Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 4
 I Presturinn reið þegar til Blönduóss. óg var þá af honum og kaupmönnum afráð- ið, að leita þegar samskota handa prests- ekkju mad. Hansinu Sigurbjörg jþorgríms- dóttur. sem er ábáandi Hjaltabakka; varð hún fvrir mjög miklum og tilfinnanlegum skaða við bæjarbrunann. í missi bæði húsa, er hún átti sjálf, mestallra matfanga og margra gagnlegra muna. Farin eru þeg- ar að safnast samskotaloforð i Torfalækj- ar- og Sveinsstaðahreppum, og veita menn þvi máli almennt góðar og drengilegar undirtektir, bæði búandi fólk og búlaust. Vonandi er, að samskotin verði almenn i Húnavatnssýslu, því bæði á hjer ekkja, með 4 ungum börnum, hlut að máli, og svo var maður hennar sál. f>orvaldur prest- ur Ásgeirsson mörgum góðkunnur, og yfirhöfuð mjög vinsæll maður. Vera má og að einhverjir mannvinir í fjarlægum hjeruðum rjetti henni hjálparhönd með gjöfum. Ef nú samskotin verða rífleg, mun hún hafa í hyggju, að halda áfram búskap á Hjaltabakka eptirleiðis; en auðvitað þarf mikið fje til þess, að byggja upp bæinn aptur, að því leyti sem það álízt hennar skylda, og eins til að kaupa aptur bús- muni, i stað þeirra er fórust. — P. — Um nýársleytið brann og bærinn á Árbót i Helgastaðahreppi i pingeyjarsýslu, og brann par inni gömul kona, móðir bóndans, Páls Jóakimssonar búfræðings, sem var ekki heima og enginn, nema móðir hans og bróðir geðveikur, er hún sendi á næsta bæ að fá hjálp. Sjálf ætl- aði hún að reyna að bjarga kú, er var undir baðstofupalli, en hefir þá kafnað. Reikningur yfir tekjur og útgjöld styrktarsjóðs verzlun- I annanna í Reykjavík fyrir árið 1889. Tekjur: kr. a. Kptirstöðvar 31. des. 1888. í skuldabr. fjelagsm. kr. 14573.00 - R.víkurbæjarskuldabr. + J árs rent.til 11. des. 88 — 714.00 - sparisjóði .... — 1018.20 - ógoldnum rentum . — 196.00 — tillögum . — 24.30 - peningum hjá gjaldk. — 9.85 16535.35 Vextir 647.78 Tillög fjelagsmanna fyrir þ. á. 374.40 Samtals kr. 17557.53 Gjöld: kr. a. Fyrir auglýsingar . . kr. 7.50 — pappír .... — 4.43 — fundarboð að birta — 1.00 — innheimtu á fje- lagsgjaldi ... — 2.00 14.93 Styrkur veitur fjelagsmönnum 251.00 Eptirstöðvar 31. des. 1889. I skuldabr. fjelagsm. — 15013.00 - R.víkurbæjarskuldabr. H- rentur til 31. des. 89 — 714.00 - sparisjóði með rentum til 31. des. 89 . . — 1283.32 - ógoldnum rentum . — 147.74 — tillögum fyrir 88—89 . — 16.20 - peningutn hjágjaldkera— 117.34 17291.60 Samtals kr. 17557.53 Reykjavik 9. .janúar 1890. M. Johannessen. AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkar ív. $ a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. | Að drottni þóknaðist að burtkalla til betra lífs minn heittelskaða eiginmann Magn- ús Bjarna Stefánsson, hinn 17. þ. m., eptir 4 daga þunga legu í lungnabólgu, tilkynnist hjer með vinum og vandamönnm hins látna. Klöpp |>ann 2Z. jan. 1890. Gróa Sveinbjarnardóttir. T i 1 s ö 1 u \ »fírceðraborgin«, vandað steinhús með pakk- ííúsi, hjalli og stórri góðri lóð. Gott verð. Vægir skilmálar. Lysthafendur snúi sjer til G. Zó'nga í Beykjavík. Reikning þennan höfum við endurskoðað og ekki fundið neitt athugavert við hann. Th. Thorsteinsson. Einar Árnason. Með næstu ferð Lauru fæ jeg mikið af brókarskinnum og skæðaskinni, sem jeg sel með lægsta verði. Hjer eptir tek jeg ábyrgð' á öLlum skinnum í brcekur og skó, að' ekki komi fram í þeim peir gallar, sem venjuLega koma fram í húð- um, og komi það' fyrir, má skiLa mjer skinnunum apttir í skiptum við önnur skinn. Reykjavik 23. jan. 1890 Björn Kristjánsson. Duglegur verzlunarmaður, vanur við afgreiðslu á álnavarningi, getur fengið stöða við verzlun Ií. Th. A. Thomsen. Menn eru beðnir að snúa sjer til undirritað*. Johs. Hansen. Proclama. jareð hjerverandi eigur Lopts Jörundarson- ar frá Syðstabæ, sem farinn er af landi burt án þess vitanlegt sje, hvar hann er, eru eptir kröfu skuldaheimtuinanns teknar til skipta sem þrotabú, innkallast hjer með allir þeir, er tilskulda telja hjá nefndum Lopti Jörundarsyni, til innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þess- arar auglýsingar að sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 6. janúar 1890. St. Thorarensen. Fyrri ársfundur Búnaðarfjelags Suður- amtsins verður haldinn þriðjudaginn 4. febr. ncestkomandi kl. 5 e. h. í leikfimishúsi barna- skólans. Verður þar lagður fram reikningur fjelagsins fyrir árið 1889 og rœdd önnur mál- efni fjelagsins. Reykjavík, 25. jan. 1890. H. Kr. Friðriksson DANSKA. MESSU flytur i dómkirkjunni á morgun síra Oddur V. Gíslason frá Staó i (frinda- vík, á hádegi. