Ísafold - 24.12.1889, Qupperneq 3
41 1
ins, sem vjer öndum að oss og frá. Var
lýst greinilega öllu eðli bverrar lopttegundar
um sig og hlutfallinu við aðrar lopttegundir.
Lopttegundirnar hafðar í stórum glösum,
hver út af fyrir sig, og eðli þeirra sýnt með
ýmsum tilraunum, sem ekki var einungis
nytsamur fróðleikur að, heldur mesta skemmt-
un að horfa á. Mátti þar sjá margt nýstár-
legt, fyrir þá, sem slíku eru óvanir, en hverju
barni skiljanlegt, vegna tilraunanna, auk
þess sem fyrirlesturinn sjálfur var einstak-
lega skilmerkilega fram fluttur, og á hreinni
og góðri íslenzku, og með svo góðum fram-
burði, sem fábítt er mjög um útlenda
menn.
Með alvöru talað: þrátt fyrir allan »lær-
dóminn» munu vera teljandi þeir Reykvíking-
arnir, æðri sem lægri, sem hefði raunar verið
stórmikil vanþörf á að sækja sjer fróðleik
þann, er fá mátti á fyrirlestri þessum. þeir
hefðu að minnsta kosti getað gengið þar á-
þreifanlega úr skugga um, að það er ekkert
hjegómamál, er verið er að brýna fyrir al-
menningi, hversu mikilsvert það sje og áríð-
andi, að hafa hreint lopt í híbýlum sínmn,
hverrng á því stendur, að það er svo áríð-
andi, og hvað til þess þarf.
— Hinir fáu tilheyrendur gerðu bezta róm
að fyrirlestrinum, sem maklegt var.
t |>orsteinn kaupm. Thorsteinsson.
I dag er liðið ár síðan kaupmaður porsteinn
Thorsteinsson kvaddi Isafjörð í síðasta skipti.
Hann fór hjeðan þenna dag í fyrra með
kaupskipi, er fara átti til Irlands, en til
þess skips hefir ekkert spurzt síðan.
þorsteinn kaupmaður var fæddur á Stað á
S.næfjallaströnd 9. janúar 1835. Foreldrar
hans voru þorsteinn jbórðarson, er þá var
þar prestnr, en síðan að Gufudal, og kona
hans Rannveig Sveinsdóttir. Meðal þeirra
mörgu barna voru jporsteinn kaupm. þor-
steins^on, er drukknaði frá Æðey 1864, faðir
Davíðs hjeraðslæknis á Brjánslæk og þeirra
systkina; og þórður hreppstjóri þorsteinsson
á þórisstöðum í Gufudalssveit.
Seytján vetra gamall fór þorsteinn til Dan-
merkur, og var þar við verzlan þangað til
1859, er hann tók til að reka verzlun hjer á
landi, fyrst sem lausakaupmaður og síðar sem
borgari á Vatneyri. Ar 1868 byrjaði hann
verzlun í Svendborg í Danmörku; en 2 árum
síðar flutti hann búferlum til Isafjarðar, og
bjó þar síðan. Arið 1863 giptist hann
danskri ekkju, frú Amalie Villarsen (systur
fyrverandi kaupmanns í Reykjavík F. A.
Löve); þeim hjónum varð 6 barna auðið og
eru 4 þeirra á lífi.
þorsteinn Thorsteinsson var fríður maður,
gáfaður og vel að sjer, mesti elju- og atorku-
maður og ótrauður til að byrja á nýjuin fyr-
irtækjum, og hvetja til þeirra, er gætu orðið
til hagsmuna hjer. Hann var hinn fyrsti er
byrjaði hjer á síldarveiði í stærri stýl, hinn
fyrsti er reisti hjer brauðgerðarhús, og hinn
fyrsti er stundaði hjer þorskaveiðar á litlum
þilbátum; hann stofnaði verzlunina í Bolung-
arvík, korn á fyrsta verzlunarfjelagi hjer í
sýslu, og var einn með fyrstu og helztu hvata-
mönnum til gufubátsfjelags Isfirðinga; ogvoru
fá fyrirtæki, er almenningur tók þátt í, svo
stofnuð, að hann væri eigi hvatamaður þeirra,
eða ætti mikinn þátt í þeim. Hann var
jafnan ftís og fljótur með hjálp og ráð til
hinna mörgu, er leituðu hans í vandræðum
sínum; hann var og hinn gestrisnasti maður,
heimilisfaðir hinn bezti, og heimili hans hið
reglusamasta og fyrirmynd. Hann var og
maður ósjerhlífinn og einarður við hvern sem
í hlut átti; þessir kostir allir öfluðu honum
álits og trausts almennings, sem sýndi sig á
því, að hann var bæjarfulltrúi Isafjarðar-
kaupstaðar um mörg ár, og oddviti þeirra
1881—85. Alþingismaður fyrir Isafjarðar-
sýslu var hann og 1881—1885.
