Ísafold


Ísafold - 09.10.1889, Qupperneq 3

Ísafold - 09.10.1889, Qupperneq 3
»til borgunar og reikuingsskila«, en ákveðin fjárkrafa kom eigi fram fyr en löngu seinna, í aukarjetti 25. ágúst 1887, og var því aldrei lögð til sátta; og með því að dómkrafan í málinu er byggð á athugasemdum sýslu- manns við jafnaðarreikning Geithellnahrepps 1885—86, án þess að sjeð verði, að hrepps- nefndin hafi sjálf rannsakað eða látið rann- saka reikninginn samkvæmt 20. gr. sveitar- stjórnarlaganna, nje heldur að hlutaðeigandi sýslunefnd hafi rannsakað og úrskurðað hann samkvæmt fyrirmælum sömu lagagréinar, eða að hún hafi gefið oddvita sínum (sýslumann- inurn) umboð til að gjöra það. ■— Málskostn- aður fyrir báðum dómum var látinn falla niður. Minnisvarði yfir Kristján Jónsson skáld. Tveir menn á Akureyri hafa í sum- ar gefið út boðsbrjef eða áskorun um gjafir til minnisvarða yfir Kristján Jónsson skáld, er legið hefir nú undir grænni torfu í 20 ár án þess að leiði hans hafi auðkennt verið frá legstað sljettra og rjettra vinnumanna, svo kunnugt sje, og var hann þó einn af vorum fáu merkisskáldum, miklum og ein- kennilegum gáfum gæddur. Beiðendur eru mjög lítilþægir, stinga upp á 100—200 kr. kostnaði til minnisvarðans; og mega þeir hinir mörgu, er mikils meta kveðskap Kristj- áns og hafa mætur á honum, verða æði- smátækir, ef ekki lánast að hafa svo lítið saman, og þó nokkuð meira væri, svo að minnisvarðinn yrði gefendunum líka heldur til sóma en minnkunar, þegar hann loksins kemst upp. Fjárkaup. Fjárkaupamarkaðir eru nú um garð gengnir hjer um suðursýslurnar hjá flestum, nema G. Thordal; hans menn munu vera um það leyti að byrja. Um Borgarfjörð og Mýrar hefir verðið 12— 15 kr. fyrir veturgamalt fje, 15—18 kr. fyrir tvævetra sauði og 17—20 kr. fyrir eldri sauði (3 vetra). Sama verð bæði hjá Coghill og Vídalín (Zöllner), Thor Jensen í Borgarnesi o. fi. Má á því sjá, hve gegndarlaust er verð á kjöti hjer í Bvík um þessar mundir, 30 a. ppundið af sauðakjöti fullorðnu; þ. e. sexfjórðunga fall 18 kr., sama og slík kind kostar með öllu saman á fæti á mörkuðun- um ! í Bangárvallasýslu ekki gefið nema 12—14 kr. fyrir fullorðna sauði á mörkuðum þeirra Coghills þar. Fje er þar svo smátt. Til ritstjóra „Fj.konunnar“. í 24. tölubl. „Fj.kon.11 þ. á. hafið þjer sæmt mig með dálítilli neðanmálsgrein, og vil jeg ekki láta það dragast að tjá yður þakklæti mitt fyrir eink- unnina „stórdygðamaður“, sem jeg reyndar naum- ast bjóst við að fá írá yður, en sem jeg sætti mig fullkomlega við, þangað til annað betra býðst. það er fljótfærni af yður að segja, að jeg bregði Fjk. um guðleysi. Jeg sagði að eins, að blaðið heiði verið að útbreiða (ekki semja) guðleysis- greinir. þetta er satt fyrir hverjum þeim, sem les blaðið, og sem trúir því, að Jesús Kristur sje sannur guð. því trúi jeg, þó það kunni nú að þykja gamaldags, og í þeirri trú vona jeg að deyja. Verið getur, að jeg sje „ekki sem stöðugastur í sannleikanum“, en það má uú maður manni segja. Hitt væri mjer óþægilegra, ef með rjettu yrði sagt um mig, „að jeg væri stöðugur í ósannindunum“. Óskandi