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 T.andsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12- 2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 SSfnunarsjóðurinn opinn I. mánud, i hvtnum máuuði kl. £— 6 Veóurathuganir 1 Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen, Hiti j Loptþyngdar- j 1 (áCelsius) lrnælir(millimet.)l Veðurátt. jan. ánóttu um hád. fm. | em. fm. | em. Mvd. í2. -f- 3 -r- í 726.4 729.0 Na h b|0 b Fd. 23 | -4- 9 -R 5 729.0 734.1 R h b lo b Fsd. 24. -4-1* -4- 6 /3Ó6 734. O b O b L%1. 25.I -4- 8 729.0 O b Undanfarna daga ma heita að hjer hali verið logn daglega og heiðskírt og fagurt veður; til djúpa hæg noiðankæla. Jörð lijer nú hvívetna alþakin snjó og klaka. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phit. f’rentsrnið.ia ísafoldar. þeim á upprjettum fótum. Jeg skal segja betur frá því seinna. Nú ætla jeg að skrifa um hann Arthur og kunningja mína hjer á spítalanum. það er ekki allfáir dátar úr uppreistar- liðinu, sem liggja hjer á spítalanum. Fyrst framan af var eigi trútt um, að hatrið við sunnanmenn væri látið koma niður á þeim. f>eir voru hafðir út undan, voru látnir bíða, og þeir voru optast stirðir og önugirog stutt- ir í svörum í móti. jpeir áttu eigi nema tvo kosti fyrir: annars vegar kvalir og dauða, en hins vegar apturbata og þá fangelsi. Jeg vorkenndi þeim nærri því meira heldur en hinum. Jeg stóð kyrr við rúmið eins þeirra, sem hafði verið borinn inn þá um morgun- inn. Hann hafði fengið skot í gegnutn vins'tra handlegginn. Handleggurinn og hönd- in var allt stokkbólgið; hann var blóðrauður í framan. Maturinn stóð ósnertur á skákinni við rúmið. «Góðan daginnn, sagði jeg; «hvern- ig gengur»? «Jeg hef voðalegar kvalir í handleggnumi). «Geturðu ekki borðað?» «Jeg hef enga matarlyst». «Er ekki búið að binda um sárið?». «Læknirinn er ekki búinn með umferðina sína enn». Jeg náði í svertingjann minn — jeg kalla hann svo af því, að hann kom til herbúð- anna öldungis örmagna og tiær dauða en lífi, hafði strokið frá böðlum sínum syðra, og nor- ræna hersveitin tók hartn að sjer. Nú hefir hann legið viku hjer, en er nú batnað og höfum við hann til vika. Hann er orðinn okkur svo handgenginn, að við getum ekki án hans verið. Jeg náði sem sagt í svert- ingjann minn, og bað liann að draga stíg- vjelin af hinum sára manni og lauga á hon- um fæturna. Síðan fjekk jeg hann til að sækja ískalt vatn, þvoði honum í framan og um hendurnar, og jós vatni yfir sárið, og huggaði hann með því, að læknirinn mundi koma bráðum. Hann horfði á mig þakkar- bljúgutn augum. L'm kvöldið kom læknirinn til mín og segir: »Frú nr. 5 — ja, þjer afsakið þó jeg kalli yður svo, jeg tnan aldroi hvað þjer heitið að eptirnafni — jeg þarf að sneypa yður núna». ccMig? Fyrir hvað?» Hann hló að því, hvað jeg varð felmtsfull á svip, og segir: «Fyrir þessa fyrirtaks-rækt, sem þjer hafið lagt við uppreisnarmanninn. J>að eru margir, sem ámæla yður harðlega fyrir það, og jeg er hræddur um, að það muni vekja óánægju, ef þjer haldið því áframi). þá varð jeg almennilega reið og sagði við hann: «Hr. læknir! Jeg er kristin, og jeg hef lært það af drottni tnínum og meist- ara, að ef óvin minn hungrar, þá á jeg að gefa honum að eta, og ef hann þyrstir, þá á jeg að gefa honum að drekka. Yesalings- maðurinn kvelst mjög; og jeg má ekki líkna honum, af ^ví að yfirmenn hans hafa skipað lionum að berjast við okkur! Nú vil jeg einmitt líkna honum öðrum fremur eins og jeg get»! ccþjer ráðið því», sagði læknirinn; «jeg hef að eins varað yður við». Jeg hjelt afram upptekum hætti að hlynna að uppreisnarmanninum mínum, og hann fór innan skamms að tala við mig hitt ogþetta. Honum lágu mjög þungt orð til norðan- manna; en því gaf jeg engan gaum, en hafði bara nánar gætur á, að honum væri hjúkrað eigi miður en öðrum. Liðu svo margir dagar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.