Ísafold - 02.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.01.1890, Blaðsíða 2
verið hefir á dagskrá síðan 1885. Málið dag- aði að vísu uppi á þinginu; en því skilaði þó það áfram, að andróður hins konungkjörna flokks var miklu minni en áður og snerist að nokkru leyti upp í fylgi með því, er forrnæl- endur þess í efri deild fjellust á það til mála- miðlunar, að víkja frumvarpinu við í þýð- legri stefnu í stöku atriðum, án þess að fara ofan af aðalkröfunum um innlenda stjórn með ábyrgð fyrir alþingi o. s. frv. Yar það gjört með samráði ýmsra helztu þingmanna 1 neðri deild ; en ekki komu breytingar efri deildar til umræðu og atkvæða í neðri deild, meðfram fyrir ofstækisfulla mótspyrnu minnihluta þar. Biskupaskipti urðu á landinu þetta ár. Dr. Pjetur biskup Pjetursson þá lausn frá embætti fyrir elli sakir, eptir 23 ára þjónustu — hafði vígt 142 presta, — og var dóinkirkju- prestur Hallgrímur Sveinsson skipaður biskup í hans stað, og tók biskupsvígslu af Sjálands- biskupi 30. maí. Sömuleiðis sleppti há- yfirdómari Jón Pjeturssou embætti, en við tók yfirdómari L. E. Sveinbjörnsson. Slysfarir urðu með minnst móti þetta ár, þar á meðal örfáir skiptapar. Af látnum merkistnönnum þetta ár er fremstan að nefna Jón Sigurðsson frá Gaut- löndum, er setið hafði með miklum sóma á þingi í 30 ár og verið forseti í mörg ár,—einn hinn nýtasta mann landsins. Vigfús prófast- ur Sigurðsson var og merkisöldungur meðal kennimanna landsins. Að Boga hjeraðslækni Pjeturssyni var og mikil eptirsjá. I bændaröð er skarð fyrir skildi eptir hinn mikla atorkumann, |>órð þ>orsteinsson á Leirá. Erlendis andaðist snemma á árinu dr. Guðbrandur Vigfússon í Oxnafurðu, forn- fræðingur og málfræðingur frægur, einhver hinn nafnkenndasti vísindamaður íslenzkur á þessari öld. Fjárhagsáætlun landsinsl890. Hjer um bil 380 þús. kr. gjöra fjárlögin ráð fyrir að tekjur landssjóðs muni verða þetta ár, en útgjöldin fram undir 440 þús. |>að sern á brestur að tekjurnar hrökkvi fyrir út- gjöldunum er ætlazt til að fáist upp úr kaffi- og sykurtollinum og hækkun tóbaks- tollsins. Tekjugreinarnar eru þessar: Brennivínstoilur, eða aðflutningsgjald af á- fengum drykkjum ................. 90,000 kr. Tillag úr ríkissjóði .............. 80,000 — Abúðar og lausafjárskattur ....... 40,000 — Leigur af innstæðufje viðlaga- sjóðs .......................... 31,000 — Tekjur af fasteignum landssjóðs 28,350 — Átílutningsgjald af fiski og lýsi 25,000 — Aukatekjur ....................... 22,000 — Tekjur af póstferðum ............. 18,000 — Tóbakstollur ..................... 17,000 — Tekjuskattur...................... 10,000 — Vitagjald ........................ 5,000 — Húsaskattur ....................... 4,000 — Ýmsar innborganir og endurgjöld 4,600 — 6vissar tekjur .................... 3,000 — Erfðafjárskattur .................. 1,700 — Gjöld af fasteignarsölum........... 1,300 — J>á koma útgjöldin. Lausleg sundurliðan þeirra verður þannig: Dómarar (landsyfirr.) og sýslumenn, þ. e. laun þeirra .................. 70,525 kr. Læknar .. ... ................. 45,600 — Eptirlaun og styrktarfje ........ 