væri, að slíkt ætti ekki heima lijá Fj.kon. að því er til Múlasýslna hefir komið nú um hríð að undanförnu. Meðal annars! Hvaðan úr Suður-Múlasýslu komu i sumar skilnaðarávörpin góðu, með undir- skriptum ? þjer segið í Fj.kon. — jeg á ekki blaðið ■— að ávörpin hafi komið úr þingeyjar- og Múlasýslum. Af þeim, sem jeg hefi talað hjer við, kannast enginn við það. A undirbúningsfundin- um til alþingis að Egilsstöðum í vor var ávarpinu ekki hreyft. það mun þó vera satt að tarna hjá Fj.kon. ? þjer megið ekki misvirða það við mig, lierra ritstj.Fjk., þótt „jeg.tali af mínu eigin“ við yður ; jeg mun ábyrgjast að það verði óhrekjandi, efekki áþreifanlegur sannleikur. Með maklegri virðingu þingmúla 10. sept. 1889 Páll Pálsson. Leiðarvísir ísafoldar. 259. Hvað lengi geta sýslumenn látið dánarbú standa óskipt, sem tekin eru til skipta og hlutað- eigendur óska þeim skipt sem fyrst, og öll skil- riki eru fyrir hendi, án þess þeir sæti ábyrgð á drætti sínum, eins þó ómyndugir eigi í hlut? Sv.: Fyrir þvi eru eigi lögákveðin tímatakmörk;: en haldi sýslumaður eigi „tilhlýðilega áfram skipt- unum“, skal amtmaður áminna hann, og verði það' árangurslaust, má landshöfðingi skipa annan mann til að skipta búinu í hans stað. Frekari þrjózka varðar embættismissi, auk sekta og skaðabóta. Sjá 97. gr. skiptalaganna. 260. Er mjer ekki heimilt að selja hverjum sem jeg vil eignarjörð mina, hvort heldur hún er heil eða hálf, eða hefur ábúandinn nokkra laga- lega heimild til að sitja fyrir kaupinu, fremur öðrum? Sv.: Abúandi hefir forkaupsrjett, ef honum hefir verið byggð jörðin æfilangt, en annars ekki,. sjá tilsk. 18. júni 1723. 261. Maður nú um 50 ára, var frá 16 ára aldri til 30 vinnumaður. giptist þá og bjó í 15 ár, missti konu frá 3 börnum, hætti búskap, hefir síðan verið daglaunamaður —Jjelaus—- og með vinnu sinni varið börnum sínum frá sveit, verið húsmaður miöpart vetrarins þá vinnu hefir ekki verið að fá, í sveit. Er nú þessum manni skylt að borga presti dagsverk ? Sv.: Nei, ekki ef hann á ekki >/2 hdr. tíund- bært. 262. Eru konur jafgiíd vitundarvitni sem karlmenn ? Sv.: Já, nema vafasamt um arfleiðsluvitni. 263. Eru samþykktir, lög eða reglur, sem ein- stakt fjelag, hverju nafni sem það nefnist, semur fyrir sig, gildandi til að koma fram ábyrgð á hendur þeim fjelagsmönnum, sem kynnu aði brjóta ? Sv.: Já, að svo miklu leyti sem ákvæðin geta verið löglegt samningsatriði milli einstakra manna; t. d. ekki líkamleg refsing. 264. Vanalega stendur í byggingarbrjefum:: „Öllum lögskilum skal hann, þ. e. leigjandi, uppi halda lýrir jörðina“ o. s. frv. Nú vanrækir leigj- andi t. d. að borga tíund af jörðinni eða gjalda heytoll eða ljóstoll. Hefir hann þá fyrirgjört á- búðarrjetti? Sv : Varla nema hann sje krafinn og refjist samt. 265. A. byggir B. eignarjörð sína kúgildalausa fyrir umsamið eptirgjald, enda hefir jörðin lengi verið byggð svo, kúgildalaus. Má þá B. telja frá við tíundarframtalið 1 kúgildi fyrir hver 5 jarðar- hundruð? Sv.: Já, sjá 8. gr. tiundarlaganna. Maríustígurinn maður þessi, sem var svo drambsamur af auð síuum og ættgöfgi, mundi