Ísafold


Ísafold - 07.12.1889, Qupperneq 3

Ísafold - 07.12.1889, Qupperneq 3
391 Norðurmúlasýslu 7. nóv.: Afbragðs- tíð hefir haldizt enn bæði í Fjörðum og Hjer- aði. Einu sinni eða tvisvar gránað í byggð og lítið snjóað á fjöllum. Úrfelli hefir verið talsvert, einkum í Fjörðutn, mest austansvildr- ur og rigningar. Tíðin mjög mild, en þar af leiðandi, sem opt vill verða í Fjörðum, hvikul og óstöðug. Gæftir litlar á haustinu í Norður-Fjörðum; aflast lítið þess vegna og hins, að litill fiskur hefir verið fyrir, svo sem í Seyðisfirði, þar sem varla hefir orðið fiskvart á vanafiskistöðv- um undir svokölluðu Bjargi. I Suður-Fjörð- um aptur mokfiski sagt af þorski. I Mjóa- firði sumir bátar búnir að fá síðan í vor um 100 skpd. Engin síld fjekkst í nætur á Seyð- isfirði í haust. Fjarskinn allur af lifandi fje var flutt nt í ár, á að gizka úr Múlasýslum 12—14 þús- undir. Slimon keypti þar mest. Allt var keypt í ár, nema lömb; sumir seldu jafnvel af kvíánum, sem munu hafa verið geltar upp, og því kallaðar geldar. Verð á fjenuvarhátt og yfir höfuð vel viðunanlegt fyrir bændur. En þó eru margir óánægðir með Slimon , þótti hann gefa mönnum svo misjafut fyrir, enda virtust sumif þeir, sem hann hafði í þjónustu sinni, hafa lítið vit á fje. Engu fje var slátrað í kaupstöðum á Seyðisfirði, og þurrabúðarmenn fengu lítið kjöt til heimíla sinna. Hinn 1. okt., þegar nýju toll-lögin urðu gildandi, settu kaupmenn á Seyðisfirði upp verð á kaffi, sykri og tóbaki í 1,10, 0,40 og 2,10—2,40 kr., þótt sumir þeirra væru búnir að byrgja sig nokkuð upp af þessum vörum fyrir þenuan dag. þessari verðhækkun áttu tollarnir að valda ! Fikiveiðasamþykkt sú, er Seyðfirðingar höfðu á prjónunum síðastliðinn vetur og samþykkt var á sýslufundi í vor, var fyrir skömmu óafgreidd til amtmanns. Sýslumaður Einar Thorlacius sigldi til Khafnar seint í fyrra mánuði með seinasta fjárkaupaskipi Slimons. Ekki hefir heyrzt, hvað haun hefir leyfi til að vera lengi burt. Sýslu- skrifarinn mun gegna fyrir hann flestum störf- um á rneðan, nenra dómarastörfum, sem sagt er, að sýslumaður J, A. Johnsen gegni. Suður-Múlasýslu 8. nóv.: oTiðcufarið hefir verið óstöðugt í haust; optastuær sunn- anátt með meiri eða minni rigningu. Snjór er nú talsverður á fjöllum, eu autt í byggð- inni enn. Sumarið var gott. Gott grasár upp til sveita, og eins hjer í Fjörðum, þótt nýtingin væri hjer töluvert verri. Afli var ágætur hjer á Austfjörðum í sum- ar, og hefir verið góður allt til þessa. Fær- eyingar þeir, sem hjer hafa verið í sumar, hafa aflað vel : 2500—3500 kr. virði á bát, sem 4 eru á, og sumir máske vel það. þeir guldu nú dálítið til sveitar áður en þeir fóru, í 1. sinn eptir hinum nýja lögum um bát- fiski á fjörðum ; en tregir voru þeir þó til | þess». Austur-Skaptafellssýslu (Nesjum), 18. nóv.: Veturinn sem leið, var hjer frostvæg- ur, en þó áfrörasamur og þess vegna gjaf- feldur; komust því margir í heyþrot eða nær því, því að heyföng voru mjög lítil eptir fyrra sumarið, en betur rættist úr en á horfðist um tíma, því að með sumrinu komu stöðugar þíður og votviðri; kvað svo mikið að þeim rigningum, að víða týndist ull af sauðum og tað varð ónýtt til eldsneytis. Grasvöxturvarð hjer