Ísafold - 05.10.1889, Síða 1

Ísafold - 05.10.1889, Síða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. (Jppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstræti 8. XVI 80. Raykjavik, laugardaginfi 5. okt. 1889. íslenzk rjettritun. Eptit- yfirkennara H. Kr. Friðriksson. III. (Niðurlag). Jeg skal fara fáeinum orðum um hvert þessara fjögra atriða. 1. Jeg skal játa það, að dr. B. M. Olsen hefur sýnt talsverða elju og þolinmæði í því, er hann hefur verið að telja saman villurnar í stýlum lærisveina hins lærða skóla; en jeg held, að hann hefði getað gjört eitthvað þarfara og gagnlegra, og varið tíma sínum betur en til þessa samtínings. En hvað sýna hinar mörgu villur þeirra í að greina i og y, í og ý ? Alls eigi það, sem liann segir, örðugleikann að greina þessa stafi; því að uppruni alls þorra þeirra orða, sem rita skal með y eða ý, er Ijós hverjum þeim skplapilti, sem nokkuðhugsar ura, hvorn stafinn skrifa skuli, og er það einkum þá, er þeim hefur verið margsagt það, og þeir sjá það fyrir sjer í því nær hverri bók, er þeir fietta upp; heldur sýnir það skeytingarleysi eitt; og auk þess verður þeim þetta skeytingarleysi svo tamt, er þeim helzt það uppi annarstaðar en í hinum íslenzku stýlum, og sjá það opt í ritum, að þessum stöfum er blandað saman, án þess að sje fundið. Greiningin á i og y, í og ý er eigi að eins nauðsynleg til að sýna uppruna, eða rjetta afleiðslu orðanna, heldur og til þ)ess, að hugsunin verði lesendunum þegar 1 stað ljós, og þeir þurfi eigi að vera að velta því fyrir sjer, hver hugsunin muni vera. það er sannarlegur ókostur ritmálsins, ef orðunum er þannig skipað niður, að hugs- unin sje eigi þegar ljós hverjum lesanda, sem nokkra hugmynd hefur um efnið. það er ókostur ritmálsins, ef þau orð eru við höfð, sem tvíræð eru og þýða má á tvo vegu. það •er ókostur ritmálsins, ef stafsetningin er þannig, að eigi má vita, þegar um tvö orð eða fleiri er að ræða, er sína þýðingu hefur hvort, hvort þeirra það sje, sem skrifað er. það er hægt að sjá t. a. m. hvernig fara mundi í lögum, ef*þýða mætti þar eitthvert orð á tvo eða fleiri vegu. þar er bráðnauð- synlegt, að allt sje svo ljóst og ótvírætt, að -enginn misskilningur geti átt sjer stað; að öðrum kosti geta dómarar og aðrir lagt sína þýðinguna hver í orðin; og ef orðin eru tví- ræð, getur engin sagt, hver rjett hafi. J?að er eigi rjett, sem dr. B. M. Ólsen segir, að stafsetningin mundi eigi valda meiri ruglingi í riti, heldur en framburðurinn í ræðu; því að bæði rómurinn og áherzlan og jafnvel látbragðið styður mjög að því, að sýnaáheyr- endunum, hvaðsá á við, sem talar ; og hversu opt eru þó eigi hin töluðu orð misskilin, svo að spyrja verður þann, sem segir orðin, hver hugsun liggi í þeim? ; en þar er sú bótin við, að hann getur þegar í stað skýrt orð sín, en þetta kemst ekkert að í ritum. Höfund- urinn þykist rita svo ljóst, að hann verði eigi misskilinn, og hefur því enga ástæðu til að skýra orð sín. það eru mörg orð í íslenzku, sem misskilja má eptir stafsetningu dr. B. -M. Ólsens, og jeg get mörg tínt, ef hann óskar þess. þegar þetta orð «tína« má opt misskilja, af því að eigi verður með vissu sagt, hvort það þýði að «safna» eða «glata», ef engín greining er gjörð í ritinu á í. og ý, t. a. m.: «alt, sem þú hefur tínt, hef jeg þegar funcliðn. Hvort er nú hugsunin í þess- um orðum : «allt það, sem þá hcfur talið upp, vissi jeg þegar áður», eða. : «Jeg hef fundið Allt það, sem þú hefur glataðn? «Fisa», er það leitt af «fús», eða er það orð, sem stendur í einni vísu Grettis: «físancli rann liann Gisli ?» Til er sögn að «skjóta». Hvernig verður eintala núlegs tíma í framsöguhætti og þáleg tíð viðtengingarháttar af þeirri sögn ? Eða er eigi til önnur sögn, sem er eins borin fram í þessurn tíðum? Jeg veit það víst, að doktórinn kannast við haua. Seiða og seyða eru tvo orð ólíkrar merkingar, en bæði orðin vill þó dr. B. M. Ólsen rita eins; og þannig má telja upp fjölda slíkra orða. Ef það eru einhver orð, sem óvíst er, hvort rita eigi með i eða y, í eða ý, og hinir lærðu doktórar vita eigi, hvor stafurinn er rjettræðari í þeim, þá geta þeir þó með engu móti sagt, að jeg skrifi þau orð rangt, þótt jeg skrifi þau með y og ý, en þeir vilji heldur rita i og í. 2. Dr. B. M. Olsen segir sjálfur, að regl- an fyrir því, hvar skrifa eigi z, sje einföld. En ef hún er einföld, sem hún sannarlega er, hvers vegna skyldi þá hlífa nemendunum við að fylgja þessari reglu? Sú hlífð getur af engum öðrum rótum verið runnin en þeirn, að venja nemendurna við, að vera sem hugs- unarlausasta í stafsetningunni, eða halda upp- runa orðanna og sambandi sem leyndustu; banna þeirn að hnýsast eptir uppruna. það er sami hugsunarhátturinu, og þegar páfinn bannar alþýðumönnum að hnýsast í biflíuna. Ef jeg skrifa istur, hver veit þá hvort þetta orð er myndað af »út« eða »ostur«? Ef jeg ritaði: »Mjólkin hefur staðið ist í húrinu í þrjá daga«, hver getur sagt, hvað orðið »ist« þýðir hjer ? hvort heldur »utast«, eða »orðin að drafla«? 