gefa dóttur sína syni manns, sem verið hafði í hús- mennsku, allra sízt nú, þegar hann hafði heitið henni öðrum. En hvað er það, sem ástin treystir sjer ekki til? Hún hyggur sjer allt fært og að ekkert standist fyrir sjer. Svo fór og hjer. þ>au sömdu það nú með sjer, að Eysteinn skyldi næsta dag heim- sækja Alf bónda og biðja dóttur hans. Hann hugði, að hann gasti eytt mótbáru þeirri, hvað fátækur hann væri, með því að segja hónda, að húsbóndi hans, er hann hafði venð hjá, hefði lofað honum að hjálpa hon- um til að kaupa jörð í sveit sinni; hann gjörði sjer og von um, að þó að Álfur væri dramblátur, mundi hann láta gæfu dóttur sinnar sitja í fyrirrúmi. f>annig leið tíminn án þess að þau vissu af, og voru þau að hughreysta hvort annað og gjöra sjer góða von um, að vel mundi rætast úr fyrir þeim framvegis. Fyrst þegar tók að dimma, minntist María þess, að hún varð að flýta sjer heim, og að vegurinn yfir hálsinn var langur og að hún yrði eigi komin heim fyr en komið væri fram á nótt. Nú varð hún mjög hrædd um, að faðir sinn mundi sakna sín. Hún fór nú að skyggnast um gljúfur- barminn, sem var nærri því snarbrattur og gnæfði yfir hinn freyðandi hyl undir Bjúk- andafossi, og fljótt sá hún nokkra stalla, er henni virtist sem góður klettamaður mundi geta komizt þar yfir. Hún hugsaði sig ekki lengi um, reif sig úr höndunum á Eysteipi, sem stóð forviða, og fyr en hann varði, var hún komin í miðjan klettinn. Hann var mjög hræddur um hana, en þorði eigi að kalla til hennar; en hjelt þegar í stað á eptir henni. Hann sá, hversu hún fetaði sig yfir ófærur, sem enginn lifandi maður hafði áður þorað að fara. María klifraði ó- hrædd klett af kletti; fossinn beljaði við fæt- ur henni, og var henni bráður bani búinn, ef henni skrikaði fótur. Allt gekk klaklaust. María sagði brosandi, þegar þau voru komin yfir um, að sig furðaði á þvf, að sjer hefði aldrei fyr dottið í hug að fara þessa leið, því að sjer sýndist hún ekkert voðaleg. Næsta morgun sá hún Eystein ríða í hlað; hún þorði eigi að vera við, en faldi sig þang- að til hann var riðinn burt. þegar hún kom aptur inn, sat faðir hennar og var allreiður. »Hjer hefir enn borið biðil að hiisi, dóttir mínc, mælti hann. »Veiztu nafn hans?« María roðnaði og horfði niður fyrir fætur sjer. »Ef jeg vissi«, mælti Alfur, »að dóttir mín gæti gleymt svo gjörsamlega, hver hún er, að hún vildi samlaga sig slíkum manni, mundi jeg aldrei kannast við hana í ætt- minni. En það getur ekki verið, og fól þetta hefir logið, er hann sagði, að þú hefðir hug á sjer; þú veizt og betur en svo, hvað þú átt að þjer, að þú gjörir þjer og ætt þinni slíka smán. Jeg hefi verið þjer úti um virðulegt gjaforð, og jeg vona, að þú gjörir vilja minn í því sem hlýðið barn«. María fjell grátandi um háls föður sínum, sagði honum upp alla söguna og kvaðst aldrei mundi yndi festa með öðrum manni en Eysteini. Eaðir hennar hratt henni frá sjer reiður, og kvað aldrei skyldi verða, að hún ætti Eystein, heldur skyldi hún sam- dægurs heita Asláki tryggðum, og sendi í

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.