ekki betri en í góðu meðallagi, og hey- skapur eptir því, enda voru allt af rigningar öðrum þræði, og þurkar fremur skammvinnir, en snarpt frost kom um jafndægraleytið, svo að heyskapur var á enda fyr en ella mundi. Haustið hefir verið votviðrasamt og frostvægt, og heldur góðviðrasamt fram að þessum tíma, en nú eru sífelldar stórrigningar um hríð. Reilsufar manna heldur gott. Mikil óánægja er í mönnum út af þeim að- gjörðum alþingis, að leyfa ekki Austur-Skapt- fellingum að skiljast við suðuramtið og sam- einast við hið fyrirhugaða austuramt, sem Iangtum hagfeldara virðist í alla staði, þar sem öll viðskipti vor lúta austur á bóginn, og þessi sýsla hefir ávallt verið talin með Austfirðingafjórðungi. RangárvallasýsllT, 3. nóv.: nSumarið var hjer, eins og annarsstaðar, ágætt að veð- urblíðu og heyafli hjá flestum með beztamóti. Betra haust muna tæplega gamlir menn, en síðan veturinn kom, hefir verið mjög óstöðug veðrátta : stórrigningar og snjógangur á víxl; nóttina milli hins 14. og 15. þ. m., og svo um daginn hinn 15. rigndi hjer ákaflega mik- ið, og varð mjög mikið tjón af því í Fljóts- hlíð (Inn-Hlíðinni) af skriðum, er hlupu of- an úr hlíðunum niður á tún og engjar. Níu jarðir alls hafa orðið fyrir þessum skriðu- hlaupum, og hafa skemmzt meira og minna á túni og engjuin ; en þó hefir mest aðþeim kveðið á Eyvindarmúla og Múlakoti. Nú í vetur hafa Fljótshlíðingar umgangs- kennara, gagnfræðing frá Möðruvallaskóla, Nikulás jbórðarson; eitthvað rúm 40 börn njóta kennslunnar. Fjársala varð hjeðan úr sýslunni í liaust meiri en nokkru sinni áður. Coghill og Thor- dal, og kaupmennirnir Guðmundur ísleifsson á Eyrarbakka og Jón Arnason í þorlákshöfn, keyptu hjer allir fje. Yerð á sauðum var frá 14—18 kr. Ileitmfar er nú sem stendur gott og engir nafnkenndir hafa dáið». Austur-Skaptafellssýsla og amtaskiptiogin. 1 tsaf. XVI 53 |>. á. stendur í grein um búnaö- arskóla Suöuramtsins: „þegar ný áskorun var lögö fyrir sýslunefndir Suöuramtsins voriö 18S8, sainþvkktu þær þetta fyrirtæki allar, aö frátekinni Skaptafellssýslu, sem fyrir sakir vöntunar á upplýsingum samþykkti það ekki fyr en á næsta fundi 1889, með miklum at- kvæðafjölda11. Svo er þetta lika komiö í ,.Frjettir frá ísl. 1888“; þar stendur á bls. 38, þar sem talaö er um stofn- un Hvanueyrarskólans og' aö til hans skuli varið búnaðarskólagjaldi Suöuramtsins og vöxturn af búnaðarskólasjóöi þess: „böföu allar sýslur uin- dæmisins samþykkt þetta“. þetta verð jeg að lýsa algjörlega ranghermt, að því er snertir sýslunefnd Austur-Skaptafellssýslu. Húti hefir aldrei samþyklct þetta; enda er það al- menn ósk inanna hjer, að skiljast við Suðuramtiö og fá sinn hluta úr sjóöum þess, til þess að geta veriö í tjelagi meö Austtirðingum, ef þeir mynda sjerstakt amtsfjelag. þaö var í vor samþykkt af sýslunefncl vorri meö öllum atkvæðum, að bera fram þessa ósk viö amtsráö Suðuramtsins; en henni virðist ekki hafa verið sinnt. þvert á móti hefir nefnd í efri deild alþingis, þar sem báðir amtmennirnir sátu, útilokað Austur-Skaptafells- sýslu frá hinu fyrirhugaða Austuramti, og sjest á þessu, hversu frjálslynd lilutaðeigandi stjórnarvöld eru gagnvart oss, þar sem vjer erum neyddir til að taka þátt