Ísafold - 15.01.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.01.1890, Blaðsíða 3
19 f>ótti sumum, að í þessu efni væri hjer nokkuð ábótavant, og lögðu það til, að enginn sje látin byrja á formennsku, nema hann hafi að minnsta kosti meðmæli frá þeim formanni, sem hann hefir verið hjá næstu rertíð áður. Æfingar á sjó, á mörgum skipum saman, myndu gera formenn og háseta samhentari, og vera jafnframt til lærdóms sem til skemmt- unar; var því réðið á fundimim, að hafa slíka æfingu á Krossvík einhvemtíma næstu vertíð. Yið skiptingu hluta álitu margjr sanngjarnt að tveimur dauðum hlutum sjc skipt allar vertíðir ársins af sexæringnum, gerður sje á skiptingunni munur dugnaðar-manninum og liðleskjum, og að allar fleytur, sem til sjávar ganga, stærri sem , smærri, fái \ part áf afl- anum alla ársins tíma. Skipkoxna. Hinn 12. þ. m. kom hing- að kaupskipið Waldemar, eign Tischersverzl- unar, frá Englandi. það var afgreitt frá Liverpool hingað til Reykjavíkur 19. okt. í haust, var 6 vikur fullar að komast hjer undir land, en varð loks að snfia aptur, er það átti eptir 20 mílur að Reykjanesi, í ofsa- veðrinu 27. nóv., hinn sama dag og Holger rak á land við Stigahlíð. þá sigldi það á þremur sólarhringum til Stornoway á eynni Ljóðhúsum (Lewis) í Suðureyjuæ, fyrir vest- an Skotland. þar yfirgaf skipstjórinn (Wiis) það, með leyfi eigandans, samkvæmt mál- þráðarskeyti frá honum í Khöfri; var búinn að fá nóg af hrakningunum, enda maður heilsutæpur. Nvr skipstjori var síðan send- ur fra Khöfn til þess að halda áfram ferð- inni hingað, og lagði hann af stað frá Stornoway 22. des. Gekk ferðin stórslysa- laust hingað, á 20 dögum. Hjar var Walde- mar talinn af fyrir löngu. Einn íslenzkur sjómaður var á skipinu. Tlð^X'fSiX'. Snjóasamt er injög enn hjer syðra , jarðlaust yfir allt. Kjiipa flúin ofan að sjó. Rjúpnadráp með mesta móti sunn- anlands. Fiskvart verður nú hvergi fijei. um siáð- ir, enda lítið reynt. Innbrotsþjófnaður talsvetður var fram- iun í vörugeymsluhús kaupmantís hjer í bæn- um fyrir fám dögum. Ekki uppvíst enn, hver eða hverjir það hafa gjört. Dáin 21. des. f. á. að Reykholti í Borg- arfirði prestsekkja Halldóra Jónasdóttir, ekkja síra Guðlaugs Sveinbjarnarsonar, er síðast var prestur að Hvammi í Norðurárdal, hálfníræð. Hún var dóttir síra Jónasar Jónssonar, er síðast var prestur í Reykholti (+ 1861), en systir háyfirdómara þórðar sál. Jónassonar. VÍNVEITINGAXjÖG ný eru á prjónunum á ríkisþinginu í Danmörku, íisamt lögum um toll á brennivíni og öðrum áfengum drykkjum. Verzl- unarleyfi með áfenga drykki á að kosta 200—400 kr. á ári. Ekki má verzla með áfenga drykki eptir kl. 5 4 vetrum, frá ö0. sept til 1. apríl, og ekki eptir kl. 7 hinn tímann af árinu. Hætta skal veitingum kl. 7 lcvöldið fyrir sunnu- og helgidaga. FÓXiKSPJÖLDI í PARÍS. Eptir síðasta manntali eru íbúar í París 2,960,000. þriðjungur- inn af öllum þeim milda mannfjölda er útlendur að ætt og uppruna. þar af eru 46.000 Belgir, 30,000 þjóðverjar og Austurríkismenn, 24,000 Svissar, ‘22,500 ítalir, 16,300 Hollendingar, 13,000 Englendingar, 6,000 Amerikumenn. AF KJÖTI átu Berlinarbúar árið 1888 261 milj. punda eða 180 pund á mann. þar á meðal voru 66,000 pd. af hrossakjöti, af 6000 hestum. I slátrunarhúsum borgarinnar var slátrað 141,814 nautgripum íullorðnum, 479,124 svínum, 115,793 kálfum og 338.798 sauðkindum. Enn fremur voru fluttir til borgarinnar 122,950 nautskrokkar, er slátrað var utan borgar, 15 408 kálfskrokkar. 205.064 svínskrokkar og 74,237 sauðarskrokkar. Á aðalkvikfjenaðartorginu í Berlín voru þet.ta ár seldar skepnur til slátrunar fyrir 110 milj. kr eða fyrir meira en 2 milj. kr. á viku. Leiðarvísir Ísaíoldar. 322. Prestur liefir byggt manni kirkjujörð; byggingarbrjef gaf hann eigi þá. Nú hefir hann sent vinnumann sinn, ásamt tveimur vottum, á heimili leiguliða með útbyggingarskjal, fyrir þá sök, að leiguliði nú eigi vildi eptir tvö ár skrifa undir byggingarbrjef, er setur landsskuldína einni vætt hærri en hann lofaði að gjalda og hefir goldið þessi 2 ár, og jafnframt fyrir þá sök að hann hafi eigi goldið landsskuldina að fullu fyrir þessi 2 ár (vantað þessa 1 vætt). Leiguliði var igi heima, en einn heimilismaður las blaðið í hljóði og afhenti það aptur manninum. Honum var eigi falið að skýra leiguliða frá útbyggingunni Nú er spurt: Getur landsdrottinn látið bera leigu- liða út af jörðunni í næstu fardögum? Sv.: Nei, fráleitt, þó ekki væri af öðru en því, að útbyggingin er ekki löglega birt. 323. Ef jeg er vistaður hjá bónda næstkomandi ár, og hann deyr fyrir jól á yfirstandandi ári, er jeg nú skyldugur að verða næst komandi ár hjá ekkju bans, ef hún heldur áfram búskap? Sv.: Já, sjá vinnuhjúatilskip. 