Ísafold - 11.12.1889, Page 2
394
manmnum 300 kr., en hinum 150 kr. eða
því um líkt. f>að er mest þess vegna, að
allt af heyrast óánægju-raddir frá alþýðu ept-
ir hvort þing út af þingfararkostnaðinum.
Bezta ráðið og rjettasta til að afnema
þennan ójöfnuð og fyrirgirða allt ásælnisbrigzl
við þingmenn er að hafa lögákveðið þingfar-
arkaup fyrir hvert kjördæmi, miðað við heim-
ili þingmannsins, þannig, að þingmaðurinn
fengi þess kjördæmis þingfararkaup, er hann
ætti heima í. —Mætti minnast frekar á þar
síðar.
Nýtt skipalag.
Báturinn, sem herra Sigurður Eiríks-
son hefir smíðað hjer í haust með sínu
nýja lagi og áður hefir verið frá skýrt hjer í
blaðinu, hefir nú verið reyndur lífcils háttar,
fyrst hjer á höfninni og síðan siglt upp á
Akranes og reyndur þar. Sá, sem reyndi
hann hjer fyrst, var Olafur Ingimundarson í
Bygggarði, ágætur formaður, og ljet hann
mikið vel yfir honum á siglingu, og aðrir,
sem með honum voru, en taldi það að hon-
um, að hann risti of djúpt, þegar að landi
kæmi, með því hann væri of snarsoga, og
þyrfti því mikla seglfestu til þess að njóta
sín. Sama daginn reyndi hann einn ónefnd-
ur skipasmiður, sem hafði frá upphafi haft
mikinn ýmugust á þessu »uppátæki« Sig. Ei-
ríkssonar, hvað svo sem hefir til borið. Hon-
uœ hafði tekizt stjórnin eitthvað ófimlega,
líklega fremur óviljandi en viljandi, enda
sagður óvanur að stýra opnum skipum. Hann
kom svo á land, að hanti þóttist eiga því að
fagna, að spá sín hefði rætzt : báturinn væri
óhafandi. Ekki tóku þeir, sem kunnugir
vortt málavöxtum, mikið mark á þessu, sem
skiljanlegt er, utan kannske 1 maður, sem
hafði frá fyrstu nítt nýbreytni þessa, jafnvel
ósjeða, en hann er alþekktur að þeim skap-
lesti sumra dugandi manua, að láta sjer
harla fátt úm finnast flestar nýbreytingar í
sínum atvinnuveg, er þeir eiga ekki sjálfir
upptökin að eða þeirra menn.
Síðan var bátnum siglt upp á Akranes, af
Birni Ólafssyni, einum hinna beztu sjómanna
þar. Hann sagði svo af þeirri ferð, að hann
hafi fundið þá þegar, «að báturinn er miklu
kyrrari og stilltari í undanhaldi en okkar
skip, og ótrúlega ágjafalífcill í beitivindi, en
þó fastur í rásinni. A þessari leið sigldi eg
djarft», segir hann, «og fór óvarlega, því vind-
ur var hvass, en hagstæður, og sjógangur
mikill hjer upp frá; bæði hjelt jeg báfcnum nærri
viudi með fullum seglum og kúfvendi snögg-
lega, og þoldi hann það allt furðu vel, og
fcók aldrei sjó».
Síðan var báturinn reyndur á Akranesi á
siglingu móts við «eitt hið bezta séxmanna-
far þar, með góðum seglabúnaði; reynslan var
að sönnu ekki næg: vindurinn var ekki mik-
ill og vegurinn ekki langur, nokkrir snúning-
ar móti vindi; munurinn varð sáralítill, hvað
skipið vann á við bátinn, en öllu rólegra
þótti mönnum að vera á bátnum en á skip-
inu».
Ókosti á bátnum telur Björn Ólafsson: að
hann þurfi mjög mikla seglfestu eptir stærð
«á móts við okkar skip» — sje mjög valtur
tómur—; hann sje of rúmastuttur «eptir okk-
ar áralengd og lagi»; hann sje hár að borði,
og því óaðgengilegur til setnings. En ráð
kunni að mega finna við því. Loks virðist
honum siglutrjeð of hátt, og standa allt of
framarlega. — Um smíðið segir hann sem
aðrir, að það sje vel vandað, og ekki leki
báturinn deigum dropa.