í því, sem vjer viljum ekki, en synj- að um það, sem vjer sækjum eptir. öðruvísi er farið með A'orður-þingeyinga; þeim er gefinn kost- ur á, að vera í Austuramtinu, ef sýslunefndin ðskar þess (þótt hún hafi eigi beiðzt þess að fyrra bragði), og þeir mega velja um, hvort þeir vilja heldur styrkja Hólaskólann eða Eiöaskólann. Manni liggur við, aö ímynda sjer, að þeir háu herrar haldi, að ekki sje vandgjört við vesala. þar sem vjer erum. Meðalfelli 17. sept. 1889. Eiríkur Guðmundsson (sýslunefndarmaður Nesjahrepps) Leiðarvisir ísafoldar. 306. þegar tveir aukapóstar eiga að leggja upp undir eins frá sama póstafgreiðslustað, má þá láta sama manninn gera þá lykkju á leið sina, að fara hvorutveggju ferðina? Sv.: Nei, ,það er alveg rangt, og ætti að kæra slíkt tafarlaust til landshöfðingja. 307. Mætti hafa mann fyrir aukapóst, sem væri í gæzluvarðhaldi fyrir glæp, t. d. þjófnað? Sv.: Spyrjandi getur sagt sjer það sjálfur, að shkt er óhæfa. Viti hann dæmi þess, þá á hann að kæra það afdráttarlaust fyrir rjettum yfirvöld- um, en ekki að vera sá heigull, að gjöra að eins út af því nafnlausa blaðafyrirspurn. 308. Jeg kaupi hús, og geng aö föstum samn- ingum við seljandann um verð þess; svo þegarjeg er búinn að borga það, þá kemur einn frá austri og annar frá vestri með veösetningar í húsinu. þarf jeg nokkurn hlut að gegna þeim? Sv.: .Já, sjeu veðsetningarnar þinglýstar. 309. Er sú veðsetning ekki ógild, þótt hún sje þinglesin, sem engir vottar eru að? Sv.: Nei, ekki nema lausafjárveðsetning sje. 310. Er skólanefnd ekki skyld til að bafa e'pt- irlit með kennslunni í skóla eða skólum í hreppn- um, t. d. gefa gætur að því, hvað kennt er, og hvernig það er Ieyst af hendi? Sv : Jú. 311. A skólanefndin ekki einnig að sjá um, aö lierbergi þau, sem kennt eri,sjeu þannig úr garði g.jörð, að ekki rigni eða snjói inn í þau meðan verið er að kenna, og að þau verði hituð, þegar frost er mikið? Sv.: Jú, siðferðisleg skylda er það sjálfsagt. Lög vantar um það. 312. Er ekki lögboöið, að hreppssjóður beri nokkuð af kostnaði við barnakénnslu í þeim hrepp, sem nýtur styrks til hennar úr landssjóði ? Sv.: það er skilyrði fyrir landssjóðsstyrk til baruaskóla, að þeir njóti jafnmikils styrks annars- staðar frá (annaöhvort úr hreppssjóði eða á ann- an hátt). 313 iier þeim bónda að gjalda presti offur, sem á að eins 20 hundruð í samanlögðu, fast- eign og lausafje, og á allri fasteigninni hvíla þing- lýstar veðskuldir ? Sv,: Já, sjá tilsk. 27. jan. 1847, 3. gr. AUGLÝ SIN G AR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Proclama. Fptir lögum 12. aprd 1878, sbr. 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skidda telja i dánarbúi Guðmundar Björns- sonar, scm andaðist að Miðhúsum i Vatnsleysu- strandarhreppi kinn 26. febr. þ. á., að til- kynna skuldir sínar og sanna þœr fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar. pœr skuldir, sem framkoma eptir þann tíma, verða ekki teknar til greina. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 21. nóv. 1889. Franz Siexnsen. DUQIiEG VINNUKOIÍ A, kaupstaðar-vön, get- ur fengið góða vist og hátt kaup frá 1$. maí 1890. Ritstj. vísai á.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.