Ísafold - 11.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.01.1890, Blaðsíða 2
Aðrir kostir verða höldur ekki taldir báta- flutningunum til ágætis. |>eir eru afar-dýrir og óvissir, og menn, vörur og skip einatt mjög á hættu lagt. Bátaflutningarnir eru afardýrir, af því, að þeir útheimta mikla vinnukrapta, og það ein- mitt hina allra-dýrustu, mannskraptana. Jpegar þess er gætt, að á sexæringinn þarf mann að keip hverjum, og, ef vel er, sjöunda manninn undir stýri, þá er augljóst, að full- mannaður sexæringur, sem í flutningum er hafður, kostar um 20 kr. á degi hverjutn. Sveitamenn gjöra sjer ekki grein fyrir þessu, og ætla bátaflutningana miklu ódýr- ari en þeir eru. Skal jeg manna sízt lá þeim það; því ekki hef jeg farið varhluta af þessari villu. Mjer datt t. d. ekki t hug, meðan jeg bjó upp í sveit og var ókunnugur bátaflutningunum, að það þyrfti að kosta dagsverk sex manna utn túnasláttinn, að flytja einn sjómannshlut svo sem mílu veg- ar á ákveðinn stað og skila honum af hendi; en þetta hefir þó komið fyrir mig, og annað því líkt. Sjávarbændur apcur á móti hafa tniklu rjettari hugmynd um, hvað bátaflutningarnir kosta, og flestir allglögga. Er það einkum því að þakka, að varla nokkurt heímili er svo mönnum búið, að eigi þurfi að kaupa daglaunamenn til viðbótar heimilismannaflan- um, til þess að manna út skip þau, er til flutninga ganga. Daglaunaútborganirnar hafa knúð menn til þess, að gjöra sjer grein fyrir kostnaðinum. Stra Oddur V. Gíslason á Stað hefir í fiskimálaritum sínum gjört áætlun utn, hvað »beitutúr úr Njarðvíkum upp í Hvalfjörð# kosti. Nokkru síðar en jeg las áætlun þessa leigði jeg skip til slíkrar ferðar, og keypti á það flesta rnennina. Reyndist rnjer þá á- ætlun síra Odds alveg rjett og sanngjörn. Að senda skip með 7 mönnum í »beitutúr« hjeðan til Iívalfjarðar kostar, þegar ferðin gengur greiðlega, milli 60 og 70 kr. Sú áætlun, að vel mannaður sexæringur, sem í flutningum er hafður, kosti að meðal- tali fullar 20 kr. um daginn, mun sanngjörn. Að vísu getur kostnaðurinn verið minni en þetta á atvinnuleysís-tímum, t. a. m. um há- vetur, þegar aflalaust er, en á sumrum kost- ar hann aldroi minna en þetta, og fari menn og skip vegna slíkra ferða á mis við veru- Iegan afla, sem opt ber við, verður kostn- aðurinn miklu meiri. Vegna þessa, og svo hins, að það er undir veðrinu og áttinni komið, hve lengi þessar bátaferðir standa yfir, finnst mjer eigi unnt að áætla með nokkurri nærfærni, hvað það kosti, að flytja tiltekna þyngd milli ákveðinna staða á opnum bátum. Elutningurinn getur, þegar vel heppnast, orðið töluvert ódýrari en lestaflutningur á landi ; en ef miður tekst til, getur hann orðið margfalt dýrari. þ>essu til sönnunar skal jeg tilfæra dæmi, sem er ekki nema 1 árs gamalt. Almenningur hjer um slóðir hefir til þessa orðið að sækja eldsneyti sitt (kol) til Reykja- víkur eða Hafnarfjarðar. Fyrir þessa kola- flutninga sátu margir menn í þessu byggðar- lagi af sjer mikinn fiskafla í fyrra vetur. Fátækur fjölskyldumaður í nágrenni við mig, sem reri á útvegi mínum, var einn í tölu þessara manna; hann neyddist til, að leggja saman við nokkra menn aðra og