Ísafold - 15.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.01.1890, Blaðsíða 2
18 geri góðan gaum að þessu. En reyndar er ekki þess að vænta á meðan þeir, sem mest hafa yfir fiskverkuninni að segja, taka sig ekki fram um það. það var Olsen kaupm. á Bíldudal (að mig minnir), sem fyrstur hóf vestfirzka fiskinn langt upp yfir hinn sunnlenzka í áliti. það var líka maður, sem vandaði sinn fisk, þótt hann hefði ekki nema 2 fiskiskip. Frá hon- um er nafnið »Bíldudalsfiskur«, en sá fiskur hefir mestan orðstír í Khöfn og víðar er- lendis. Gra.m kaupmaður og konsúll á Dýrafirði er nú sá maður, sem mestan og beztan jakta- fisk hefir þar vestra. Hann gjörir sjer líka mjög far um að vanda fisk sinn vel. Hann hefir fundið upp það þjóðráð, til þess að geta þvegið fiskinn rir alveg hreinum sjó á landi uppi, að veita sjónum hreinutn um píp- ur upp í þvottakeröld og aptur þaðan óhreina sjónum burt jafnóðum, svo það er eins og fÍ8kurinn sje þveginn í læk með söltu vatni. Gram er nú sem stendur fyrirmynd í fisk- verkun vestra. Vjer þyrftum að fá aðra eins fyrirmynd hjer við Faxaflóa. það ætti að vera kaupm. G. Zoega. Hann hefir mestan fiskinn til að verka. Hann gæti óefað komið hjer á fyrir- myndar fiskverkun; því allir þekkja fram- kvæmdarsemi hans og framsýni. Hjer er ekki lítið í húfi. þótt ekki væri nema um 2 kr. að tefla á hverju skpd., þá mundi hagur sá, er almenningur hjer við Faxaflóa hefði af því, ef sunnlenzkur fiskur gæti komizt í samjöfnuð við vestfirzkan fisk, ekki nema minnu en 20,000 kr. á ári, og það í meðalári. Stundum hefir vestfirzki fiskur- inn selzt 10 kr. meira skippundið. Taki maður nú meðaltal af þessu, og segj- um þá, að vestfirzki fiskurinn seljist 5 kr. meira, þá hafa fiskimenn við Faxaflóa að minnsta kosti 50,000 kr. tjón á fiskverkun sinni á ári hverju. Góð hjálp gæti það verið til þess að styrkja gufuskipsfyrirtækið t. a. m. H. * Skýrsla um siúklinga á sjúkrahúsi íteykjavíkur árið 1888 og 1889. Árið 1888 voru sjúklingarnir 62; af þeim voru 2 frá fyrra ári. Af þessura sjúklingum fóru 44 burt al-læknaðir, 10 í apturbata, 3 voru eptir við árslok; þessir sjúklingar lágu sarntals 1578 daga eða að meðaltali 29,2 daga hver; 5 dóu; þeir Iágu samtals 24 daga, að meðaltali 4,8. Af sjúklingunum voru 23 ut- anbæjarmenn, 6 bæjarmenn, 28 frakkneskir fiskimenn, 2 danskir sjómenn, 1 Færeyingur, 1 enskur sjóm^ður. Flestir sjúklingar í einu voru 14 (flest af því Frakkar, í maímánuði); fæst í einu 1 sjúkl. (í febrúarmánuði). Arið 1889 voru sjúklingarnir 40, af þeim 3 frá fyrra ári. Af þessum sjúklingum fóru 29 burt al-læknaðir, 9 í apturbata, 2 voru eptir við árslok. þessir sjúklingar lágu samtals 1296 daga, að meðaltali 34 daga hver; 2 dóu, legudagar þeirra voru samtals 14. Af sjúk- ligunum voru 26 utanbæjarmenn, 7 bæjar- menn, 3 frakkneskir fiskimenn, 2 danskir og 1 enskur. Flestir voru í einu 11 (í marz- mánuði), fæstir 2 (í sept). Rvík. ifi 89 J. Jónassen. Landsbókasafnið 1889. Útlán. Lántak- A lestr- Lesend- bindi. endur. arsal. ur. Jan. 497 209 638 114 Febr. 371 176 249 87 Marz 329 119 379 115 Apríl 260 111 292 