Svo var til ætlazt frá upphafi, að reynslan
skæri úr, að hve miklu þetta nýja skipa-Zag,
sem Sig. Eiríksson kom með, reyndist hag-
fellt hjer eða eigi, og skyldi breyta til með
lagið eptir því, sem hún kenndi. Næg
reynsla fæst eigi í þessu efni öðruvísi en á
heilli vertíð eða þar um bil. En að því
þykir mega ganga hjer um bil vísu, að sjeu
smágallar þeir lagaðir, er þegar hefir vart við
orðið á þessu nýja skipalagi, þá muni mjög
veruleg umbót fengin; þá muni líklegast
fengið það skipalag, er flestum líki hjer, en
óyggjandi, að það er stórum hættuminna á
sjó en gamla lagið, og smíðið miklu vandaðra
en áður var algengt; en það tvennt er þó
harla mikilsvert.
Fyrir því var byrjað á nýjum bát, af Sig.
Eiríkssyni og öðrum góðum skipasmið með
honum, hjerlendum, Jóni þórðarsyni, skömmu
eptir að hinn var búmn, með þeim smávegis
afbrigðum í laginu, er framangreind reynsla
þótti benda til, og mun það naumast geta
brugðizt, að hann reynist vel.
Að sjómenn fylgi þessari viðleitni með á-
huga, má meðal annars ráða af svolátandi
brjefkafla frá merkum útvegsmanni á Akra-
nesi:
«þ>ar sem Beykjavíkurbúar, einkum hinir
menntaðri menn, hafa kvatt til þess (og
stutt að þvf), að tilraunir væru gerðar til að
smíða fiskibáta, sem hættuminni væri fyrir
líf sjómanna en að undanförnu hefir átt sjer
stað, þá væri það sú mesta vanþökk, ef
nokkur maður vektist upp til að tefja slíka
viðleitni til framfara».
Að »Fj.kon.« níði þessa framfaraviðleitni,
mun almenningi ekki þykja tiltökumál, held-
ur fyllilega samsvarandi öllu eðli og atferli
þess málgagns, og slíkt þess vegna fremur
meðmæli fyrir málið heldur en hitt. — |>ar
hefir líka Edílon Grímsson »lagt orð í belg«,
sem lítil uppbygging virðist að. Honum
virðist vera það helzt áhugamál, að tilraun
Sig. Eiríkssonar sje sem minnstur gaumur
gefinn til fyrirmyndar eða eptirbreytni, held-
ur skuli menn líta á sexmannafar, sem hann
(Edilon) hafi í smíðum.—Getur vel verið, að
honum takist sín tilraun prýðilega; en að hon-
um sfcandi fyrir það næst að svo stöddu að fara
að leggja áfellisdóm á tilraun Sigurðar, því
verða líklega fáir til að samsinna.
Túnbætur- Merkur maður og skilorður
norður í Húnavatnssýslu hefir ritað Isafold í
haust eptirfarandi fróðlega skýrslu um lofs-
verðar framfarir í sinni sveit og nokkuð
víðar :
»Jeg get komið með fáein dæmi hjeðan úr
sveit (Torfastaðahreppi), sem sýna það, að tals-
verðar framfarir hafa orðið hjer á stöku stað
á seinni árum, þótt það aldrei sje nema satt,
að þær sje allt of óvíða.