fara tvær ferðir til Reykjavíkur á opnum bátum eptir kolum. I annað akiptið legaðist honum nokkra daga, og sat hann þá af sjer 130 fiska hlut af væuum fiski, en kom heim með skpd. af kolutn. Hvað kostaði flutning- urinn á þessutn kolutn ? Fjölda mörg dæmi svipuð þessu sýna það Ijóslega, að flutningar á opnum bátum um langar leiðir eru óbærilega dýrar, einkum vegna þess, að tuönnum legast svo opt dög- um satnan, enda þarf ekki annað til að hepta slíkar ferðir að hann sje dálítið á móti, þótt veður sje að öðru leyti hið bezta. Annar aðalgallinn við flutninga á opnum bátum er sá, að varningur sá, sem fluttur er ekki einungis liggur undir skentmdum undir eins og gefur á bátinn, heldur er sjálfdæmd- ur til að varpast fyrir borð, hvenær sem þurfa þykir. Sá er þó gallinn mestnr við langferðir á opnum bátum, að óðara en varir getur skips- höfnin verið í lífshættu stödd; enda hafa manntjón orðið mjög tíð á þessum flutninga- ferðunt á opnurn bátum. Enn er sá annmarki ótalinn, að þótt það sjeu aðeins smámunir, sem flytja þarf, þá þarf jafnmarga menn á skipið eptir sem áður, og þurfi einstakir menn að nota þessa opnu báta til ferðalaga, þá verða þeir að taka heila skipshöfn í sína þjónustu, og auk þess eiga á hættu, að þeim legist svo og svo lengi með þessa menn. En slíkt er fullkomin frá- gangssök og eru því einstökum mönnum þar með fyrirmunaðar allar nauðsynlegar skyndi- ferðir og skemmtiferðir á sjó og mannflutn- ingar yfir höfuð heptir, svo lengi sem sam- göngurnar á sjó komast ekki úr þessu hrak- lega vandræða-horfi í annað og betra lag. |>ótt margt megi fleira taka fram því til sönnunar, að hin íslenzka þjóð liggur undir martröð óbærilegs samgönguleysis, þá vona jeg, að með því, setn þegar er ntað um vegi vora og önnur santgöngumeðul á landi og sjó, sjeu nægar sönnur færðar á það, að sam- göngur vorar innanlands sjeu í þeirn ólestri, sem boðar þjóðardrep og fráhvarf lýðs frá landi, nema öflug og gagngjör bót sje á ráðin og það hið allra fyrsta. „Elding“. ii. (Síðari grein). ELDING. Söguleg skdldsaga frd 10. öld. Eptir Torfhildi p. Holm. Rvík 1889. (Aðal- útsala í Sigf. Eymundssonar bókaverzlun). 774 bls. Eius og ekki er tiltökumál í »sögulegri skáldsögu«, hagnýtir höf. í ríkulegum mæli þau orð og athafnir manrta þeirra, er sagan gerist af, sem hermd er og geymd í fornrit- um vorum. Stundum virðist jafnvel hinum og þessum atvikum eins og potað inn í sög- una að eins til þess, að geta komið frægum orðum og ummælum fornkappa einhvern veg- inn að. þartnig er Agli Skallagrímssyni skotið inn á einum stað til þess að geta látið hann vega upp silfurkistur sínar og koma að ummælunum um handagang í esk- inu, ef silfri væri stráð á lögberg. Hallur af Síðu er látinn koma við á Hlíðarenda á heimreið af alþingi og hitta svo á, að þeir Gunnar og Kolskeggur eru nýriðnir til skips til utanfarar, og mæta svo Gunnari, er hann er nýsnúinn heim á leið aptur og segir: »Fögur er hlíðin« o. s. frv. Is- lenzkir víkingar eru látnir vera sjónarvott- ar að því við England einu sinni, að Ólafur konungur Tryggvason gengur útbyrðis á ár- arblöðum langskips síns og hendir spjót sitt á lopti;—það er kynjasagan úr