Ísafold - 18.01.1890, Qupperneq 1
KLemui i'it í\ rniðvikudöíjuiii og
laugurdögum. Ver<> árgangsins
(íO^arka) 4 kr.; erlendis 5
Borgist fyrir miAjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skriHeg) bundm vif
áramót, ógildnema komin sjf
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrazti S.
XVII 6
Reykjavik, laugardaginn 18. janúar
1890
Hneykslis-prestar.
Bæði nágrannaþjóðir vorar og aðrar siðað-
ar þjóðir hof<i h-aft hneykslis-presta fyr á
tímum, jafnvel fram undir eða frain á þessa
öld ; vjer Islendingar höfum þá enn.
það er margt ryðið enn á þjóðfjelagi voru,
er aðrar þjóðir hafa fyrir löngu burtu skafið.
þetta er eitt.
Og það sem verra er: það er eins og það
sje orðið að nokkurs konar hjátrú meðal
þjóðarinnar, jafnvel æðri sem lægri, að það
sje hj er um bil óvinnandi vegur, að ná þessu
ryði burtu. þaðerlán, meðan hjátrúin kemst
ekki svo langt, að það þyki meira að segja
hættuspil að lofa ekki þessu kauni, þessum
óþrifabletti á þjóðlíkamanum að eiga sig,
eins og dæmi munu vera til um suma al-
þjðumenn svo sagði dr. J. Hjaltalín sálugi
, að þeir vilji ekki láta eyða óþrifafjenaði
af líkama sinum vegna þess, að það mundi
spilla heilsu sinni á einhvern hátt að öðru
ieyti; fjenaður þessi sje áskapaður, og því
osamkvæmt eðli manns og ef til vill hættu-
legt að vera alveg án hans!
það var eitt af því, er síra Jón Bjarna-
son frá Winnipeg minntist á og vítti — vítti
rjettilega og ekki um skör fram — í ræðu
sinni eða fyrirlestri á málfundinum hjer í
vetur út af fyrirlestri Gests Pálssonar. það
I var drykkjuskapar-hneykslið meðal hinnar
íslenzku prestastjettar.—þegar talað er um
íslenzka »hneykslis-presta«, þá er átt einkan-
lega og nær eingöngu við það hneyksli,
drykkjuskapar-hnevkslið,—Hann talaði bæði
um drykkjuskapar-hueykslið sjálft, og um
liitt hneykslið, það stór-hneyksli, hvað væg-
uin augum prestastjettiu sjálf, sá hluti henn-
ar, sem er alveg saklaus af ofdrykkjulestin-
um — og það er, sem betur fer, meiri hluti
hennar, allur fjöldinn lítur á þennan löst
hjá embættisbræðrum sínum.
Síra J. B. nafngreindi sóknarprest einn á
austurlandi, er haun segist hafa sjeð í haust
»vera að kútveltast blindfullan í túnfætinum«
(á bænum, sem þeir voru staddir á) »með
þeim munnsöfnuði, sem honutn er títt; ann-
ar merkasti presturinn í prófastsdæminu var
við ásamt mjer«, segir síra Jón. »Við vor-
um að tala um »Sameininguna«, og hann kom
með þetta vanalega : við færum með öfgar,
sjer í lagi um drykkjuskap presta. Og þetta
var rjett um leið og hann hafði horft á
prestinn« (þenna, sem var að kútveltast blind-
fullur í túnfætinum !). — þannig eru orð og
ummæli síra Jóns Bjarnasonar prentuð í
skýrslunni um »umræður á málfundi 23. nóv.
1889 um menntunarástandið á íslandi«, og
munu þeir, sem þar voru við staddir, kann-
ast við, að þau sjeu rjett hermd.
Eins og tekið var fram í stuttu svari til
síra Jóns þar á futidinum, þá verður engan
veginn sagt með sanni, að almenningsálitið,
eins og það kemur fram í blöðunum, hafi
látið drykkjuskapar-hneykslið meðal presta-
stjettarinnar hlutlaust, fyr eða síðar. Is-
lenzk blöð hafa margsinnis á það minnzt, og
aldrei öðruvísi en á einn veg, eins og vera
bar : sem stórlýti á kennimannlegri stjett og
háðung fyrir þjóðina. En »ekki er góð vísa
of opt kveðin#; það þarf að kveða hana
þangað til, að þessi hvumleiða vofa frá tím-
um siðleysis og vanþrifamyrkurs er kveðin
algjörlega niður.
