lengst af, hin mesta á sumrinu, síðan sláttur byrjaði, eu þó hlýtt; 11° um hádegi. 15.—17. skúrir, 2 fyrri dagana sunn- an, í gær vestan, með 8 og 9° hita fyrri dagana, en 2—7° í gær. I fyrri nótt fraus dálítið, því þá var lopt Ijett. I dag er norð- vestan þerrir, nokkurt sólfar, ofurlítið frost í morgun, en nú (kl. 10 f. m.) 3° hiti; kl. 11—2 kafald, snjóaði í fjöll. Engjar munu hjer almeunt hafa verið í meðallagi að grasvéxti eða vel það, og nýt- ing yfir höfuð mátt heita hin bezta. Úthey- skapur verður hjer í sveit eigi almennt meiri en í meðalári. Hjá sumum bændum á Rauðasandi fauk nokkuð af heyi norðanrok- dagana; þar er mjög veðrasamt í þeirri átt. Dável aflast enn á opnum skipum, þegar það er reynt, á Patreksfirði og Tálknafirði. Sömuleiðis við Arnarfjörð á smokk, og á Barðaströnd (heilagfiski). Smáfiskur mun nú vera komin í 48 kr. á Patreksfirði (stór 50 kr.). Isafirði, 22. sept.: «Tiðin hefir verið á- gæt til lands og sjávar í sumar. Nýting og grasvöxtur í bezta máta og heyafli því með betra móti, enda þó hann sje hjer sumstað- ar hafður í hjávinnu; 18. og 19. þ. m. snjó- aði hjer vestra niður í ajó og var hvass af útnorðri; í nótt fyrst frost að mun. Aflabrögð ágæt bæði á þilskip og opin skip; um hlutarhæð ekki enn fengin greinileg skýrsla. Síldarafli talsverður og því mikill bátaafli hjá þeim sem hann hafa stundað, sumir fengið 3 og á 4. hundrað til hlutar, þ. e. 3—400 kr., innlagt blautt, og hefir það> verið sú bezta atvinna hjá þeim sero það> gátu stundað. En síldin kom svo seint, afi margir voru búuir að ráða sig í daglauna- vinnu yfir tímann. En á móti aflanum að reikna er það eins og maður hafi sofið allt sumarið. Sumir útvegsbændur hjer á Isafirði hafa fengið afla svo skiptir þúsundum. Slys- farir og skaðar hafa hjer engir orðið. Heilsu- far fremur gott, og yfir höfuð árgæzka. Sýnilegar afleiðingar hins mikla afla er á sumum stöðum meiri drykkjuskapur en áður, og má það sorglegt heita, að nota þannig gjafir drottins. Gránufjelagið. Aðalfundur fjelagsins þ. á. var haldinn á Yestdalseyri 26. ágúst í sumar — er skrifað þaðan —. A honum var kaupstjóri (Tr. Gunnarsson), 1 úr stjórn- arnefndinni og 10 fulltrúar. Eptir munnlegri skýrslu kaupstjóra stóðu hlutabrjef fjelagsins nú í sínu. upphaflega verði. Skuldir manna. við fjelagið höfðu minnkáð, en voru þó mikl- ar enn. Enginn prentuð skýrsla hafði kom- ið um hag fjelagsins undanfarin ár. Lofaði kaupstjóri, að láta skýrsluna koma út næsta ár. Talsverðar umræður urðu út af rentum af hlutabrjefunum. Kaupstjóri stakk upp á, að sleppa þeim alveg, og kvað þá Holme mundu gefa eptir miklu meir en því svaraði af rent- um, sem fjelagið ætt að greiða honum, enda hefði hann undanfarin ár, sem að eins hálfar rentur (3°/°) hefðu verið teknar af skuldabrjef- um, gefið talsvert upp af sínum rentum. Niðurstaðan varð þó, að greiða skyldi þetta. ár fullar rentur, 6”/». Má ætla, að skýrslu- leysið að undanförnu hafi átt meðfram þátt í þessu. Ef bændur hefðu haft greinilegar skýrslur um hag fjelagsins, og sjeð þar glöggt, að Holme hefði gefið svo og svo mikið eptir af sínum rentum, er ólíklegt, að þeir hefðu lagt fyrir fulhiúa sína á deildarfundum að krefjast fullra renta á aðalfundi«. Prentfjela^ Isfirðinga. Af ísafirði er skrifað 23. f. m.: »Pundur í prentfjelagi Is- firðinga hafði verið auglýstur að haldinn yrði 16. þ. m. kl. 4, en var af óþekktum ástæð- um frestað til næsta dags kl. 8, með auglýs- ingarlappa á einu húshorni. Fundinum stýrði alþm. síra Sig. Stefánsson, sem kosinn hafði verið í stjórn þessa fjelags til eins árs 1. sept. 1887, ásamt tveimur öðrum, er höfðu sagt sig úr stjórninni á því stjórnarári, og enginn fundur verið haldinn síðau. Fundarsojóri skýrði þegar frá því, að fje- lagið skuldaði rúmar 1300 kr., en ætti tals- vert til í bókum og útistandandi fyrir »þjóð- viljann«. því næst skýrði síra Sigurður fundinum frá því, að fjelagsstjórnin hefði daginn áður — hinn upprunalega fundardag — gjört brjef- legan samning við bónda í Ögurhreppi um, að taka prentsmiðjuna á leigu. Með samn- ingi þessum afsalar stjórnin sjer eða fjelag- inu öllum yfirráðum, afnotum og afskiptum af prentsmiðjunni um tvö ár, og heimilar leigjanda þau, ásamt með öllum útistandandi skuldum fyrir »f>jóðviljann«. Jafnframt gat síra Sigurður þess, að hann hefði tekið sjer tvo menn sem meðstjórnendur, nl. Skúla Thoroddsen og Gunnar Halldórsson, og kvað hann þetta tiltæki sitt vera samkvæmt lög- um fjelagsins. þessari kynlegu aðferð hinnar sjálfkjörnu

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.