þorsteins kaupmann er að maklegleikum
almennt sakuað lijer sem eins meðal hrnna
nýtustu manna á Vestfjörðum á seinni árum.
Ísafirði 16. nóvbr. 1889. N.
Póstgufuskipsferða-samningurinn
nýi railli ráðgjafans fyrir ísland og hins sam-
eiuaða gufuskipsfjelags, dags. 2. nóv. þ. á., er
svo hljóðandi (eptir Stjórnartíð.):
Samningur um gufiiskipafcrðir milli Dan-
merkur, Fcercyja og Islands frá 1. janitar
1800 aS- tclja.
1. gr. Fjelagið skuldbindur sig hjer með
til að láta 2 eða fleiri gufuskip, sem eru vel
löguð til ferða þeirra, er þessi samningur ræð-
ir um, fara á ári hverju 11 ferðir fram og
aptur milli Kaupinannahafnar og Reykjavík-
ur, koma við í þórshöfn eða annarstaðar á
Færeyjum og fara á ferðum þessum annað-
hvort í leiðinni til Reykjavíkur eða frá
Reykjavfk alls 10 sinnum norður um ísland.
Fyrstu ferðina hjeðan skal byrja í miðjurn
janúarm. og hina síðustu eigi fyr en í byrj-
un nóvembermán.; ferðunum á yfir höfuð að
haga samkvæmt ferðaáætlun, sem fjelagið á-
kveður fyrir ár hvert og sem ráðgjafinn fyrir
Island samþykkir. Fjelagið hefir rjett og
skyldu til að iáta sldpin á þessum 11 ferð-
um korna við í Leith-firðinum; þó 'skal við-
staðan þar, ef unnt er, eigi lengri vera en í
sólarhring, nema veður eða helgidagar banni
flutning af skípi eða á.
2. gr. A skipunum skulu vera tvenn far-
þegjarúm, hið æðra og hið óæðra, og auk þess
sjerstakt kvennaherbergi í hinu æðra far-
þegjarúmi; hið æðra farþegjarúm á að geta
tekið 30 ferðamenn og hið óæðra um 50.
Skipin, sem höfð eru til ferðanna, eiga að
minnsta kosti að geta tekið 150 smálestir
(tons) af tíutningi. Fargjald, fæðispeninga
og borgun fyrir flutning, svo sem riú er, má
eigi hækka nema með samþykki ráðgjafans
fyrir Island.
3. gr. Fjelagið ber ábyrgð á öllum póst-
flutningnum meðan hann er í vörzlum skip-
sins, það er að segja frá því skipverjar taka
móti honum og þagað til hann er fenginn í
hendur þjónum póststjórnarinnar. Skal hann
mjög vandlega geymdur í lokuðu herbergi,
nema hrjefakassinn, sem látinn skal þar, er
allir geta að honum komizt. Fjelagið ber á-
byrgð á, því tjóui, þeim missi eða þeim
skemmdum, sem póstflutningurinn kann að
verða fyrir, af því hans sje illa gætt. Farist
skipið eða hlekkist því á, skal svo sem fram-
ast er kostur á reyna að bjarga póstflutningn-
um ogflyt.ja hann tilnæsta pósthúss. Skyldi
það vera æskilegt, sökum þess, hve póstflutn-
ingur er mikill eða dýrmætur, að maður
fyigi honum á skipinu, fær hanu ókeypis far
bæði fram og aptur, en sjálfur verður hann
að sjá sjer fyrir fæði.