I sumar fjekk Jóhann bóndi Zakaríasson á
Bálkastöðum 380 hesta af túniuu sínu ; túni,
sem fyrir hjer um bil 30 árum aldrei liafði
gefið af sjer meira en í mesta lagi 100 hesta;
fyrst bjó hann að eins á hálflendunni, en
sambýlismaður hans var samtaka við hann
um það, að girða túnið, og voru þeir hjer um
bil búnir að Ijúka við það, þegar sá sambýl-
ismaður hans fór burt nú fyrir 14 árum ; þá
tók Jóhann alla jörðina, og hefir talizt svo
til, að hann hafi sljettað dagsláttu á hverju
ári; auk þess hefir hann gert lokræsi hátt á
annað hundrað faðma, svo nvi eru það orðnir
grassælustu blettirnir innangarðs, sem áður
voru mýrarsvökk. Hjá honum hefir á 20 ár-
um taðan sjálfsagt þrefaldazt, en öll fyrirhöfn
við að afla þess þrefalda fengjar að líkindum
meira en tvöfalt minni, heldur en við að afla
þess, sem þrefalt minna var ; og þó kom í'
þenna mann fyrir 6 árum mikill Ameríku-
fiðringur, því þá fór hans gamli sambýlismað-
ur til Ameríku með allt sitt lið, en sem bet-
ur fór, varð ekkerfc af því, að Jóhanu færi,.
og er vonandi að hann verði úr þessu hag-.
spakur.
Jón Skúlason á Söndum tók fyrir 10 árum
við eggsljettu túni, en það var lítið og ekki;
vel grasgefið, því það hafði verið grætt út á
eyðimel; en hann hefir stækkað það, afgirt
móarotur og mýri suður og vesfcur af túninu,
sem var, svo að innangarðs er það nú orðið,
tvöfalt við það, sem var, og er meiri hlutinn
nú kominn af því í rækt ; hann fjekk nú í
sumar 270 hesta af töðu, þar af 60 hestar
háarhey ; áður var mest milli 90 og 100 af
túninu ; ■ þó við nú slægjum stryki yör meiri
partinn af háarheyinu, og teldum það ekki
með, heldur þökkuðum það þessu óvanalega
góða vori og sumri, þá er það víst, að töðu-
fengur hans hefir á 10 árum meira en tvö-
faldazt.
Nokkuð svipuðum umbótum hefir Aurriðaár-
tún tekið, og Saura-tún er á leiðinni, að taka,
öllum þessum frant, enda fylgist þar allt að:
bezta afstaða og bezti jarðvegur; þó má hjá
öllum þessum heita bezti og ágætasti jarð-
vegur hjá því, sem Vestfiíðingar gera að all-
góðum túnum.
Jeg kom núna um daginn eptir 37 ár að.
Kirkjuböli í Langadal; þar þófcti mjer mikil
umskipti orðin frá því á blómadögum Ámunda,
Halldórssonar ; þá var túnið ekki nema lítill
kragi kringum hólana, þar sem bærinn,
kirkjan og fjárhúsin stóðu á ; nú er vel hlað-
inn grjótgarður kominn í kringum hjer um bil
f af túninu ; þjóðvegurinn lá fyrir neðan,
túnið ; þar voru stórar grasgrundir ineðfram
götunum ; bóndinn, sem nú er á Kirkjubóli
sagðist brátt hafa fengið kýrfóðri meira af
túninu að eins fyrir það, að grundir þessar
fengn vörzlu fyrir ágangi lestamanna ; og Guð-
mundur Jóhannesson hefir ekki gert sjer þetta.
góða haust ónýtt ; í urðarmóa fyrir ofan tún-
íð var grjóthrúga við grjóthrúgu, sem hann,.
þegar akfæri kemur, ætlar að láta koma í
garðinn.
Að Arngerðareyri hafði jeg aldrei áður kom-
ið, en það var auðsjeð á öllu, að þar var ný-
virki á flestu ; vel hlaðinn grjótgarður kring
um allfc túníð, fúamýrasund ræst fram, og
! orðin að góðu túni; urðin úr flagamóum kom-
in í túngarðinn, og það fallegustu túnblettir
eptir, en allt sjálfvarið innangarðs, og kemur
það sjer sjálfsagt vel á Arngerðareyri, því
þar er umferð mikil, þar sem fjölda margir
fara þaðan sjóveg út á Tanga (Isafjarðarkaup-
stað), en öil jörð þar við túnið eins og sviðin
með járni, svo að skepnur hafa þar nærlendis
enga björg nema á túninu.
því miður gat jeg ekki komið að Laugabóli,
þar sem allir segja að langmest hafi verið gert
að ýmsum jarðabótum eptir því sem um er
að gera þar nærlendis«.