108 Maí 247 112 236 107 Júní 195 93 212 89 Júlí 200 92 370 84 Agúst 204 92 88 76 Sept. 197 92 277 79 Okt. 196 96 198 59 Nóv. 254 124 297 82 Des. 118 53 201 58 3068 1369 3437 1058 Af handritum hafa verið keypt 19. Auk þess hafa gefið handrit: Sig. fangav. Jónsson 1; rektor Dahl í Slagelse (fyrir milligöngu Stgr. Thorsteinss., aðj.) 1 ; Dr. Jónassen 1 ; Jón kammerráð Johnsen 11 (frumrit til brjefa- bóka Gríms amtm. Jónssonar 1825—1833 og 1843—48. Eins og kunnugt er, hafa brjefa- bækur Norður- og Austuramtsins glatazt með öðrum skjölum í Friðriksgáfubrunanum 21. marz 1874) ; Kristján vefari Jónasarson 4; Magnirs landshöfðingi Stephensen 1 ; Páll málaflutningsm. Briem 1; Halldór gjaldkeri Jónsson eiginhdr. Jónasar Hallgrímssonar af! 2 kvæðum hans ; Helgi skólapíltur Jónsson 1; Hjálmar realstúd. Sigurðsson 1 handrit. Af bókum hefir safnið auðgazt að 2034 bindum. þeir, sem því hafa gefið bækur, eru: Hr. Jón Borgfirðingur 9 bindi; kaupm. Thor- grimsen 7 bindi; amtm. Jónassen 1; Hannes landritari Havsteen 1 ; Magnús landsh. Ste- phensen 37 ; Host bóksali 1 ; f>orv. aðj. Thor- oddsen 2; hr. Ben. Gröndal 2; Björn aðj. Jensson 1; Sig. fangav. Jónsson 1 ; cand. Friðr. Jónsson 1 ; Stgr. kaupm. Johnsen 1 ; Björn aðj. Ólsen 1; cand. pharm. K.J.Möller 3; Materialist. Möller & Meyer 45 bindi ; geheime-etazráð A. F. Kriger enn á ný 190 bindi ; cand jur. Boeck í Chria (fyrir milli- göngu Ólafs skrifstofustjóra Halldórssonar)um 800 ; Júlíus amtm. Havsteen 1 bindi ; próf. Fiske 1 ; Dr. Jón þorkelsson 3 ; Dr. Valtýr Guðmundsson 1 ; yfirkennari H. Kr. Friðriks- son 1; síra Sig. Stephánsson; ritstj. Björn Jónsson; bóksali Sig. Kristjánsson ; Jónas tómthúsm. Olafsson ; cand. mag. Pálmi Páls- son 12 ; útgefendur Heimskringlu, hið nor- ræna fornfræðafjelag, the Smithsonian Insti- tution, Acad. dei Lincei í Róm; die Gesellsch. f. Pommersche Gesch. und Alterthumsk., Harvard University; háskólinn í Uppsölum; nefnd sú, er stýrir jarðfræðilegum og land- fræðilegum rannsóknum í Grænlandi, 8 bindi. 7. jan. 1890. Hallgr. Melsteð. Um lífsábyrgð. Hver forsjáll maður ætti sem fyrst að tryggja líf sitt, því eptir því sem maður eldist verða iðgjöldin hærri. þeir, sem eiga fyrir fjölskyldu að sjá, ættu að hafa það hugfast, aðsjá fjöl- skyldu sinni borgið með lífsábyrgð. Nú þeg- ar vertíðin fer í hönd, ættu sjómenn sjer- staklega að muna eptir þessu. Lífsábyrgðar- framfærslustofnunin frá 1871 selur ekki sjó- mönnum dýrara lífsábyrgð en öðrum, og hefir þetta þegar komið mörgum íslenzkum sjó- mannaekkjum að góðu haldi. Maður, sem er á 25. ári, getur tryggt sjer, að 1000 kr. verði útborgaðar erfingjum hans, er hann deyr, með því að borga 4 kr. 20 a. fjórum sinnum á ári hverju meðan hann lifir, og er þeim pen- ingum betur varið til þess en til einhvers ó- þarfans. Iðgjöldin fyrir tryggingar hinnar umræddu lífsábyrgðarstofnunar eru sett svo lágt, sem unnt er, því eigi er tilætlazt, að stofnunin hafi neinn hagnað. Ef það reynist, að stofnunin hafi hagnað, borgar hún skipta- vinum sínum uppbót eptir á, og hefir nú á hinu síðasta ári borgað slíka uppbót fyrir