Sumir, sem þykir óþarfi að skipta sjer
mikið af þessu máli, bera það fyrir, að nú
sje orðið svo Iangtum minna um drykkjuskap
meðal prestastjettarinnar hjer á landi en áð-
ur var; þetta lítið, sem eptir er, muni eyðast
og hverfa hjer um bil af sjálfu sjer, fyrir
rás og anda tímans ; drykkjuprestarnir, þess-
ir fán, sem eptir eru, falli nú frá smámsam-
an o. s. frv. En lítið stoðar, þótt þeir falli
frá, ef þeir eru yngdir upp jafnóðum; en það
er gjört og verður gjört, meðan eigi er geng-
ið röggsamlegar og alvarlegar en gjört hefir
verið til þessa að því að útrýma drykkju-
skap við menntastofnanir þær, er búa prest-
ana undir embættin, og verði eptirleiðis eins
og hingað til vonin tóm um betruu látin
duga til þess að ungum drykkjumönnum sje
tmað fyrir heilögu kennimannsembætti. Get-
ur verið, að drykkjuskapur sje nokkru óal-
mennari nú meðal prestastjettarinnar hjer ú
landi en verið hefir áður með köflum; en
víst er um það, að hneykslisprestar vegna
drykkjuskapar eru enn uppi 1—2, ef ekki
fleiri, í hverjum landsfjórðungi, eða sem því
svarar; og ískyggilegt er það, að þeir eru
flestir eða allir meðal hinnar yngri kynslóðar
prestastjettarinnar.
Aðrir kenna það, að prestar hljóti að vera
menn, eins og aðrir, og því mannlegum
breyskleika undirorpnir, þar á meðal of-
drykkjubreyskleikanum. Breyskleika er nú
hjer ekki talað um, heldur það, þegar drykkju-
skapurinn er orðinn reglulegur iöstur, orðinn
að hneyksli. Svarið er það, að enginn mað-
ur býst við, að prestar verði nokkurn tíma
lausir við allan breyskleika eða alla lesti,
heldur er það hitt, að það er viss tegund af
löstum, sem sjálfsagt er að ætlast til að þeir
sjeu lausir við, og sem lög, veraldleg lög jafnvel
heimta að þeir sjeu lausir við. það eru þeir'
lestir, sem lýsa sjer í stórhneykslanlegri ytrí
háttsemi; og einu af þeim er ofdrykkjan.
það eru engar öfgar, að heimta skilmála-
laust og afdráttarlaust, að prestastjettin sje
algjörlega laus við ofdrykkju. þar með er
engan veginn fanð fram á, að prestar sjeu
yfir höfuð fullkomnari eða meiri dyggðum
prýddir en aðrir menn. þar með er að eins
farið fram á, að þeir sjeu lausir við löst, sem
gjörir þeim bersýnilega og almenningi áþreif-
anlega allsendis ómögulegt að vera fyrirmynd
safnaðar síns í því sem minust má vera: í
sómasamlegri ytri hegðan.
Enginn maður gjörir alræmdan þjóf að gæzlu-
manni yfir fjárhlut sínum; slíkt mundi kall-
að óðs manns æði. En er það ekki sama
fjarstæðan, að hafa þann mann fyrir sálna-
hirði, er hefir jafn bersýnilegan og stöðu hans
gagnstæðilegan löst eins og drykkjuskapur-
inn er?
Mannkærleikurinn krefst líknar og umburð-
arlyndis; og sízt ber það að lasta, þótt vel
sje gjört til þeirra, er berir eru að hneyksl-
anlegum ódyggðum; en það er alit anuað
mál en að trúa þeim fyrir einhverju því
hlutverki eöa embætti, er liinn hueykslan-
legi löstur þeirra gjörir þá alls-endis óhæfa
til.
Trúin á apturhvarf og betrun ungra drykkju-
manna, eptir að þeir sjeu komnir í embætti,
getur verið mikið fögur; en reynslan sýnir, að
sú trú rætist örsjaldan, og að drykkjuskapurinn
ágenst optar eptir það heldur en að hanu
rjeni. Væri þó sök sjer, þótt hætt væri á
að lileypa slíkum mönnum í embætti eöa
halda þeim þar við, ef ekki væri um mikið
annað að tefla en sjáifa þá; en þar er raun-
ar teflt um leið um velferð safnaðar þess
eða safnaða, sem þessum skepnum er trúað
fyrir. það er það, sem gjörir hinai* fögru(?)
tilraunir með ofdrykkju-breyska guðsmenn
manni liggur við að segja: sorglegar.
Brestaskorturinu hjer á landi um langan
tíma undanfarinn hefir af sumum verið skoö-
aður eins og nokkurn veginn góð og gild af-
sökun fyrir það, þótt drykkjuprestar hafi
verið notaðir í embættum. En aðrir hafa
verið og eru þeirrar skoðunar, að betra sje
autt rúm en illa skipað, og þá ekki sízt rúm
sálnahirðisins, — að af tvenuuillu hefði verið
stórum betra fyrir hlutaðeigandi söfnuði, að
bjargast við strjála og stopula þjónustu al-
mennilégs nágrannaprests en að hafa yfir
sjer drykkjuhneykslisprest allan og óskiptan.
þeirri skoðun til staðfestingar er og sú
reynsla i þessu atriði, er fram liefir komið
síðan prestskosningarlögin gengu í gildi: að
söfnuðir hafa afbeðið eindregið drykkjupresta