26. jan. 1866, 13. gr. 324. Ef kaupmaður á íslandi verður gjaldþrota og honum eru nokkrum vikum síðar sendir pen- ingar frá „Bestyrelsen for Livsforsikrings- og Eor- sörgelsesanstalten af 1871“ i Kaupm.höfn, er þá rjett af hlutaðeigandi póstafgreiðanda, að senda kaup- manni þessum brjefið að eins, en taka peningana og senda þá til hlutaðeigandi sýslumannns, án þess að gefa kaupmanni tilkyuningu um það? Sv.: Nei, það er öðru nær. 325. Er ekki leyfilegt að fyrirbjóða óviðkom- andi mönnum að skjóta fugla á sinni landareign, eða liggja engar sektir við, ef því er ekki sinnt og skotið er jafnt, þótt búið s.je að fyrirbjóða? Sv.: það er óviðkomandi mönnum óleyfilegt að lögum að skjóta fugla á annars manns landi, og þarf því ekki að fyrirbjóða það. Sektir 1—20 kr., auk skaðabóta. Svo á og landeigandi veiðina (fuglana, sem drepnir eru). Sjá 5. gr. í tilskip. 20. júní 1849. 326. þegar til dæmis faðir liefur gefið hórgetnú barni sínu allar sinar eigur eptir sinn dag, með samþykki konu sinnar, —hjónin barnlaus—, hvað er þá mikill erfðafjárskattur af hverjum 100 kr., sem barnið hefur fengið í arf? Sv.: 50 aurar. 327. Hverjir eru skylduómagar manns fyrir frændsemi sakir? Sv.: Ættingjar hans f beinan ættlegg upip og niður (foreldrar og börn og fjærskyldari). AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Samkvœmt skiptalögum 12. apríl 1878 og I opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjer með skor- Z.])]) knma .s?nfc ^Mr. hvíslaði hann að Boodle. Hví skyldi nokk- ur maður hafa farið að reyna nð svipta hinr unea mann lífi, neina því að eins að hanr hefði sjeð eitthvað til hans? Ætlr ekki það?< «þjer hafið rjett að maela, \Vhiffins. Hem lögreglustjóri, Whiffins hefir fUudið lykilini að glæpnum. Komið þjer og iítið þjer á Þjer sjáið, að Reginakl hefir Venð að takí ijósmynd, sern við fundum hrotna þarm UPP' á loptiuu. En af loptinu rná sji lun Um allan kórinn. Lítið þjjr Snöggvast i skápinn við altarið, herra lögreglustjóri?« ”hiffjns hrökk við hastarleg^ 0g sneri i biott. En Boodle grípur í hann og segir »Nei, yður liggur ekki á. það var blóð á föt unum yðar í dag. Jpjer verðið að bíða hjerna góðurinn minm>. Whiffins varð fölur sem nár; það sást að skápurinn hafði verið mölvaður upp, og með- hjálparinn skalf eins og hrísla. Kjörgripir prestsins voru horfnir. «!>Ú ert þjófurinn, þrælmennið þitt!« hróp- aði fjárhaldsmaður kirkjunnar. «Reginald ^efir staðið þig að glæpnum, 0g þú hefir reynt að ganga svo frá piltiuum, að hann kynni eigi frá tíðindum að segja». Whiffins þrætti fyrir; en glerbrotin úr ljós- myndaráhaldinu, er höfðu leynzt í myrkrinu, voru tínd vandlega upp og raðað saman, og sást þá gjöggt andlitið á meðhjálparanum á myndinni af kórnum, þar sem hann var að bogra yfir skúffunni með kjörgripum prests- ins. þar að auki var önnur mynd af með- hjálparanum í vasa-ljósmyndara Reginalds, þar sem hann stóð með refði í hendi og reiddi til hóggs. HanD hafði ekki misst höggsins, sem raun gaf vitni á Reginald; og þarna var þá myndin af þjófnum og morðingjanum óafmá- anleg í sjálfhreifi-myndarvjel þess, er hann ætlaði að myrða ! Whiffins var eigi laus við hjátrú. Honurn þótti sem þessi uppgötvan væri meira en tóm tilviljun. Hann gekk því til skripta og ját- aði, að synir sínir hefðu frarnið kirkjuránið, eu skilið eptir gripina prestsins. En sjálfur hefði hann framið síðari þjófnaðinn. Að fenginni þessari játningu sannaðist við próf í málinu og ýmsar eptirgrenslanir, að synir hans voru útfarnir þjófar og skjalafalsarar, og að faðir þeirra hafði örvað þá til allra þeirra vamtna; hann hafði sinn hlut af fenguum og skeinmti sjer fyrir það fje þegar hann hafði ferðaleyfi frá embætti sínu. Munirnir prestins fundust heima hjá meðhjálparanum. Eu kirkjusilfrið var horfið. Reginald batnaði og bar vitni í málinu. Síðan var Whiffins dæmdur í æfilanga þræla- vinnu. Synir hans sluppu úr greipum rjett- vísinnar, en eru nú eigi framar þyrnar íholdi föður síns. J>eir höfðu strokið úr landi. Og lýkur svo þessari sögu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.