45,000 kr. Lærði skólinn ................... 34,850 — Póstflutningur og póststjórn .... 32,650 — Vegabætur ....................... 21,500 — Gufuskipsferðir ................. 21,000 — Umboðslegir embættismenn (laun) 19,216 — Búnaðarstvrkur .................. 18,540 — Brauðauppbót .................... 14,000 — Landshöfðingjaembættið .......... 12,400 — Prestaskólinn .................. 12,000 — Möðruvallaskóli .................. 8,600 — Biskupsembættið (laun og skrif- stofukostn.) ................. 8,000 — Hreppstjóralaun .................. 6,000 — Læknaskólinn ..................... 5,600 — Skrifstofukostnaður ýmisl. (áður ótalinn) ...................... 5,200 —-, Kvennaskólar .................... 4,900 — Hegningarhús og fangelsi ......... 4,100 — Landsbókasafn..................... 3,650 —- Eptirlaunaauki handa prestekkj- um og uppgjafaprestum ......... 3,000 — Hinn umboðslegi endurskoðandi 3,000 — Reykjanesviti .................... 2,960 — Flensborgarskóli ................. 2,700 — Stjórnartíðindiu með landshags- skýrslum .................... 2,641 — Barnaskólar ...................... 2,500 — Sveitakennarar.................... 2,500 — Forngripasafnið .................. 2,200 —- Fyrir tuttugu árum. Fyrir tuttugu árum, árið 1870, voru tekjur landsins eða landssjóðs, eptir þessa árs fjár- lagaáætlun (J 1870—1871), er ríkisþingið sarndi, tæpar 90 þús. kr., að frátalinni 42 þús. uppbót úr ríkissjóði, er þurfti til þess að I að standast útgjöldin, sem námu þá alls 132 þús. tæpum. þetta ár, 1890, verða tekjur landssjóðs ept- ir fjárlögunum nær 300 þús., að frátöldu til- laginu úr ríkissjóði, eins og sjá má á fram- anskráðu yfirliti; en rætist bærilega úr toll- unum nýju, verða tekjurnar þetta ár nær 400 þús. kr. en 300 þús. þær hafa með öðium orðum fjórfaldazt á 20 árum, og gjöld- in auðvitað aukizt að því skapi. þá voru einir tveir tekjuliðir, sem nokkuð kvað að, lestagjaldið 25,000 kr., og tekjur af konungsjörðum, 24,000 kr. þar næst var alþingistollur 11,000 kr. Hitt var reytingur, gamlir skattar, sem lítið munaði um o. s. frv. þar á meðal var konungstíundin rífust og nam þó eigi nema 7^ þús. kr. Ein einasta tekjugrein, sem nú er, gefur eins mikið af sjer eins og allar landssjóðs- tekjurnar námu fyrir 20 árum. það er að- flutningsgjald af áfengum drykkjum, sem ekki var lögleitt fyr en 1872. jpað nam árið 1888 einmitt sömu upphæð og landssjóðstekj- urnar voru allar árið 1870, sem sje 90,000 kr., og sömu upphæð er gjört ráð fyrir á þessu ári af þessari tekjugrein. þessi eini tollur hefir meira að segja komizt svo hátt einu sinni, að samsvarar því nær tveggja ára landssjóðstekjum fyrir tuttugu árum. það var árið 1883. Brennívínstollurinn, sem kallaður er, koinst þá upp í 170,000 kr. Útgjöld landssjóðs, sem voru ekki þriðjung- ur á við það sem þau eru nú, fóru nær ein- göngu til að launa embættismönnum landsins eða til embættismannaskólanna tveggja, sem þá voru hjer til, latínuskóla og prestaskóla. Voru þó embættismenn, er laun þágu úr landssjóði, langtuíi færri en nú. j>á voru 7' hjeraðslæknaembætti alls á landinu, í stað. 26 nú, ef aukalælinishjeruðin