Snna lyfjnsrcirtsins.
Okyiðin og chugurinn út af þessu slysi
var naumast frá liðinn, er allir, sem við
spítalann voru riðnir, gerðust felmtsfullir út
af öðrum háskalegum misgáningi, og var
mesta drottins mildi, að þar hlauzt eigi
manntjón af. það var líka í þetta sinn ein
af forskriptum Dr. Burts, er valdið halði
slysinu. Lítið barn þurfti að fá uppsölumeð-
al. Dr. Burt nafði ritað forskript fyrir því.
Hún var svo, eins og jeg tók við hentii:
80 gr. sulph. zinc.
Statiin.
Jeg sagði við hjúkrunar-konuna, að þessi
inntaka væri stór, og að varlegra væri að
tala um það við læknirinn. Hún svaraði,
að Dr. Burt væri nýgengiun burt af spítalan-
um, og að ekki mætti draga að gefa barninu
inn, eins og sjá mætti af orðinu statim (strax)
neðan á forskriptinni. þetta var sennilegt,
sem hún sagði. Jeg bjó þá til skammtinn,
og hann var gefinn inn, eins og til stóð.
Jeg sagði áðan, að það hefði verið drott-
ius mildi, að inntakan varð eigi barninu að
bana. Einmitt fyrir það, að hún var svo
fjarri öllu hófi, ónýtti að nokkru leyti verk-
un meðalsins, og barnið lifði.
Rannsókn var þegar hafin út af þessu.
Dr. Burt var yfirheyrður. Hann þrætti harð-
lega fyrir, að hann hefði fyrirskipað svo
hlægilega stóran skammt, 80 gr. af sulph.
zinc. handa barni. Skannnturinn, sem hann
hafði fyrirskipað, hefði verið 8 gr. Seðillinn
var lagður frain, og þar stóð tneð hans eig-
in- haudarriti, með grænurn blýant, sem hann
var jafnan vanur að rita með læknisforskript-
ir sínar, 80 gr.l Hann sat fastur við sinn
keip, og fullyrti, að einhver hlyti að hafa
bætt núllinu aptan við. Stúlkon, sem hafði
afhent mjer forskriptina, var líka kölluð fyr-
ir. En þar sem ekki var auðið að hugsa
sjer, að henni heföi getað gengið nokkur
skapaður hlutur til þess, að freinja slíka ó-
hæfu, þá var hún haldin saklaus.
Dr. Burt var harðlega ávítaður fyrir óað-
gæzlnna, og voru nú settar nýjar regltir fyr-
ir því, hversu rita skyldi læknisforskriptir
eptirleiðis. Allir skammtar skyldu ritaðir full-
urn stöfum, í orðum, en ekki tölum, og hvar
8em bil væri á milli orða, svo að koma
mætti itin staf, þá skyldi fylla Jmr í með
strykum.
Nú nfjaði þetta slys allt í einu upp fyrir
mjer það sem ]eg hafði sjeð og heyrt í spí-
talagarðinum forðum. það stóð mjer nú mjög
greinilega fyrir hugskotssjónum. Jeg hugsaði
mjer að hafa gát á stúlkunni, þessari Jóhönnu.
Jeg veitti henni nákvæma eptirtekt vikum
samau. Hún leit svo sakleysislega út og
yndislega, með hvíta kappann á höfðinu og
í hinum mjög snotra hjúkrunarmeyja-ein-
kennisbúuingi, að nærri lá að mjer hyrfi all-
ur grunur. Jeg gat naumast trúað mjer, að
jeg helði einu sinni sjeð eld breuna úr aug-
um hennar af hatri. Jeg hygg hún hafi orð-
ið vör við, að jeg hafði gát á henni. Að
minnsta kosti tókst mjer ekkt að komast
fyrir neitt grunsamlegt í athöfnum hennar.
þannig liðu nokkrir mánuðir. þá bar svo
við, að komið var með á spítalann leturgraf-
ara einn, er hafði einhvern sjúkdóm í nýr-
unum, sem var mjög vandasamur viðfangs.
Læknarnir veittu þessum sjúkdóm mikla at-
hygli frá upphafi, en enginn þó meir en Dr.
Burt. Hann hafði fengizt sjerstaklega við