3. þá er um tvöfalda samhljóðendur er að ræða á undan hinum þriðja, þá ætla jeg víst, að heyrn drs. B. M. Olsens sje eigi alls kostar næm, ef honum heyrist alstaðar samhljóðandinn einfaldur á undan öðrum í þeim orðum, sem hann vill láta skrifa með einföldum samhljóðanda. Hann segir það eigi heldur; hann segir að eins víðast hvar; en ef honum heyrist samhljóðandinn sumstaðar tvöfaldur, hví vill hann þá eigi skrifa hann þar tvöfaldan, úr því hann vill skrifa eptir framburðinum ? þar er hann miður samkværa- ur sjálfum sjer. Sannleikurinn er sá, að hljóðið í slíkum orðum er eigi fyllilega ljóst eða ákveðið. Samhljóðandinn er þar meira en einfaldur, þótt hljóðið verði eigi fyllilega eins hart, eins og ef stafurinn væri borinn fram tvöfaldur, enda er það mjög eðlilegt, að hljóðið verði nokkuð óljóst í munni manna, svo að eigi er hægt að segja með vissu, hvert hljóðið sje ; hjá harðmæltum mönnum verð- ur samhljóðandinn því nær tvöfaldur, að því er jeg get bezt greint; og ef það er rjett, sem jeg segi, hví skyldi þá eigi rita eptir upprunanum ? Ef jeg ritaði »fals«, þá get jeg eigi vitað, hvort það er eig. eint. af nafn- orðinu »fall« eða eig. eínt. í kk. og hvk. af eink. »falur«, eða hvorugskynsorðið »fals«. »Hals», er það eig. eint. af nafnorðinu »hallur« ( = steinn), eða »halur« (maður)? («Hann treysti sjer eigi að ganga til þessa hals«). »Als« af »al- ur« eður »allur«? (»Hann missti þessa als«). »Driks«, af hverju mundi það vera leitt ? eða hver skildi það jafnvel ? »þreks« er það eig. eint. af »þrek« eða »þrekkur«? o. s. frv. 4. þá segir doktórinn enn fremur, að framburður, og sömuleiðis víðast hvar upp- runi, mæli með því, að skrifa heldur / á undan p, og því ætti alstaðar að skrifa ft, þar sem það heyrist, einnig þar sem pt er upprunalega. það mun þó doktórnnm íull- kunnugt, að þetta er gagnsætt málfræðisleg- umreglum, t. a. m. bæði í latínu og grísku ; þar mun það almennt, að herða linan dumb- an staf á undan öðrum hörðum, breyta t. a. m. g og f á undan t í k og p. þessi hin sama regla hefur og vakað fyrir hinum fornu Islendingum, og því rita þeir t. a. m. pt, þar sem vjer ritum ft, t. a. m. leypt (af leyfa), líkamlekt, andlekt, o. s. frv. þar sem doktorinn gefur í skyn, að ávallt sje f, en eigi p, borið fram á undan t, þá neita jeg því að svo sje. það er satt, að framburðurinn í þessari grein er nokkuð óljós, og hljóðgild- ið eigi fyllilega ákveðið, en ef vel er að gáð er hljóðið á undan t harðara en /, og nálg- ast ^i-hljóði. Auk þess yrði ritháttur hans mjög villandi. Hver mundi skilja orðmynd- irnar hrefti, kefti? t. a. m.: »Hann keifti lif handa sistur sinni, en er hann kom að bekn- um þarna, fjekk hann að vita, að hann hafði hreft annað lif, en hann vildi, og kefti til lyfjabúðarinnar aftur«. Að síðustu vil jeg ráða hinum heiðraða höfundi fyrirlestursins lUm stafsetning«, að hafa hugföst sín eigin orð, þar sem hann segir, »að það sje skylda vor, ef vjer getum, að riðja burt öllum farartálma á menntavegi þjóðar vorrar«, því að þá er auðvitað, að hann vill eigi leggja neinn nýjan farartálma á þeirri leið, eða auka hina eldri. Með þessari grein minni vona jeg til, að jeg einnig hafi svarað dr. Finni Jónssyni, að því leyti sem grein hans í ísafold XVI, 70, þarf svara við. Að svo mæltu læt jeg hjer staðar numið að sinni. Búnaðarskóli Suðuramtsins. það er kunnugt, að skóli þessi komst á fót síðastliðið vor, eptir að allar pýslunefndir suðuramtsins höfðu samþykkt stofnun hans á hinu fyrirfarandi ári. Sökum þess, að al- menningi, sjerstaklega í austursýslum lands- ins, mun vera lítt kunnugt um þessa stofnun, ætla jeg nú í stuttu máli að lýsa henni að nokkru leyti. Skólinn byrjaði tilveru sína í miðjum maí- mánuði í vor, og er þess vegna nú orðin hálfs árs gamall. Ekki var þar sjerlega gott að-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.