eru með talin. j>á voru og flestar sýslur landsins ljenssýslur, og sýslumenn því eigi á landssjóðslaunum, öðru vísi en óbeininis. Til póstgangna um landið var þá varið. heilum 2,000 kr., istað rúmra 30,000 kr. nú. Til samgangna á sjó, —gufuskipsferða með. ströndum fram— ikki einum eyri (eða skild- ing), f stað rúmrí 20,000 kr. nú. Til vega- bóta ekki einum eyri úr landssjóði, í stað nál. 20,000 kr. ní. Til búnaðarstjuks 600 kr. —það hjet »styrkur til kálgarðaræktai-- o. fl.«,— í stað ná. 20,000 kr. nú. Lækna- skóli var engiun bil, gagnfræðaskóli enginn. Til kvenna-, bana- eða alþýðuskóla ekki ætlaður 1 eyrir, >g ekki heldur til stýri- mannakennslu. Iú eru til slíkrar fræðslu eða kennslu ætlalar um 14,000 kr. á ári. Til bókasafna eða forngripasafns ekki varið- 1 eyri, nema ef eithvað hefir verið kríað út til þess af nokkum þúsundum króna, er stjórnin hafði til unráða til óvissra útgjalda. j>að var ríkiaþii>ið, sem þá hafði á hendi fjárráðsmennskuuafyrir landið. Og með því að jafnan taldist S>o til, að tekjur landsins. hrykki hvergi næri fyrir útgjöldunum, þótt smá væru, svo við þurfti að bæta úr ríkis- tjóði, þá var reglai sú, sem við var að búast, að reyna að komat af með sem allra minnst útlátiu til þessa þurfalings, íslands. Að halda uppi nauðsyilegum valdstjórnarembætt- um í landinu og ið nokkru leyti skólum til að búa menn undr embættin, — við það var látið lenda svonahjer um bil. Væri farið að brjóta upp á ðru frekara, einhverju sem landinu þótfci horá til framfara og kostnað hafði í för með sjr, þá var viðkvæðið optast það, að til þess-ymtaði fje. Meira að segja: það bar við, að þó slendingar byðust til að láta leggja á sig skatttil þess að standa straum af einhverju fyrírfeki, sem þá langaði til að. kæmist á legg, fmgu þeir enga áheyrn með. það. Svo var mð lagaskólastofnun í land- inu. Að sýnt var ogsannað með órækum rök- um, að tekjuþurð landsins stafaði að miklu mun af því, að ýtisir tekjustofnar þess höfðu verið látnir rennainn í ríkissjóð umtalslaust, því var harla líti) gaumur gefinn, og þurfa- lingsnafninu á ílandi haldið á lopti eins. fyrir það. Fáir munu að dsu svo nærsýnir og grunn- hyggnir, að þá langi aptur í «kjötkatlana egipzku» eða óskí sjer aptur í tímann undir það fjárhagsástad og þá fjárráðsmennsku fyrir landssjóðs jönd, er vjer áttum undir að búa fyrir 20 jírum; en hitt mun samt mörgum verða, að hann hristi höfuðið yfir þeim óskóþuíil, ið útgjöld landssjóðs skuli hafa meira en þefaldazt á 20 árum. «Ein- hversstaðar veriur það að koma niður», munu menn se|ja, »og ekki er að kynja, þótt alþýðu veitiörðugt að rísa undir slíkum álöguþuga. Far slíkt vaxandi að sama skapi næstu 20 árin, þá verður annað en gaman að lifa þer. þ>á verður alþýða rúð, inn að skirtunnúi En það er nú það merkilega, að þótt út- gjöld landssjóðs hafi farið svona stórkost- lega vaxandi á {essu tímabili, þá hafa álög- ur á ahnenniugi í landssjóðsþarfir ekki auk- izt hálfa leið á við það. jþað er ótrúlega. lítið, sem þær iafa aukizt, bæði yfir höfuð, og sjerstaklega ef munaðarvörutollarnir eru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.