Ísafold

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1889Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ísafold - 14.12.1889, Qupperneq 1

Ísafold - 14.12.1889, Qupperneq 1
[ ?Kemuj út á miðvikudögura og laugardögum. Verð árgangsins (lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) buodin við áramót, ógild nema komin síe til útgefanda fyrir I.okt, Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVI 100. i Reykjavík, laugardaginn 14. des. 1889. Fyrst um sinn frá 1. janúar 1890 að telja gefur landsbankinn i vexti af spari- sjóósinnlögum 3V;i0/o, og frá sama tima heimtar hann fyrst um sinn aðeins 473% af fje, er hann frá þeim tima lánar öðrum. þeir, sem þegar skulda bankanum, verða aðnjótandi vaxtalækkunar þessarar, hafi þeir slaðið i skilum. þeir, sem eiga fje i sparisjóði, geta fengið þaö allt út án upp- sagnar innan 12 vikna frá 1. jan. 1890. Reykjavík 13. des. 1889. L. E. Sveinbjörnsson. fúngfararkaup. i. Nýmæli í þá átt, sem vikið var á í síðasta blaði, að hafa fastákveðið þingfararkaup, i Stað þess að endurgjalda þingferðakostnaðinn eptir reikningi, var til nmræðu á alþingi 1887, eins og margan mun reka minni til. þar var fyrst sett nefnd, í efri deild, til að íhuga og koma frarn með umbætur á lög- gjöfinni um ferðakostnað og fæðispeninga al- þingismanna. ^ Uppástungumaður að því var Sighvatur Arnason, og gat hann þess, að hann gerði það samkvæmt áskorun kjósenda sinna á þingmálafundi þá um vorið. Slíkar áskoranir höfðu fleiri þingmenn fengið. Nefnd þessi samdi frumvarp, langt og ýtarlegt, sem gekk fram í efri deild með ölluin þorra at- kvæða. Bn í neðri deild var það fellt við 2. umr., með eins atkvæðis mun allt frumvarpið 1 heild sinni, en meiri hluti hinna einstöku greina með rniklu meiri atkvæða mun. Bfri deildar menn voru flestir hlynntir ný- mæli þessu, í orði og verki. Einn var samt ákafur mótrnælandi þess þar. f>að var Júlíus Havsteen, hinn sami þingmaður, sem nú er frægur orðinn fyrir þingreiðar-höfðingskap sinn. Honurn fannst það vera að «kasta skugga á alþingi og alþingismenn, að ákveða fast endurgjald fyrir ferðakostnað þeirra, bæði að því leyti, sem með því væri dróttað -að þingmönnum, að þeir áður hefðu gefið hærri reikninga fynr ferðakostnaðinum en þeir í raun rjettri hefðu kostað til, og svo líka að því leyti, sem með ákvæðum um fast endurgjald væri látið í ljósi, að alþingismenn væru eigi færir um að úrskurða ferðakostn- aðarreikninga, og hefðu eigi einurð á, að færa niður endurgjaldsupphæðina hjá hverj- um einstökum þingmanni, ef það þætti of -hátt í reikningi hans». Traust þingmanns þessa á einurð reiknings- úrskurðarnefndarinnar hefir heldur ekki látið til skammar verða : í sumar hafði hún ein- urð á að —samþykkja þingfararreikning hans óbreyttan, þótt hann væri þriðjungi hærri en : annara þingmanna úr sama byggðarlagi, meira að segja þriðjungi hærri en reikningar þing- manna, sem áttu 1—2 dagleiðum lengra á þing, og meira en helmingi hærri en þing- manns úr næsta hjeraði, 1 dagleið skemmra; -enda var hann, Júlíus Havsteen, líka sjálfur í nefndinni og meira að segja formaður hennar. Hjá sumum þingmönnum í neðri deild var sama hljóð í strokknum, einkum síra Sigurði Stefánssyni. Hann tók svo djúpt í árinni, að honum þótti »virðing hvers einstaks þing- manns og þrngsins í heild sinni misboðið með þessu frv. Auk þess mundi það líta mjög illa