ár- in 1871—85 með samtals 4J miljón króna, og hafa af þeim peniugum margar þúsuncþr runnið hjer inn í landið. Ef fjárhagur stofnunarinnar leyfir, er von um, að slík uppbót verði framvegis útborguð 5. hvert ár. Prentaðan leiðarvísi og aðrar upplýsingar til að nota lífsábyrgðar- og framfærslustofn- unina frá 1871 getur hver sem vill fengið ó- keypis hjá undirskrifuðum. Rvík. 90. J. Jónassen. SjÓmennskufund.ur- A Akranesi var fundur haldinn 28. f. m., eptir áskorun og for- göngu bjargrdðanefndarinnar; fundurinn var vel sóttur af Skagabúum og Sveinn Guð- mundsson á Akranesi kosmn íundarstjóri. Fundurinn var boðaður sjerstaklega til þess, að menn skýrðu frá reynslu sinni á kjölfestupokum, bárufleygum, ýlum og lábrjót- um. Höfðu að eins tveir menn á Skaganum fengið sjer kjölfestupoka og notað þá; gáfu þeir þá ^yfirlýsingu, að pokinn væri nauðsyn- legur. 1 fyrra vetur höfðu allmargir formenn á Skaganum bundizt samtökum að fá sjer kjalfestupoka; en af því að þeir höfðu þá ekki fengizt til búnir, var á fundinum ákveð- ið að gjöra að nýju gangskör að, að fá sjer þá. Bárufleygar, ýlar og lábrjótar höfðu lítið eitt verið reyndir, en eptir þeirri litlu reyuslu, er fengizt hafði, álitu menn að bezt mundi vera að brúka ýlana á bæði borð ; af lábrjót- um mundi »gjörðin« reyDast bezt; lýsi gjörði betri verkanir í sjógangi en olía. Tilraunir framvegis og árangur þeirra skyldi tilkynntur bjargráðanefndinni. þá var enn fremur rætt um byggingu vita á Skaganum. Hafði »æfingarfjelagið« ráðið að reisa vita, og í því skyni skotið saman urn 60 krónum; nefnd hafði verið kosin af »æfingarfjelaginu« til að gefa álit sitt um fyr- irkomulag vitans og hvar hann skyldi reist- ur. Var það álit hennar, að ókleyft væri kostnaðarins vegna fyrir Skagabúa eina og á skömmum tíma, ' að reisa vita á Breiðinni fremst á Skagauum við sjó, því bæði þyrfti viti þar að vera rammgjör á móti sjógangi og afarhár til þess að sjást langt að, og gnæfa yfir ljós í gluggum ofar á Skaganum. Lagði nefndin því til, að reisa skyldi vita þar sem hæst bæri á á Skaganum, en sá staður er Teigakotsteigurinn; þar mundi sæmilegur viti ekki kosta yfir 200 kr.; var á fundinum leit- að samskota meðal almennings og skotið saman um 40 krónurn í viðbót við hinar áð- urnefndu 60 kr. frá »æfingarfjelags«-mönnum. Sigurður kaupm. Jónsson hefir tekið að sjer að reisa vitann á Teigakotsteignum fyrir 1. marz þ. á., en »æfingarfjelags«-menn ætla enn að leita samskota til þess fjár, sem vantar, svo^ vitinn komist upp. Á fundinuin lagði hreppstjóri Hallgr. Jónsson fram skýrslu um fjárhag ekknasjóðs drukknaðra í Borgarfirði og skýrði frá, hvað sjóðurinn hefði aukizt árið 1889. þá var enn fremur á fundinn kosnir sam- kvæmt áskorum síra O. V. Gíslasonar 8 menn til að semja lýsing á leiðum og lendingum kringum Akranes. Að lokum var alllengi rætt um formennsku og sjómennsku. Til þess að bæta og fullkomna formennsku og sjómennsku hjer í plássi álitu þeir, er töl- uðu, heillavænlegt ráð, að hafa seglin margrif- uð, hlýðna háseta, vandaða og færa formenn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.