þætti Indriða ilbreiðs af íþróttum Olafs konungs. Á ýms- um stöðum koma aptur söguleg orð og at- vik vel við, svo sem t. d. hið fræga svar Snorra goða á alþingi er kristni var boðuð þar: »Hverju voru goðin reið, er hjer brann hraunið« o. s. frv.; ummæli og atferli f>or- geirs Ljósvetningagoða þá, o. fl. En þegar því sleppur og höf. þarf að fara að skapa sjálf, gjöra þessum mönn- um og öðrum, er við söguna koma, upp hugs- anir og orð, þá vill nú slá út í æði-víða. |>á eru fornmennirnir, Islendingar og Norð- menn frá 10. öld, allt í einu orðnir, manni liggur við að segja : ýmist Danir eða Islendingar eða Ameríkumenn frá — 19. öld. það eru engar ýkjur, að sumir íslenzkir heiðingjar frá 10. öld eru látnir hugsa og tala eins og hálærðir kennimenn frá ofanverðri 19. öld. Tökum til dærnis þessa setningu, sem lögð er í munn þorkeli mána : »Ásatrúin hefir engan betrandi krapt í sjer fólginn,—- ekkert er lypti manninum upp yfir hina jarðnesku ásteytingarsteina með sjálfstæðri tign«. þorkell máni var að vísu vel innrættur maður og nærri því kristilega hugsandi, þótt heiðinn væri ; en svona lagaða setningu hefði hann með engu móti getað búið til. Yæri það klausa úr ræðu hjá ein- hverjum kennimannlegum fimbulfambara frá ofanverðri 19. öld, — það mundu skynugir lesendur undir eins kannast við. En væri klausan látin vera þó ekki væri nema frá fyrri hluta aldarinnar, hvað þá heldur eldri,. frá 18., 17. eða 16. öld—, þá mundi hún þegar þyk]a mjög tortryggileg. það er þetta, sem er einn höfuðgalli á bók- inni, að það eru raunar nútíðarmenn, karlar og konur, sem þar segir frá, þótt þeir eigi að hafa verið uppi fyrir 900 árum og heiti nöfn- um þeirra manna, er þá voru uppi. — þeir hugsa og tala margir hverjir alveg eins og menn gera nú á tímum, en gátu eigi gert þá; og jafnvel ekki eins og alnrenningur hugsar og talarnú, heldur einkum eins og kenniinenn og heimspekingar tala nú. það eru nútíðar- hugmyndir og nútíðarkenningar, sem lesand- inn rekur sig á því nær á annari hvorri blað- síðu. Heimspekilegar athugasemdir , konni- mannlegir ræðustúfar og Iangar eirttalsromsur, þar sem bregður fyrir fjölda af nútíðarhug- myndum, er vitanlega voru alveg óþekktar á fyrri öldum,—það er þetta, sem gerir ritið svo ófornlegt í aðra röndina, sem mest má verða. Hjereruað eins örfádæmitil smekks. þorleif- ur kristni segir, að rannsókn á átrúnaði sínum hafi leitt sig til vantrúar, til vantrausts á goð- unum. »þau eru ekkert. Uppruni þeirra er einhvers konar samsteypa af ýmiskonar sund- urleitum hugmyndum, sem auðsjáanlega eru harla ófullkomnar». jpórir klakka segist »meta meir gagn ættjarðar sinnar en vinfengi (Há- konar) jarls». Ymsir aðrir tala og um ætt- jarðarást, »þjóðfjelag», og þar fram eptir göt- unum. |>eir Hjalti Skeggjason og Gizur hvíti heita Ólafi konungi því, að reynast ntryggvir verkmenn í þessum hrjóstruga víngarði drott- ins í von um farsælan árangur í blessan drottins, er gefur ávöxtinn». Furðu-snyrti- leg guðsorðs-klausa í munni nýkristnaðra heið- ingja I Harla ófornleg er og önnur eins setning og þessi, eptir |>orleif kristna • »En hjer er ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.