út í augum stjórnarinnar; hún mundi þá fá tilefni til að segja: svona bera íslenzkir þingmenn gott traust til drengskapar hvers anuars«. Grímur Thomsen var og líkrar skoð- unar. Hann komst svo að orði um frurn- varpið: »það er allt eintóm yfirlýsing um það, að þingmönnum sje eigi trúandi til að gjöra upp ferðakostnaðarreikning sinn«. þessum borginmannlegu ummælum um ó- hlutdrægni þingmanna og rjettvísi og einurð reikninganefndarinnar mótmæltu þó aðrir þingmenn. þorlákur Guðmundsson sagði af- dráttarlaust, að »reynslan hefði sýnt, að það væri ekki fulltryggilegt« (að reiða sig á ein- staka þingmenn, hvað ferðareikninga þeirra snertir, nje úrskurðarnefndina) og »að það hefði enn ekki heppnazt«. Skorinorðastur var Jón Ölafsson, skrifari og framsögumaður nefndarinnar í efri deild og líklega aðalhöfundur frumvarpsins. Hanu sagði,að það væri »opinbert leyndarmál, sem allir vissu, að þingmenn settu á reikninga þann kostnað, sem þeir í raun og veru aldrei hefðu haft«. »Jeg hef tvívegis«, sagði hann, »verið þingmönnum sarnferða úr einu hinu fjarlægasta hjeraði landsins. Ætti jeg að segja upp á æru og samvizku, þá mundi jeg segja, að þeir hefðu eigi kostað því til ferða, sem þeir gáfu reikning fyrir«. Hann sagðist og hafa hitt á leiðinni til Reykjavíkur sumarið 1885 »einn af þingmönnum með tvo hesta uppgefna ; jeg spurði hann að, hvort hann hefði eigi haft fleiri hesta að heiman. Hann kvaðst hafa haft þriðja kiárinn horaðan, en hann hafði upp gefizt á leiðinni. Bylgdar- mannslaus var hann þá. Af hendingu sá jeg síðar ferðareikning þessa sama þingmauns, og .taldi hann þar, að hann hefði haft 5 hesta og fylgdarmann alla leið, og þó hafði hann farið fylgdarmannslaus mestalla leið«. (Alþt. 1887, A. 312). L. E. Sveinbjörnsson sagði: «|>að vita allir, og ekki er hægt að breiða yfir það, að stundum hafa verið misfellur á ferðareikn- ingum þingmanna, og að nefndin, sem hefir átt að fjalla um þá, hefir þó kynokað sjer við að setja þá niður. þetta hafa menn játað með sjálfum sjer; og því skyldi þá ekki mega gjöra þá játningu opinberlega?» Ekki ómerkilegt er það í þessu sambandi, er kom fram í umræðunum út af þingfarar- reikningi Skirla þorvarðarsonar. Einhver þingmaður hafði sagt, að ekki væri nema ein dagleið héim til hans (að Berghyl) frá Reykjavík. |>ví svaraði Skúli svo : «það er ekki rjett, að ekki sje nema ein dagleið heim til mín ; það er hæg tveggja daga ferð, en má fara það á hálfum öðrum degi á 2 reið- hestum». Samt sem áður hafði þingmaður þessi reiknað 3 daga tii ferðarinnar hvora leið (1885) eða 6 daga alls, og 3 hesta, — líklega 2 reiðhesta og 1 áburðarhest, en eng- an fylgdarmann. Arið eptir, 1886, er auka- þingið var haldið, taldi hann sjer 7 daga til ferðarinnar samtals báðar leiðir, en 6 daga 1887 og sömuleiðis 1889. Sami þingmaður gat þess, að þingm. Eangvellinga, Sighv. Arnason, ætti hálfri dagleið lengra á þing en hann, þ. e. 2 dagleiðrr, ef þingieið Skúla er látin vera dagleið, en 2J dagleið hæg, eptir hans reikningi. |>ó eru í hans reikti- ingi, Sighv. Arnasonar, jafnan taldir dagpen- ingar 10—11 daga samtals fyrir og eptir þing. En vera-má, að hann og fleiri þmg- menn reikni sjer t. d. 1 dag eptir þing til að búa sig af stað og 1 dag fyrir þing til hvíldar; auk þess er og þessi þingmaður roskinn orðinn og getur ekki haft nema stuttar dagleiðir. því var og lýst í umræðunum mótmæla- laust, að á þingi 1885 hefði reikningsúr- skurðarnefndin hœkkað reikninga hjá þing- mönnum, »um 4 kr. um daginn fyrir hvern þann, sem fór sjóveg, auk eða íyrir utan þær 6 kr., sem þeir höfðu í dagpeniuga«. J>að hefði jafnvel komið fyrir, að nefndin hefði úrskurðað þingmönnum fje, sem þeir hefðu neitað að taka á móti! I síðasta blaði voru tilgreind nokkur dæmi um stórkostlegan misjöfnuð milli ferðakostn- aðarreikninga þingmanna. í áminnztum um- ræðum um málið 1887 voru og nefnd ýms þess konar dæmi og eigi betri. Svo sem það, að 1885 reiknaði einn þiugmaður, sem heima átti í Húnavatnssýslu miðri, sjer 254 kr. í ferðakostnað auk dagpeninga, en annar þingmaður eyfirzkur 255 kr. Hefði eptir því átt að kosta eina krónu að ferðast úr Húna- vatnssýslu norður í Eyjafjörð! |>á var og skýrt frá því mótmælalaust, að komið hefði fyrir, að á reikningum 2 þingmanna, sem bú- ið hefðu rjett að kalla á sama bæ, hefði muriað nálega J allrar upphæðarinnar; «og á hinn bóginn sami þingmaður, búsettur á sama stað sem áður, gefur ferðakostnaðarreikning á öðru þinginu nær því helmingi hærri en hann hefir gefið á hinu, enda þótt veður og færð sje ekki mismunandn. Enn var þess getið, að úr Húnavatnssýslu hefði ferðakostn aður annars þingsmannsins stundum verið 44 kr., en hins 244 kr., auk fæðispeninga, og voru þó ekki nema fáeinar bæjarleiðir á milli þeirra. þessi og þvílík dæmi sýna, að til lítils er að tala borginmannlega um, að jöfnuði og rjettlæti í ferðakostnaðarendurgjaldi sje vel borgið í höndum lrvers einstaks þiugmanns og úrskurðarnefndarinnar á þingi, og óþarfi sje því að fastákveða þingfararkaupið með lögum. það mun vera nokkuð til í því, sem Jón Olafsson sagði á þinginu 1887, að «þeg- ar í hvert skipti þingmenn sjálfir eiga að rrr- skurða reikninga samþingismanna sinna, er hætt við, að persónulegleiki geti haft ein- hverjar verkanir, —því vjer erum allir menn og veikir menn á svellinu—; en þetta gæti ekki áhrif haft, ef kostnaðurinn er ákveðinn almennt».

x

Ísafold

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-1046
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
54
Assigiiaat ilaat:
3899
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
1
Saqqummersinneqarpoq:
1874-1929
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.1929
Saqqummerfia:
Redaktør:
Björn Jónsson (1874-1878)
Grímur Þ. Thomsen (1878-1879)
Björn Jónsson (1879-1895)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1897-1900)
Björn Jónsson (1900-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1900-1901)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1895-1896)
Ólafur Rósenkranz (1909-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1909-1909)
Ólafur Björnsson (1909-1919)
Sigurður Jón Hjörleifsson Kvaran (1912-1913)
Vilhjálmur Finsen (1919-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1921)
Valtýr Stefánsson (1924-1929)
Jón Kjartansson (1924-1929)
Ansvarshavende person:
Björn Jónsson (1895-1901)
Sveinn Björnsson (1919-1919)
Saqqummersitsisoq:
Björn Jónsson (1895-1901)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Lýsingu vantar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar: 100. tölublað (14.12.1889)
https://timarit.is/issue/273766

Link til denne side: 397
https://timarit.is/page/3942104

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

100. tölublað (14.12.1889)

Iliuutsit: